Nýi bandamaðurinn kvaddur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. mars 2014 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók rétta ákvörðun þegar hann afréð að fara í opinbera heimsókn til Úkraínu, sem hófst í gær. Það skiptir máli að íslenzk stjórnvöld tjái alveg skýrt stuðning sinn við baráttu stjórnvalda í Kænugarði gegn yfirgangi Rússa. Gunnar Bragi hefur á undanförnum dögum jafnframt ákveðið að taka þátt í refsi- og þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Þannig mun Ísland taka þátt í aðgerðum Evrópusambandsins, sem fela meðal annars í sér ferðabann á rússneska og úkraínska embættismenn sem tengdir eru innlimun Rússa á Krímskaga. Ísland á sömuleiðis aðild að gagnrýni NATO á aðgerðir Rússa í Úkraínu og hefur ásamt hinum EFTA-ríkjunum ákveðið að setja í frost viðræður um fríverzlun við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kazakstan. Með þessu sýnir utanríkisráðherrann ekki einvörðungu stuðning við stjórnvöld í Úkraínu, heldur hefur hann – á þessu sviði að minnsta kosti – tekið forystuhlutverkið um mótun utanríkisstefnunnar af forseta Íslands, sem hefur verið eindreginn talsmaður nánari samskipta við Rússland á öllum sviðum. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín á ráðstefnu um norðurslóðir í Bodø í Noregi, þar sem hann setti ofan í við norska aðstoðarutanríkisráðherrann eftir að sá síðarnefndi skammaði Rússa fyrir innrásina á Krímskaga. Sú gagnrýni er að sumu leyti ósanngjörn, því að forsetinn hefur mikið til síns máls. Það hefur verið ákveðið prinsipp í norðurskautssamstarfinu að halda deilum um alþjóðamál utan þess og einblína á sameiginleg hagsmunamál heimskautsríkjanna. Það er því talsvert til í því hjá Ólafi Ragnari að norðurslóðaráðstefnan hafi ekki verið réttur vettvangur til að ræða yfirgang Rússa í Úkraínu. Samstarfsríki Rússlands í Norðurskautsráðinu, Ísland þar með talið, hljóta hins vegar að hugsa sinn gang vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það er sjálfsagt mál að reyna að halda samskiptum á vettvangi Norðurskautsráðsins á jákvæðum nótum eins lengi og hægt er. En ef þjóðremba og yfirgangur Rússa fara einnig að birtast á þeim vettvangi, er enginn grundvöllur lengur fyrir þeim jákvæðu samskiptum. Forseti Íslands hefði sennilega ekki verið skammaður eins mikið fyrir framgöngu sína í Bodø ef hann hefði – á réttum vettvangi – gagnrýnt framgöngu Rússa í Úkraínu. Forsetinn hefur lengi tjáð sig svo frjálslega um utanríkismál að enginn tæki óstinnt upp þótt hann segði sína skoðun á yfirgangi Rússa við nágrannaríkið. Því mætti gjarnan fylgja greining á því hvernig helzti talsmaður nánari tengsla Íslands við Rússland sér fyrir sér samband ríkjanna eftir atburðina á Krímskaga. Ríkisstjórnin, undir forystu Gunnars Braga, stendur réttilega með öðrum vestrænum ríkjum í því að fjarlægjast Rússland og gagnrýna framferði þarlendra ráðamanna gagnvart Úkraínu. Hvað finnst hinum mótanda utanríkisstefnunnar, þessum á Bessastöðum, um framgöngu nýja bandamannsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók rétta ákvörðun þegar hann afréð að fara í opinbera heimsókn til Úkraínu, sem hófst í gær. Það skiptir máli að íslenzk stjórnvöld tjái alveg skýrt stuðning sinn við baráttu stjórnvalda í Kænugarði gegn yfirgangi Rússa. Gunnar Bragi hefur á undanförnum dögum jafnframt ákveðið að taka þátt í refsi- og þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Þannig mun Ísland taka þátt í aðgerðum Evrópusambandsins, sem fela meðal annars í sér ferðabann á rússneska og úkraínska embættismenn sem tengdir eru innlimun Rússa á Krímskaga. Ísland á sömuleiðis aðild að gagnrýni NATO á aðgerðir Rússa í Úkraínu og hefur ásamt hinum EFTA-ríkjunum ákveðið að setja í frost viðræður um fríverzlun við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kazakstan. Með þessu sýnir utanríkisráðherrann ekki einvörðungu stuðning við stjórnvöld í Úkraínu, heldur hefur hann – á þessu sviði að minnsta kosti – tekið forystuhlutverkið um mótun utanríkisstefnunnar af forseta Íslands, sem hefur verið eindreginn talsmaður nánari samskipta við Rússland á öllum sviðum. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín á ráðstefnu um norðurslóðir í Bodø í Noregi, þar sem hann setti ofan í við norska aðstoðarutanríkisráðherrann eftir að sá síðarnefndi skammaði Rússa fyrir innrásina á Krímskaga. Sú gagnrýni er að sumu leyti ósanngjörn, því að forsetinn hefur mikið til síns máls. Það hefur verið ákveðið prinsipp í norðurskautssamstarfinu að halda deilum um alþjóðamál utan þess og einblína á sameiginleg hagsmunamál heimskautsríkjanna. Það er því talsvert til í því hjá Ólafi Ragnari að norðurslóðaráðstefnan hafi ekki verið réttur vettvangur til að ræða yfirgang Rússa í Úkraínu. Samstarfsríki Rússlands í Norðurskautsráðinu, Ísland þar með talið, hljóta hins vegar að hugsa sinn gang vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það er sjálfsagt mál að reyna að halda samskiptum á vettvangi Norðurskautsráðsins á jákvæðum nótum eins lengi og hægt er. En ef þjóðremba og yfirgangur Rússa fara einnig að birtast á þeim vettvangi, er enginn grundvöllur lengur fyrir þeim jákvæðu samskiptum. Forseti Íslands hefði sennilega ekki verið skammaður eins mikið fyrir framgöngu sína í Bodø ef hann hefði – á réttum vettvangi – gagnrýnt framgöngu Rússa í Úkraínu. Forsetinn hefur lengi tjáð sig svo frjálslega um utanríkismál að enginn tæki óstinnt upp þótt hann segði sína skoðun á yfirgangi Rússa við nágrannaríkið. Því mætti gjarnan fylgja greining á því hvernig helzti talsmaður nánari tengsla Íslands við Rússland sér fyrir sér samband ríkjanna eftir atburðina á Krímskaga. Ríkisstjórnin, undir forystu Gunnars Braga, stendur réttilega með öðrum vestrænum ríkjum í því að fjarlægjast Rússland og gagnrýna framferði þarlendra ráðamanna gagnvart Úkraínu. Hvað finnst hinum mótanda utanríkisstefnunnar, þessum á Bessastöðum, um framgöngu nýja bandamannsins?
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun