Nýi bandamaðurinn kvaddur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. mars 2014 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók rétta ákvörðun þegar hann afréð að fara í opinbera heimsókn til Úkraínu, sem hófst í gær. Það skiptir máli að íslenzk stjórnvöld tjái alveg skýrt stuðning sinn við baráttu stjórnvalda í Kænugarði gegn yfirgangi Rússa. Gunnar Bragi hefur á undanförnum dögum jafnframt ákveðið að taka þátt í refsi- og þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Þannig mun Ísland taka þátt í aðgerðum Evrópusambandsins, sem fela meðal annars í sér ferðabann á rússneska og úkraínska embættismenn sem tengdir eru innlimun Rússa á Krímskaga. Ísland á sömuleiðis aðild að gagnrýni NATO á aðgerðir Rússa í Úkraínu og hefur ásamt hinum EFTA-ríkjunum ákveðið að setja í frost viðræður um fríverzlun við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kazakstan. Með þessu sýnir utanríkisráðherrann ekki einvörðungu stuðning við stjórnvöld í Úkraínu, heldur hefur hann – á þessu sviði að minnsta kosti – tekið forystuhlutverkið um mótun utanríkisstefnunnar af forseta Íslands, sem hefur verið eindreginn talsmaður nánari samskipta við Rússland á öllum sviðum. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín á ráðstefnu um norðurslóðir í Bodø í Noregi, þar sem hann setti ofan í við norska aðstoðarutanríkisráðherrann eftir að sá síðarnefndi skammaði Rússa fyrir innrásina á Krímskaga. Sú gagnrýni er að sumu leyti ósanngjörn, því að forsetinn hefur mikið til síns máls. Það hefur verið ákveðið prinsipp í norðurskautssamstarfinu að halda deilum um alþjóðamál utan þess og einblína á sameiginleg hagsmunamál heimskautsríkjanna. Það er því talsvert til í því hjá Ólafi Ragnari að norðurslóðaráðstefnan hafi ekki verið réttur vettvangur til að ræða yfirgang Rússa í Úkraínu. Samstarfsríki Rússlands í Norðurskautsráðinu, Ísland þar með talið, hljóta hins vegar að hugsa sinn gang vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það er sjálfsagt mál að reyna að halda samskiptum á vettvangi Norðurskautsráðsins á jákvæðum nótum eins lengi og hægt er. En ef þjóðremba og yfirgangur Rússa fara einnig að birtast á þeim vettvangi, er enginn grundvöllur lengur fyrir þeim jákvæðu samskiptum. Forseti Íslands hefði sennilega ekki verið skammaður eins mikið fyrir framgöngu sína í Bodø ef hann hefði – á réttum vettvangi – gagnrýnt framgöngu Rússa í Úkraínu. Forsetinn hefur lengi tjáð sig svo frjálslega um utanríkismál að enginn tæki óstinnt upp þótt hann segði sína skoðun á yfirgangi Rússa við nágrannaríkið. Því mætti gjarnan fylgja greining á því hvernig helzti talsmaður nánari tengsla Íslands við Rússland sér fyrir sér samband ríkjanna eftir atburðina á Krímskaga. Ríkisstjórnin, undir forystu Gunnars Braga, stendur réttilega með öðrum vestrænum ríkjum í því að fjarlægjast Rússland og gagnrýna framferði þarlendra ráðamanna gagnvart Úkraínu. Hvað finnst hinum mótanda utanríkisstefnunnar, þessum á Bessastöðum, um framgöngu nýja bandamannsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók rétta ákvörðun þegar hann afréð að fara í opinbera heimsókn til Úkraínu, sem hófst í gær. Það skiptir máli að íslenzk stjórnvöld tjái alveg skýrt stuðning sinn við baráttu stjórnvalda í Kænugarði gegn yfirgangi Rússa. Gunnar Bragi hefur á undanförnum dögum jafnframt ákveðið að taka þátt í refsi- og þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Þannig mun Ísland taka þátt í aðgerðum Evrópusambandsins, sem fela meðal annars í sér ferðabann á rússneska og úkraínska embættismenn sem tengdir eru innlimun Rússa á Krímskaga. Ísland á sömuleiðis aðild að gagnrýni NATO á aðgerðir Rússa í Úkraínu og hefur ásamt hinum EFTA-ríkjunum ákveðið að setja í frost viðræður um fríverzlun við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kazakstan. Með þessu sýnir utanríkisráðherrann ekki einvörðungu stuðning við stjórnvöld í Úkraínu, heldur hefur hann – á þessu sviði að minnsta kosti – tekið forystuhlutverkið um mótun utanríkisstefnunnar af forseta Íslands, sem hefur verið eindreginn talsmaður nánari samskipta við Rússland á öllum sviðum. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín á ráðstefnu um norðurslóðir í Bodø í Noregi, þar sem hann setti ofan í við norska aðstoðarutanríkisráðherrann eftir að sá síðarnefndi skammaði Rússa fyrir innrásina á Krímskaga. Sú gagnrýni er að sumu leyti ósanngjörn, því að forsetinn hefur mikið til síns máls. Það hefur verið ákveðið prinsipp í norðurskautssamstarfinu að halda deilum um alþjóðamál utan þess og einblína á sameiginleg hagsmunamál heimskautsríkjanna. Það er því talsvert til í því hjá Ólafi Ragnari að norðurslóðaráðstefnan hafi ekki verið réttur vettvangur til að ræða yfirgang Rússa í Úkraínu. Samstarfsríki Rússlands í Norðurskautsráðinu, Ísland þar með talið, hljóta hins vegar að hugsa sinn gang vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það er sjálfsagt mál að reyna að halda samskiptum á vettvangi Norðurskautsráðsins á jákvæðum nótum eins lengi og hægt er. En ef þjóðremba og yfirgangur Rússa fara einnig að birtast á þeim vettvangi, er enginn grundvöllur lengur fyrir þeim jákvæðu samskiptum. Forseti Íslands hefði sennilega ekki verið skammaður eins mikið fyrir framgöngu sína í Bodø ef hann hefði – á réttum vettvangi – gagnrýnt framgöngu Rússa í Úkraínu. Forsetinn hefur lengi tjáð sig svo frjálslega um utanríkismál að enginn tæki óstinnt upp þótt hann segði sína skoðun á yfirgangi Rússa við nágrannaríkið. Því mætti gjarnan fylgja greining á því hvernig helzti talsmaður nánari tengsla Íslands við Rússland sér fyrir sér samband ríkjanna eftir atburðina á Krímskaga. Ríkisstjórnin, undir forystu Gunnars Braga, stendur réttilega með öðrum vestrænum ríkjum í því að fjarlægjast Rússland og gagnrýna framferði þarlendra ráðamanna gagnvart Úkraínu. Hvað finnst hinum mótanda utanríkisstefnunnar, þessum á Bessastöðum, um framgöngu nýja bandamannsins?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar