Jafnlaunaátak stjórnvalda hefur snúist upp í andhverfu sína Hjúkrunarfræðingar og forstöðumenn Hrafnistu skrifar 20. mars 2014 07:00 Undir lok kjörtímabils síðustu ríkisstjórnar, nánar tiltekið í janúar 2013, samþykkti ríkisstjórnin að ráðast í jafnlaunaátak með aðgerðum sem beindust að því að draga úr kynbundnum launamun á stofnunum í heilbrigðiskerfinu. Átakinu var almennt vel fagnað enda tilefnið ærið eins og komið hefur fram í samfélagsumræðunni. En Adam var ekki lengi í paradís, því fljótlega kom í ljós að þetta svokallaða „jafnlaunaátak“ átti eingöngu við um sumar heilbrigðisstofnanir en ekki allar. Með jafnlaunaátakinu hafa stjórnvöld brotið blað í stefnumótun varðandi launakjör starfsfólks í heilbrigðis- og velferðarstéttum sem við teljum að þingmenn hafi ekki áttað sig á. Öldrunarheimili og ýmsar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnanir, líkt og Hrafnista, virðast einhverra hluta vegna ekki verðugar þess að vera hluti af jafnlaunaátakinu. Það birtist í því að stjórnvöld hafa ekki á síðustu árum hirt um að hækka daggjöld til þessara stofnana í samræmi við raunhækkanir kostnaðarliða við starfsemina, en tekjur öldrunarheimila eru nánast eingöngu daggjöld sem greidd eru úr ríkissjóði og stjórnvöld ákvarða einhliða. Jafnframt hefur tíðkast hingað til að ríkið greiði öldrunarstofnunum sambærilegar hækkanir á daggjöld fái starfsfólk heilbrigðiskerfisins annars staðar launahækkanir frá ríkinu. Nú hefur orðið breyting á því. Hvorki fulltrúar fyrrverandi né núverandi ríkisstjórnar hafa gefið skýringar á því hvers vegna heilbrigðisstofnunum landsins hefur verið skipt í tvo flokka, hvers vegna t.d. hjúkrunarfræðingar á öldrunarheimilum og öðrum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnunum eigi að fá lægri laun en hjúkrunarfræðingar heilbrigðisstofnana, sem heyra beint undir ríkisvaldið. Launakostnaður vegna þeirra sem fá greitt samkvæmt kjarasamningum á öldrunarheimilum nemur nú milli 75 og 80% af heildarkostnaði við rekstur heimilanna. Öldrunarheimilin geta ekki hækkað launin nema ríkisvaldið uppfæri daggjaldagreiðslur til heimilanna – ekki nema þá að lögbundin þjónusta verði skert enn frekar frekar sem að okkar mati kemur ekki til greina. Þessari ósk hafa stjórnvöld ítrekað hafnað. Jafnlaunaátakið hefur því snúist uppí andhverfu sína. Myndast hefur launamunur milli hjúkrunarfræðinga og fleiri starfsstétta sem ræðst af því hjá hvaða stofnun heilbrigðisstarfsmennirnir vinna.Uppsagnir óumflýjanlegar Hið svokallaða jafnlaunaátak hefur af þessum sökum skapað mikla óánægju meðal hjúkrunarfræðinga og nú þegar er farið að bera á uppsögnum í stéttinni. Sumir færa sig yfir á ríkisstofnanirnar, aðrir vilja hreinlega skipta um starfsvettvang. Á sama tíma er orðið erfiðara en áður að ráða hjúkrunarfræðinga í stað þeirra sem hverfa á braut. Afleiðingin er enn fremur sú að kjarasamningaviðræður eru í uppnámi. Öllum er ljóst að þróun daggjalda á umliðnum árum hefur ekki fylgt raunverulegri þróun á kostnaðarliðum öldrunarheimila og þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir á síðustu árum standa daggjöldin ekki lengur undir eðlilegum rekstri. Ef fram heldur sem horfir munu hjúkrunarheimilin þurfa að takast á við frekari uppsagnir heilbrigðisstarfsfólks án þess að takist að ráða í þau störf sem losna. Af þeim sökum mun þurfa að loka ákveðnum einingum eða jafnvel heilum deildum. Þessi staða verður líklega að veruleika síðar í vor verði ekkert að gert.Það er tækifæri Fjöldi aldraðra bíður eftir hjúkrunarrými. Bæði er um að ræða einstaklinga í heimahúsum og mikinn fjölda sem situr fastur á Landspítalanum, þar sem um 10% rýma eru teppt vegna þessa. Það er því mjög mikilvæg og sanngjörn krafa að „jafnlaunaátakið“ eða sambærilegar kjarabætur verði útfærðar með þeim hætti að fólk í sambærilegum störfum í heilbrigðiskerfinu sitji við sama borð og áður var og verði eins og áður metið að verðleikum. Hér með skorum við á heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn Íslands og alla þingmenn að bretta upp ermar og sýna í verki að veikir aldraðir einstaklingar séu ekki annars flokks þjóðfélagsþegnar heldur jafngildir öðrum þegnum samfélagsins þegar þeir þurfa á heilbrigðis- og velferðarþjónustu að halda. Alma Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna Arna Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Reykjavík Árdís Hulda Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Hafnarfirði Bjarney Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Kópavogi Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna Helga Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Hafnarfirði Jóhanna Jakobsdóttir hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Kópavogi Lucia Lund mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna Margrét Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Reykjavík Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna Soffía Egilsdóttir framkvæmdastjóri félags- og þjónustusviðs Hrafnistuheimilanna Sigrún Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Reykjavík Þóra Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Hrafnistu Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undir lok kjörtímabils síðustu ríkisstjórnar, nánar tiltekið í janúar 2013, samþykkti ríkisstjórnin að ráðast í jafnlaunaátak með aðgerðum sem beindust að því að draga úr kynbundnum launamun á stofnunum í heilbrigðiskerfinu. Átakinu var almennt vel fagnað enda tilefnið ærið eins og komið hefur fram í samfélagsumræðunni. En Adam var ekki lengi í paradís, því fljótlega kom í ljós að þetta svokallaða „jafnlaunaátak“ átti eingöngu við um sumar heilbrigðisstofnanir en ekki allar. Með jafnlaunaátakinu hafa stjórnvöld brotið blað í stefnumótun varðandi launakjör starfsfólks í heilbrigðis- og velferðarstéttum sem við teljum að þingmenn hafi ekki áttað sig á. Öldrunarheimili og ýmsar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnanir, líkt og Hrafnista, virðast einhverra hluta vegna ekki verðugar þess að vera hluti af jafnlaunaátakinu. Það birtist í því að stjórnvöld hafa ekki á síðustu árum hirt um að hækka daggjöld til þessara stofnana í samræmi við raunhækkanir kostnaðarliða við starfsemina, en tekjur öldrunarheimila eru nánast eingöngu daggjöld sem greidd eru úr ríkissjóði og stjórnvöld ákvarða einhliða. Jafnframt hefur tíðkast hingað til að ríkið greiði öldrunarstofnunum sambærilegar hækkanir á daggjöld fái starfsfólk heilbrigðiskerfisins annars staðar launahækkanir frá ríkinu. Nú hefur orðið breyting á því. Hvorki fulltrúar fyrrverandi né núverandi ríkisstjórnar hafa gefið skýringar á því hvers vegna heilbrigðisstofnunum landsins hefur verið skipt í tvo flokka, hvers vegna t.d. hjúkrunarfræðingar á öldrunarheimilum og öðrum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnunum eigi að fá lægri laun en hjúkrunarfræðingar heilbrigðisstofnana, sem heyra beint undir ríkisvaldið. Launakostnaður vegna þeirra sem fá greitt samkvæmt kjarasamningum á öldrunarheimilum nemur nú milli 75 og 80% af heildarkostnaði við rekstur heimilanna. Öldrunarheimilin geta ekki hækkað launin nema ríkisvaldið uppfæri daggjaldagreiðslur til heimilanna – ekki nema þá að lögbundin þjónusta verði skert enn frekar frekar sem að okkar mati kemur ekki til greina. Þessari ósk hafa stjórnvöld ítrekað hafnað. Jafnlaunaátakið hefur því snúist uppí andhverfu sína. Myndast hefur launamunur milli hjúkrunarfræðinga og fleiri starfsstétta sem ræðst af því hjá hvaða stofnun heilbrigðisstarfsmennirnir vinna.Uppsagnir óumflýjanlegar Hið svokallaða jafnlaunaátak hefur af þessum sökum skapað mikla óánægju meðal hjúkrunarfræðinga og nú þegar er farið að bera á uppsögnum í stéttinni. Sumir færa sig yfir á ríkisstofnanirnar, aðrir vilja hreinlega skipta um starfsvettvang. Á sama tíma er orðið erfiðara en áður að ráða hjúkrunarfræðinga í stað þeirra sem hverfa á braut. Afleiðingin er enn fremur sú að kjarasamningaviðræður eru í uppnámi. Öllum er ljóst að þróun daggjalda á umliðnum árum hefur ekki fylgt raunverulegri þróun á kostnaðarliðum öldrunarheimila og þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir á síðustu árum standa daggjöldin ekki lengur undir eðlilegum rekstri. Ef fram heldur sem horfir munu hjúkrunarheimilin þurfa að takast á við frekari uppsagnir heilbrigðisstarfsfólks án þess að takist að ráða í þau störf sem losna. Af þeim sökum mun þurfa að loka ákveðnum einingum eða jafnvel heilum deildum. Þessi staða verður líklega að veruleika síðar í vor verði ekkert að gert.Það er tækifæri Fjöldi aldraðra bíður eftir hjúkrunarrými. Bæði er um að ræða einstaklinga í heimahúsum og mikinn fjölda sem situr fastur á Landspítalanum, þar sem um 10% rýma eru teppt vegna þessa. Það er því mjög mikilvæg og sanngjörn krafa að „jafnlaunaátakið“ eða sambærilegar kjarabætur verði útfærðar með þeim hætti að fólk í sambærilegum störfum í heilbrigðiskerfinu sitji við sama borð og áður var og verði eins og áður metið að verðleikum. Hér með skorum við á heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn Íslands og alla þingmenn að bretta upp ermar og sýna í verki að veikir aldraðir einstaklingar séu ekki annars flokks þjóðfélagsþegnar heldur jafngildir öðrum þegnum samfélagsins þegar þeir þurfa á heilbrigðis- og velferðarþjónustu að halda. Alma Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna Arna Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Reykjavík Árdís Hulda Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Hafnarfirði Bjarney Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Kópavogi Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna Helga Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Hafnarfirði Jóhanna Jakobsdóttir hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Kópavogi Lucia Lund mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna Margrét Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Reykjavík Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna Soffía Egilsdóttir framkvæmdastjóri félags- og þjónustusviðs Hrafnistuheimilanna Sigrún Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Reykjavík Þóra Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Hrafnistu Hafnarfirði
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar