Jafnlaunaátak stjórnvalda hefur snúist upp í andhverfu sína Hjúkrunarfræðingar og forstöðumenn Hrafnistu skrifar 20. mars 2014 07:00 Undir lok kjörtímabils síðustu ríkisstjórnar, nánar tiltekið í janúar 2013, samþykkti ríkisstjórnin að ráðast í jafnlaunaátak með aðgerðum sem beindust að því að draga úr kynbundnum launamun á stofnunum í heilbrigðiskerfinu. Átakinu var almennt vel fagnað enda tilefnið ærið eins og komið hefur fram í samfélagsumræðunni. En Adam var ekki lengi í paradís, því fljótlega kom í ljós að þetta svokallaða „jafnlaunaátak“ átti eingöngu við um sumar heilbrigðisstofnanir en ekki allar. Með jafnlaunaátakinu hafa stjórnvöld brotið blað í stefnumótun varðandi launakjör starfsfólks í heilbrigðis- og velferðarstéttum sem við teljum að þingmenn hafi ekki áttað sig á. Öldrunarheimili og ýmsar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnanir, líkt og Hrafnista, virðast einhverra hluta vegna ekki verðugar þess að vera hluti af jafnlaunaátakinu. Það birtist í því að stjórnvöld hafa ekki á síðustu árum hirt um að hækka daggjöld til þessara stofnana í samræmi við raunhækkanir kostnaðarliða við starfsemina, en tekjur öldrunarheimila eru nánast eingöngu daggjöld sem greidd eru úr ríkissjóði og stjórnvöld ákvarða einhliða. Jafnframt hefur tíðkast hingað til að ríkið greiði öldrunarstofnunum sambærilegar hækkanir á daggjöld fái starfsfólk heilbrigðiskerfisins annars staðar launahækkanir frá ríkinu. Nú hefur orðið breyting á því. Hvorki fulltrúar fyrrverandi né núverandi ríkisstjórnar hafa gefið skýringar á því hvers vegna heilbrigðisstofnunum landsins hefur verið skipt í tvo flokka, hvers vegna t.d. hjúkrunarfræðingar á öldrunarheimilum og öðrum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnunum eigi að fá lægri laun en hjúkrunarfræðingar heilbrigðisstofnana, sem heyra beint undir ríkisvaldið. Launakostnaður vegna þeirra sem fá greitt samkvæmt kjarasamningum á öldrunarheimilum nemur nú milli 75 og 80% af heildarkostnaði við rekstur heimilanna. Öldrunarheimilin geta ekki hækkað launin nema ríkisvaldið uppfæri daggjaldagreiðslur til heimilanna – ekki nema þá að lögbundin þjónusta verði skert enn frekar frekar sem að okkar mati kemur ekki til greina. Þessari ósk hafa stjórnvöld ítrekað hafnað. Jafnlaunaátakið hefur því snúist uppí andhverfu sína. Myndast hefur launamunur milli hjúkrunarfræðinga og fleiri starfsstétta sem ræðst af því hjá hvaða stofnun heilbrigðisstarfsmennirnir vinna.Uppsagnir óumflýjanlegar Hið svokallaða jafnlaunaátak hefur af þessum sökum skapað mikla óánægju meðal hjúkrunarfræðinga og nú þegar er farið að bera á uppsögnum í stéttinni. Sumir færa sig yfir á ríkisstofnanirnar, aðrir vilja hreinlega skipta um starfsvettvang. Á sama tíma er orðið erfiðara en áður að ráða hjúkrunarfræðinga í stað þeirra sem hverfa á braut. Afleiðingin er enn fremur sú að kjarasamningaviðræður eru í uppnámi. Öllum er ljóst að þróun daggjalda á umliðnum árum hefur ekki fylgt raunverulegri þróun á kostnaðarliðum öldrunarheimila og þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir á síðustu árum standa daggjöldin ekki lengur undir eðlilegum rekstri. Ef fram heldur sem horfir munu hjúkrunarheimilin þurfa að takast á við frekari uppsagnir heilbrigðisstarfsfólks án þess að takist að ráða í þau störf sem losna. Af þeim sökum mun þurfa að loka ákveðnum einingum eða jafnvel heilum deildum. Þessi staða verður líklega að veruleika síðar í vor verði ekkert að gert.Það er tækifæri Fjöldi aldraðra bíður eftir hjúkrunarrými. Bæði er um að ræða einstaklinga í heimahúsum og mikinn fjölda sem situr fastur á Landspítalanum, þar sem um 10% rýma eru teppt vegna þessa. Það er því mjög mikilvæg og sanngjörn krafa að „jafnlaunaátakið“ eða sambærilegar kjarabætur verði útfærðar með þeim hætti að fólk í sambærilegum störfum í heilbrigðiskerfinu sitji við sama borð og áður var og verði eins og áður metið að verðleikum. Hér með skorum við á heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn Íslands og alla þingmenn að bretta upp ermar og sýna í verki að veikir aldraðir einstaklingar séu ekki annars flokks þjóðfélagsþegnar heldur jafngildir öðrum þegnum samfélagsins þegar þeir þurfa á heilbrigðis- og velferðarþjónustu að halda. Alma Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna Arna Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Reykjavík Árdís Hulda Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Hafnarfirði Bjarney Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Kópavogi Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna Helga Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Hafnarfirði Jóhanna Jakobsdóttir hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Kópavogi Lucia Lund mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna Margrét Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Reykjavík Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna Soffía Egilsdóttir framkvæmdastjóri félags- og þjónustusviðs Hrafnistuheimilanna Sigrún Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Reykjavík Þóra Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Hrafnistu Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Undir lok kjörtímabils síðustu ríkisstjórnar, nánar tiltekið í janúar 2013, samþykkti ríkisstjórnin að ráðast í jafnlaunaátak með aðgerðum sem beindust að því að draga úr kynbundnum launamun á stofnunum í heilbrigðiskerfinu. Átakinu var almennt vel fagnað enda tilefnið ærið eins og komið hefur fram í samfélagsumræðunni. En Adam var ekki lengi í paradís, því fljótlega kom í ljós að þetta svokallaða „jafnlaunaátak“ átti eingöngu við um sumar heilbrigðisstofnanir en ekki allar. Með jafnlaunaátakinu hafa stjórnvöld brotið blað í stefnumótun varðandi launakjör starfsfólks í heilbrigðis- og velferðarstéttum sem við teljum að þingmenn hafi ekki áttað sig á. Öldrunarheimili og ýmsar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnanir, líkt og Hrafnista, virðast einhverra hluta vegna ekki verðugar þess að vera hluti af jafnlaunaátakinu. Það birtist í því að stjórnvöld hafa ekki á síðustu árum hirt um að hækka daggjöld til þessara stofnana í samræmi við raunhækkanir kostnaðarliða við starfsemina, en tekjur öldrunarheimila eru nánast eingöngu daggjöld sem greidd eru úr ríkissjóði og stjórnvöld ákvarða einhliða. Jafnframt hefur tíðkast hingað til að ríkið greiði öldrunarstofnunum sambærilegar hækkanir á daggjöld fái starfsfólk heilbrigðiskerfisins annars staðar launahækkanir frá ríkinu. Nú hefur orðið breyting á því. Hvorki fulltrúar fyrrverandi né núverandi ríkisstjórnar hafa gefið skýringar á því hvers vegna heilbrigðisstofnunum landsins hefur verið skipt í tvo flokka, hvers vegna t.d. hjúkrunarfræðingar á öldrunarheimilum og öðrum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnunum eigi að fá lægri laun en hjúkrunarfræðingar heilbrigðisstofnana, sem heyra beint undir ríkisvaldið. Launakostnaður vegna þeirra sem fá greitt samkvæmt kjarasamningum á öldrunarheimilum nemur nú milli 75 og 80% af heildarkostnaði við rekstur heimilanna. Öldrunarheimilin geta ekki hækkað launin nema ríkisvaldið uppfæri daggjaldagreiðslur til heimilanna – ekki nema þá að lögbundin þjónusta verði skert enn frekar frekar sem að okkar mati kemur ekki til greina. Þessari ósk hafa stjórnvöld ítrekað hafnað. Jafnlaunaátakið hefur því snúist uppí andhverfu sína. Myndast hefur launamunur milli hjúkrunarfræðinga og fleiri starfsstétta sem ræðst af því hjá hvaða stofnun heilbrigðisstarfsmennirnir vinna.Uppsagnir óumflýjanlegar Hið svokallaða jafnlaunaátak hefur af þessum sökum skapað mikla óánægju meðal hjúkrunarfræðinga og nú þegar er farið að bera á uppsögnum í stéttinni. Sumir færa sig yfir á ríkisstofnanirnar, aðrir vilja hreinlega skipta um starfsvettvang. Á sama tíma er orðið erfiðara en áður að ráða hjúkrunarfræðinga í stað þeirra sem hverfa á braut. Afleiðingin er enn fremur sú að kjarasamningaviðræður eru í uppnámi. Öllum er ljóst að þróun daggjalda á umliðnum árum hefur ekki fylgt raunverulegri þróun á kostnaðarliðum öldrunarheimila og þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir á síðustu árum standa daggjöldin ekki lengur undir eðlilegum rekstri. Ef fram heldur sem horfir munu hjúkrunarheimilin þurfa að takast á við frekari uppsagnir heilbrigðisstarfsfólks án þess að takist að ráða í þau störf sem losna. Af þeim sökum mun þurfa að loka ákveðnum einingum eða jafnvel heilum deildum. Þessi staða verður líklega að veruleika síðar í vor verði ekkert að gert.Það er tækifæri Fjöldi aldraðra bíður eftir hjúkrunarrými. Bæði er um að ræða einstaklinga í heimahúsum og mikinn fjölda sem situr fastur á Landspítalanum, þar sem um 10% rýma eru teppt vegna þessa. Það er því mjög mikilvæg og sanngjörn krafa að „jafnlaunaátakið“ eða sambærilegar kjarabætur verði útfærðar með þeim hætti að fólk í sambærilegum störfum í heilbrigðiskerfinu sitji við sama borð og áður var og verði eins og áður metið að verðleikum. Hér með skorum við á heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn Íslands og alla þingmenn að bretta upp ermar og sýna í verki að veikir aldraðir einstaklingar séu ekki annars flokks þjóðfélagsþegnar heldur jafngildir öðrum þegnum samfélagsins þegar þeir þurfa á heilbrigðis- og velferðarþjónustu að halda. Alma Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna Arna Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Reykjavík Árdís Hulda Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Hafnarfirði Bjarney Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Kópavogi Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna Helga Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Hafnarfirði Jóhanna Jakobsdóttir hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Kópavogi Lucia Lund mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna Margrét Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Reykjavík Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna Soffía Egilsdóttir framkvæmdastjóri félags- og þjónustusviðs Hrafnistuheimilanna Sigrún Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Reykjavík Þóra Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Hrafnistu Hafnarfirði
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun