Er EES-leið greið? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. mars 2014 06:00 Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku þunnt plagg sem er kallað Evrópustefna. Þar er lögð megináherzla á að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði áfram þungamiðjan í samskiptum Íslands og ESB. Í „Evrópustefnunni“ er meðal annars lögð mikil áherzla á að að tryggja skilvirka framkvæmd EES-samningsins og vinna upp þann hala af EES-reglum sem Ísland hefur ekki innleitt í íslenzk lög. Þetta segir ríkisstjórnin nauðsynlegt til að uppfylla markmið EES um „einsleitni löggjafar allra samningsaðila“ sem er réttilega sögð „ítrustu hagsmunir“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Sumum í stjórnarliðinu kynni þó að vera tamara að kalla þessa vinnu aðlögun að reglum ESB, sem Íslendingar taka við án þess að um nokkuð sé að semja. Athygli vekur að í „Evrópustefnunni“ er ekkert talað um tvö önnur stór vandamál sem munu snúa að framkvæmd EES-samningsins hvað Ísland varðar á næstu árum. Þau voru hins vegar til umfjöllunar í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær. Í fyrsta lagi blasir við að vegna gjaldeyrishaftanna mun Ísland um fyrirsjáanlega framtíð ekki geta uppfyllt ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga, eina af fjórum meginstoðum innri markaðar ESB. Innan Evrópusambandsins er farið að spyrja spurninga um hversu lengi það ástand geti varað. EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðað að Ísland hafi verið í rétti að beita öryggisákvæðum samningsins og setja á gjaldeyrishöft, en ríki sem vill vera hluti af sameiginlegu markaðssvæði getur ekki endalaust haft undanþágu frá einni grunnstoð þess. Annað og jafnvel meira aðkallandi úrlausnarefni er að ýmsar reglur ESB sem eru á leið inn í EES-samninginn fela í sér svo drjúgt valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana að nauðsynlegt mun reynast að breyta stjórnarskránni til að hún heimili það. Það á til dæmis við um reglurnar um sameiginlegt bankaeftirlit. Þegar það mál kom fyrst til umræðu vorið 2012 sögðu leiðtogar núverandi stjórnarflokka, þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í samtölum við Fréttablaðið að það væri engan veginn sjálfgefið að menn stykkju til og breyttu stjórnarskránni. Nær væri að reyna að ná samningum við ESB. „Fyrst og fremst hljótum við að láta reyna á það til fulls þegar svona tilvik koma upp að fá undanþágur sem henta okkar veruleika,“ sagði Bjarni þá. Þetta virðist nú áfram vera stefnan. Óneitanlega er athyglisvert að þeir félagar telji líklegra að undanþágur fáist í samningum við ESB um EES-reglur en í aðildarviðræðum, af því að prinsippið er það sama; einsleitni löggjafar sem tryggi að allir sitji við sama borð. Raunar er ekki líklegt að ESB vilji sleppa EFTA-ríkjunum við sameiginlegt bankaeftirlit. Slíkt eftirlit hefði til dæmis komið í veg fyrir að Icesave yrði nokkurn tímann það stórmál sem á endanum varð. „Evrópustefnan“ gefur ekki til kynna að ríkisstjórnin átti sig á því að EES-leiðin er engan veginn bein og greið. Liðki Ísland ekki til fyrir upptöku nýrra EES-reglna, meðal annars með stjórnarskrárbreytingum, getur það þýtt að samningnum verði að hluta til kippt úr sambandi, með tilheyrandi skaða fyrir íslenzka hagsmuni. Og vilji Ísland ekki þiggja allar reglur hráar frá Brussel, mun reyna á samningsvilja ESB – nokkuð sem margir í stjórnarliðinu segja að sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku þunnt plagg sem er kallað Evrópustefna. Þar er lögð megináherzla á að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði áfram þungamiðjan í samskiptum Íslands og ESB. Í „Evrópustefnunni“ er meðal annars lögð mikil áherzla á að að tryggja skilvirka framkvæmd EES-samningsins og vinna upp þann hala af EES-reglum sem Ísland hefur ekki innleitt í íslenzk lög. Þetta segir ríkisstjórnin nauðsynlegt til að uppfylla markmið EES um „einsleitni löggjafar allra samningsaðila“ sem er réttilega sögð „ítrustu hagsmunir“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Sumum í stjórnarliðinu kynni þó að vera tamara að kalla þessa vinnu aðlögun að reglum ESB, sem Íslendingar taka við án þess að um nokkuð sé að semja. Athygli vekur að í „Evrópustefnunni“ er ekkert talað um tvö önnur stór vandamál sem munu snúa að framkvæmd EES-samningsins hvað Ísland varðar á næstu árum. Þau voru hins vegar til umfjöllunar í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær. Í fyrsta lagi blasir við að vegna gjaldeyrishaftanna mun Ísland um fyrirsjáanlega framtíð ekki geta uppfyllt ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga, eina af fjórum meginstoðum innri markaðar ESB. Innan Evrópusambandsins er farið að spyrja spurninga um hversu lengi það ástand geti varað. EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðað að Ísland hafi verið í rétti að beita öryggisákvæðum samningsins og setja á gjaldeyrishöft, en ríki sem vill vera hluti af sameiginlegu markaðssvæði getur ekki endalaust haft undanþágu frá einni grunnstoð þess. Annað og jafnvel meira aðkallandi úrlausnarefni er að ýmsar reglur ESB sem eru á leið inn í EES-samninginn fela í sér svo drjúgt valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana að nauðsynlegt mun reynast að breyta stjórnarskránni til að hún heimili það. Það á til dæmis við um reglurnar um sameiginlegt bankaeftirlit. Þegar það mál kom fyrst til umræðu vorið 2012 sögðu leiðtogar núverandi stjórnarflokka, þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í samtölum við Fréttablaðið að það væri engan veginn sjálfgefið að menn stykkju til og breyttu stjórnarskránni. Nær væri að reyna að ná samningum við ESB. „Fyrst og fremst hljótum við að láta reyna á það til fulls þegar svona tilvik koma upp að fá undanþágur sem henta okkar veruleika,“ sagði Bjarni þá. Þetta virðist nú áfram vera stefnan. Óneitanlega er athyglisvert að þeir félagar telji líklegra að undanþágur fáist í samningum við ESB um EES-reglur en í aðildarviðræðum, af því að prinsippið er það sama; einsleitni löggjafar sem tryggi að allir sitji við sama borð. Raunar er ekki líklegt að ESB vilji sleppa EFTA-ríkjunum við sameiginlegt bankaeftirlit. Slíkt eftirlit hefði til dæmis komið í veg fyrir að Icesave yrði nokkurn tímann það stórmál sem á endanum varð. „Evrópustefnan“ gefur ekki til kynna að ríkisstjórnin átti sig á því að EES-leiðin er engan veginn bein og greið. Liðki Ísland ekki til fyrir upptöku nýrra EES-reglna, meðal annars með stjórnarskrárbreytingum, getur það þýtt að samningnum verði að hluta til kippt úr sambandi, með tilheyrandi skaða fyrir íslenzka hagsmuni. Og vilji Ísland ekki þiggja allar reglur hráar frá Brussel, mun reyna á samningsvilja ESB – nokkuð sem margir í stjórnarliðinu segja að sé ekki til.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun