Skrípaleiks-atkvæðagreiðsla á Krím Stuart Gill skrifar 15. mars 2014 07:00 Þegar fólki er gert að velja milli valkosta undir hótunum um valdbeitingu er það ekki val. Á morgun, sunnudag, standa íbúar Krímskaga frammi fyrir ómögulegu vali: að kjósa að verða þegnar Rússlands, eða að kjósa sjálfstæði – með enga tryggingu fyrir því að rússnesk stjórnvöld muni virða fullveldi sjálfstæðs Krímskaga frekar en þau hafa virt landamæri sjálfstæðrar Úkraínu. Það er séð til þess að líkurnar séu yfirgnæfandi á að niðurstaðan verði Rússlandi í hag – eins og þegar kastað er upp peningi, og valkostirnir eru: Framhliðin: Rússland vinnur. Bakhliðin: Krím tapar. Atkvæðagreiðslan er – hver sem úrslit hennar verða – bæði ólögleg í skilningi alþjóðalaga og skýlaust brot á stjórnarskrá Úkraínu. Um það leikur enginn vafi. Atkvæðagreiðslan verður ólögmæt. Hvernig gætu kosningar sem haldnar eru í skugga þungvopnaðra rússneskra hermanna, í héraði sem sætir hernámi, verið nokkuð annað? Spurningar af þessu tagi á að útkljá í frjálsum og sanngjörnum þjóðaratkvæðagreiðslum – eins og við munum sjá dæmi um í Skotlandi seinna á þessu ári. En atkvæðagreiðslan á Krím á morgun verður allt annað en frjáls og sanngjörn. Á síðustu tveimur áratugum höfum við lagt okkur fram um að yfirvinna spennu og vantraust kaldastríðsáranna og viðurkenna hið öfluga og jákvæða framlag Rússlands til alþjóðasamfélagsins – og til hagsældar okkar allra.Ekki of seint Heilum vef alþjóðlegra sáttmála og stofnana hefur verið komið upp til að forðast að endurtaka hinar hatrömmu erjur fortíðarinnar og að stuðla að friðsamlegri lausn ágreiningsmála. Stofnanir á borð við ÖSE og Evrópuráðið, sem Rússland er virkur meðlimur í, gegna því hlutverki að aðstoða ríki við að útkljá mál sem varða sjálfsákvörðunarrétt þjóða og vernd minnihlutahópa. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu – framvörður réttmætra kosningahátta – hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan á Krím sé ólögleg og stofnunin muni ekki senda eftirlitsmenn til að fylgjast með framkvæmd hennar. Það er þó ekki orðið of seint fyrir Rússland að notfæra sér þessar stofnanir; að taka af alvöru þátt í diplómatískum samningaumleitunum og sanngjarnri leit að friðsamlegri lausn. Við skorum enn á Pútín Rússlandsforseta að beita áhrifum sínum í þágu hagsmuna Krímskaga, Úkraínu, Evrópu og Rússlands, og binda enda á þessa deilu. Mjög mikilvægt fyrsta skref að því marki væri að stjórnvöld í Moskvu ákvæðu að viðurkenna ekki niðurstöðuna úr skrípaleiks-atkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það liggur fyrir, að hún mun ekki hafa neitt lagalegt gildi. Hún mun ekki hafa neitt siðferðilegt gildi. Og alþjóðasamfélagið mun ekki viðurkenna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hún ætti ekki að fara fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólki er gert að velja milli valkosta undir hótunum um valdbeitingu er það ekki val. Á morgun, sunnudag, standa íbúar Krímskaga frammi fyrir ómögulegu vali: að kjósa að verða þegnar Rússlands, eða að kjósa sjálfstæði – með enga tryggingu fyrir því að rússnesk stjórnvöld muni virða fullveldi sjálfstæðs Krímskaga frekar en þau hafa virt landamæri sjálfstæðrar Úkraínu. Það er séð til þess að líkurnar séu yfirgnæfandi á að niðurstaðan verði Rússlandi í hag – eins og þegar kastað er upp peningi, og valkostirnir eru: Framhliðin: Rússland vinnur. Bakhliðin: Krím tapar. Atkvæðagreiðslan er – hver sem úrslit hennar verða – bæði ólögleg í skilningi alþjóðalaga og skýlaust brot á stjórnarskrá Úkraínu. Um það leikur enginn vafi. Atkvæðagreiðslan verður ólögmæt. Hvernig gætu kosningar sem haldnar eru í skugga þungvopnaðra rússneskra hermanna, í héraði sem sætir hernámi, verið nokkuð annað? Spurningar af þessu tagi á að útkljá í frjálsum og sanngjörnum þjóðaratkvæðagreiðslum – eins og við munum sjá dæmi um í Skotlandi seinna á þessu ári. En atkvæðagreiðslan á Krím á morgun verður allt annað en frjáls og sanngjörn. Á síðustu tveimur áratugum höfum við lagt okkur fram um að yfirvinna spennu og vantraust kaldastríðsáranna og viðurkenna hið öfluga og jákvæða framlag Rússlands til alþjóðasamfélagsins – og til hagsældar okkar allra.Ekki of seint Heilum vef alþjóðlegra sáttmála og stofnana hefur verið komið upp til að forðast að endurtaka hinar hatrömmu erjur fortíðarinnar og að stuðla að friðsamlegri lausn ágreiningsmála. Stofnanir á borð við ÖSE og Evrópuráðið, sem Rússland er virkur meðlimur í, gegna því hlutverki að aðstoða ríki við að útkljá mál sem varða sjálfsákvörðunarrétt þjóða og vernd minnihlutahópa. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu – framvörður réttmætra kosningahátta – hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan á Krím sé ólögleg og stofnunin muni ekki senda eftirlitsmenn til að fylgjast með framkvæmd hennar. Það er þó ekki orðið of seint fyrir Rússland að notfæra sér þessar stofnanir; að taka af alvöru þátt í diplómatískum samningaumleitunum og sanngjarnri leit að friðsamlegri lausn. Við skorum enn á Pútín Rússlandsforseta að beita áhrifum sínum í þágu hagsmuna Krímskaga, Úkraínu, Evrópu og Rússlands, og binda enda á þessa deilu. Mjög mikilvægt fyrsta skref að því marki væri að stjórnvöld í Moskvu ákvæðu að viðurkenna ekki niðurstöðuna úr skrípaleiks-atkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það liggur fyrir, að hún mun ekki hafa neitt lagalegt gildi. Hún mun ekki hafa neitt siðferðilegt gildi. Og alþjóðasamfélagið mun ekki viðurkenna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hún ætti ekki að fara fram.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun