Vandamálið sem enginn talar um Karl Garðarsson skrifar 15. mars 2014 07:00 Ljóst er að fjölga þarf hjúkrunarrýmum fyrir aldraða um allt að 1.700 á næstu 15 árum og nemur kostnaður vegna þessa um 54 milljörðum króna. Af þessum fjölda eru um 1.100 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru staðreyndirnar sem stjórnmálamenn forðast að ræða, enda aldrei vinsælt að ræða um málefni aldraðra, hóps sem gerir litlar kröfur og er aldrei hávær. Slíkir hópar eru sjaldnast ofarlega í forgangsröðinni. Miklar breytingar verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu áratugum. Þannig er gert ráð fyrir að þeim sem eru 67 ára eða eldri fjölgi um rúmlega 26.000 á næstu 15 árum, eða um 71% frá því sem er í dag. Talið er að þeim sem eru 80 ára og eldri fjölgi um tæplega 6.600, eða um 55%. Þessar miklu breytingar kalla á aðrar og ólíkar áherslur í heilbrigðismálum, þar sem hugsa þarf fyrir þörfum þessa vaxandi hóps. Flestar fjölskyldur þekkja þann vanda sem skapast þegar þarf að koma öldruðum ættingjum í hjúkrunarrými. Að meðaltali voru um 250 manns á biðlista eftir slíkum rýmum á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, og var meðalbið hátt í fjórir mánuðir. Að óbreyttu mun þessi tími lengjast til muna. Niðurskurður undanfarinna ára á framlögum til heilbrigðismála hefur komið illa niður á öldruðum. Þjónusta hefur verið skert og lyfjakostnaður aukist. Þessu verður að breyta. Nauðsynlegt er að styrkja heimaþjónustu og stoðþjónustu til muna. Flestir eru sammála um nauðsyn þess að veita auknu fjármagni í heilbrigðiskerfið, sem stendur frammi fyrir auknu álagi á næstu árum, þar sem þjónustan verður ekki síst að taka mið af því að þjóðin er að eldast. Þá hefur rekstur hjúkrunarheimila verið erfiður og daggjöld of lág. Minni heimili hafa átt sérstaklega erfitt. Unnið er að úttekt á málefnum aldraðra sem gerð verður opinber í byrjun sumars. Málið þolir enga bið. Stjórnvöld verða að taka höndum saman við sveitarfélög og einkaaðila um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Við verðum að gera þá lágmarkskröfu að þörfum aldraðra sé sinnt með viðeigandi hætti og að langir biðlistar eftir þjónustu heyri sögunni til. Aldraðir eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Ljóst er að fjölga þarf hjúkrunarrýmum fyrir aldraða um allt að 1.700 á næstu 15 árum og nemur kostnaður vegna þessa um 54 milljörðum króna. Af þessum fjölda eru um 1.100 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru staðreyndirnar sem stjórnmálamenn forðast að ræða, enda aldrei vinsælt að ræða um málefni aldraðra, hóps sem gerir litlar kröfur og er aldrei hávær. Slíkir hópar eru sjaldnast ofarlega í forgangsröðinni. Miklar breytingar verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu áratugum. Þannig er gert ráð fyrir að þeim sem eru 67 ára eða eldri fjölgi um rúmlega 26.000 á næstu 15 árum, eða um 71% frá því sem er í dag. Talið er að þeim sem eru 80 ára og eldri fjölgi um tæplega 6.600, eða um 55%. Þessar miklu breytingar kalla á aðrar og ólíkar áherslur í heilbrigðismálum, þar sem hugsa þarf fyrir þörfum þessa vaxandi hóps. Flestar fjölskyldur þekkja þann vanda sem skapast þegar þarf að koma öldruðum ættingjum í hjúkrunarrými. Að meðaltali voru um 250 manns á biðlista eftir slíkum rýmum á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, og var meðalbið hátt í fjórir mánuðir. Að óbreyttu mun þessi tími lengjast til muna. Niðurskurður undanfarinna ára á framlögum til heilbrigðismála hefur komið illa niður á öldruðum. Þjónusta hefur verið skert og lyfjakostnaður aukist. Þessu verður að breyta. Nauðsynlegt er að styrkja heimaþjónustu og stoðþjónustu til muna. Flestir eru sammála um nauðsyn þess að veita auknu fjármagni í heilbrigðiskerfið, sem stendur frammi fyrir auknu álagi á næstu árum, þar sem þjónustan verður ekki síst að taka mið af því að þjóðin er að eldast. Þá hefur rekstur hjúkrunarheimila verið erfiður og daggjöld of lág. Minni heimili hafa átt sérstaklega erfitt. Unnið er að úttekt á málefnum aldraðra sem gerð verður opinber í byrjun sumars. Málið þolir enga bið. Stjórnvöld verða að taka höndum saman við sveitarfélög og einkaaðila um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Við verðum að gera þá lágmarkskröfu að þörfum aldraðra sé sinnt með viðeigandi hætti og að langir biðlistar eftir þjónustu heyri sögunni til. Aldraðir eiga það skilið.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun