Hvað gera sálfræðingar sem starfa í sérfræðiþjónustu? Edda Sif Gunnarsdóttir, Sandra Guðlaug Zarif og Kristbjörg Þórisdóttir og Tryggvi Ingason skrifa 13. mars 2014 07:00 Hjá Reykjavíkurborg starfa rúmlega þrjátíu sálfræðingar sem sinna sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla borgarinnar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Starfið er afar margbreytilegt en felur í megindráttum í sér skimun, greiningu, ráðgjöf, fræðslu, stuðning, hópmeðferð, eftirfylgd og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Þjónustumiðstöðvar borgarinnar eru opnar öllum íbúum og þangað geta allir foreldrar og starfsfólk sent inn erindi þegar áhyggjur af barni vakna. Á þjónustumiðstöðvunum er hvert erindi metið vandlega enda mikilvægt að þau séu afgreidd með réttum hætti. Stundum þarf tiltölulega lítið að gera til að leysa vanda en oft á tíðum er um mjög flókin mál að ræða sem krefjast mikillar sérfræðiþekkingar sálfræðinga. Unnið er í nánu samstarfi við barnið, foreldra, starfsfólk skóla, ýmsa sérfræðinga og aðra oft yfir mjög langan tíma. Stundum þarf að vísa máli barnsins áfram t.d. á Greiningarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeild, Þroska- og hegðunarstöð, til sjálfstætt starfandi barnalæknis eða á aðrar viðkomandi stofnanir.Greiningar og stuðningur Sálfræðingar sinna einnig endurmati vegna barna sem þegar hafa fengið greiningu en þurfa endurmat á einkennum sínum að vissum tíma liðnum eða vegna beiðni ýmissa aðila svo sem annars fagfólks. Greiningar á hegðunarvanda og geðrænum vanda barna og unglinga eru alltaf töluvert í umræðunni og ekki að ósekju. Þær eru tímafrekar enda þarf mjög að vanda til verka og margir að koma að. Ekki er nóg að greina vanda barnsins því mestu máli skiptir fyrir barnið sjálft að það fái réttan stuðning í kjölfarið. Vönduð og ítarleg greining á flóknum vanda er forsenda þess að hægt sé að veita barninu sem besta viðeigandi þjónustu í kjölfarið en oft er hægt að styðja börn með almennari leiðum þangað til hún liggur fyrir. Í báðum tilvikum sinna sálfræðingar í sérfræðiþjónustu mikilvægu og víðtæku ráðgjafarhlutverki fyrir hina ýmsu aðila eins og starfsfólk skóla, foreldra og börnin sjálf. Einnig sjá sálfræðingar um að halda hópnámskeið fyrir börn og foreldra þeirra til þess að veita fræðslu og hópmeðferð vegna ýmiss konar vanda eins og til dæmis kvíða eða þunglyndi eða kenna gagnreyndar uppeldisaðferðir. Sálfræðingar sinna einnig mörgum bráðamálum í hverjum mánuði þar sem bregðast þarf tafarlaust við vegna alvarlegs vanda unglinga eða barna. Sá vandi gæti t.d. stafað af ýmiss konar áhættuhegðun, neyslu, sjálfsskaða, slakri skólasókn eða áföllum. Þetta eru einungis helstu verkefni okkar því ekki er hægt að telja þau öll upp í svo stuttum pistli.Gífurleg aukning mála Við sem störfum við sérfræðiþjónustu gegnum afar fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Eins og víða hefur álag í starfi okkar aukist verulega undanfarin ár, fjöldi mála hefur aukist gífurlega, fleiri mál eru mjög alvarleg, krafan um sífellt víðtækari sérfræðiþekkingu eykst stöðugt og í kjölfar þess að aðrar stofnanir hafa takmarkað aðgengi að sér hefur álagið aukist á okkur sem störfum í framlínunni. Við gerum okkur grein fyrir því að ábyrgð okkar er gríðarleg enda erum við oft fyrsti sérfræðingurinn sem kemur að máli barnsins, greinir vanda þess og höfum úrslitaáhrif um afdrif þess. Það getur haft ómæld áhrif á farsæld og lífshlaup þess barns og fjölskyldu þess sem við veitum þjónustu hverju sinni. Þessi mikla ábyrgð og flókið hlutverk okkar er því miður í hrópandi ósamræmi við það sem við fáum greitt fyrir störf okkar og það þykir okkur mjög miður. Það hefur leitt til þess að gott og reynslumikið fólk hefur horfið frá störfum hjá Reykjavíkurborg til annarra og betur launaðra starfa. Þessu viljum við breyta. Við viljum að laun okkar endurspegli það mikilvæga hlutverk sem við gegnum þannig að í þessi vandasömu störf veljist einungis afar hæft fólk sem getur unað hag sínum vel um langa tíð í öflugri stétt sálfræðinga við sérfræðiþjónustu skóla. Við eigum að bjóða börnunum okkar upp á það besta sem völ er á. Þau eru framtíðin og það er okkur öllum í hag að sú framtíð verði sem björtust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg starfa rúmlega þrjátíu sálfræðingar sem sinna sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla borgarinnar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Starfið er afar margbreytilegt en felur í megindráttum í sér skimun, greiningu, ráðgjöf, fræðslu, stuðning, hópmeðferð, eftirfylgd og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Þjónustumiðstöðvar borgarinnar eru opnar öllum íbúum og þangað geta allir foreldrar og starfsfólk sent inn erindi þegar áhyggjur af barni vakna. Á þjónustumiðstöðvunum er hvert erindi metið vandlega enda mikilvægt að þau séu afgreidd með réttum hætti. Stundum þarf tiltölulega lítið að gera til að leysa vanda en oft á tíðum er um mjög flókin mál að ræða sem krefjast mikillar sérfræðiþekkingar sálfræðinga. Unnið er í nánu samstarfi við barnið, foreldra, starfsfólk skóla, ýmsa sérfræðinga og aðra oft yfir mjög langan tíma. Stundum þarf að vísa máli barnsins áfram t.d. á Greiningarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeild, Þroska- og hegðunarstöð, til sjálfstætt starfandi barnalæknis eða á aðrar viðkomandi stofnanir.Greiningar og stuðningur Sálfræðingar sinna einnig endurmati vegna barna sem þegar hafa fengið greiningu en þurfa endurmat á einkennum sínum að vissum tíma liðnum eða vegna beiðni ýmissa aðila svo sem annars fagfólks. Greiningar á hegðunarvanda og geðrænum vanda barna og unglinga eru alltaf töluvert í umræðunni og ekki að ósekju. Þær eru tímafrekar enda þarf mjög að vanda til verka og margir að koma að. Ekki er nóg að greina vanda barnsins því mestu máli skiptir fyrir barnið sjálft að það fái réttan stuðning í kjölfarið. Vönduð og ítarleg greining á flóknum vanda er forsenda þess að hægt sé að veita barninu sem besta viðeigandi þjónustu í kjölfarið en oft er hægt að styðja börn með almennari leiðum þangað til hún liggur fyrir. Í báðum tilvikum sinna sálfræðingar í sérfræðiþjónustu mikilvægu og víðtæku ráðgjafarhlutverki fyrir hina ýmsu aðila eins og starfsfólk skóla, foreldra og börnin sjálf. Einnig sjá sálfræðingar um að halda hópnámskeið fyrir börn og foreldra þeirra til þess að veita fræðslu og hópmeðferð vegna ýmiss konar vanda eins og til dæmis kvíða eða þunglyndi eða kenna gagnreyndar uppeldisaðferðir. Sálfræðingar sinna einnig mörgum bráðamálum í hverjum mánuði þar sem bregðast þarf tafarlaust við vegna alvarlegs vanda unglinga eða barna. Sá vandi gæti t.d. stafað af ýmiss konar áhættuhegðun, neyslu, sjálfsskaða, slakri skólasókn eða áföllum. Þetta eru einungis helstu verkefni okkar því ekki er hægt að telja þau öll upp í svo stuttum pistli.Gífurleg aukning mála Við sem störfum við sérfræðiþjónustu gegnum afar fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Eins og víða hefur álag í starfi okkar aukist verulega undanfarin ár, fjöldi mála hefur aukist gífurlega, fleiri mál eru mjög alvarleg, krafan um sífellt víðtækari sérfræðiþekkingu eykst stöðugt og í kjölfar þess að aðrar stofnanir hafa takmarkað aðgengi að sér hefur álagið aukist á okkur sem störfum í framlínunni. Við gerum okkur grein fyrir því að ábyrgð okkar er gríðarleg enda erum við oft fyrsti sérfræðingurinn sem kemur að máli barnsins, greinir vanda þess og höfum úrslitaáhrif um afdrif þess. Það getur haft ómæld áhrif á farsæld og lífshlaup þess barns og fjölskyldu þess sem við veitum þjónustu hverju sinni. Þessi mikla ábyrgð og flókið hlutverk okkar er því miður í hrópandi ósamræmi við það sem við fáum greitt fyrir störf okkar og það þykir okkur mjög miður. Það hefur leitt til þess að gott og reynslumikið fólk hefur horfið frá störfum hjá Reykjavíkurborg til annarra og betur launaðra starfa. Þessu viljum við breyta. Við viljum að laun okkar endurspegli það mikilvæga hlutverk sem við gegnum þannig að í þessi vandasömu störf veljist einungis afar hæft fólk sem getur unað hag sínum vel um langa tíð í öflugri stétt sálfræðinga við sérfræðiþjónustu skóla. Við eigum að bjóða börnunum okkar upp á það besta sem völ er á. Þau eru framtíðin og það er okkur öllum í hag að sú framtíð verði sem björtust.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun