Hvað gera sálfræðingar sem starfa í sérfræðiþjónustu? Edda Sif Gunnarsdóttir, Sandra Guðlaug Zarif og Kristbjörg Þórisdóttir og Tryggvi Ingason skrifa 13. mars 2014 07:00 Hjá Reykjavíkurborg starfa rúmlega þrjátíu sálfræðingar sem sinna sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla borgarinnar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Starfið er afar margbreytilegt en felur í megindráttum í sér skimun, greiningu, ráðgjöf, fræðslu, stuðning, hópmeðferð, eftirfylgd og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Þjónustumiðstöðvar borgarinnar eru opnar öllum íbúum og þangað geta allir foreldrar og starfsfólk sent inn erindi þegar áhyggjur af barni vakna. Á þjónustumiðstöðvunum er hvert erindi metið vandlega enda mikilvægt að þau séu afgreidd með réttum hætti. Stundum þarf tiltölulega lítið að gera til að leysa vanda en oft á tíðum er um mjög flókin mál að ræða sem krefjast mikillar sérfræðiþekkingar sálfræðinga. Unnið er í nánu samstarfi við barnið, foreldra, starfsfólk skóla, ýmsa sérfræðinga og aðra oft yfir mjög langan tíma. Stundum þarf að vísa máli barnsins áfram t.d. á Greiningarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeild, Þroska- og hegðunarstöð, til sjálfstætt starfandi barnalæknis eða á aðrar viðkomandi stofnanir.Greiningar og stuðningur Sálfræðingar sinna einnig endurmati vegna barna sem þegar hafa fengið greiningu en þurfa endurmat á einkennum sínum að vissum tíma liðnum eða vegna beiðni ýmissa aðila svo sem annars fagfólks. Greiningar á hegðunarvanda og geðrænum vanda barna og unglinga eru alltaf töluvert í umræðunni og ekki að ósekju. Þær eru tímafrekar enda þarf mjög að vanda til verka og margir að koma að. Ekki er nóg að greina vanda barnsins því mestu máli skiptir fyrir barnið sjálft að það fái réttan stuðning í kjölfarið. Vönduð og ítarleg greining á flóknum vanda er forsenda þess að hægt sé að veita barninu sem besta viðeigandi þjónustu í kjölfarið en oft er hægt að styðja börn með almennari leiðum þangað til hún liggur fyrir. Í báðum tilvikum sinna sálfræðingar í sérfræðiþjónustu mikilvægu og víðtæku ráðgjafarhlutverki fyrir hina ýmsu aðila eins og starfsfólk skóla, foreldra og börnin sjálf. Einnig sjá sálfræðingar um að halda hópnámskeið fyrir börn og foreldra þeirra til þess að veita fræðslu og hópmeðferð vegna ýmiss konar vanda eins og til dæmis kvíða eða þunglyndi eða kenna gagnreyndar uppeldisaðferðir. Sálfræðingar sinna einnig mörgum bráðamálum í hverjum mánuði þar sem bregðast þarf tafarlaust við vegna alvarlegs vanda unglinga eða barna. Sá vandi gæti t.d. stafað af ýmiss konar áhættuhegðun, neyslu, sjálfsskaða, slakri skólasókn eða áföllum. Þetta eru einungis helstu verkefni okkar því ekki er hægt að telja þau öll upp í svo stuttum pistli.Gífurleg aukning mála Við sem störfum við sérfræðiþjónustu gegnum afar fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Eins og víða hefur álag í starfi okkar aukist verulega undanfarin ár, fjöldi mála hefur aukist gífurlega, fleiri mál eru mjög alvarleg, krafan um sífellt víðtækari sérfræðiþekkingu eykst stöðugt og í kjölfar þess að aðrar stofnanir hafa takmarkað aðgengi að sér hefur álagið aukist á okkur sem störfum í framlínunni. Við gerum okkur grein fyrir því að ábyrgð okkar er gríðarleg enda erum við oft fyrsti sérfræðingurinn sem kemur að máli barnsins, greinir vanda þess og höfum úrslitaáhrif um afdrif þess. Það getur haft ómæld áhrif á farsæld og lífshlaup þess barns og fjölskyldu þess sem við veitum þjónustu hverju sinni. Þessi mikla ábyrgð og flókið hlutverk okkar er því miður í hrópandi ósamræmi við það sem við fáum greitt fyrir störf okkar og það þykir okkur mjög miður. Það hefur leitt til þess að gott og reynslumikið fólk hefur horfið frá störfum hjá Reykjavíkurborg til annarra og betur launaðra starfa. Þessu viljum við breyta. Við viljum að laun okkar endurspegli það mikilvæga hlutverk sem við gegnum þannig að í þessi vandasömu störf veljist einungis afar hæft fólk sem getur unað hag sínum vel um langa tíð í öflugri stétt sálfræðinga við sérfræðiþjónustu skóla. Við eigum að bjóða börnunum okkar upp á það besta sem völ er á. Þau eru framtíðin og það er okkur öllum í hag að sú framtíð verði sem björtust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg starfa rúmlega þrjátíu sálfræðingar sem sinna sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla borgarinnar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Starfið er afar margbreytilegt en felur í megindráttum í sér skimun, greiningu, ráðgjöf, fræðslu, stuðning, hópmeðferð, eftirfylgd og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Þjónustumiðstöðvar borgarinnar eru opnar öllum íbúum og þangað geta allir foreldrar og starfsfólk sent inn erindi þegar áhyggjur af barni vakna. Á þjónustumiðstöðvunum er hvert erindi metið vandlega enda mikilvægt að þau séu afgreidd með réttum hætti. Stundum þarf tiltölulega lítið að gera til að leysa vanda en oft á tíðum er um mjög flókin mál að ræða sem krefjast mikillar sérfræðiþekkingar sálfræðinga. Unnið er í nánu samstarfi við barnið, foreldra, starfsfólk skóla, ýmsa sérfræðinga og aðra oft yfir mjög langan tíma. Stundum þarf að vísa máli barnsins áfram t.d. á Greiningarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeild, Þroska- og hegðunarstöð, til sjálfstætt starfandi barnalæknis eða á aðrar viðkomandi stofnanir.Greiningar og stuðningur Sálfræðingar sinna einnig endurmati vegna barna sem þegar hafa fengið greiningu en þurfa endurmat á einkennum sínum að vissum tíma liðnum eða vegna beiðni ýmissa aðila svo sem annars fagfólks. Greiningar á hegðunarvanda og geðrænum vanda barna og unglinga eru alltaf töluvert í umræðunni og ekki að ósekju. Þær eru tímafrekar enda þarf mjög að vanda til verka og margir að koma að. Ekki er nóg að greina vanda barnsins því mestu máli skiptir fyrir barnið sjálft að það fái réttan stuðning í kjölfarið. Vönduð og ítarleg greining á flóknum vanda er forsenda þess að hægt sé að veita barninu sem besta viðeigandi þjónustu í kjölfarið en oft er hægt að styðja börn með almennari leiðum þangað til hún liggur fyrir. Í báðum tilvikum sinna sálfræðingar í sérfræðiþjónustu mikilvægu og víðtæku ráðgjafarhlutverki fyrir hina ýmsu aðila eins og starfsfólk skóla, foreldra og börnin sjálf. Einnig sjá sálfræðingar um að halda hópnámskeið fyrir börn og foreldra þeirra til þess að veita fræðslu og hópmeðferð vegna ýmiss konar vanda eins og til dæmis kvíða eða þunglyndi eða kenna gagnreyndar uppeldisaðferðir. Sálfræðingar sinna einnig mörgum bráðamálum í hverjum mánuði þar sem bregðast þarf tafarlaust við vegna alvarlegs vanda unglinga eða barna. Sá vandi gæti t.d. stafað af ýmiss konar áhættuhegðun, neyslu, sjálfsskaða, slakri skólasókn eða áföllum. Þetta eru einungis helstu verkefni okkar því ekki er hægt að telja þau öll upp í svo stuttum pistli.Gífurleg aukning mála Við sem störfum við sérfræðiþjónustu gegnum afar fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Eins og víða hefur álag í starfi okkar aukist verulega undanfarin ár, fjöldi mála hefur aukist gífurlega, fleiri mál eru mjög alvarleg, krafan um sífellt víðtækari sérfræðiþekkingu eykst stöðugt og í kjölfar þess að aðrar stofnanir hafa takmarkað aðgengi að sér hefur álagið aukist á okkur sem störfum í framlínunni. Við gerum okkur grein fyrir því að ábyrgð okkar er gríðarleg enda erum við oft fyrsti sérfræðingurinn sem kemur að máli barnsins, greinir vanda þess og höfum úrslitaáhrif um afdrif þess. Það getur haft ómæld áhrif á farsæld og lífshlaup þess barns og fjölskyldu þess sem við veitum þjónustu hverju sinni. Þessi mikla ábyrgð og flókið hlutverk okkar er því miður í hrópandi ósamræmi við það sem við fáum greitt fyrir störf okkar og það þykir okkur mjög miður. Það hefur leitt til þess að gott og reynslumikið fólk hefur horfið frá störfum hjá Reykjavíkurborg til annarra og betur launaðra starfa. Þessu viljum við breyta. Við viljum að laun okkar endurspegli það mikilvæga hlutverk sem við gegnum þannig að í þessi vandasömu störf veljist einungis afar hæft fólk sem getur unað hag sínum vel um langa tíð í öflugri stétt sálfræðinga við sérfræðiþjónustu skóla. Við eigum að bjóða börnunum okkar upp á það besta sem völ er á. Þau eru framtíðin og það er okkur öllum í hag að sú framtíð verði sem björtust.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun