Hvað gera sálfræðingar sem starfa í sérfræðiþjónustu? Edda Sif Gunnarsdóttir, Sandra Guðlaug Zarif og Kristbjörg Þórisdóttir og Tryggvi Ingason skrifa 13. mars 2014 07:00 Hjá Reykjavíkurborg starfa rúmlega þrjátíu sálfræðingar sem sinna sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla borgarinnar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Starfið er afar margbreytilegt en felur í megindráttum í sér skimun, greiningu, ráðgjöf, fræðslu, stuðning, hópmeðferð, eftirfylgd og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Þjónustumiðstöðvar borgarinnar eru opnar öllum íbúum og þangað geta allir foreldrar og starfsfólk sent inn erindi þegar áhyggjur af barni vakna. Á þjónustumiðstöðvunum er hvert erindi metið vandlega enda mikilvægt að þau séu afgreidd með réttum hætti. Stundum þarf tiltölulega lítið að gera til að leysa vanda en oft á tíðum er um mjög flókin mál að ræða sem krefjast mikillar sérfræðiþekkingar sálfræðinga. Unnið er í nánu samstarfi við barnið, foreldra, starfsfólk skóla, ýmsa sérfræðinga og aðra oft yfir mjög langan tíma. Stundum þarf að vísa máli barnsins áfram t.d. á Greiningarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeild, Þroska- og hegðunarstöð, til sjálfstætt starfandi barnalæknis eða á aðrar viðkomandi stofnanir.Greiningar og stuðningur Sálfræðingar sinna einnig endurmati vegna barna sem þegar hafa fengið greiningu en þurfa endurmat á einkennum sínum að vissum tíma liðnum eða vegna beiðni ýmissa aðila svo sem annars fagfólks. Greiningar á hegðunarvanda og geðrænum vanda barna og unglinga eru alltaf töluvert í umræðunni og ekki að ósekju. Þær eru tímafrekar enda þarf mjög að vanda til verka og margir að koma að. Ekki er nóg að greina vanda barnsins því mestu máli skiptir fyrir barnið sjálft að það fái réttan stuðning í kjölfarið. Vönduð og ítarleg greining á flóknum vanda er forsenda þess að hægt sé að veita barninu sem besta viðeigandi þjónustu í kjölfarið en oft er hægt að styðja börn með almennari leiðum þangað til hún liggur fyrir. Í báðum tilvikum sinna sálfræðingar í sérfræðiþjónustu mikilvægu og víðtæku ráðgjafarhlutverki fyrir hina ýmsu aðila eins og starfsfólk skóla, foreldra og börnin sjálf. Einnig sjá sálfræðingar um að halda hópnámskeið fyrir börn og foreldra þeirra til þess að veita fræðslu og hópmeðferð vegna ýmiss konar vanda eins og til dæmis kvíða eða þunglyndi eða kenna gagnreyndar uppeldisaðferðir. Sálfræðingar sinna einnig mörgum bráðamálum í hverjum mánuði þar sem bregðast þarf tafarlaust við vegna alvarlegs vanda unglinga eða barna. Sá vandi gæti t.d. stafað af ýmiss konar áhættuhegðun, neyslu, sjálfsskaða, slakri skólasókn eða áföllum. Þetta eru einungis helstu verkefni okkar því ekki er hægt að telja þau öll upp í svo stuttum pistli.Gífurleg aukning mála Við sem störfum við sérfræðiþjónustu gegnum afar fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Eins og víða hefur álag í starfi okkar aukist verulega undanfarin ár, fjöldi mála hefur aukist gífurlega, fleiri mál eru mjög alvarleg, krafan um sífellt víðtækari sérfræðiþekkingu eykst stöðugt og í kjölfar þess að aðrar stofnanir hafa takmarkað aðgengi að sér hefur álagið aukist á okkur sem störfum í framlínunni. Við gerum okkur grein fyrir því að ábyrgð okkar er gríðarleg enda erum við oft fyrsti sérfræðingurinn sem kemur að máli barnsins, greinir vanda þess og höfum úrslitaáhrif um afdrif þess. Það getur haft ómæld áhrif á farsæld og lífshlaup þess barns og fjölskyldu þess sem við veitum þjónustu hverju sinni. Þessi mikla ábyrgð og flókið hlutverk okkar er því miður í hrópandi ósamræmi við það sem við fáum greitt fyrir störf okkar og það þykir okkur mjög miður. Það hefur leitt til þess að gott og reynslumikið fólk hefur horfið frá störfum hjá Reykjavíkurborg til annarra og betur launaðra starfa. Þessu viljum við breyta. Við viljum að laun okkar endurspegli það mikilvæga hlutverk sem við gegnum þannig að í þessi vandasömu störf veljist einungis afar hæft fólk sem getur unað hag sínum vel um langa tíð í öflugri stétt sálfræðinga við sérfræðiþjónustu skóla. Við eigum að bjóða börnunum okkar upp á það besta sem völ er á. Þau eru framtíðin og það er okkur öllum í hag að sú framtíð verði sem björtust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg starfa rúmlega þrjátíu sálfræðingar sem sinna sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla borgarinnar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Starfið er afar margbreytilegt en felur í megindráttum í sér skimun, greiningu, ráðgjöf, fræðslu, stuðning, hópmeðferð, eftirfylgd og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Þjónustumiðstöðvar borgarinnar eru opnar öllum íbúum og þangað geta allir foreldrar og starfsfólk sent inn erindi þegar áhyggjur af barni vakna. Á þjónustumiðstöðvunum er hvert erindi metið vandlega enda mikilvægt að þau séu afgreidd með réttum hætti. Stundum þarf tiltölulega lítið að gera til að leysa vanda en oft á tíðum er um mjög flókin mál að ræða sem krefjast mikillar sérfræðiþekkingar sálfræðinga. Unnið er í nánu samstarfi við barnið, foreldra, starfsfólk skóla, ýmsa sérfræðinga og aðra oft yfir mjög langan tíma. Stundum þarf að vísa máli barnsins áfram t.d. á Greiningarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeild, Þroska- og hegðunarstöð, til sjálfstætt starfandi barnalæknis eða á aðrar viðkomandi stofnanir.Greiningar og stuðningur Sálfræðingar sinna einnig endurmati vegna barna sem þegar hafa fengið greiningu en þurfa endurmat á einkennum sínum að vissum tíma liðnum eða vegna beiðni ýmissa aðila svo sem annars fagfólks. Greiningar á hegðunarvanda og geðrænum vanda barna og unglinga eru alltaf töluvert í umræðunni og ekki að ósekju. Þær eru tímafrekar enda þarf mjög að vanda til verka og margir að koma að. Ekki er nóg að greina vanda barnsins því mestu máli skiptir fyrir barnið sjálft að það fái réttan stuðning í kjölfarið. Vönduð og ítarleg greining á flóknum vanda er forsenda þess að hægt sé að veita barninu sem besta viðeigandi þjónustu í kjölfarið en oft er hægt að styðja börn með almennari leiðum þangað til hún liggur fyrir. Í báðum tilvikum sinna sálfræðingar í sérfræðiþjónustu mikilvægu og víðtæku ráðgjafarhlutverki fyrir hina ýmsu aðila eins og starfsfólk skóla, foreldra og börnin sjálf. Einnig sjá sálfræðingar um að halda hópnámskeið fyrir börn og foreldra þeirra til þess að veita fræðslu og hópmeðferð vegna ýmiss konar vanda eins og til dæmis kvíða eða þunglyndi eða kenna gagnreyndar uppeldisaðferðir. Sálfræðingar sinna einnig mörgum bráðamálum í hverjum mánuði þar sem bregðast þarf tafarlaust við vegna alvarlegs vanda unglinga eða barna. Sá vandi gæti t.d. stafað af ýmiss konar áhættuhegðun, neyslu, sjálfsskaða, slakri skólasókn eða áföllum. Þetta eru einungis helstu verkefni okkar því ekki er hægt að telja þau öll upp í svo stuttum pistli.Gífurleg aukning mála Við sem störfum við sérfræðiþjónustu gegnum afar fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Eins og víða hefur álag í starfi okkar aukist verulega undanfarin ár, fjöldi mála hefur aukist gífurlega, fleiri mál eru mjög alvarleg, krafan um sífellt víðtækari sérfræðiþekkingu eykst stöðugt og í kjölfar þess að aðrar stofnanir hafa takmarkað aðgengi að sér hefur álagið aukist á okkur sem störfum í framlínunni. Við gerum okkur grein fyrir því að ábyrgð okkar er gríðarleg enda erum við oft fyrsti sérfræðingurinn sem kemur að máli barnsins, greinir vanda þess og höfum úrslitaáhrif um afdrif þess. Það getur haft ómæld áhrif á farsæld og lífshlaup þess barns og fjölskyldu þess sem við veitum þjónustu hverju sinni. Þessi mikla ábyrgð og flókið hlutverk okkar er því miður í hrópandi ósamræmi við það sem við fáum greitt fyrir störf okkar og það þykir okkur mjög miður. Það hefur leitt til þess að gott og reynslumikið fólk hefur horfið frá störfum hjá Reykjavíkurborg til annarra og betur launaðra starfa. Þessu viljum við breyta. Við viljum að laun okkar endurspegli það mikilvæga hlutverk sem við gegnum þannig að í þessi vandasömu störf veljist einungis afar hæft fólk sem getur unað hag sínum vel um langa tíð í öflugri stétt sálfræðinga við sérfræðiþjónustu skóla. Við eigum að bjóða börnunum okkar upp á það besta sem völ er á. Þau eru framtíðin og það er okkur öllum í hag að sú framtíð verði sem björtust.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun