Betri jafnréttisumræðu Þórarinn Hjartarson skrifar 12. mars 2014 07:00 Umræða um jafnrétti gæti verið betri á margan hátt. Mikið er um alhæfingar og oft fara samræður langt út fyrir efnið og snúast upp í algjöra steypu. Síðustu áratugi hafa jafnréttissinnar, femínistar og konur náð miklum árangri. Konur og karlar eru að formi til jöfn á flestum ef ekki öllum sviðum samfélagsins. Sjálfur tel ég mig ekki vera femínista heldur jafnréttissinna. Það er ekki út af því að ég sé ekki hlynntur femínisma sem jafnréttisstefnu heldur finnst mér birtingarmynd femínisma ekki alltaf standa undir orðinu jafnrétti. Ég ólst upp með eldri systur, móður og föður, og mér finnst fráleitt að við búum ekki öll við sömu kjör og aðstöðu. Það finnst mér ekki falla undir femínisma heldur jafnréttisstefnu. Femínistar berjast fyrst og fremst fyrir kjörum kvenna, án tillits til aðstæðna karla. Ég hef lesið margar góðar greinar eftir fólk sem berst undir merkjum femínisma. En í mörgum tilfellum eru málin sett fram þannig, að karlmenn, eins og þeir leggja sig, séu rót vandans. Þeir sem ganga lengst líta svo á að allir karlmenn séu hættulegir kvenhatararar, sem væru færir um, ef ekki líklegir, til að nauðga konu ef aðstæður byðu upp á það. Eftir því sem ég best veit er þetta ekki raunin. Keppni finnst mér vera orðið sem að einkennir um of jafnréttisbaráttu og jafnréttisumræðuna. Í stað þess að sýna vilja til að leysa tiltekið vandamál er gjarnan bent á eitthvað annað vandamál sem eins konar afsökun fyrir aðgerðarleysi. Líkt og kapphlaup þar sem aðeins einn getur unnið, eitt útilokar annað. Sem dæmi, þá las ég pistil um daginn, þar sem höfundi fannst óskiljanlegt að framhaldsskólakennarar væru að fara í verkfall vegna þess að við ættum frekar að einbeita okkur að því að jafna kjör karla og kvenna í samfélaginu. Með öðrum orðum, ýta því vandamáli að framhaldsskólakennarar séu með lág laun til hliðar vegna annars vandamáls. Annað dæmi. Þegar talað er um að skólaganga drengja gangi verr en stelpna, eða að ungir menn séu líklegri til að fremja sjálfsmorð en ungar konur, þá er iðulega farið að ræða um einhver önnur vandamál, tengd stúlkum, eins og til að gera lítið úr vandamáli drengja eða afsaka aðgerðarleysi. Svona eru tekin ótalmörg vandamál þar sem að annað kynið þarf að líða meira fyrir en hitt kynið. Liðinu er skipt upp: Karlar vs. konur. Í stað þess að vera: Karlar og konur vs. vandamál Mörg vandamál varða mismunandi stöðu kynjanna á ýmsum sviðum jafnréttis. Við ættum að taka á þeim öllum, óháð kyni, kynhneigð, uppruna eða öðru sem gerir okkur ólík hverju öðru. Viðhorf í samfélaginu til kynferðislegrar áreitni eru bundin mikilli einstefnu, þó svo að það hafi skánað á seinustu árum. Ef karlmaður verður fyrir kynferðislegu áreiti eru viðbrögðin við því oft: „Karlmenn vilja láta koma svona fram við sig“ eða „Konur upplifa miklu frekar kynferðislega áreitni heldur en karlar“. Dæmi um þetta er myndband sem náðist á öryggismyndavél og fór um veraldarvefinn fyrir ekki svo löngu. Þar sást til stelpu og stráks inni á salerni á skemmtistað vera að kyssast. Líða nokkrar sekúndur og stelpan reynir að fara inn á kynfæri stráksins. Hann sýnir henni augljósa neitun, en þá byrjar stúlkan að berja hann. Hún reynir ítrekað að káfa á kynfærum hans og heldur áfram að kyssa hann. Og lemur hann í hvert skipti sem hann reynir að varna því að hún káfi á honum. Þetta endar svo, að hún strunsar út eftir að hafa lamið hann og hann liggur í jörðinni. Þetta myndband var birt á mörgum veggjum á Facebook, og voru ummælin mörg í þessa áttina : „Haha, loksins fær karlmaðurinn það sem hann á skilið og stelpunni ekki nauðgað“ „You go girl“ „Vá, djöfuls aumingi að geta ekki varið sig gagnvart stelpu“ Ef dæmið hefði verið öfugt, það er strákur að áreita stúlku, þá held ég að ummælin hefðu verið á annan veg. Sem betur fer, reyndar. Karlmenn sem verða fyrir kynferðislegu áreiti verða oft aðhlátursefni. Af þeim sökum eru mjög líklega mun færri karlmenn sem þora að stíga fram og tilkynna slíkan verknað. Umræða um jafnrétti gæti verið gjöfulli og árangursríkari. Sem betur fer eru margir á þeirri skoðun. Sjá t.d. þennan pistil:https://m.visir.is/forsida/Frett?ArticleID=2014702059948 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um jafnrétti gæti verið betri á margan hátt. Mikið er um alhæfingar og oft fara samræður langt út fyrir efnið og snúast upp í algjöra steypu. Síðustu áratugi hafa jafnréttissinnar, femínistar og konur náð miklum árangri. Konur og karlar eru að formi til jöfn á flestum ef ekki öllum sviðum samfélagsins. Sjálfur tel ég mig ekki vera femínista heldur jafnréttissinna. Það er ekki út af því að ég sé ekki hlynntur femínisma sem jafnréttisstefnu heldur finnst mér birtingarmynd femínisma ekki alltaf standa undir orðinu jafnrétti. Ég ólst upp með eldri systur, móður og föður, og mér finnst fráleitt að við búum ekki öll við sömu kjör og aðstöðu. Það finnst mér ekki falla undir femínisma heldur jafnréttisstefnu. Femínistar berjast fyrst og fremst fyrir kjörum kvenna, án tillits til aðstæðna karla. Ég hef lesið margar góðar greinar eftir fólk sem berst undir merkjum femínisma. En í mörgum tilfellum eru málin sett fram þannig, að karlmenn, eins og þeir leggja sig, séu rót vandans. Þeir sem ganga lengst líta svo á að allir karlmenn séu hættulegir kvenhatararar, sem væru færir um, ef ekki líklegir, til að nauðga konu ef aðstæður byðu upp á það. Eftir því sem ég best veit er þetta ekki raunin. Keppni finnst mér vera orðið sem að einkennir um of jafnréttisbaráttu og jafnréttisumræðuna. Í stað þess að sýna vilja til að leysa tiltekið vandamál er gjarnan bent á eitthvað annað vandamál sem eins konar afsökun fyrir aðgerðarleysi. Líkt og kapphlaup þar sem aðeins einn getur unnið, eitt útilokar annað. Sem dæmi, þá las ég pistil um daginn, þar sem höfundi fannst óskiljanlegt að framhaldsskólakennarar væru að fara í verkfall vegna þess að við ættum frekar að einbeita okkur að því að jafna kjör karla og kvenna í samfélaginu. Með öðrum orðum, ýta því vandamáli að framhaldsskólakennarar séu með lág laun til hliðar vegna annars vandamáls. Annað dæmi. Þegar talað er um að skólaganga drengja gangi verr en stelpna, eða að ungir menn séu líklegri til að fremja sjálfsmorð en ungar konur, þá er iðulega farið að ræða um einhver önnur vandamál, tengd stúlkum, eins og til að gera lítið úr vandamáli drengja eða afsaka aðgerðarleysi. Svona eru tekin ótalmörg vandamál þar sem að annað kynið þarf að líða meira fyrir en hitt kynið. Liðinu er skipt upp: Karlar vs. konur. Í stað þess að vera: Karlar og konur vs. vandamál Mörg vandamál varða mismunandi stöðu kynjanna á ýmsum sviðum jafnréttis. Við ættum að taka á þeim öllum, óháð kyni, kynhneigð, uppruna eða öðru sem gerir okkur ólík hverju öðru. Viðhorf í samfélaginu til kynferðislegrar áreitni eru bundin mikilli einstefnu, þó svo að það hafi skánað á seinustu árum. Ef karlmaður verður fyrir kynferðislegu áreiti eru viðbrögðin við því oft: „Karlmenn vilja láta koma svona fram við sig“ eða „Konur upplifa miklu frekar kynferðislega áreitni heldur en karlar“. Dæmi um þetta er myndband sem náðist á öryggismyndavél og fór um veraldarvefinn fyrir ekki svo löngu. Þar sást til stelpu og stráks inni á salerni á skemmtistað vera að kyssast. Líða nokkrar sekúndur og stelpan reynir að fara inn á kynfæri stráksins. Hann sýnir henni augljósa neitun, en þá byrjar stúlkan að berja hann. Hún reynir ítrekað að káfa á kynfærum hans og heldur áfram að kyssa hann. Og lemur hann í hvert skipti sem hann reynir að varna því að hún káfi á honum. Þetta endar svo, að hún strunsar út eftir að hafa lamið hann og hann liggur í jörðinni. Þetta myndband var birt á mörgum veggjum á Facebook, og voru ummælin mörg í þessa áttina : „Haha, loksins fær karlmaðurinn það sem hann á skilið og stelpunni ekki nauðgað“ „You go girl“ „Vá, djöfuls aumingi að geta ekki varið sig gagnvart stelpu“ Ef dæmið hefði verið öfugt, það er strákur að áreita stúlku, þá held ég að ummælin hefðu verið á annan veg. Sem betur fer, reyndar. Karlmenn sem verða fyrir kynferðislegu áreiti verða oft aðhlátursefni. Af þeim sökum eru mjög líklega mun færri karlmenn sem þora að stíga fram og tilkynna slíkan verknað. Umræða um jafnrétti gæti verið gjöfulli og árangursríkari. Sem betur fer eru margir á þeirri skoðun. Sjá t.d. þennan pistil:https://m.visir.is/forsida/Frett?ArticleID=2014702059948
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun