Betri jafnréttisumræðu Þórarinn Hjartarson skrifar 12. mars 2014 07:00 Umræða um jafnrétti gæti verið betri á margan hátt. Mikið er um alhæfingar og oft fara samræður langt út fyrir efnið og snúast upp í algjöra steypu. Síðustu áratugi hafa jafnréttissinnar, femínistar og konur náð miklum árangri. Konur og karlar eru að formi til jöfn á flestum ef ekki öllum sviðum samfélagsins. Sjálfur tel ég mig ekki vera femínista heldur jafnréttissinna. Það er ekki út af því að ég sé ekki hlynntur femínisma sem jafnréttisstefnu heldur finnst mér birtingarmynd femínisma ekki alltaf standa undir orðinu jafnrétti. Ég ólst upp með eldri systur, móður og föður, og mér finnst fráleitt að við búum ekki öll við sömu kjör og aðstöðu. Það finnst mér ekki falla undir femínisma heldur jafnréttisstefnu. Femínistar berjast fyrst og fremst fyrir kjörum kvenna, án tillits til aðstæðna karla. Ég hef lesið margar góðar greinar eftir fólk sem berst undir merkjum femínisma. En í mörgum tilfellum eru málin sett fram þannig, að karlmenn, eins og þeir leggja sig, séu rót vandans. Þeir sem ganga lengst líta svo á að allir karlmenn séu hættulegir kvenhatararar, sem væru færir um, ef ekki líklegir, til að nauðga konu ef aðstæður byðu upp á það. Eftir því sem ég best veit er þetta ekki raunin. Keppni finnst mér vera orðið sem að einkennir um of jafnréttisbaráttu og jafnréttisumræðuna. Í stað þess að sýna vilja til að leysa tiltekið vandamál er gjarnan bent á eitthvað annað vandamál sem eins konar afsökun fyrir aðgerðarleysi. Líkt og kapphlaup þar sem aðeins einn getur unnið, eitt útilokar annað. Sem dæmi, þá las ég pistil um daginn, þar sem höfundi fannst óskiljanlegt að framhaldsskólakennarar væru að fara í verkfall vegna þess að við ættum frekar að einbeita okkur að því að jafna kjör karla og kvenna í samfélaginu. Með öðrum orðum, ýta því vandamáli að framhaldsskólakennarar séu með lág laun til hliðar vegna annars vandamáls. Annað dæmi. Þegar talað er um að skólaganga drengja gangi verr en stelpna, eða að ungir menn séu líklegri til að fremja sjálfsmorð en ungar konur, þá er iðulega farið að ræða um einhver önnur vandamál, tengd stúlkum, eins og til að gera lítið úr vandamáli drengja eða afsaka aðgerðarleysi. Svona eru tekin ótalmörg vandamál þar sem að annað kynið þarf að líða meira fyrir en hitt kynið. Liðinu er skipt upp: Karlar vs. konur. Í stað þess að vera: Karlar og konur vs. vandamál Mörg vandamál varða mismunandi stöðu kynjanna á ýmsum sviðum jafnréttis. Við ættum að taka á þeim öllum, óháð kyni, kynhneigð, uppruna eða öðru sem gerir okkur ólík hverju öðru. Viðhorf í samfélaginu til kynferðislegrar áreitni eru bundin mikilli einstefnu, þó svo að það hafi skánað á seinustu árum. Ef karlmaður verður fyrir kynferðislegu áreiti eru viðbrögðin við því oft: „Karlmenn vilja láta koma svona fram við sig“ eða „Konur upplifa miklu frekar kynferðislega áreitni heldur en karlar“. Dæmi um þetta er myndband sem náðist á öryggismyndavél og fór um veraldarvefinn fyrir ekki svo löngu. Þar sást til stelpu og stráks inni á salerni á skemmtistað vera að kyssast. Líða nokkrar sekúndur og stelpan reynir að fara inn á kynfæri stráksins. Hann sýnir henni augljósa neitun, en þá byrjar stúlkan að berja hann. Hún reynir ítrekað að káfa á kynfærum hans og heldur áfram að kyssa hann. Og lemur hann í hvert skipti sem hann reynir að varna því að hún káfi á honum. Þetta endar svo, að hún strunsar út eftir að hafa lamið hann og hann liggur í jörðinni. Þetta myndband var birt á mörgum veggjum á Facebook, og voru ummælin mörg í þessa áttina : „Haha, loksins fær karlmaðurinn það sem hann á skilið og stelpunni ekki nauðgað“ „You go girl“ „Vá, djöfuls aumingi að geta ekki varið sig gagnvart stelpu“ Ef dæmið hefði verið öfugt, það er strákur að áreita stúlku, þá held ég að ummælin hefðu verið á annan veg. Sem betur fer, reyndar. Karlmenn sem verða fyrir kynferðislegu áreiti verða oft aðhlátursefni. Af þeim sökum eru mjög líklega mun færri karlmenn sem þora að stíga fram og tilkynna slíkan verknað. Umræða um jafnrétti gæti verið gjöfulli og árangursríkari. Sem betur fer eru margir á þeirri skoðun. Sjá t.d. þennan pistil:https://m.visir.is/forsida/Frett?ArticleID=2014702059948 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Umræða um jafnrétti gæti verið betri á margan hátt. Mikið er um alhæfingar og oft fara samræður langt út fyrir efnið og snúast upp í algjöra steypu. Síðustu áratugi hafa jafnréttissinnar, femínistar og konur náð miklum árangri. Konur og karlar eru að formi til jöfn á flestum ef ekki öllum sviðum samfélagsins. Sjálfur tel ég mig ekki vera femínista heldur jafnréttissinna. Það er ekki út af því að ég sé ekki hlynntur femínisma sem jafnréttisstefnu heldur finnst mér birtingarmynd femínisma ekki alltaf standa undir orðinu jafnrétti. Ég ólst upp með eldri systur, móður og föður, og mér finnst fráleitt að við búum ekki öll við sömu kjör og aðstöðu. Það finnst mér ekki falla undir femínisma heldur jafnréttisstefnu. Femínistar berjast fyrst og fremst fyrir kjörum kvenna, án tillits til aðstæðna karla. Ég hef lesið margar góðar greinar eftir fólk sem berst undir merkjum femínisma. En í mörgum tilfellum eru málin sett fram þannig, að karlmenn, eins og þeir leggja sig, séu rót vandans. Þeir sem ganga lengst líta svo á að allir karlmenn séu hættulegir kvenhatararar, sem væru færir um, ef ekki líklegir, til að nauðga konu ef aðstæður byðu upp á það. Eftir því sem ég best veit er þetta ekki raunin. Keppni finnst mér vera orðið sem að einkennir um of jafnréttisbaráttu og jafnréttisumræðuna. Í stað þess að sýna vilja til að leysa tiltekið vandamál er gjarnan bent á eitthvað annað vandamál sem eins konar afsökun fyrir aðgerðarleysi. Líkt og kapphlaup þar sem aðeins einn getur unnið, eitt útilokar annað. Sem dæmi, þá las ég pistil um daginn, þar sem höfundi fannst óskiljanlegt að framhaldsskólakennarar væru að fara í verkfall vegna þess að við ættum frekar að einbeita okkur að því að jafna kjör karla og kvenna í samfélaginu. Með öðrum orðum, ýta því vandamáli að framhaldsskólakennarar séu með lág laun til hliðar vegna annars vandamáls. Annað dæmi. Þegar talað er um að skólaganga drengja gangi verr en stelpna, eða að ungir menn séu líklegri til að fremja sjálfsmorð en ungar konur, þá er iðulega farið að ræða um einhver önnur vandamál, tengd stúlkum, eins og til að gera lítið úr vandamáli drengja eða afsaka aðgerðarleysi. Svona eru tekin ótalmörg vandamál þar sem að annað kynið þarf að líða meira fyrir en hitt kynið. Liðinu er skipt upp: Karlar vs. konur. Í stað þess að vera: Karlar og konur vs. vandamál Mörg vandamál varða mismunandi stöðu kynjanna á ýmsum sviðum jafnréttis. Við ættum að taka á þeim öllum, óháð kyni, kynhneigð, uppruna eða öðru sem gerir okkur ólík hverju öðru. Viðhorf í samfélaginu til kynferðislegrar áreitni eru bundin mikilli einstefnu, þó svo að það hafi skánað á seinustu árum. Ef karlmaður verður fyrir kynferðislegu áreiti eru viðbrögðin við því oft: „Karlmenn vilja láta koma svona fram við sig“ eða „Konur upplifa miklu frekar kynferðislega áreitni heldur en karlar“. Dæmi um þetta er myndband sem náðist á öryggismyndavél og fór um veraldarvefinn fyrir ekki svo löngu. Þar sást til stelpu og stráks inni á salerni á skemmtistað vera að kyssast. Líða nokkrar sekúndur og stelpan reynir að fara inn á kynfæri stráksins. Hann sýnir henni augljósa neitun, en þá byrjar stúlkan að berja hann. Hún reynir ítrekað að káfa á kynfærum hans og heldur áfram að kyssa hann. Og lemur hann í hvert skipti sem hann reynir að varna því að hún káfi á honum. Þetta endar svo, að hún strunsar út eftir að hafa lamið hann og hann liggur í jörðinni. Þetta myndband var birt á mörgum veggjum á Facebook, og voru ummælin mörg í þessa áttina : „Haha, loksins fær karlmaðurinn það sem hann á skilið og stelpunni ekki nauðgað“ „You go girl“ „Vá, djöfuls aumingi að geta ekki varið sig gagnvart stelpu“ Ef dæmið hefði verið öfugt, það er strákur að áreita stúlku, þá held ég að ummælin hefðu verið á annan veg. Sem betur fer, reyndar. Karlmenn sem verða fyrir kynferðislegu áreiti verða oft aðhlátursefni. Af þeim sökum eru mjög líklega mun færri karlmenn sem þora að stíga fram og tilkynna slíkan verknað. Umræða um jafnrétti gæti verið gjöfulli og árangursríkari. Sem betur fer eru margir á þeirri skoðun. Sjá t.d. þennan pistil:https://m.visir.is/forsida/Frett?ArticleID=2014702059948
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun