Byrjum fyrr að kenna börnum stafi og hljóð… Kristín Einarsdóttir skrifar 11. mars 2014 06:00 Undanfarið hefur verið mikil umræða um árangur íslenskra unglingsstráka í Pisa-könnuninni. Menn velta því fyrir sér hvað fór úrskeiðis og hvað er til ráða. Við sem eigum unglingsstráka vitum hvað það getur verið erfitt að fá þá til að lesa sér til skemmtunar. Það er leiðinlegt, allar bækur of langar og leiðinlegar! Mín skoðun er sú að við eigum að byrja að kenna börnum bókstafi og hljóð með skipulögðum hætti um 3ja til 4ra ára aldur. Á þessum aldri eru þau eins og opin óskrifuð bók og þyrstir í fróðleik. Ef 3ja ára barn getur leikið sér í Ipad, hætt í leik, skipt um leik og farið í nýjan þá getur það örugglega líka lært bókstafi og hljóð. Það þarf að kenna börnum reglulega, skipulega og byggja ofan á þá þekkingu og reynslu barna sem þegar er til staðar, þannig að nýja þekkingin varðveitist. Nota þarf fjölbreyttar aðferðir þar sem mestmegnis er kennt í gegnum leiki og hreyfingu. Þá fá börnin tækifæri til að nota mismunandi skynfæri. Einnig þarf umhverfi barnanna að vera „lestrarvænt“. Það geta uppalendur gert með því að hafa hluta þeirra leikfanga sem þeim býðst tengda lestrarnáminu svo sem bækur, stafi, kubbastafi, liti o.s.frv. Það er ekki bara eitthvað sem börnin nota með kennurum eða foreldrum heldur líka sjálf í leik og fá þannig tækifæri til að prófa sig áfram á sínum eigin forsendum. Ef 4ra til 5 ára barn kann flesta bókstafi og hljóð þá getur lestrarþjálfun hafist einu til tveimur árum fyrr en nú tíðkast. Foreldrar gefa sér oft meiri tíma til að koma yngri börnunum í rúmið, lesa fyrir þau og með þeim heldur en þegar börnin eru eldri. Börn á mið- og elsta stigi grunnskóla eru oft á æfingum fram undir og yfir kvöldmat og eru sjálfbjarga um að koma sér í háttinn. Þá er bara spurt: „Ertu búinn að lesa?“ og síðan ekki söguna meir. (Höfundur talar af reynslu) Lestrarþjálfun er því mun auðveldara að tengja daglegum venjum með yngri börnum og ef þau byrja fyrr að æfa sig eru þau komin enn lengra í þjálfuninni þegar við fullorðna fólkið missum svolítið stjórnina og yfirsýnina yfir heimanám barna okkar. Það er sameiginlegt verkefni foreldra og skóla að þjálfa börn í lestri og því við hæfi að kennarinn kenni hljóð og tengingar í leikskólanum og foreldrar hjálpi til við þjálfun heima. Gerum þau fyrr læs! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikil umræða um árangur íslenskra unglingsstráka í Pisa-könnuninni. Menn velta því fyrir sér hvað fór úrskeiðis og hvað er til ráða. Við sem eigum unglingsstráka vitum hvað það getur verið erfitt að fá þá til að lesa sér til skemmtunar. Það er leiðinlegt, allar bækur of langar og leiðinlegar! Mín skoðun er sú að við eigum að byrja að kenna börnum bókstafi og hljóð með skipulögðum hætti um 3ja til 4ra ára aldur. Á þessum aldri eru þau eins og opin óskrifuð bók og þyrstir í fróðleik. Ef 3ja ára barn getur leikið sér í Ipad, hætt í leik, skipt um leik og farið í nýjan þá getur það örugglega líka lært bókstafi og hljóð. Það þarf að kenna börnum reglulega, skipulega og byggja ofan á þá þekkingu og reynslu barna sem þegar er til staðar, þannig að nýja þekkingin varðveitist. Nota þarf fjölbreyttar aðferðir þar sem mestmegnis er kennt í gegnum leiki og hreyfingu. Þá fá börnin tækifæri til að nota mismunandi skynfæri. Einnig þarf umhverfi barnanna að vera „lestrarvænt“. Það geta uppalendur gert með því að hafa hluta þeirra leikfanga sem þeim býðst tengda lestrarnáminu svo sem bækur, stafi, kubbastafi, liti o.s.frv. Það er ekki bara eitthvað sem börnin nota með kennurum eða foreldrum heldur líka sjálf í leik og fá þannig tækifæri til að prófa sig áfram á sínum eigin forsendum. Ef 4ra til 5 ára barn kann flesta bókstafi og hljóð þá getur lestrarþjálfun hafist einu til tveimur árum fyrr en nú tíðkast. Foreldrar gefa sér oft meiri tíma til að koma yngri börnunum í rúmið, lesa fyrir þau og með þeim heldur en þegar börnin eru eldri. Börn á mið- og elsta stigi grunnskóla eru oft á æfingum fram undir og yfir kvöldmat og eru sjálfbjarga um að koma sér í háttinn. Þá er bara spurt: „Ertu búinn að lesa?“ og síðan ekki söguna meir. (Höfundur talar af reynslu) Lestrarþjálfun er því mun auðveldara að tengja daglegum venjum með yngri börnum og ef þau byrja fyrr að æfa sig eru þau komin enn lengra í þjálfuninni þegar við fullorðna fólkið missum svolítið stjórnina og yfirsýnina yfir heimanám barna okkar. Það er sameiginlegt verkefni foreldra og skóla að þjálfa börn í lestri og því við hæfi að kennarinn kenni hljóð og tengingar í leikskólanum og foreldrar hjálpi til við þjálfun heima. Gerum þau fyrr læs!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar