Byrjum fyrr að kenna börnum stafi og hljóð… Kristín Einarsdóttir skrifar 11. mars 2014 06:00 Undanfarið hefur verið mikil umræða um árangur íslenskra unglingsstráka í Pisa-könnuninni. Menn velta því fyrir sér hvað fór úrskeiðis og hvað er til ráða. Við sem eigum unglingsstráka vitum hvað það getur verið erfitt að fá þá til að lesa sér til skemmtunar. Það er leiðinlegt, allar bækur of langar og leiðinlegar! Mín skoðun er sú að við eigum að byrja að kenna börnum bókstafi og hljóð með skipulögðum hætti um 3ja til 4ra ára aldur. Á þessum aldri eru þau eins og opin óskrifuð bók og þyrstir í fróðleik. Ef 3ja ára barn getur leikið sér í Ipad, hætt í leik, skipt um leik og farið í nýjan þá getur það örugglega líka lært bókstafi og hljóð. Það þarf að kenna börnum reglulega, skipulega og byggja ofan á þá þekkingu og reynslu barna sem þegar er til staðar, þannig að nýja þekkingin varðveitist. Nota þarf fjölbreyttar aðferðir þar sem mestmegnis er kennt í gegnum leiki og hreyfingu. Þá fá börnin tækifæri til að nota mismunandi skynfæri. Einnig þarf umhverfi barnanna að vera „lestrarvænt“. Það geta uppalendur gert með því að hafa hluta þeirra leikfanga sem þeim býðst tengda lestrarnáminu svo sem bækur, stafi, kubbastafi, liti o.s.frv. Það er ekki bara eitthvað sem börnin nota með kennurum eða foreldrum heldur líka sjálf í leik og fá þannig tækifæri til að prófa sig áfram á sínum eigin forsendum. Ef 4ra til 5 ára barn kann flesta bókstafi og hljóð þá getur lestrarþjálfun hafist einu til tveimur árum fyrr en nú tíðkast. Foreldrar gefa sér oft meiri tíma til að koma yngri börnunum í rúmið, lesa fyrir þau og með þeim heldur en þegar börnin eru eldri. Börn á mið- og elsta stigi grunnskóla eru oft á æfingum fram undir og yfir kvöldmat og eru sjálfbjarga um að koma sér í háttinn. Þá er bara spurt: „Ertu búinn að lesa?“ og síðan ekki söguna meir. (Höfundur talar af reynslu) Lestrarþjálfun er því mun auðveldara að tengja daglegum venjum með yngri börnum og ef þau byrja fyrr að æfa sig eru þau komin enn lengra í þjálfuninni þegar við fullorðna fólkið missum svolítið stjórnina og yfirsýnina yfir heimanám barna okkar. Það er sameiginlegt verkefni foreldra og skóla að þjálfa börn í lestri og því við hæfi að kennarinn kenni hljóð og tengingar í leikskólanum og foreldrar hjálpi til við þjálfun heima. Gerum þau fyrr læs! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikil umræða um árangur íslenskra unglingsstráka í Pisa-könnuninni. Menn velta því fyrir sér hvað fór úrskeiðis og hvað er til ráða. Við sem eigum unglingsstráka vitum hvað það getur verið erfitt að fá þá til að lesa sér til skemmtunar. Það er leiðinlegt, allar bækur of langar og leiðinlegar! Mín skoðun er sú að við eigum að byrja að kenna börnum bókstafi og hljóð með skipulögðum hætti um 3ja til 4ra ára aldur. Á þessum aldri eru þau eins og opin óskrifuð bók og þyrstir í fróðleik. Ef 3ja ára barn getur leikið sér í Ipad, hætt í leik, skipt um leik og farið í nýjan þá getur það örugglega líka lært bókstafi og hljóð. Það þarf að kenna börnum reglulega, skipulega og byggja ofan á þá þekkingu og reynslu barna sem þegar er til staðar, þannig að nýja þekkingin varðveitist. Nota þarf fjölbreyttar aðferðir þar sem mestmegnis er kennt í gegnum leiki og hreyfingu. Þá fá börnin tækifæri til að nota mismunandi skynfæri. Einnig þarf umhverfi barnanna að vera „lestrarvænt“. Það geta uppalendur gert með því að hafa hluta þeirra leikfanga sem þeim býðst tengda lestrarnáminu svo sem bækur, stafi, kubbastafi, liti o.s.frv. Það er ekki bara eitthvað sem börnin nota með kennurum eða foreldrum heldur líka sjálf í leik og fá þannig tækifæri til að prófa sig áfram á sínum eigin forsendum. Ef 4ra til 5 ára barn kann flesta bókstafi og hljóð þá getur lestrarþjálfun hafist einu til tveimur árum fyrr en nú tíðkast. Foreldrar gefa sér oft meiri tíma til að koma yngri börnunum í rúmið, lesa fyrir þau og með þeim heldur en þegar börnin eru eldri. Börn á mið- og elsta stigi grunnskóla eru oft á æfingum fram undir og yfir kvöldmat og eru sjálfbjarga um að koma sér í háttinn. Þá er bara spurt: „Ertu búinn að lesa?“ og síðan ekki söguna meir. (Höfundur talar af reynslu) Lestrarþjálfun er því mun auðveldara að tengja daglegum venjum með yngri börnum og ef þau byrja fyrr að æfa sig eru þau komin enn lengra í þjálfuninni þegar við fullorðna fólkið missum svolítið stjórnina og yfirsýnina yfir heimanám barna okkar. Það er sameiginlegt verkefni foreldra og skóla að þjálfa börn í lestri og því við hæfi að kennarinn kenni hljóð og tengingar í leikskólanum og foreldrar hjálpi til við þjálfun heima. Gerum þau fyrr læs!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun