Hótel mamma Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 11. mars 2014 06:00 Fátt er jafn spennandi og að flytja að heiman. Þessi stund í lífi okkar allra, allavega flestra okkar, þegar maður skríður yfir tvítugt, yfirgefur unglingsárin og tekur fyrstu skrefin í átt til sjálfstæðis með því að yfirgefa „Hótel mömmu“ og koma undir sig eigin fótum, markar óneitanlega kaflaskil. Í dag vekja þessi tímamót þó óþarfa kvíða á meðal margra ungra Reykvíkinga enda ekki hlaupið að því fyrir ungt fólk, einkum tekjulitla námsmenn, að útvega sér húsnæði í höfuðborginni. Ekki er óalgengt að ungt fólk sé að greiða vel yfir hundrað þúsund krónur fyrir litlar „holur“ í miðbæ Reykjavíkur. Ofan á þessar hundrað þúsund krónur bætast síðan allskonar staðlaðir mánaðarreikningar fyrir nauðsynjum á borð við rafmagn, hita, interneti og síma. Þá er í langflestum tilfellum gerð sú krafa, af hálfu leigusala, að leigjandi greiði bæði fyrirfram tvo til þrjá mánuði auk tryggingar í formi reiðufjár eða bankaábyrgðar. Fyrir ungt par með meðaltekjur getur þetta þýtt mjög erfiðan róður þar sem stærstur hluti mánaðartekna þess fer í húsnæðiskostnað og lítill sem enginn afgangur verður eftir til að leggja til hliðar. Fyrir einhleypan námsmann markar þetta hins vegar ómöguleika og verður til þess að drepa niður alla draumóra um að flytja að heiman.Í mánuði á biðlista Námsmönnum bjóðast vissulega ákveðin úrræði á borð við stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta og stúdentaíbúðir Byggingarfélags námsmanna. Helsti gallinn við þessi úrræði felst í því að eftirspurnin er margföld á við framboðið og þeir sem ætla sér að nýta þau verða því að bíta í það súra epli að sitja mánuðum saman á biðlista. Einhleypur námsmaður í Reykjavík sem hvorki hefur efni á því að leigja íbúð á almennum leigumarkaði né hefur þolinmæði til að bíða út í hið óendanlega eftir stúdentaíbúð situr því í raun fastur heima hjá foreldrum sínum í eins konar nútíma átthagafjötrum. Það hlýtur að vera til einhver skynsamleg lausn á þessu vandamáli. Til dæmis að leitað verði leiða til þess að lækka byggingarkostnað eða að lóðum verði úthlutað til frumkvöðla líkt og Smáíbúða ehf. sem hafa bent á möguleika sem felast í því að innrétta íbúðir inni í gámum. Eitthvað verður að gera til að auðvelda ungum Reykvíkingum að koma undir sig fótunum. Aðgerðarleysi núverandi borgarstjórnarmeirihluta er ólíðandi og ef ekki finnast lausnir á næstu misserum þá mun húsnæðisvandi ungra Reykvíkinga halda áfram að vaxa. Vonandi kemst nýr og frjálslyndur meirihluti til valda í borgarstjórninni í vor, meirihluti sem setur málefni ungs fólks í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fátt er jafn spennandi og að flytja að heiman. Þessi stund í lífi okkar allra, allavega flestra okkar, þegar maður skríður yfir tvítugt, yfirgefur unglingsárin og tekur fyrstu skrefin í átt til sjálfstæðis með því að yfirgefa „Hótel mömmu“ og koma undir sig eigin fótum, markar óneitanlega kaflaskil. Í dag vekja þessi tímamót þó óþarfa kvíða á meðal margra ungra Reykvíkinga enda ekki hlaupið að því fyrir ungt fólk, einkum tekjulitla námsmenn, að útvega sér húsnæði í höfuðborginni. Ekki er óalgengt að ungt fólk sé að greiða vel yfir hundrað þúsund krónur fyrir litlar „holur“ í miðbæ Reykjavíkur. Ofan á þessar hundrað þúsund krónur bætast síðan allskonar staðlaðir mánaðarreikningar fyrir nauðsynjum á borð við rafmagn, hita, interneti og síma. Þá er í langflestum tilfellum gerð sú krafa, af hálfu leigusala, að leigjandi greiði bæði fyrirfram tvo til þrjá mánuði auk tryggingar í formi reiðufjár eða bankaábyrgðar. Fyrir ungt par með meðaltekjur getur þetta þýtt mjög erfiðan róður þar sem stærstur hluti mánaðartekna þess fer í húsnæðiskostnað og lítill sem enginn afgangur verður eftir til að leggja til hliðar. Fyrir einhleypan námsmann markar þetta hins vegar ómöguleika og verður til þess að drepa niður alla draumóra um að flytja að heiman.Í mánuði á biðlista Námsmönnum bjóðast vissulega ákveðin úrræði á borð við stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta og stúdentaíbúðir Byggingarfélags námsmanna. Helsti gallinn við þessi úrræði felst í því að eftirspurnin er margföld á við framboðið og þeir sem ætla sér að nýta þau verða því að bíta í það súra epli að sitja mánuðum saman á biðlista. Einhleypur námsmaður í Reykjavík sem hvorki hefur efni á því að leigja íbúð á almennum leigumarkaði né hefur þolinmæði til að bíða út í hið óendanlega eftir stúdentaíbúð situr því í raun fastur heima hjá foreldrum sínum í eins konar nútíma átthagafjötrum. Það hlýtur að vera til einhver skynsamleg lausn á þessu vandamáli. Til dæmis að leitað verði leiða til þess að lækka byggingarkostnað eða að lóðum verði úthlutað til frumkvöðla líkt og Smáíbúða ehf. sem hafa bent á möguleika sem felast í því að innrétta íbúðir inni í gámum. Eitthvað verður að gera til að auðvelda ungum Reykvíkingum að koma undir sig fótunum. Aðgerðarleysi núverandi borgarstjórnarmeirihluta er ólíðandi og ef ekki finnast lausnir á næstu misserum þá mun húsnæðisvandi ungra Reykvíkinga halda áfram að vaxa. Vonandi kemst nýr og frjálslyndur meirihluti til valda í borgarstjórninni í vor, meirihluti sem setur málefni ungs fólks í forgang.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar