Hótel mamma Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 11. mars 2014 06:00 Fátt er jafn spennandi og að flytja að heiman. Þessi stund í lífi okkar allra, allavega flestra okkar, þegar maður skríður yfir tvítugt, yfirgefur unglingsárin og tekur fyrstu skrefin í átt til sjálfstæðis með því að yfirgefa „Hótel mömmu“ og koma undir sig eigin fótum, markar óneitanlega kaflaskil. Í dag vekja þessi tímamót þó óþarfa kvíða á meðal margra ungra Reykvíkinga enda ekki hlaupið að því fyrir ungt fólk, einkum tekjulitla námsmenn, að útvega sér húsnæði í höfuðborginni. Ekki er óalgengt að ungt fólk sé að greiða vel yfir hundrað þúsund krónur fyrir litlar „holur“ í miðbæ Reykjavíkur. Ofan á þessar hundrað þúsund krónur bætast síðan allskonar staðlaðir mánaðarreikningar fyrir nauðsynjum á borð við rafmagn, hita, interneti og síma. Þá er í langflestum tilfellum gerð sú krafa, af hálfu leigusala, að leigjandi greiði bæði fyrirfram tvo til þrjá mánuði auk tryggingar í formi reiðufjár eða bankaábyrgðar. Fyrir ungt par með meðaltekjur getur þetta þýtt mjög erfiðan róður þar sem stærstur hluti mánaðartekna þess fer í húsnæðiskostnað og lítill sem enginn afgangur verður eftir til að leggja til hliðar. Fyrir einhleypan námsmann markar þetta hins vegar ómöguleika og verður til þess að drepa niður alla draumóra um að flytja að heiman.Í mánuði á biðlista Námsmönnum bjóðast vissulega ákveðin úrræði á borð við stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta og stúdentaíbúðir Byggingarfélags námsmanna. Helsti gallinn við þessi úrræði felst í því að eftirspurnin er margföld á við framboðið og þeir sem ætla sér að nýta þau verða því að bíta í það súra epli að sitja mánuðum saman á biðlista. Einhleypur námsmaður í Reykjavík sem hvorki hefur efni á því að leigja íbúð á almennum leigumarkaði né hefur þolinmæði til að bíða út í hið óendanlega eftir stúdentaíbúð situr því í raun fastur heima hjá foreldrum sínum í eins konar nútíma átthagafjötrum. Það hlýtur að vera til einhver skynsamleg lausn á þessu vandamáli. Til dæmis að leitað verði leiða til þess að lækka byggingarkostnað eða að lóðum verði úthlutað til frumkvöðla líkt og Smáíbúða ehf. sem hafa bent á möguleika sem felast í því að innrétta íbúðir inni í gámum. Eitthvað verður að gera til að auðvelda ungum Reykvíkingum að koma undir sig fótunum. Aðgerðarleysi núverandi borgarstjórnarmeirihluta er ólíðandi og ef ekki finnast lausnir á næstu misserum þá mun húsnæðisvandi ungra Reykvíkinga halda áfram að vaxa. Vonandi kemst nýr og frjálslyndur meirihluti til valda í borgarstjórninni í vor, meirihluti sem setur málefni ungs fólks í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Fátt er jafn spennandi og að flytja að heiman. Þessi stund í lífi okkar allra, allavega flestra okkar, þegar maður skríður yfir tvítugt, yfirgefur unglingsárin og tekur fyrstu skrefin í átt til sjálfstæðis með því að yfirgefa „Hótel mömmu“ og koma undir sig eigin fótum, markar óneitanlega kaflaskil. Í dag vekja þessi tímamót þó óþarfa kvíða á meðal margra ungra Reykvíkinga enda ekki hlaupið að því fyrir ungt fólk, einkum tekjulitla námsmenn, að útvega sér húsnæði í höfuðborginni. Ekki er óalgengt að ungt fólk sé að greiða vel yfir hundrað þúsund krónur fyrir litlar „holur“ í miðbæ Reykjavíkur. Ofan á þessar hundrað þúsund krónur bætast síðan allskonar staðlaðir mánaðarreikningar fyrir nauðsynjum á borð við rafmagn, hita, interneti og síma. Þá er í langflestum tilfellum gerð sú krafa, af hálfu leigusala, að leigjandi greiði bæði fyrirfram tvo til þrjá mánuði auk tryggingar í formi reiðufjár eða bankaábyrgðar. Fyrir ungt par með meðaltekjur getur þetta þýtt mjög erfiðan róður þar sem stærstur hluti mánaðartekna þess fer í húsnæðiskostnað og lítill sem enginn afgangur verður eftir til að leggja til hliðar. Fyrir einhleypan námsmann markar þetta hins vegar ómöguleika og verður til þess að drepa niður alla draumóra um að flytja að heiman.Í mánuði á biðlista Námsmönnum bjóðast vissulega ákveðin úrræði á borð við stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta og stúdentaíbúðir Byggingarfélags námsmanna. Helsti gallinn við þessi úrræði felst í því að eftirspurnin er margföld á við framboðið og þeir sem ætla sér að nýta þau verða því að bíta í það súra epli að sitja mánuðum saman á biðlista. Einhleypur námsmaður í Reykjavík sem hvorki hefur efni á því að leigja íbúð á almennum leigumarkaði né hefur þolinmæði til að bíða út í hið óendanlega eftir stúdentaíbúð situr því í raun fastur heima hjá foreldrum sínum í eins konar nútíma átthagafjötrum. Það hlýtur að vera til einhver skynsamleg lausn á þessu vandamáli. Til dæmis að leitað verði leiða til þess að lækka byggingarkostnað eða að lóðum verði úthlutað til frumkvöðla líkt og Smáíbúða ehf. sem hafa bent á möguleika sem felast í því að innrétta íbúðir inni í gámum. Eitthvað verður að gera til að auðvelda ungum Reykvíkingum að koma undir sig fótunum. Aðgerðarleysi núverandi borgarstjórnarmeirihluta er ólíðandi og ef ekki finnast lausnir á næstu misserum þá mun húsnæðisvandi ungra Reykvíkinga halda áfram að vaxa. Vonandi kemst nýr og frjálslyndur meirihluti til valda í borgarstjórninni í vor, meirihluti sem setur málefni ungs fólks í forgang.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar