Konur eru ein forsenda friðar John Kerry skrifar 8. mars 2014 07:00 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er meira en dagsetningin ein. Þetta er ekki bara dagur sem eflir okkur í þeirri viðleitni að auka frið og velsæld um heim allan, heldur erum við um leið minnt á að þar sem konur fá aukin tækifæri til að vaxa og dafna aukast enn fremur möguleikar á friði, velsæld og stöðugleika. Ég sé dæmi þessa dag hvern í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Rétt eins og Assad afhjúpaði hið sanna eðli harðstjórnar sinnar með linnulausum árásum á Aleppo sýndu sýrlenskar konur sitt sanna eðli með hugrekki sínu og þrautseigju. Í Montreaux í síðasta mánuði mátti heyra frásagnir frá nokkrum þessara ótrúlegu kvenna. Sögur þeirra eru á meðal ótal annarra sem bera vitni um hugrekki sýrlenskra kvenna. Kona frá Idlib vann með Frelsisher Sýrlands að því að tryggja að íbúar í heimaþorpi hennar þyrftu ekki að yfirgefa heimili sín og gætu áfram ræktað eigið land. Í Aleppo gat önnur kona fengið hömlum á mannúðaraðstoð aflétt með því að bjóða stjórnarhermönnum á eftirlitsstöðvum mat. Betra dæmi um hugrekki í raun get ég varla ímyndað mér. Það er ekki bara í Sýrlandi sem konur glæða vonir um lausn átaka. Konur gegna lykilhlutverki í sameiginlegu markmiði okkar um velsæld, stöðugleika og frið. Það á jafnt við um það að binda enda á stríðsátök og reisa við efnahagslífið. Raunin er sú að það eru konur sem helst verða fyrir barðinu á stríðsátökum. En það er of sjaldan hlustað á raddir þeirra þegar samið er um frið. Þessu verður að breyta. Í löndum þar sem konur eru metnar að verðleikum og fá að taka fullan þátt í ákvörðunum ríkir meiri stöðugleiki, velsæld og öryggi. Og öfugt. Þegar konum er meinað að koma að samningaborðinu er friðurinn sem fylgir í kjölfarið ótryggari. Traust minnkar og mannréttindum og ábyrgð er gjarnan kastað fyrir róða. Í alltof mörgum löndum eru friðarsamningar gerðir af stríðsmönnum og fyrir stríðsmenn. Það kemur því varla á óvart að meira en helmingur þeirra er rofinn innan áratugar frá undirritun. Þátttaka kvenna í því að stuðla að friði og afstýra átökum getur snúið þessu á annan veg.Hvernig náum við markmiðinu? Það hefur sýnt sig víðsvegar um heim að meiri líkur eru á að koma í veg fyrir stríðsátök, ná sáttum og viðhalda friði þar sem konur taka þátt á jafnréttisgrundvelli. Þess vegna leggjum við okkur fram við að styðja við konur á stríðs- og uppbyggingarsvæðum um heim allan. Í Afganistan hvetjum við til þátttöku kvenna á öllum stigum stjórnsýslu og staða þeirra nú hefði verið óhugsandi fyrir aðeins áratug. Þær stofna fyrirtæki. Þær sitja á þingi. Þær kenna í skólum og starfa sem læknar og hjúkrunarfræðingar. Á þeim byggist framtíð Afganistans. Um þessar mundir reyna íbúar Búrma að leysa úr átökunum sem þjóðin hefur glímt við áratugum saman. Bandaríkin styðja við þátttöku kvenna í friðarferlinu og sáttaumleitunum á milli þjóðarbrota. Okkur er ljóst að til þess að konur geti tekið þátt í friðaruppbyggingu er nauðsynlegt að tryggja öryggi þeirra. Þess vegna viljum við tryggja jafnt aðgengi kvenna að mannúðar- og neyðaraðstoð hvar sem við störfum. Bandaríkin vilja líka sýna gott fordæmi. Systir mín hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum um árabil og fetaði þannig í fótspor föður okkar, sem starfaði hjá utanríkisráðuneytinu, mörgum árum áður en ég gerði slíkt hið sama. Hún er brautryðjandi, en hún er ekki sá eini. Það er engin tilviljun að margir af fremstu stjórnarerindrekum og friðarsamningamönnum Bandaríkjanna eru konur og má þar nefna þjóðaröryggisráðgjafann Susan Rice, Samönthu Power, sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, varautanríkisráðherrann Heather Higginbottom og Wendy Sherman, stjórnmálaráðunaut hjá utanríkisráðuneytinu. Í dag eru allir nema einn aðstoðarsvæðisstjóra utanríkisráðuneytisins konur. Afrek þeirra eru ekki einungis aðdáunarverð af því þær eru konur, heldur vegna þess að störf þeirra víðsvegar um heim stuðla að auknu öryggi allra, karla og kvenna, drengja og stúlkna. Friður felst ekki í skorti á átökum, heldur í því að allir þjóðfélagsþegnar vinni í sameiningu að því að efla stöðugleika og velsæld. Engin þjóð nær árangri nema öllum borgurum sé gert kleift að leggja sitt af mörkum. Og varanlegur friður fæst aldrei nema konur gegni lykilhlutverki. Í dag minnumst við þess árangurs sem konur heimsins hafa náð, en horfum ekki síður fram á veg, til þess verks sem óunnið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er meira en dagsetningin ein. Þetta er ekki bara dagur sem eflir okkur í þeirri viðleitni að auka frið og velsæld um heim allan, heldur erum við um leið minnt á að þar sem konur fá aukin tækifæri til að vaxa og dafna aukast enn fremur möguleikar á friði, velsæld og stöðugleika. Ég sé dæmi þessa dag hvern í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Rétt eins og Assad afhjúpaði hið sanna eðli harðstjórnar sinnar með linnulausum árásum á Aleppo sýndu sýrlenskar konur sitt sanna eðli með hugrekki sínu og þrautseigju. Í Montreaux í síðasta mánuði mátti heyra frásagnir frá nokkrum þessara ótrúlegu kvenna. Sögur þeirra eru á meðal ótal annarra sem bera vitni um hugrekki sýrlenskra kvenna. Kona frá Idlib vann með Frelsisher Sýrlands að því að tryggja að íbúar í heimaþorpi hennar þyrftu ekki að yfirgefa heimili sín og gætu áfram ræktað eigið land. Í Aleppo gat önnur kona fengið hömlum á mannúðaraðstoð aflétt með því að bjóða stjórnarhermönnum á eftirlitsstöðvum mat. Betra dæmi um hugrekki í raun get ég varla ímyndað mér. Það er ekki bara í Sýrlandi sem konur glæða vonir um lausn átaka. Konur gegna lykilhlutverki í sameiginlegu markmiði okkar um velsæld, stöðugleika og frið. Það á jafnt við um það að binda enda á stríðsátök og reisa við efnahagslífið. Raunin er sú að það eru konur sem helst verða fyrir barðinu á stríðsátökum. En það er of sjaldan hlustað á raddir þeirra þegar samið er um frið. Þessu verður að breyta. Í löndum þar sem konur eru metnar að verðleikum og fá að taka fullan þátt í ákvörðunum ríkir meiri stöðugleiki, velsæld og öryggi. Og öfugt. Þegar konum er meinað að koma að samningaborðinu er friðurinn sem fylgir í kjölfarið ótryggari. Traust minnkar og mannréttindum og ábyrgð er gjarnan kastað fyrir róða. Í alltof mörgum löndum eru friðarsamningar gerðir af stríðsmönnum og fyrir stríðsmenn. Það kemur því varla á óvart að meira en helmingur þeirra er rofinn innan áratugar frá undirritun. Þátttaka kvenna í því að stuðla að friði og afstýra átökum getur snúið þessu á annan veg.Hvernig náum við markmiðinu? Það hefur sýnt sig víðsvegar um heim að meiri líkur eru á að koma í veg fyrir stríðsátök, ná sáttum og viðhalda friði þar sem konur taka þátt á jafnréttisgrundvelli. Þess vegna leggjum við okkur fram við að styðja við konur á stríðs- og uppbyggingarsvæðum um heim allan. Í Afganistan hvetjum við til þátttöku kvenna á öllum stigum stjórnsýslu og staða þeirra nú hefði verið óhugsandi fyrir aðeins áratug. Þær stofna fyrirtæki. Þær sitja á þingi. Þær kenna í skólum og starfa sem læknar og hjúkrunarfræðingar. Á þeim byggist framtíð Afganistans. Um þessar mundir reyna íbúar Búrma að leysa úr átökunum sem þjóðin hefur glímt við áratugum saman. Bandaríkin styðja við þátttöku kvenna í friðarferlinu og sáttaumleitunum á milli þjóðarbrota. Okkur er ljóst að til þess að konur geti tekið þátt í friðaruppbyggingu er nauðsynlegt að tryggja öryggi þeirra. Þess vegna viljum við tryggja jafnt aðgengi kvenna að mannúðar- og neyðaraðstoð hvar sem við störfum. Bandaríkin vilja líka sýna gott fordæmi. Systir mín hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum um árabil og fetaði þannig í fótspor föður okkar, sem starfaði hjá utanríkisráðuneytinu, mörgum árum áður en ég gerði slíkt hið sama. Hún er brautryðjandi, en hún er ekki sá eini. Það er engin tilviljun að margir af fremstu stjórnarerindrekum og friðarsamningamönnum Bandaríkjanna eru konur og má þar nefna þjóðaröryggisráðgjafann Susan Rice, Samönthu Power, sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, varautanríkisráðherrann Heather Higginbottom og Wendy Sherman, stjórnmálaráðunaut hjá utanríkisráðuneytinu. Í dag eru allir nema einn aðstoðarsvæðisstjóra utanríkisráðuneytisins konur. Afrek þeirra eru ekki einungis aðdáunarverð af því þær eru konur, heldur vegna þess að störf þeirra víðsvegar um heim stuðla að auknu öryggi allra, karla og kvenna, drengja og stúlkna. Friður felst ekki í skorti á átökum, heldur í því að allir þjóðfélagsþegnar vinni í sameiningu að því að efla stöðugleika og velsæld. Engin þjóð nær árangri nema öllum borgurum sé gert kleift að leggja sitt af mörkum. Og varanlegur friður fæst aldrei nema konur gegni lykilhlutverki. Í dag minnumst við þess árangurs sem konur heimsins hafa náð, en horfum ekki síður fram á veg, til þess verks sem óunnið er.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar