Sjálfs er höndin hollust Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. mars 2014 06:00 Sumir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja undanfarna daga að fjölmiðlar sýni þá í óhagstæðu ljósi í umfjöllun um hvernig eigi að halda á framhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að það eru ráðherrarnir sjálfir og það sem þeir láta út úr sér, sem dregur mest úr trúverðugleika þeirra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til dæmis óklipptur í beinni útsendingu í Kastljósinu á þriðjudagskvöldið. Þar sagði hann þrennt, sem allt grefur undan trú almennings á að það sé eitthvað að marka það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar segja. Í fyrsta lagi sagði Sigmundur að það lægi á að drífa þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðnanna í gegnum Alþingi af því að íslenzk stjórnvöld væru undir svo mikilli pressu frá Evrópusambandinu. Ekki var liðinn sólarhringur þegar talsmenn Evrópusambandsins voru búnir að reka þetta ofan í ráðherrann og afþökkuðu slíkar túlkanir á orðum sínum. Þeir ítrekuðu þvert á móti að þeir hefðu ekki sett neina tímafresti og að ESB væri áfram reiðubúið að halda áfram aðildarviðræðunum við Ísland. Raunar er undrunarefni að ráðherrann hafi sagt að það væri ESB sem þrýsti á ákvörðun í málinu, því að hið gagnstæða hefur ítrekað komið fram undanfarna mánuði, síðast í umræðum á Evrópuþinginu og ályktun þess í janúar. Er ráðherrann svona ólæs á hvað er að gerast í Evrópusambandinu? Í öðru lagi sagði forsætisráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga kröfu gert í stjórnarmyndunarviðræðunum um að staðið yrði við „við munum standa við“-loforðið um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það hefði bara eiginlega ekkert komið til tals; stjórnarflokkarnir væru alveg sammála um hvernig ætti að halda á Evrópumálunum. Í þriðja lagi sagði forsætisráðherrann að það væri ekkert að marka hans eigin undirskrift á bréfi sem hann sendi kjósendum fyrir kosningarnar 2009. Þar kom fram að fordæmi væru fyrir því í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið að komið væri til móts við kröfur vegna hagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs og það væri „algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið.“ „Ég skrifaði ekki þetta bréf og þetta hefur aldrei verið mín afstaða,“ sagði forsætisráðherrann. En hann skrifaði nú samt undir bréfið. Hvað eiga kjósendur eiginlega að halda þegar þetta bætist við allt annað sem fram hefur komið undanfarna daga um orðheldni og skarpskyggni forystumanna stjórnarflokkanna? Hvaða mark eiga þeir til dæmis að taka á undirskriftum og loforðum í kosningabæklingunum sem væntanlegir eru inn um lúguna frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna? Þetta heitir að vera kominn ofan í holu og halda áfram að moka. Alveg hjálparlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Sumir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja undanfarna daga að fjölmiðlar sýni þá í óhagstæðu ljósi í umfjöllun um hvernig eigi að halda á framhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að það eru ráðherrarnir sjálfir og það sem þeir láta út úr sér, sem dregur mest úr trúverðugleika þeirra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til dæmis óklipptur í beinni útsendingu í Kastljósinu á þriðjudagskvöldið. Þar sagði hann þrennt, sem allt grefur undan trú almennings á að það sé eitthvað að marka það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar segja. Í fyrsta lagi sagði Sigmundur að það lægi á að drífa þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðnanna í gegnum Alþingi af því að íslenzk stjórnvöld væru undir svo mikilli pressu frá Evrópusambandinu. Ekki var liðinn sólarhringur þegar talsmenn Evrópusambandsins voru búnir að reka þetta ofan í ráðherrann og afþökkuðu slíkar túlkanir á orðum sínum. Þeir ítrekuðu þvert á móti að þeir hefðu ekki sett neina tímafresti og að ESB væri áfram reiðubúið að halda áfram aðildarviðræðunum við Ísland. Raunar er undrunarefni að ráðherrann hafi sagt að það væri ESB sem þrýsti á ákvörðun í málinu, því að hið gagnstæða hefur ítrekað komið fram undanfarna mánuði, síðast í umræðum á Evrópuþinginu og ályktun þess í janúar. Er ráðherrann svona ólæs á hvað er að gerast í Evrópusambandinu? Í öðru lagi sagði forsætisráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga kröfu gert í stjórnarmyndunarviðræðunum um að staðið yrði við „við munum standa við“-loforðið um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það hefði bara eiginlega ekkert komið til tals; stjórnarflokkarnir væru alveg sammála um hvernig ætti að halda á Evrópumálunum. Í þriðja lagi sagði forsætisráðherrann að það væri ekkert að marka hans eigin undirskrift á bréfi sem hann sendi kjósendum fyrir kosningarnar 2009. Þar kom fram að fordæmi væru fyrir því í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið að komið væri til móts við kröfur vegna hagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs og það væri „algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið.“ „Ég skrifaði ekki þetta bréf og þetta hefur aldrei verið mín afstaða,“ sagði forsætisráðherrann. En hann skrifaði nú samt undir bréfið. Hvað eiga kjósendur eiginlega að halda þegar þetta bætist við allt annað sem fram hefur komið undanfarna daga um orðheldni og skarpskyggni forystumanna stjórnarflokkanna? Hvaða mark eiga þeir til dæmis að taka á undirskriftum og loforðum í kosningabæklingunum sem væntanlegir eru inn um lúguna frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna? Þetta heitir að vera kominn ofan í holu og halda áfram að moka. Alveg hjálparlaust.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun