Skyrið selur sig sjálft í Finnlandi Guðni Ágústsson skrifar 6. mars 2014 06:00 „Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í enn einni greininni í Fréttablaðinu 28. febrúar. Á sama degi eru skínandi hraustir og brosandi Finnar í Morgunblaðinu, þeir Miikka, Sami og Mika, að segja okkur að skyrið selji sig sjálft í Finnlandi því það „sé ein besta mjólkurvara í heimi“. Söluaukningin hjá þeim þremenningum var 220% í janúar. Þeir seldu þá 160 tonn af skyri á móti tæpum 50 tonnum í janúar í fyrra. Skyr Finland OY hefur á þremur árum tekist að fá Finna almennt til að borða skyr á öllum tímum árs enda fæst það í öllum búðum. Þetta eru duglegir drengir og fjárfestingu sína í markaðsfærslu skyrsins eru þeir áreiðanlega að fá margfalt til baka um þessar mundir. Áætlað er að salan í Finnlandi nemi 1800 tonnum á þessu ári en aðeins 380 tonn koma frá Íslandi sem jafngildir ESB-kvótanum. Við komumst ekki yfir tollmúr ESB og verðum því að láta framleiða það í Danmörku með sérleyfi frá MS.Bændur taka áhættuna Hagfræðiprófessorinn er enn að reikna út hvernig dæmið liti út ef Ísland fengi 4000 tonna skyrkvóta til ESB-ríkja og fær það ekki til að ganga upp. Ég hef reynt að skýra það út að meðan framleiðslukvótar eru á mjólk muni falla til svokölluð umframmjólk í einhverum mæli vegna þess að bændur verða að gera ráð fyrir áföllum í sínum rekstri og framleiða meira en sem nemur kvótanum til þess að geta mætt þeim. Auk þess hafa þeir verið hvattir til meiri framleiðslu vegna þess að spurn eftir smjöri og ostum hefur náð nýjum og óvæntum hæðum innanlands. En bændur taka yfirleitt alla áhættuna af umframframleiðslunni og það fer alfarið eftir markaðsaðstæðum innanlands og erlendis hvað þeir fá fyrir hana. Þannig er umhverfið í dag og breytingar á því er önnur umræða.Hella niður hagfræði? Smjör og rjómi selst allt innanlands, líka úr umframmjólkinni, en eftir situr próteinþátturinn sem neytendur í Finnlandi eru að sækjast eftir. Líka annarstaðar á Norðurlöndum því í heild jókst skyrsalan um 56% í fyrra og markaðurinn þar er orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu. Í þessu felast mikil sóknarfæri ef semdist um lægri tolla. Því verður áfram haldið við að leita leiða til þess að framleiða á Íslandi skyr og flytja það út. Af því er bara ávinningur og hlýtur að vera betri kostur en að hella niður próteinríkum afurðum. Nema að hagfræðin segi annað!Prófessor í pólitískri orðræðu Það liggur fyrir að prófessor er vísindamaður og talar sem slíkur aldrei eins og stjórnmálamaður eða trúboði. Vísindamaður rannsakar og staðreynir alla hluti áður en hann setur þá fram. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu ítrekað rætt landbúnaðarmál. Stundum hvarflar að mér að hann sé í herför gegn landbúnaðinum, svo fjarri lagi hafa kenningar hans og fullyrðingar verið. Af hverju kostar það 400 milljónir að markaðssetja skyr, eins og prófessorinn fullyrðir? Á sama tíma skín hamingjan af Finnunum sem það gera og þeir segja að „skyrið markaðssetji sig sjálft“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í enn einni greininni í Fréttablaðinu 28. febrúar. Á sama degi eru skínandi hraustir og brosandi Finnar í Morgunblaðinu, þeir Miikka, Sami og Mika, að segja okkur að skyrið selji sig sjálft í Finnlandi því það „sé ein besta mjólkurvara í heimi“. Söluaukningin hjá þeim þremenningum var 220% í janúar. Þeir seldu þá 160 tonn af skyri á móti tæpum 50 tonnum í janúar í fyrra. Skyr Finland OY hefur á þremur árum tekist að fá Finna almennt til að borða skyr á öllum tímum árs enda fæst það í öllum búðum. Þetta eru duglegir drengir og fjárfestingu sína í markaðsfærslu skyrsins eru þeir áreiðanlega að fá margfalt til baka um þessar mundir. Áætlað er að salan í Finnlandi nemi 1800 tonnum á þessu ári en aðeins 380 tonn koma frá Íslandi sem jafngildir ESB-kvótanum. Við komumst ekki yfir tollmúr ESB og verðum því að láta framleiða það í Danmörku með sérleyfi frá MS.Bændur taka áhættuna Hagfræðiprófessorinn er enn að reikna út hvernig dæmið liti út ef Ísland fengi 4000 tonna skyrkvóta til ESB-ríkja og fær það ekki til að ganga upp. Ég hef reynt að skýra það út að meðan framleiðslukvótar eru á mjólk muni falla til svokölluð umframmjólk í einhverum mæli vegna þess að bændur verða að gera ráð fyrir áföllum í sínum rekstri og framleiða meira en sem nemur kvótanum til þess að geta mætt þeim. Auk þess hafa þeir verið hvattir til meiri framleiðslu vegna þess að spurn eftir smjöri og ostum hefur náð nýjum og óvæntum hæðum innanlands. En bændur taka yfirleitt alla áhættuna af umframframleiðslunni og það fer alfarið eftir markaðsaðstæðum innanlands og erlendis hvað þeir fá fyrir hana. Þannig er umhverfið í dag og breytingar á því er önnur umræða.Hella niður hagfræði? Smjör og rjómi selst allt innanlands, líka úr umframmjólkinni, en eftir situr próteinþátturinn sem neytendur í Finnlandi eru að sækjast eftir. Líka annarstaðar á Norðurlöndum því í heild jókst skyrsalan um 56% í fyrra og markaðurinn þar er orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu. Í þessu felast mikil sóknarfæri ef semdist um lægri tolla. Því verður áfram haldið við að leita leiða til þess að framleiða á Íslandi skyr og flytja það út. Af því er bara ávinningur og hlýtur að vera betri kostur en að hella niður próteinríkum afurðum. Nema að hagfræðin segi annað!Prófessor í pólitískri orðræðu Það liggur fyrir að prófessor er vísindamaður og talar sem slíkur aldrei eins og stjórnmálamaður eða trúboði. Vísindamaður rannsakar og staðreynir alla hluti áður en hann setur þá fram. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu ítrekað rætt landbúnaðarmál. Stundum hvarflar að mér að hann sé í herför gegn landbúnaðinum, svo fjarri lagi hafa kenningar hans og fullyrðingar verið. Af hverju kostar það 400 milljónir að markaðssetja skyr, eins og prófessorinn fullyrðir? Á sama tíma skín hamingjan af Finnunum sem það gera og þeir segja að „skyrið markaðssetji sig sjálft“.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun