Skyrið selur sig sjálft í Finnlandi Guðni Ágústsson skrifar 6. mars 2014 06:00 „Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í enn einni greininni í Fréttablaðinu 28. febrúar. Á sama degi eru skínandi hraustir og brosandi Finnar í Morgunblaðinu, þeir Miikka, Sami og Mika, að segja okkur að skyrið selji sig sjálft í Finnlandi því það „sé ein besta mjólkurvara í heimi“. Söluaukningin hjá þeim þremenningum var 220% í janúar. Þeir seldu þá 160 tonn af skyri á móti tæpum 50 tonnum í janúar í fyrra. Skyr Finland OY hefur á þremur árum tekist að fá Finna almennt til að borða skyr á öllum tímum árs enda fæst það í öllum búðum. Þetta eru duglegir drengir og fjárfestingu sína í markaðsfærslu skyrsins eru þeir áreiðanlega að fá margfalt til baka um þessar mundir. Áætlað er að salan í Finnlandi nemi 1800 tonnum á þessu ári en aðeins 380 tonn koma frá Íslandi sem jafngildir ESB-kvótanum. Við komumst ekki yfir tollmúr ESB og verðum því að láta framleiða það í Danmörku með sérleyfi frá MS.Bændur taka áhættuna Hagfræðiprófessorinn er enn að reikna út hvernig dæmið liti út ef Ísland fengi 4000 tonna skyrkvóta til ESB-ríkja og fær það ekki til að ganga upp. Ég hef reynt að skýra það út að meðan framleiðslukvótar eru á mjólk muni falla til svokölluð umframmjólk í einhverum mæli vegna þess að bændur verða að gera ráð fyrir áföllum í sínum rekstri og framleiða meira en sem nemur kvótanum til þess að geta mætt þeim. Auk þess hafa þeir verið hvattir til meiri framleiðslu vegna þess að spurn eftir smjöri og ostum hefur náð nýjum og óvæntum hæðum innanlands. En bændur taka yfirleitt alla áhættuna af umframframleiðslunni og það fer alfarið eftir markaðsaðstæðum innanlands og erlendis hvað þeir fá fyrir hana. Þannig er umhverfið í dag og breytingar á því er önnur umræða.Hella niður hagfræði? Smjör og rjómi selst allt innanlands, líka úr umframmjólkinni, en eftir situr próteinþátturinn sem neytendur í Finnlandi eru að sækjast eftir. Líka annarstaðar á Norðurlöndum því í heild jókst skyrsalan um 56% í fyrra og markaðurinn þar er orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu. Í þessu felast mikil sóknarfæri ef semdist um lægri tolla. Því verður áfram haldið við að leita leiða til þess að framleiða á Íslandi skyr og flytja það út. Af því er bara ávinningur og hlýtur að vera betri kostur en að hella niður próteinríkum afurðum. Nema að hagfræðin segi annað!Prófessor í pólitískri orðræðu Það liggur fyrir að prófessor er vísindamaður og talar sem slíkur aldrei eins og stjórnmálamaður eða trúboði. Vísindamaður rannsakar og staðreynir alla hluti áður en hann setur þá fram. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu ítrekað rætt landbúnaðarmál. Stundum hvarflar að mér að hann sé í herför gegn landbúnaðinum, svo fjarri lagi hafa kenningar hans og fullyrðingar verið. Af hverju kostar það 400 milljónir að markaðssetja skyr, eins og prófessorinn fullyrðir? Á sama tíma skín hamingjan af Finnunum sem það gera og þeir segja að „skyrið markaðssetji sig sjálft“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
„Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í enn einni greininni í Fréttablaðinu 28. febrúar. Á sama degi eru skínandi hraustir og brosandi Finnar í Morgunblaðinu, þeir Miikka, Sami og Mika, að segja okkur að skyrið selji sig sjálft í Finnlandi því það „sé ein besta mjólkurvara í heimi“. Söluaukningin hjá þeim þremenningum var 220% í janúar. Þeir seldu þá 160 tonn af skyri á móti tæpum 50 tonnum í janúar í fyrra. Skyr Finland OY hefur á þremur árum tekist að fá Finna almennt til að borða skyr á öllum tímum árs enda fæst það í öllum búðum. Þetta eru duglegir drengir og fjárfestingu sína í markaðsfærslu skyrsins eru þeir áreiðanlega að fá margfalt til baka um þessar mundir. Áætlað er að salan í Finnlandi nemi 1800 tonnum á þessu ári en aðeins 380 tonn koma frá Íslandi sem jafngildir ESB-kvótanum. Við komumst ekki yfir tollmúr ESB og verðum því að láta framleiða það í Danmörku með sérleyfi frá MS.Bændur taka áhættuna Hagfræðiprófessorinn er enn að reikna út hvernig dæmið liti út ef Ísland fengi 4000 tonna skyrkvóta til ESB-ríkja og fær það ekki til að ganga upp. Ég hef reynt að skýra það út að meðan framleiðslukvótar eru á mjólk muni falla til svokölluð umframmjólk í einhverum mæli vegna þess að bændur verða að gera ráð fyrir áföllum í sínum rekstri og framleiða meira en sem nemur kvótanum til þess að geta mætt þeim. Auk þess hafa þeir verið hvattir til meiri framleiðslu vegna þess að spurn eftir smjöri og ostum hefur náð nýjum og óvæntum hæðum innanlands. En bændur taka yfirleitt alla áhættuna af umframframleiðslunni og það fer alfarið eftir markaðsaðstæðum innanlands og erlendis hvað þeir fá fyrir hana. Þannig er umhverfið í dag og breytingar á því er önnur umræða.Hella niður hagfræði? Smjör og rjómi selst allt innanlands, líka úr umframmjólkinni, en eftir situr próteinþátturinn sem neytendur í Finnlandi eru að sækjast eftir. Líka annarstaðar á Norðurlöndum því í heild jókst skyrsalan um 56% í fyrra og markaðurinn þar er orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu. Í þessu felast mikil sóknarfæri ef semdist um lægri tolla. Því verður áfram haldið við að leita leiða til þess að framleiða á Íslandi skyr og flytja það út. Af því er bara ávinningur og hlýtur að vera betri kostur en að hella niður próteinríkum afurðum. Nema að hagfræðin segi annað!Prófessor í pólitískri orðræðu Það liggur fyrir að prófessor er vísindamaður og talar sem slíkur aldrei eins og stjórnmálamaður eða trúboði. Vísindamaður rannsakar og staðreynir alla hluti áður en hann setur þá fram. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu ítrekað rætt landbúnaðarmál. Stundum hvarflar að mér að hann sé í herför gegn landbúnaðinum, svo fjarri lagi hafa kenningar hans og fullyrðingar verið. Af hverju kostar það 400 milljónir að markaðssetja skyr, eins og prófessorinn fullyrðir? Á sama tíma skín hamingjan af Finnunum sem það gera og þeir segja að „skyrið markaðssetji sig sjálft“.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun