INTSP í stað náttúrupassa! Hans Kristjánsson skrifar 3. mars 2014 07:00 Frumvarp um náttúrupassa verður að öllum líkindum lagt fram á vorþingi sem nú er hafið. Innheimta er áætluð á árinu 2015 en framkvæmdin öll virðist vera í lausu lofti. Oft höfum við orðið vitni að misviturlegum laga- og reglugerðarsetningum stjórnvalda síðustu ár. Nægir að benda á lög og reglugerðir um fjárfestingabankastarfsemi sem allir landsmenn vita hvernig endaði. Kostnaðarsöm eftirlitsstofnun mátti sín lítils þrátt fyrir góðan vilja í því máli. Lögin voru gölluð og eftirlitið eftir því á brauðfótum. Í þessu náttúrupassamáli, á upplýsinga- og tölvuöld, þarf að hugsa út fyrir boxið. Í fyrirsögn greinarinnar er minnst á INTSP. INTSP stendur fyrir Iceland natur, tourist and safety pass. Þennan passa munu allir erlendir ferðamenn, sem heimsækja Ísland, sækja um á netinu. Framkvæmdin er einföld og þekkja flestir Íslendingar, sem til Bandaríkjanna hafa komið, hvernig það ferli er byggt upp (ESTA – Electronic System for Travel Authorization). Upplýsingarnar, sem geta með auðveldum hætti verið breytilegar (rafrænt), munu færa ferðaþjónustunni í landinu mikilvægar upplýsingar og verður auðvelt að nálgast viðkomandi ferðamenn með ýmsar þær kannanir sem gerðar eru hér á landi í gegnum þennan miðil. Rafrænt er hægt að sjá hvenær sem er hvort viðkomandi hafi slíkan passa eða ekki. Passinn verður tengdur rafrænt viðkomandi vegabréfi. Viðurlög eiga að sjálfsögðu að vera fjárhagslega íþyngjandi og koma skýrt fram í umsóknarferlinu. Yfir háannatíma ferðaþjónustunnar í landinu er auðvelt og ekki kostnaðarsamt að aðilar á vegum stjórnvalda sæki helstu ferðamannastaði landsins heim og taki stikkprufur á dreifingu INTSP-passans.Einföld aðgerð En af hverju INTSP í stað náttúrupassa? Jú, fyrst og fremst vegna þess að þetta er einföld aðgerð. Hún er auðveld í eftirliti og mun skila verulegum fjárhæðum strax. Einnig má benda á það að slík rafræn innheimta snertir hvorki né íþyngir fyrirtækjum sem starfa við ferðamennsku hér á landi. Hugmynd INTSP gerir einnig ráð fyrir umbun fyrir útköll björgunarsveita landsins og Landhelgisgæslunnar. Passinn verður þannig hluti af öryggisþætti ferðamála í landinu. Hingað sóttu landið, á síðasta ári, um 1.100.000 erlendir gestir. Það gefur með 80% nýtingu og 3.000 króna gjaldi rúma 2,5 milljarða (2,640.000.000) á einu ári. Þessari fjárhæð er hægt að skipta upp t.d. þannig að 20% (528.000.000) fari í framkvæmd passans og umsýslu honum tengda, 10% (264.000.000) fari í rannsóknir á ferðaþjónustunni í landinu, 10% (264.000.000) fari til björgunarsveitanna og Landhelgisgæslunnar eftir ákveðnu kerfi er tengist útköllum og 60% (1.584.000.000) til ferðamannastaða eftir sjóðsreglum þar um. Það er ekki spurning að hugmyndir stjórnvalda um náttúrupassa eru á villigötum. Rafræn innheimta eins og hér hefur verið lýst í grófum dráttum er framtíðin. Við þurfum ekki að finna upp hjólið (ESTA). Kjörnir fulltrúar á þingi í ríkri samvinnu við ferðaþjónustuna í landinu þurfa að gyrða sig í brók og hrinda slíku þjóðþrifamáli í framkvæmd strax. Ýtum náttúrupassahugmyndinni, eins hún liggur fyrir þinginu í dag, út af borðinu. Innleiðum frekar INTSP, rafrænan passa með mikla möguleika til góðra verka fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Passa sem mun færa fjölmörgum ferðamannastöðum möguleika á öflugri uppbyggingu og styrkja öryggisþætti tengda ferðamennsku hér á landi svo um munar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp um náttúrupassa verður að öllum líkindum lagt fram á vorþingi sem nú er hafið. Innheimta er áætluð á árinu 2015 en framkvæmdin öll virðist vera í lausu lofti. Oft höfum við orðið vitni að misviturlegum laga- og reglugerðarsetningum stjórnvalda síðustu ár. Nægir að benda á lög og reglugerðir um fjárfestingabankastarfsemi sem allir landsmenn vita hvernig endaði. Kostnaðarsöm eftirlitsstofnun mátti sín lítils þrátt fyrir góðan vilja í því máli. Lögin voru gölluð og eftirlitið eftir því á brauðfótum. Í þessu náttúrupassamáli, á upplýsinga- og tölvuöld, þarf að hugsa út fyrir boxið. Í fyrirsögn greinarinnar er minnst á INTSP. INTSP stendur fyrir Iceland natur, tourist and safety pass. Þennan passa munu allir erlendir ferðamenn, sem heimsækja Ísland, sækja um á netinu. Framkvæmdin er einföld og þekkja flestir Íslendingar, sem til Bandaríkjanna hafa komið, hvernig það ferli er byggt upp (ESTA – Electronic System for Travel Authorization). Upplýsingarnar, sem geta með auðveldum hætti verið breytilegar (rafrænt), munu færa ferðaþjónustunni í landinu mikilvægar upplýsingar og verður auðvelt að nálgast viðkomandi ferðamenn með ýmsar þær kannanir sem gerðar eru hér á landi í gegnum þennan miðil. Rafrænt er hægt að sjá hvenær sem er hvort viðkomandi hafi slíkan passa eða ekki. Passinn verður tengdur rafrænt viðkomandi vegabréfi. Viðurlög eiga að sjálfsögðu að vera fjárhagslega íþyngjandi og koma skýrt fram í umsóknarferlinu. Yfir háannatíma ferðaþjónustunnar í landinu er auðvelt og ekki kostnaðarsamt að aðilar á vegum stjórnvalda sæki helstu ferðamannastaði landsins heim og taki stikkprufur á dreifingu INTSP-passans.Einföld aðgerð En af hverju INTSP í stað náttúrupassa? Jú, fyrst og fremst vegna þess að þetta er einföld aðgerð. Hún er auðveld í eftirliti og mun skila verulegum fjárhæðum strax. Einnig má benda á það að slík rafræn innheimta snertir hvorki né íþyngir fyrirtækjum sem starfa við ferðamennsku hér á landi. Hugmynd INTSP gerir einnig ráð fyrir umbun fyrir útköll björgunarsveita landsins og Landhelgisgæslunnar. Passinn verður þannig hluti af öryggisþætti ferðamála í landinu. Hingað sóttu landið, á síðasta ári, um 1.100.000 erlendir gestir. Það gefur með 80% nýtingu og 3.000 króna gjaldi rúma 2,5 milljarða (2,640.000.000) á einu ári. Þessari fjárhæð er hægt að skipta upp t.d. þannig að 20% (528.000.000) fari í framkvæmd passans og umsýslu honum tengda, 10% (264.000.000) fari í rannsóknir á ferðaþjónustunni í landinu, 10% (264.000.000) fari til björgunarsveitanna og Landhelgisgæslunnar eftir ákveðnu kerfi er tengist útköllum og 60% (1.584.000.000) til ferðamannastaða eftir sjóðsreglum þar um. Það er ekki spurning að hugmyndir stjórnvalda um náttúrupassa eru á villigötum. Rafræn innheimta eins og hér hefur verið lýst í grófum dráttum er framtíðin. Við þurfum ekki að finna upp hjólið (ESTA). Kjörnir fulltrúar á þingi í ríkri samvinnu við ferðaþjónustuna í landinu þurfa að gyrða sig í brók og hrinda slíku þjóðþrifamáli í framkvæmd strax. Ýtum náttúrupassahugmyndinni, eins hún liggur fyrir þinginu í dag, út af borðinu. Innleiðum frekar INTSP, rafrænan passa með mikla möguleika til góðra verka fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Passa sem mun færa fjölmörgum ferðamannastöðum möguleika á öflugri uppbyggingu og styrkja öryggisþætti tengda ferðamennsku hér á landi svo um munar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun