Pólverjar á vinnumarkaði í Reykjavík, Ósló og Kaupmannahöfn Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar 1. mars 2014 06:00 Vegna athugasemda við niðurstöður alþjóðlegrar samanburðarrannsóknar á högum pólskra starfsmanna á vinnumarkaði norrænu höfuðborganna þriggja: Óslóar, Kaupmannahafnar og Reykjavíkur, sem birst hafa hér á landi tel ég rétt, sem einn höfunda skýrslunnar, að árétta nokkrar mikilvægar staðreyndir. Markmið rannsóknarinnar Labour migrants from Central and Eastern Europe in the Nordic countries – Patterns of migration, working conditions and recruitment practices var að bera saman flutninga starfsfólks frá Mið- og Austur-Evrópu til Norðurlandanna, sýna fram á hvaða þættir mótuðu launakjör og starfsskilyrði þeirra, ráðningarferli, framkvæmdir og praxís. Norræna ráðherranefndin styrkti rannsóknina sem stýrt var af vinnumarkaðsrannsóknarstofnuninni Fafo í Ósló (www.Fafo.no). Aðrir þátttakendur voru Kaupmannahafnarháskóli, Stokkhólmsháskóli, Varsjárháskóli og MIRRA (Miðstöð InnflytjendaRannsókna ReykjavíkurAkademíunni). Í brennidepli rannsóknar voru: 1) Breytt mynstur vinnuaflsflutninga til Norðurlandanna. 2) Félagsleg undirboð í kjölfar stækkunar ESB: Vinnuaðstæður og vinnuumhverfi meðal pólskra starfsmanna í Ósló, Kaupmannahöfn og Reykjavík. 3) Hlutverk ráðningarmiðlana og starfsmannaleiga. Stækkun Evrópusambandsins samfara gífurlegri efnahagsþenslu í Vestur-Evrópu dró til sín hundruð þúsunda fólks frá nýju aðildarríkjunum. Frá 2004-2011 komu þaðan um 320 þúsund manns til Norðurlandanna samkvæmt skráðum búferlaflutningum en áætlað er að alls hafi um 600 þúsund komið að meðtöldum þeim sem komu tímabundið. Til Íslands streymdu þúsundir Pólverja (í ársbyrjun 2014 voru þeir á tíunda þúsund og jafnframt stærsti innflytjendahópurinn (36%)). Flestir fengu vinnu í ósérhæfðum láglaunastörfum. Sá þáttur rannsóknarinnar, sem sætt hefur mestri gagnrýni hér á landi, varðar launakjör pólskra starfsmanna á Reykjavíkursvæðinu og hafa niðurstöður og jafnvel rannsóknaraðferðir verið dregnar í efa. Því er fyrst til að svara að rannsóknin er byggð á alþjóðlega viðurkenndum rannsóknaraðferðum og gagnavinnslu. M.a. liggja til grundvallar hliðstæðar viðtalsrannsóknir sem gerðar voru í hverri borg fyrir sig þar sem rætt var við 500 Pólverja átján ára og eldri, bæði konur og karla. Niðurstöður sýna að meðaltekjur Pólverja nema 57% af algengustu launum á Íslandi. Í Ósló er sambærilegt hlutfall 65% og í Kaupmannahöfn 85%. Það sem lagt er til grundvallar í þessum útreikningum er uppgefið tímakaup, skv. viðtölum við pólska viðmælendur, sem er borið saman við tölfræðigögn frá Eurostat (Hagstofa Evrópusambandsins ESB) um algengustu heildartekjur í sérhverju landi þvert á starfsgreinar. Þetta er ekki fullkomlega óskeikull samanburður þar sem útreikningar Eurostat eru reiknaðir á annan hátt. Mestu máli skiptir að átta sig á tilgangi útreikninganna sem felst í samanburðinum milli borganna þriggja, Óslóar, Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Þar sem aðferðafræðin er sú sama í hverri borg eru höfundar rannsóknarskýrslunnar sannfærðir um að niðurstöðurnar sýni raunverulegan tekjumun milli pólskra innflytjenda og heimamanna. Ef um er að ræða einhverja slagsíðu ætti hún að vera eins í öllum borgunum. Í Reykjavík fór viðtalskönnunin fram 2010 í miðri kreppunni sem bitnaði hart á pólskum innflytjendum. Vera kann að staða Pólverja á vinnumarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafi batnað síðan þá. Rannsóknarskýrslan sýnir að pólskir innflytjendur í Reykjavík raðast nánast allir á botnþrep launastigans en í hinum borgunum eru þeir dreifðari. Sú ályktun er dregin að þetta stafi af því að grunntaxtar ófaglærðra eru afar lágir. Viðgengist hafi á Reykjavíkursvæðinu að greiða erlendum starfsmönnum kaup samkvæmt strípuðum grunntaxta fremur en reikna þeim laun samkvæmt markaðslaunum sem eru umtalsvert hærri og hefð er að nota. Notkun strípaðra taxta var nánast óþekkt fyrir tíma massífra flutninga erlendra starfsmanna til landsins sem átti sér stað í kjölfar stækkunar ESB og efnahagsþenslunnar á síðasta áratug. Nýleg samantekt Eflingar stéttarfélags leiddi í ljós að pólskir félagsmenn þeirra voru að jafnaði með 14% hærri mánaðartekjur en íslenskir félagsmenn. Sú samantekt sýndi ekki fjölda vinnustunda að baki laununum og bendir ótvírætt til langra vinnudaga hjá Pólverjum. Eina leiðin til að skera úr um með órækri nákvæmni hver launakjör Pólverja (og annarra innflytjenda) eru í samanburði við innfædda heimamenn er með rannsóknum, m.a. á vinnuframlagi sem liggur að baki tekjum. Um 80% pólskra starfsmanna í Reykjavík eru líkt og hefð er fyrir á íslenskum vinnumarkaði, ráðnir beint af hérlendum vinnuveitanda án nokkurra milliliða til langs tíma og hafa skrifaðan ráðningarsamning og þeir njóta allra félagslegra réttinda (veikindaleyfi, orlof, atvinnuleysisbætur o.s.frv.). Í Kaupmannahöfn er þessi hópur ríflega þriðjungur og aðeins um fjórðungur í Ósló en meginþorri pólskra starfsmanna í báðum borgum er á tímabundnum samningum eða hjá starfsmannaleigum. Í Ósló og Kaupmannahöfn hafa rannsóknaraðferðir og niðurstöður ekki sætt gagnrýni en jákvæð réttindastaða pólskra starfsmanna á reykvískum vinnumarkaði hefur hins vegar vakið athygli. Þekkingin sem hlýst af rannsókninni verður notuð til að koma í veg fyrir félagsleg undirboð og bæta lífskjör innflytjenda í móttökulöndunum. Rannsóknarskýrsluna má nálgast á:https://www.norden.org/en/publications/publikationer/2013-570 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Vegna athugasemda við niðurstöður alþjóðlegrar samanburðarrannsóknar á högum pólskra starfsmanna á vinnumarkaði norrænu höfuðborganna þriggja: Óslóar, Kaupmannahafnar og Reykjavíkur, sem birst hafa hér á landi tel ég rétt, sem einn höfunda skýrslunnar, að árétta nokkrar mikilvægar staðreyndir. Markmið rannsóknarinnar Labour migrants from Central and Eastern Europe in the Nordic countries – Patterns of migration, working conditions and recruitment practices var að bera saman flutninga starfsfólks frá Mið- og Austur-Evrópu til Norðurlandanna, sýna fram á hvaða þættir mótuðu launakjör og starfsskilyrði þeirra, ráðningarferli, framkvæmdir og praxís. Norræna ráðherranefndin styrkti rannsóknina sem stýrt var af vinnumarkaðsrannsóknarstofnuninni Fafo í Ósló (www.Fafo.no). Aðrir þátttakendur voru Kaupmannahafnarháskóli, Stokkhólmsháskóli, Varsjárháskóli og MIRRA (Miðstöð InnflytjendaRannsókna ReykjavíkurAkademíunni). Í brennidepli rannsóknar voru: 1) Breytt mynstur vinnuaflsflutninga til Norðurlandanna. 2) Félagsleg undirboð í kjölfar stækkunar ESB: Vinnuaðstæður og vinnuumhverfi meðal pólskra starfsmanna í Ósló, Kaupmannahöfn og Reykjavík. 3) Hlutverk ráðningarmiðlana og starfsmannaleiga. Stækkun Evrópusambandsins samfara gífurlegri efnahagsþenslu í Vestur-Evrópu dró til sín hundruð þúsunda fólks frá nýju aðildarríkjunum. Frá 2004-2011 komu þaðan um 320 þúsund manns til Norðurlandanna samkvæmt skráðum búferlaflutningum en áætlað er að alls hafi um 600 þúsund komið að meðtöldum þeim sem komu tímabundið. Til Íslands streymdu þúsundir Pólverja (í ársbyrjun 2014 voru þeir á tíunda þúsund og jafnframt stærsti innflytjendahópurinn (36%)). Flestir fengu vinnu í ósérhæfðum láglaunastörfum. Sá þáttur rannsóknarinnar, sem sætt hefur mestri gagnrýni hér á landi, varðar launakjör pólskra starfsmanna á Reykjavíkursvæðinu og hafa niðurstöður og jafnvel rannsóknaraðferðir verið dregnar í efa. Því er fyrst til að svara að rannsóknin er byggð á alþjóðlega viðurkenndum rannsóknaraðferðum og gagnavinnslu. M.a. liggja til grundvallar hliðstæðar viðtalsrannsóknir sem gerðar voru í hverri borg fyrir sig þar sem rætt var við 500 Pólverja átján ára og eldri, bæði konur og karla. Niðurstöður sýna að meðaltekjur Pólverja nema 57% af algengustu launum á Íslandi. Í Ósló er sambærilegt hlutfall 65% og í Kaupmannahöfn 85%. Það sem lagt er til grundvallar í þessum útreikningum er uppgefið tímakaup, skv. viðtölum við pólska viðmælendur, sem er borið saman við tölfræðigögn frá Eurostat (Hagstofa Evrópusambandsins ESB) um algengustu heildartekjur í sérhverju landi þvert á starfsgreinar. Þetta er ekki fullkomlega óskeikull samanburður þar sem útreikningar Eurostat eru reiknaðir á annan hátt. Mestu máli skiptir að átta sig á tilgangi útreikninganna sem felst í samanburðinum milli borganna þriggja, Óslóar, Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Þar sem aðferðafræðin er sú sama í hverri borg eru höfundar rannsóknarskýrslunnar sannfærðir um að niðurstöðurnar sýni raunverulegan tekjumun milli pólskra innflytjenda og heimamanna. Ef um er að ræða einhverja slagsíðu ætti hún að vera eins í öllum borgunum. Í Reykjavík fór viðtalskönnunin fram 2010 í miðri kreppunni sem bitnaði hart á pólskum innflytjendum. Vera kann að staða Pólverja á vinnumarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafi batnað síðan þá. Rannsóknarskýrslan sýnir að pólskir innflytjendur í Reykjavík raðast nánast allir á botnþrep launastigans en í hinum borgunum eru þeir dreifðari. Sú ályktun er dregin að þetta stafi af því að grunntaxtar ófaglærðra eru afar lágir. Viðgengist hafi á Reykjavíkursvæðinu að greiða erlendum starfsmönnum kaup samkvæmt strípuðum grunntaxta fremur en reikna þeim laun samkvæmt markaðslaunum sem eru umtalsvert hærri og hefð er að nota. Notkun strípaðra taxta var nánast óþekkt fyrir tíma massífra flutninga erlendra starfsmanna til landsins sem átti sér stað í kjölfar stækkunar ESB og efnahagsþenslunnar á síðasta áratug. Nýleg samantekt Eflingar stéttarfélags leiddi í ljós að pólskir félagsmenn þeirra voru að jafnaði með 14% hærri mánaðartekjur en íslenskir félagsmenn. Sú samantekt sýndi ekki fjölda vinnustunda að baki laununum og bendir ótvírætt til langra vinnudaga hjá Pólverjum. Eina leiðin til að skera úr um með órækri nákvæmni hver launakjör Pólverja (og annarra innflytjenda) eru í samanburði við innfædda heimamenn er með rannsóknum, m.a. á vinnuframlagi sem liggur að baki tekjum. Um 80% pólskra starfsmanna í Reykjavík eru líkt og hefð er fyrir á íslenskum vinnumarkaði, ráðnir beint af hérlendum vinnuveitanda án nokkurra milliliða til langs tíma og hafa skrifaðan ráðningarsamning og þeir njóta allra félagslegra réttinda (veikindaleyfi, orlof, atvinnuleysisbætur o.s.frv.). Í Kaupmannahöfn er þessi hópur ríflega þriðjungur og aðeins um fjórðungur í Ósló en meginþorri pólskra starfsmanna í báðum borgum er á tímabundnum samningum eða hjá starfsmannaleigum. Í Ósló og Kaupmannahöfn hafa rannsóknaraðferðir og niðurstöður ekki sætt gagnrýni en jákvæð réttindastaða pólskra starfsmanna á reykvískum vinnumarkaði hefur hins vegar vakið athygli. Þekkingin sem hlýst af rannsókninni verður notuð til að koma í veg fyrir félagsleg undirboð og bæta lífskjör innflytjenda í móttökulöndunum. Rannsóknarskýrsluna má nálgast á:https://www.norden.org/en/publications/publikationer/2013-570
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar