Sannfæring á síðasta söludegi Lýður Árnason skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Fyrir fimm árum komst til valda ríkisstjórn sem kosin var til að breyta Íslandi. Hún átti að ryðja í burtu mykjuhaug spillingar sem lá yfir landinu, forða þjóðargjaldþroti, færa þjóðinni nýja stjórnarskrá og innleiða nýja sjávarútvegsstefnu. Um þetta ríkti eining. Óeiningin var hins vegar í Evrópumálunum og illu heilli var lagt í þann leiðangur án þess að spyrja land og þjóð. Af stað fór „pólitískur ómöguleiki“ sem kom illilega niður á öðrum málum og gaf viðskilnaðurinn kjósendum lítið tilefni til að endurnýja fyrra umboð. Samfylkingin, sem nú hrópar á lýðræði, tróð ESB-umsókn upp á þjóðina. Vilji þessa eina flokks lá til grundvallar og menn nýttu aðstöðu sína í botn. Samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hefndi sín með drabbaraskap og aðildarviðræður komust aldrei á skrið. Hvorugur hafði neitt upp úr krafsinu og þjóðin sem aldrei var spurð, ei heldur. Í kosningunum sl. vor voru skiptar skoðanir milli framboða á ESB-aðild. Núverandi ríkisstjórnarflokkar voru andvígir ESB en létu þó að því liggja að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu. Hvorugur flokkanna minntist á viðræðuslit. En með því að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu hljóta menn að hafa gert ráð fyrir þeim möguleika að þjóðin segði já. Sem nú, eftir kosningar, er skilgreindur sem pólitískur ómöguleiki. Er furða þótt marga svíði undan þessum hillingum, ekki sízt þeim fjölmörgu kjósendum sem blekktir voru til fylgilags. Kurr kjósenda nú snýst ekki um ESB eða ekki ESB. Hann snýst um gagnkvæma skuldbindingu framboða og kjósenda. Hann snýst um að sáttmálar þeir sem gerðir eru við kjósendur fyrir kosningar kollvarpist ekki að þeim loknum. Á Íslandi er sannfæring þjóðarinnar bundin við einn dag á fjögurra ára fresti og þá kjósum við sannfæringar 63 frambjóðenda. En ef síðasti söludagur sannfæringarinnar er á kjördag vandast málið og við sitjum uppi með eitthvað allt annað en til stóð. Við þennan vanda glímir íslensk þjóð, þingmenn sem forgangsraða eigin sannfæringu ofar samanlögðum sannfæringum allra okkar hinna, vanvirða þjóðaratkvæðagreiðslur og halda ágreiningsmálum kerfisbundið frá þjóðinni. Samt þiggja þeir vald sitt frá henni. Væri ekki eðlilegra að þingmenn sem ekki geta unað þjóðardómi myndu víkja fyrir þjóðinni fremur en þjóðin fyrir þeim? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum komst til valda ríkisstjórn sem kosin var til að breyta Íslandi. Hún átti að ryðja í burtu mykjuhaug spillingar sem lá yfir landinu, forða þjóðargjaldþroti, færa þjóðinni nýja stjórnarskrá og innleiða nýja sjávarútvegsstefnu. Um þetta ríkti eining. Óeiningin var hins vegar í Evrópumálunum og illu heilli var lagt í þann leiðangur án þess að spyrja land og þjóð. Af stað fór „pólitískur ómöguleiki“ sem kom illilega niður á öðrum málum og gaf viðskilnaðurinn kjósendum lítið tilefni til að endurnýja fyrra umboð. Samfylkingin, sem nú hrópar á lýðræði, tróð ESB-umsókn upp á þjóðina. Vilji þessa eina flokks lá til grundvallar og menn nýttu aðstöðu sína í botn. Samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hefndi sín með drabbaraskap og aðildarviðræður komust aldrei á skrið. Hvorugur hafði neitt upp úr krafsinu og þjóðin sem aldrei var spurð, ei heldur. Í kosningunum sl. vor voru skiptar skoðanir milli framboða á ESB-aðild. Núverandi ríkisstjórnarflokkar voru andvígir ESB en létu þó að því liggja að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu. Hvorugur flokkanna minntist á viðræðuslit. En með því að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu hljóta menn að hafa gert ráð fyrir þeim möguleika að þjóðin segði já. Sem nú, eftir kosningar, er skilgreindur sem pólitískur ómöguleiki. Er furða þótt marga svíði undan þessum hillingum, ekki sízt þeim fjölmörgu kjósendum sem blekktir voru til fylgilags. Kurr kjósenda nú snýst ekki um ESB eða ekki ESB. Hann snýst um gagnkvæma skuldbindingu framboða og kjósenda. Hann snýst um að sáttmálar þeir sem gerðir eru við kjósendur fyrir kosningar kollvarpist ekki að þeim loknum. Á Íslandi er sannfæring þjóðarinnar bundin við einn dag á fjögurra ára fresti og þá kjósum við sannfæringar 63 frambjóðenda. En ef síðasti söludagur sannfæringarinnar er á kjördag vandast málið og við sitjum uppi með eitthvað allt annað en til stóð. Við þennan vanda glímir íslensk þjóð, þingmenn sem forgangsraða eigin sannfæringu ofar samanlögðum sannfæringum allra okkar hinna, vanvirða þjóðaratkvæðagreiðslur og halda ágreiningsmálum kerfisbundið frá þjóðinni. Samt þiggja þeir vald sitt frá henni. Væri ekki eðlilegra að þingmenn sem ekki geta unað þjóðardómi myndu víkja fyrir þjóðinni fremur en þjóðin fyrir þeim?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun