Opið bréf til bæjarfulltrúa í Kópavogi Sigrún Hallgrímsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Það er fiðringur í maganum og spenna í loftinu. Þau hafa ekki farið í áheyrnarprufu áður. Þau eru líka bara níu ára. Þau halda öll að næsta haust fari þau að læra á hljóðfæri hjá sveitinni. Þessi níu ára börn vita ekki að það eru yfirgnæfandi líkur á að brátt fái þau fyrstu höfnunina. Síðasta vor varð Skólahljómsveit Kópavogs að hafna 80% umsókna í hljómsveitina. Fjögur börn af hverjum fimm fá ekki tækifæri til að taka þátt í því frábæra starfi sem unnið er hjá hljómsveitinni. Skólahljómsveit Kópavogs var stofnuð árið 1966, en afmælisdagurinn miðast við fyrstu tónleika sveitarinnar 22. febrúar 1967. Hún er eini tónlistarskólinn í Kópavogi sem er stofnaður af bænum og á forræði hans. Hljómsveitin er eitt flaggskipa Kópavogsbæjar, enda er hún þekkt fyrir að vera sérlega góð. Fyrir bæjarfélagið er hún því vörumerki, á sama hátt og íþróttafélögin Breiðablik og HK og fimleikafélagið Gerpla, sem mikilvægt er að hlúa að. Skólahljómsveit Kópavogs kemur fram á um 90 viðburðum á ári, m.a. á mörgum viðburðum hjá Kópavogsbæ. Hljómsveitin spilar í skrúðgöngu bæjarins 17. júní og á vorhátíðum og aðventu í leikskólum og grunnskólum bæjarins. Mikil vinna og skipulagning liggur í því að koma fram fyrir hönd bæjarins, enda hefur metnaður ávallt verið í fyrirrúmi þegar hljómsveitin kemur fram. Hljómsveitin er stolt af bænum sínum og skorast ekki undan því að spila fyrir hönd bæjarins.Sigraði þrjú ár í röð Hljómsveitin hefur spilað í óperuuppfærslum, fyrir Frostrósartónleika og á tónlistarhátíðum eins og Tectonics enda veit tónlistarfólk að hljómsveitin stendur undir merki sínu. Hljómsveitin náði þeim einstaka árangri síðastliðið vor að sigra í Nótunni þriðja árið í röð. B-sveitin sigraði í flokki samleiks í grunnnámi árið 2011, C-sveitin í flokki samleiks í miðnámi árið 2012 og A-sveitin sigraði í flokki nemenda í grunnnámi síðastliðið vor. Þessi árangur er ekki sjálfgefinn, því um 15.000 nemendur í um 90 tónlistarskólum hafa þátttökurétt í Nótunni og þó nokkuð margir tónlistarskólar hafa aldrei náð að koma atriði í lokakeppnina. Það má því auðveldlega jafna þessu við að hafa unnið Íslandsmeistaratitil þrjú ár í röð í sínum flokki. Skólahljómsveitin starfar í þröngu húsnæði í HK húsinu við Skálaheiði. Það húsnæði er ekki hannað til tónlistarkennslu og flutti hljómsveitin í það til bráðabirgða fyrir fjórtán árum. Öll aðstaða í húsinu er óviðunandi. Árið 2007 var búið að teikna góða aðstöðu fyrir skólann í Digranesskóla, sem stóð til að endurnýja, en í kjölfar bankahrunsins var byggingin slegin út af borðinu og Digranes- og Hjallaskóli sameinaðir í Álfhólsskóla. Eftir stendur skólahljómsveitin með óleystan húsnæðisvanda. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að lagfæra húsnæðið við Skálaheiði og nýta rými sem áður tilheyrði HK undir hljómsveitina. Það er auðvitað þakkarvert að bæjaryfirvöld séu tilbúin til að stækka rými hljómsveitarinnar en það breytir því ekki að húsnæðið er ekki hannað undir tónlistarkennslu. Það leysir því miður ekki vandann að bæta óhentugt rými með meira af óhentugu rými. Þessi ráðstöfun getur því aðeins verið til mjög skamms tíma.Einstakt starf Það starf sem unnið er hjá skólahljómsveitinni er einstakt, enda sést það best á þeim árangri sem hljómsveitin hefur náð á þeim tíma sem Össur Geirsson hefur verið við stjórnvölinn. Hvernig væri að bæjarfulltrúar Kópavogsbæjar tækju málefni skólahljómsveitarinnar okkar í Kópavogi upp á sína arma og legðu sitt af mörkum til að skapa henni þá aðstöðu sem hún og stjórnandi hennar, Össur Geirsson, eiga skilið? Það eru aðeins þrjú ár þar til hljómsveitin heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Besta afmælisgjöf bæjarins til hljómsveitarinnar og um leið til bæjarbúa væri að almennilegt framtíðarhúsnæði fyrir hljómsveitina verði á teikniborðinu. Bæjaryfirvöld hafa gert vel í húsnæðismálum fyrir íþróttafélög bæjarins og Tónlistarskóli Kópavogs (sem er þó ekki á forræði bæjarins) er einnig í góðu húsnæði en enn situr Skólahljómsveitin í óviðunandi húsnæði eftir tæplega 50 ára bið. Ég skora á bæjarfulltrúa og íbúa bæjarins að mæta á næstu tónleika hljómsveitarinnar þann 9. mars nk. í Háskólabíói. Þeir sem mæta á tónleika sveitarinnar verða fljótt áskynja mikilvægi þess að hlúa því góða vörumerki Kópavogsbæjar sem hljómsveitin er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fiðringur í maganum og spenna í loftinu. Þau hafa ekki farið í áheyrnarprufu áður. Þau eru líka bara níu ára. Þau halda öll að næsta haust fari þau að læra á hljóðfæri hjá sveitinni. Þessi níu ára börn vita ekki að það eru yfirgnæfandi líkur á að brátt fái þau fyrstu höfnunina. Síðasta vor varð Skólahljómsveit Kópavogs að hafna 80% umsókna í hljómsveitina. Fjögur börn af hverjum fimm fá ekki tækifæri til að taka þátt í því frábæra starfi sem unnið er hjá hljómsveitinni. Skólahljómsveit Kópavogs var stofnuð árið 1966, en afmælisdagurinn miðast við fyrstu tónleika sveitarinnar 22. febrúar 1967. Hún er eini tónlistarskólinn í Kópavogi sem er stofnaður af bænum og á forræði hans. Hljómsveitin er eitt flaggskipa Kópavogsbæjar, enda er hún þekkt fyrir að vera sérlega góð. Fyrir bæjarfélagið er hún því vörumerki, á sama hátt og íþróttafélögin Breiðablik og HK og fimleikafélagið Gerpla, sem mikilvægt er að hlúa að. Skólahljómsveit Kópavogs kemur fram á um 90 viðburðum á ári, m.a. á mörgum viðburðum hjá Kópavogsbæ. Hljómsveitin spilar í skrúðgöngu bæjarins 17. júní og á vorhátíðum og aðventu í leikskólum og grunnskólum bæjarins. Mikil vinna og skipulagning liggur í því að koma fram fyrir hönd bæjarins, enda hefur metnaður ávallt verið í fyrirrúmi þegar hljómsveitin kemur fram. Hljómsveitin er stolt af bænum sínum og skorast ekki undan því að spila fyrir hönd bæjarins.Sigraði þrjú ár í röð Hljómsveitin hefur spilað í óperuuppfærslum, fyrir Frostrósartónleika og á tónlistarhátíðum eins og Tectonics enda veit tónlistarfólk að hljómsveitin stendur undir merki sínu. Hljómsveitin náði þeim einstaka árangri síðastliðið vor að sigra í Nótunni þriðja árið í röð. B-sveitin sigraði í flokki samleiks í grunnnámi árið 2011, C-sveitin í flokki samleiks í miðnámi árið 2012 og A-sveitin sigraði í flokki nemenda í grunnnámi síðastliðið vor. Þessi árangur er ekki sjálfgefinn, því um 15.000 nemendur í um 90 tónlistarskólum hafa þátttökurétt í Nótunni og þó nokkuð margir tónlistarskólar hafa aldrei náð að koma atriði í lokakeppnina. Það má því auðveldlega jafna þessu við að hafa unnið Íslandsmeistaratitil þrjú ár í röð í sínum flokki. Skólahljómsveitin starfar í þröngu húsnæði í HK húsinu við Skálaheiði. Það húsnæði er ekki hannað til tónlistarkennslu og flutti hljómsveitin í það til bráðabirgða fyrir fjórtán árum. Öll aðstaða í húsinu er óviðunandi. Árið 2007 var búið að teikna góða aðstöðu fyrir skólann í Digranesskóla, sem stóð til að endurnýja, en í kjölfar bankahrunsins var byggingin slegin út af borðinu og Digranes- og Hjallaskóli sameinaðir í Álfhólsskóla. Eftir stendur skólahljómsveitin með óleystan húsnæðisvanda. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að lagfæra húsnæðið við Skálaheiði og nýta rými sem áður tilheyrði HK undir hljómsveitina. Það er auðvitað þakkarvert að bæjaryfirvöld séu tilbúin til að stækka rými hljómsveitarinnar en það breytir því ekki að húsnæðið er ekki hannað undir tónlistarkennslu. Það leysir því miður ekki vandann að bæta óhentugt rými með meira af óhentugu rými. Þessi ráðstöfun getur því aðeins verið til mjög skamms tíma.Einstakt starf Það starf sem unnið er hjá skólahljómsveitinni er einstakt, enda sést það best á þeim árangri sem hljómsveitin hefur náð á þeim tíma sem Össur Geirsson hefur verið við stjórnvölinn. Hvernig væri að bæjarfulltrúar Kópavogsbæjar tækju málefni skólahljómsveitarinnar okkar í Kópavogi upp á sína arma og legðu sitt af mörkum til að skapa henni þá aðstöðu sem hún og stjórnandi hennar, Össur Geirsson, eiga skilið? Það eru aðeins þrjú ár þar til hljómsveitin heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Besta afmælisgjöf bæjarins til hljómsveitarinnar og um leið til bæjarbúa væri að almennilegt framtíðarhúsnæði fyrir hljómsveitina verði á teikniborðinu. Bæjaryfirvöld hafa gert vel í húsnæðismálum fyrir íþróttafélög bæjarins og Tónlistarskóli Kópavogs (sem er þó ekki á forræði bæjarins) er einnig í góðu húsnæði en enn situr Skólahljómsveitin í óviðunandi húsnæði eftir tæplega 50 ára bið. Ég skora á bæjarfulltrúa og íbúa bæjarins að mæta á næstu tónleika hljómsveitarinnar þann 9. mars nk. í Háskólabíói. Þeir sem mæta á tónleika sveitarinnar verða fljótt áskynja mikilvægi þess að hlúa því góða vörumerki Kópavogsbæjar sem hljómsveitin er.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar