Kraftur léttir róðurinn Halldóra Víðisdóttir skrifar 25. febrúar 2014 06:00 Fjárhagur og kostnaður ungra krabbameinssjúklinga til heilbrigðiskerfisins er viðfangsefni sem við hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk og aðstandendur, þreytumst ekki að ræða enda varðar viðfangsefnið hagsmuni okkar félagsmanna og getur haft mikil áhrif á líf þeirra. Ungt fólk þekkir margt af eigin raun hvaða áhrif langvinn veikindi vegna krabbameins hafa á fjárhag fjölskyldunnar, bæði vegna aukinnar kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu og tekjumissis fjölskyldunnar um lengri tíma. Það að greinast með krabbamein er mikið áfall fyrir fólk, ekki síst ungt fólk í blóma lífsins og eru andlegt álag og líkamleg vanlíðan óhjákvæmilegir fylgifiskar veikindanna. Fjárhagsáhyggjur eru svo ekki til að minnka álagið og þessi streituvaldur ætti að vera undanskilinn úr lífi þeirra sem þurfa að takast á við jafn erfið veikindi og krabbamein. Þeir sem ekki hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð þurfa sjaldnast að hafa áhyggjur af þessum efnum. Krabbamein er oft sjúkdómur eldra fólks og því gerir enginn ráð fyrir að greinast með krabbamein á unga aldri. Kraftur hefur ekki farið varhluta af þeirri miklu neyð sem ungar fjölskyldur standa frammi fyrir þegar annar framfærsluaðilinn á heimilinu, eða jafnvel sá eini, veikist af krabbameini. Oft og tíðum er leitað til félagsins eftir fjárhagsaðstoð – einfaldlega til þess að endar nái saman. Þá er fjölskyldan fyrir löngu búin að draga saman seglin, varasjóðurinn genginn til þurrðar, fjölskyldubíllinn seldur og tómstundir og íþróttaiðkun barnanna heyra sögunni til.Styrktarsjóður Það kostar að leita til heilbrigðisþjónustunnar. Í hvert sinn sem einstaklingur þarf á göngudeildar- eða læknisþjónustu að halda þarf hann að taka upp veskið. Fjárhæðirnar eru stundum litlar en safnast þegar saman kemur. Það er því ekki að ástæðulausu að við hjá Krafti teljum nauðsynlegt að stofna sérstakan styrktarsjóð sem félagsmenn geta sótt í til þess að létta þær fjárhagslegu byrðar sem krabbameinið leggur á herðar fjölskyldufólki. Verum minnug þess að ungar fjölskyldur eru að öllu jöfnu skuldsettar fyrir vegna náms- og húsnæðislána og því ekkert svigrúm til þess að takast á við óheyrilega háan kostnað við heilbrigðisþjónustu vegna krabbameins. En til þess að þessi draumur okkar hjá Krafti geti ræst verðum við að treysta á velvild þeirra sem meira mega sín í samfélaginu – því ekki höfum við hingað til sótt okkar fjármuni til opinberra aðila. Í ár á Kraftur 15 ára afmæli og er það einlægur ásetningur okkar að stofna styrktarsjóð á afmælisárinu; sjóð til þess að hjálpa okkar fólki að standa ölduna þegar sortinn er sem mestur í lífinu. Við munum sannarlega leggja hart að okkur við að ná þessu markmiði á afmælisári Krafts og heitum á þá sem aflögu eru færir að minnast okkar í þeirri viðleitni og hjálpa okkur að hjálpa öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Fjárhagur og kostnaður ungra krabbameinssjúklinga til heilbrigðiskerfisins er viðfangsefni sem við hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk og aðstandendur, þreytumst ekki að ræða enda varðar viðfangsefnið hagsmuni okkar félagsmanna og getur haft mikil áhrif á líf þeirra. Ungt fólk þekkir margt af eigin raun hvaða áhrif langvinn veikindi vegna krabbameins hafa á fjárhag fjölskyldunnar, bæði vegna aukinnar kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu og tekjumissis fjölskyldunnar um lengri tíma. Það að greinast með krabbamein er mikið áfall fyrir fólk, ekki síst ungt fólk í blóma lífsins og eru andlegt álag og líkamleg vanlíðan óhjákvæmilegir fylgifiskar veikindanna. Fjárhagsáhyggjur eru svo ekki til að minnka álagið og þessi streituvaldur ætti að vera undanskilinn úr lífi þeirra sem þurfa að takast á við jafn erfið veikindi og krabbamein. Þeir sem ekki hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð þurfa sjaldnast að hafa áhyggjur af þessum efnum. Krabbamein er oft sjúkdómur eldra fólks og því gerir enginn ráð fyrir að greinast með krabbamein á unga aldri. Kraftur hefur ekki farið varhluta af þeirri miklu neyð sem ungar fjölskyldur standa frammi fyrir þegar annar framfærsluaðilinn á heimilinu, eða jafnvel sá eini, veikist af krabbameini. Oft og tíðum er leitað til félagsins eftir fjárhagsaðstoð – einfaldlega til þess að endar nái saman. Þá er fjölskyldan fyrir löngu búin að draga saman seglin, varasjóðurinn genginn til þurrðar, fjölskyldubíllinn seldur og tómstundir og íþróttaiðkun barnanna heyra sögunni til.Styrktarsjóður Það kostar að leita til heilbrigðisþjónustunnar. Í hvert sinn sem einstaklingur þarf á göngudeildar- eða læknisþjónustu að halda þarf hann að taka upp veskið. Fjárhæðirnar eru stundum litlar en safnast þegar saman kemur. Það er því ekki að ástæðulausu að við hjá Krafti teljum nauðsynlegt að stofna sérstakan styrktarsjóð sem félagsmenn geta sótt í til þess að létta þær fjárhagslegu byrðar sem krabbameinið leggur á herðar fjölskyldufólki. Verum minnug þess að ungar fjölskyldur eru að öllu jöfnu skuldsettar fyrir vegna náms- og húsnæðislána og því ekkert svigrúm til þess að takast á við óheyrilega háan kostnað við heilbrigðisþjónustu vegna krabbameins. En til þess að þessi draumur okkar hjá Krafti geti ræst verðum við að treysta á velvild þeirra sem meira mega sín í samfélaginu – því ekki höfum við hingað til sótt okkar fjármuni til opinberra aðila. Í ár á Kraftur 15 ára afmæli og er það einlægur ásetningur okkar að stofna styrktarsjóð á afmælisárinu; sjóð til þess að hjálpa okkar fólki að standa ölduna þegar sortinn er sem mestur í lífinu. Við munum sannarlega leggja hart að okkur við að ná þessu markmiði á afmælisári Krafts og heitum á þá sem aflögu eru færir að minnast okkar í þeirri viðleitni og hjálpa okkur að hjálpa öðrum.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar