Krónan styrkist í sjö daga nærri mánaðamótum Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2014 07:00 Tilhneiging krónunnar til styrkingar á föstudögum er nálægt því að vera tölfræðilega marktæk, segir Gylfi Magnússon dósent. Fréttablaðið/Valli Frá ársbyrjun 2010 hefur nafngengi krónunnar styrkst um 11 prósent og raungengi um 20 prósent, að því er fram kemur í nýrri grein Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, í efnahagsritinu Vísbendingu. Greining hans á gengissveiflum krónunnar leiðir í ljós að árstíðasveifla sé veik og ekki fyrirsjáanleg. „Mánaðamótin eru hins vegar dálítið skrýtin. Það er nefnilega rétt að frá 2010 hefur öll styrking krónunnar komið fram í kring um mánaðamót,“ skrifar hann. „Aðra daga mánaðarins hefur krónan veikst.“Gylfi MagnússonGylfi segir styrkingu krónunnar koma fram á sjö viðskiptadögum, frá næstsíðasta viðskiptadegi mánaðar til þess fimmta. „Á þeim tíma, sem er um þriðjungur viðskiptadaga mánaðar, hefur krónan styrkst að jafnaði um 0,47 prósent en afganginn af mánuðinum hefur hún að jafnaði veikst um 0,24 prósent.“ Þá segir hann einnig ákveðið mynstur til staðar þegar horft er á vikudaga þótt veikt sé. „Þannig styrkist krónan að jafnaði aðeins á mánudögum og föstudögum en veikist aðra daga.“ Mynstrið sé þó ekki tölfræðilega marktækt og gæti verið tilviljun. Í spjalli við Fréttablaðið segist Gylfi ekki hafa lagst yfir að greina ástæður sveiflunnar. „En það er svo sem þekkt að meira er að gerast um mánaðamót en á öðrum tímum,“ segir hann. „Mér sýndist þó veltan á gjaldeyrismörkuðum ekkert meiri um mánaðamót og veit því ekki hvort það tengist einhverju slíku.“ Þá telur Gylfi svo sem ekki óhugsandi að einhver gæti hagnast á því að spila á þessar gengissveiflur. „En þær eru svo litlar að þær eru eiginlega innan venjulegs munar á kaup- og sölugengi, sem gerir mjög erfitt að hagnast beint á þessu.“Jón Bjarki BentssonJón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, segist hafa tekið eftir tilhneigingu krónunnar til að styrkjast um mánaðamót. Velta á millibankamarkaði undir höftum gefi hins vegar ekki skýra vísbendingu um hvaða flæði eigi sér stað inni í hverjum banka fyrir sig. „Manni dettur í hug að um mánaðamót séu útflutningsfyrirtæki frekar að ná sér í krónur til að greiða innlendan kostnað, laun og aðkeypta þjónustu,“ segir Jón Bjarki. Eins hafi sérfræðingar Greiningar stundum þóst merkja styrkingu um miðjan mánuð, sem kunni að ríma við sum skattgreiðsluskil, svo sem vegna veiðigjalds.Veltan sáralítilVelta á gjaldeyrismarkaði hér er sáralítil, að því er fram kemur í grein Gylfa Magnússonar í Vísbendingu. Til dæmis er hún innan við tvö prósent af því sem hún var á lokaárum gamla bankakerfisins. Þó sé hún ferfalt meiri en þegar hún náði lágmarki eftir hrun, árið 2010. Jón Bjarki Bentsson segir ljóst að innan hafta verði dagamunur líkur þeim sem vakinn er athygli á í greininni ljósari en ella. „Það hefði enginn tekið eftir þessu fyrir hrun.“ Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Frá ársbyrjun 2010 hefur nafngengi krónunnar styrkst um 11 prósent og raungengi um 20 prósent, að því er fram kemur í nýrri grein Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, í efnahagsritinu Vísbendingu. Greining hans á gengissveiflum krónunnar leiðir í ljós að árstíðasveifla sé veik og ekki fyrirsjáanleg. „Mánaðamótin eru hins vegar dálítið skrýtin. Það er nefnilega rétt að frá 2010 hefur öll styrking krónunnar komið fram í kring um mánaðamót,“ skrifar hann. „Aðra daga mánaðarins hefur krónan veikst.“Gylfi MagnússonGylfi segir styrkingu krónunnar koma fram á sjö viðskiptadögum, frá næstsíðasta viðskiptadegi mánaðar til þess fimmta. „Á þeim tíma, sem er um þriðjungur viðskiptadaga mánaðar, hefur krónan styrkst að jafnaði um 0,47 prósent en afganginn af mánuðinum hefur hún að jafnaði veikst um 0,24 prósent.“ Þá segir hann einnig ákveðið mynstur til staðar þegar horft er á vikudaga þótt veikt sé. „Þannig styrkist krónan að jafnaði aðeins á mánudögum og föstudögum en veikist aðra daga.“ Mynstrið sé þó ekki tölfræðilega marktækt og gæti verið tilviljun. Í spjalli við Fréttablaðið segist Gylfi ekki hafa lagst yfir að greina ástæður sveiflunnar. „En það er svo sem þekkt að meira er að gerast um mánaðamót en á öðrum tímum,“ segir hann. „Mér sýndist þó veltan á gjaldeyrismörkuðum ekkert meiri um mánaðamót og veit því ekki hvort það tengist einhverju slíku.“ Þá telur Gylfi svo sem ekki óhugsandi að einhver gæti hagnast á því að spila á þessar gengissveiflur. „En þær eru svo litlar að þær eru eiginlega innan venjulegs munar á kaup- og sölugengi, sem gerir mjög erfitt að hagnast beint á þessu.“Jón Bjarki BentssonJón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, segist hafa tekið eftir tilhneigingu krónunnar til að styrkjast um mánaðamót. Velta á millibankamarkaði undir höftum gefi hins vegar ekki skýra vísbendingu um hvaða flæði eigi sér stað inni í hverjum banka fyrir sig. „Manni dettur í hug að um mánaðamót séu útflutningsfyrirtæki frekar að ná sér í krónur til að greiða innlendan kostnað, laun og aðkeypta þjónustu,“ segir Jón Bjarki. Eins hafi sérfræðingar Greiningar stundum þóst merkja styrkingu um miðjan mánuð, sem kunni að ríma við sum skattgreiðsluskil, svo sem vegna veiðigjalds.Veltan sáralítilVelta á gjaldeyrismarkaði hér er sáralítil, að því er fram kemur í grein Gylfa Magnússonar í Vísbendingu. Til dæmis er hún innan við tvö prósent af því sem hún var á lokaárum gamla bankakerfisins. Þó sé hún ferfalt meiri en þegar hún náði lágmarki eftir hrun, árið 2010. Jón Bjarki Bentsson segir ljóst að innan hafta verði dagamunur líkur þeim sem vakinn er athygli á í greininni ljósari en ella. „Það hefði enginn tekið eftir þessu fyrir hrun.“
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira