Náttúrupassi – aðgangskort sem virkar Björn Valdimarsson skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Flestir eru sammála um að það væri slæm niðurstaða ef við helstu áningarstaði ferðamanna verði kofaskrifli þar sem rukkarar híma þann tíma sem opið er til að taka við klinki af ferðamönnum. Það vakna ýmsar spurningar, hve lengi verður opið, verður hægt að skoða t.d. um miðnætti þegar albjart er á Íslandi, á að vera sólarhringsvakt, mun þetta nokkuð borga sig? Fyrir utan hvað þetta er hallærislegt og niðurlægjandi þá er hætt við að framkvæmdin verði erfið. Á skíðasvæðum í Evrópu er fjöldinn allur af skíðalyftum, landeigendur og eigendur lyftanna reka sameiginlegt kerfi þannig að gefin eru út kort sem veita aðgang að lyftunum. Svo er gert upp eftir aðsókn hjá hverjum og einum eftir hvert tímabil. Hægt væri að hugsa sér að gefin verði út mismunandi náttúrukort á Íslandi, t.d. vikukort sem gildir fyrir Suðurland, Norðurland, Austurland eða Vesturland, og kort sem giltu fyrir allt landið. Kortin væru sem sagt gild í mismunandi tíma og fyrir aðgreind svæði. Á stöðum þar sem óskað væri eftir að rukka aðgangseyri væri komið fyrir hliði, til að komast inn þyrfti að bera kortið að nema sem opnar fyrir hverjum og einum. Ferðamenn hefðu þannig val um hvort þeir yfirhöfuð vilja kaupa kort, hve mikið þeir vilja skoða og hve lengi. Síðan verði fjármunum sem koma inn skipt eftir ákveðnu kerfi og aðsókn. Umsjónarmenn eða eigendur hvers staðar sæju sjálfir um að koma upp aðstöðu, girða og hafa eftirlit með starfseminni. Þannig væri ekki verið að standa í þessu nema þar sem aðsókn væri töluvert mikil. Ferðamenn borga fast verð fyrir passann og þurfa ekki að vera að spá í hvort þeir eigi að splæsa í að skoða hvern stað eða ekki, þeir renna bara kortinu í gegn. Þetta er hugsanleg leið til að fá fjármuni til að koma upp aðstöðu og viðhalda henni. Það er fráhrindandi að setja flatan skatt á alla sem koma til landsins, sumir hafa engan áhuga á að heimsækja þessa hefðbundnu ferðamannastaði og hvers vegna á að rukka þá? Svo eru það Íslendingarnir. Ef þeir eiga að fá aðgang sem greitt er fyrir t.d. með því að hafa greiðsluna innifalda í nefskatti eins og útvarpsgjaldinu, væri hægt að hafa það þannig að rafræn íslensk skilríki nægi til að fá aðgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir eru sammála um að það væri slæm niðurstaða ef við helstu áningarstaði ferðamanna verði kofaskrifli þar sem rukkarar híma þann tíma sem opið er til að taka við klinki af ferðamönnum. Það vakna ýmsar spurningar, hve lengi verður opið, verður hægt að skoða t.d. um miðnætti þegar albjart er á Íslandi, á að vera sólarhringsvakt, mun þetta nokkuð borga sig? Fyrir utan hvað þetta er hallærislegt og niðurlægjandi þá er hætt við að framkvæmdin verði erfið. Á skíðasvæðum í Evrópu er fjöldinn allur af skíðalyftum, landeigendur og eigendur lyftanna reka sameiginlegt kerfi þannig að gefin eru út kort sem veita aðgang að lyftunum. Svo er gert upp eftir aðsókn hjá hverjum og einum eftir hvert tímabil. Hægt væri að hugsa sér að gefin verði út mismunandi náttúrukort á Íslandi, t.d. vikukort sem gildir fyrir Suðurland, Norðurland, Austurland eða Vesturland, og kort sem giltu fyrir allt landið. Kortin væru sem sagt gild í mismunandi tíma og fyrir aðgreind svæði. Á stöðum þar sem óskað væri eftir að rukka aðgangseyri væri komið fyrir hliði, til að komast inn þyrfti að bera kortið að nema sem opnar fyrir hverjum og einum. Ferðamenn hefðu þannig val um hvort þeir yfirhöfuð vilja kaupa kort, hve mikið þeir vilja skoða og hve lengi. Síðan verði fjármunum sem koma inn skipt eftir ákveðnu kerfi og aðsókn. Umsjónarmenn eða eigendur hvers staðar sæju sjálfir um að koma upp aðstöðu, girða og hafa eftirlit með starfseminni. Þannig væri ekki verið að standa í þessu nema þar sem aðsókn væri töluvert mikil. Ferðamenn borga fast verð fyrir passann og þurfa ekki að vera að spá í hvort þeir eigi að splæsa í að skoða hvern stað eða ekki, þeir renna bara kortinu í gegn. Þetta er hugsanleg leið til að fá fjármuni til að koma upp aðstöðu og viðhalda henni. Það er fráhrindandi að setja flatan skatt á alla sem koma til landsins, sumir hafa engan áhuga á að heimsækja þessa hefðbundnu ferðamannastaði og hvers vegna á að rukka þá? Svo eru það Íslendingarnir. Ef þeir eiga að fá aðgang sem greitt er fyrir t.d. með því að hafa greiðsluna innifalda í nefskatti eins og útvarpsgjaldinu, væri hægt að hafa það þannig að rafræn íslensk skilríki nægi til að fá aðgang.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun