Sæstrengur? Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. febrúar 2014 06:00 ESB-ríkin hafa undirgengist skuldbindingar um hlutdeild umhverfisvænnar orku árið 2020. Mörg ríkjanna eiga langt í land með að ná þeim markmiðum og eru því áhugasöm um að finna leiðir til þess. Því velta ýmsir því fyrir sér með hvaða hætti íslensk orka fáist seld undir þeim ívilnunarkerfum sem ríkin nota en sá möguleiki að fá gott verð fyrir raforkuna er ein helsta röksemdin fyrir tengingu Íslands í gegnum sæstreng við evrópska orkukerfið. Lagning sæstrengs frá Íslandi hefði áhrif á mörgum sviðum þjóðlífsins og því er lykilatriði að leita sáttar um svo stóra ákvörðun. Með það að leiðarljósi skipaði ég sem iðnaðarráðherra þverpólitískan ráðgjafarhóp á árinu 2012 með fulltrúum allra þingflokka og helstu hagsmunaaðila. Má þar nefna fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, náttúruverndarsamtökum, aðilum vinnumarkaðarins og Neytendasamtökunum. Sá hópur skilaði í júní 2013 skýrslu og komst að sameiginlegri niðurstöðu án mótatkvæða og án sérálita sem er nokkuð sérstakt í svona stórum, þverpólitískum hópi. Atvinnuveganefnd Alþingis hefur fjallað um skýrslu ráðgjafarhópsins og er sammála um að vinna þurfi áfram að málinu í samræmi við tillögur hópsins. Nefndin bendir þeim til viðbótar m.a. á að huga þurfi að uppbyggingu innviða hér á landi er varða húshitunarkostnað og dreifingu raforku. Slóðin á skýrslu ráðgjafarhópsins er hér og á nefndarálit atvinnunefndar. Ljóst er að mörg álitamál þarf að skýra áður en ákvörðun er tekin um lagningu strengsins og hagkvæmni slíkrar tengingar þarf að greina. Þó að framleiðsla endurnýjanlegrar raforku og útflutningur hennar um sæstreng falli vel að áherslum græns hagkerfis mun lagning sæstrengs sennilega auka þrýsting á byggingu nýrra virkjana og háspennulína. Lög um rammaáætlun og lög um náttúruvernd eru því undirstaða allrar umræðu um auðlindina og nýtingu hennar. Ég skora á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hún haldi áfram með málið eins og það byrjaði, í þverpólitískum farvegi með breiðri þátttöku hagsmunaaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
ESB-ríkin hafa undirgengist skuldbindingar um hlutdeild umhverfisvænnar orku árið 2020. Mörg ríkjanna eiga langt í land með að ná þeim markmiðum og eru því áhugasöm um að finna leiðir til þess. Því velta ýmsir því fyrir sér með hvaða hætti íslensk orka fáist seld undir þeim ívilnunarkerfum sem ríkin nota en sá möguleiki að fá gott verð fyrir raforkuna er ein helsta röksemdin fyrir tengingu Íslands í gegnum sæstreng við evrópska orkukerfið. Lagning sæstrengs frá Íslandi hefði áhrif á mörgum sviðum þjóðlífsins og því er lykilatriði að leita sáttar um svo stóra ákvörðun. Með það að leiðarljósi skipaði ég sem iðnaðarráðherra þverpólitískan ráðgjafarhóp á árinu 2012 með fulltrúum allra þingflokka og helstu hagsmunaaðila. Má þar nefna fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, náttúruverndarsamtökum, aðilum vinnumarkaðarins og Neytendasamtökunum. Sá hópur skilaði í júní 2013 skýrslu og komst að sameiginlegri niðurstöðu án mótatkvæða og án sérálita sem er nokkuð sérstakt í svona stórum, þverpólitískum hópi. Atvinnuveganefnd Alþingis hefur fjallað um skýrslu ráðgjafarhópsins og er sammála um að vinna þurfi áfram að málinu í samræmi við tillögur hópsins. Nefndin bendir þeim til viðbótar m.a. á að huga þurfi að uppbyggingu innviða hér á landi er varða húshitunarkostnað og dreifingu raforku. Slóðin á skýrslu ráðgjafarhópsins er hér og á nefndarálit atvinnunefndar. Ljóst er að mörg álitamál þarf að skýra áður en ákvörðun er tekin um lagningu strengsins og hagkvæmni slíkrar tengingar þarf að greina. Þó að framleiðsla endurnýjanlegrar raforku og útflutningur hennar um sæstreng falli vel að áherslum græns hagkerfis mun lagning sæstrengs sennilega auka þrýsting á byggingu nýrra virkjana og háspennulína. Lög um rammaáætlun og lög um náttúruvernd eru því undirstaða allrar umræðu um auðlindina og nýtingu hennar. Ég skora á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hún haldi áfram með málið eins og það byrjaði, í þverpólitískum farvegi með breiðri þátttöku hagsmunaaðila.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun