Glaða kennslukonan Hulda María Magnúsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Ég heiti Hulda María og ég er kennslukona. Tæknilega er ég víst kennari en mér finnst kennslukona skemmtilegra orð. Mér finnst starfið mitt líka vera skemmtilegt. Það er fjölbreytt og krefjandi, engir tveir dagar eru eins. Einu sinni var ég bankakona. Ég var bara nokkuð fær í því sem ég gerði og fékk borgað í samræmi við vinnuframlag og álag. Ég vann með frábæru fólki sem hafði gaman af því sem það gerði. Þar skildi á milli. Ég hafði nefnilega ekki gaman af starfinu sem slíku þó að samstarfsfólk, laun og umhverfi væru alveg í lagi. Ég öfundaði sumar af samstarfskonum mínum af gleðinni sem það virtist veita þeim að vera þarna en ég fann slíkt ekki hjá mér. Ég ákvað því að hætta að vera bankakona og lærði að vera kennslukona í staðinn. Sveitt í lófum með titrandi rödd og milljón fiðrildi í maganum fyrir framan saklausa 8. bekkinga sem biðu eftir að vera uppfræddir í fyrsta æfingakennslutímanum mínum varð mér í augnablik hugsað til þægilega bankastólsins míns. Svo opnaði ég munninn og allt gekk upp eins og ég hafði ætlað mér. Frá þeirri stundu skildi ég gleðina sem samstarfskonur mínar í bankanum fundu, ég var komin á mína hillu. Sannarlega er það ekki svo í kennslunni að allt gangi upp alla daga eins og maður hefur lagt upp með en það er ákaflega sérstök tilfinning að átta sig á því að maður hefur fundið rétta starfið.Sérfræðingar á sínu sviði Allir virðast hafa skoðun á skólamálum því það hafa jú allir verið í skóla og vita því hvernig skólinn virkar. En það er allt annað að vera hinum megin borðsins. Ég tala þar af nokkurri reynslu þar sem ég var eitt sinn nemandi í skólanum þar sem ég kenni nú. Fyrsta árið sem ég stóð fyrir aftan kennaraborðið, en sat ekki fyrir framan það, þurfti ég að venjast þessu nýja hlutverki. Fyrir utan að vera sá sem á að halda uppi aga og fræða 25 börn, í stað þess að vera hluti af hópnum, þá hefur svo margt breyst. Þeir sem halda uppi gagnrýni á störf kennarans mættu hafa það í huga, hlutirnir eru ekki eins og „þegar ég var ung…“ Breytingar hafa orðið miklar og örar en kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði, við höfum menntað okkur sérstaklega fyrir þetta hlutverk og viljum því njóta trausts sem slíkir.Róðurinn þyngist Nú er ég á mínu 7. starfsári í kennslu, ekki langur tími miðað við marga sem vinna með mér, en mér finnst róðurinn þyngjast með hverju árinu. Í kennaranáminu var áherslan á kennslufræðina, hvernig ætti að miðla efninu og aðstoða nemendur og kenna þeim, nokkuð sem maður gerir ráð fyrir að kennari geri. Suma daga finnst mér hins vegar eins og gráðan mín í mannfræði komi hlutunum meira við, eins og ég sé jafnvel stödd í einhverri mannfræðirannsókn. Ég hef nefnilega minni og minni tíma til að sinna því starfi sem ég hef þjálfun til. Þess í stað er ég að ræða við sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, sérkennara, deildarstjóra, samræma, aðlaga… verkefnin virðast stundum endalaus. Eftir því sem tíminn líður þá þyngist álagið en pyngjan léttist. Einu sinni var ég bankakona, ég var góð í mínu starfi, fékk borgað í samræmi við það en fann ekki til starfsgleði. Núna er ég kennslukona, tel mig góða í mínu starfi og finn til mikillar starfsgleði. Hins vegar eru launin þannig að stundum líður mér eins og gleðin yfir því að vera á réttri hillu eigi að nægja til að borga reikningana líka. Því miður er það ekki svo gott og mér þykir harla súrt í broti að þurfa að velja á milli þess hvort ég vil hafa efni á því að lifa mannsæmandi lífi eða gleðjast yfir því starfi sem ég hef valið mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Hulda María og ég er kennslukona. Tæknilega er ég víst kennari en mér finnst kennslukona skemmtilegra orð. Mér finnst starfið mitt líka vera skemmtilegt. Það er fjölbreytt og krefjandi, engir tveir dagar eru eins. Einu sinni var ég bankakona. Ég var bara nokkuð fær í því sem ég gerði og fékk borgað í samræmi við vinnuframlag og álag. Ég vann með frábæru fólki sem hafði gaman af því sem það gerði. Þar skildi á milli. Ég hafði nefnilega ekki gaman af starfinu sem slíku þó að samstarfsfólk, laun og umhverfi væru alveg í lagi. Ég öfundaði sumar af samstarfskonum mínum af gleðinni sem það virtist veita þeim að vera þarna en ég fann slíkt ekki hjá mér. Ég ákvað því að hætta að vera bankakona og lærði að vera kennslukona í staðinn. Sveitt í lófum með titrandi rödd og milljón fiðrildi í maganum fyrir framan saklausa 8. bekkinga sem biðu eftir að vera uppfræddir í fyrsta æfingakennslutímanum mínum varð mér í augnablik hugsað til þægilega bankastólsins míns. Svo opnaði ég munninn og allt gekk upp eins og ég hafði ætlað mér. Frá þeirri stundu skildi ég gleðina sem samstarfskonur mínar í bankanum fundu, ég var komin á mína hillu. Sannarlega er það ekki svo í kennslunni að allt gangi upp alla daga eins og maður hefur lagt upp með en það er ákaflega sérstök tilfinning að átta sig á því að maður hefur fundið rétta starfið.Sérfræðingar á sínu sviði Allir virðast hafa skoðun á skólamálum því það hafa jú allir verið í skóla og vita því hvernig skólinn virkar. En það er allt annað að vera hinum megin borðsins. Ég tala þar af nokkurri reynslu þar sem ég var eitt sinn nemandi í skólanum þar sem ég kenni nú. Fyrsta árið sem ég stóð fyrir aftan kennaraborðið, en sat ekki fyrir framan það, þurfti ég að venjast þessu nýja hlutverki. Fyrir utan að vera sá sem á að halda uppi aga og fræða 25 börn, í stað þess að vera hluti af hópnum, þá hefur svo margt breyst. Þeir sem halda uppi gagnrýni á störf kennarans mættu hafa það í huga, hlutirnir eru ekki eins og „þegar ég var ung…“ Breytingar hafa orðið miklar og örar en kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði, við höfum menntað okkur sérstaklega fyrir þetta hlutverk og viljum því njóta trausts sem slíkir.Róðurinn þyngist Nú er ég á mínu 7. starfsári í kennslu, ekki langur tími miðað við marga sem vinna með mér, en mér finnst róðurinn þyngjast með hverju árinu. Í kennaranáminu var áherslan á kennslufræðina, hvernig ætti að miðla efninu og aðstoða nemendur og kenna þeim, nokkuð sem maður gerir ráð fyrir að kennari geri. Suma daga finnst mér hins vegar eins og gráðan mín í mannfræði komi hlutunum meira við, eins og ég sé jafnvel stödd í einhverri mannfræðirannsókn. Ég hef nefnilega minni og minni tíma til að sinna því starfi sem ég hef þjálfun til. Þess í stað er ég að ræða við sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, sérkennara, deildarstjóra, samræma, aðlaga… verkefnin virðast stundum endalaus. Eftir því sem tíminn líður þá þyngist álagið en pyngjan léttist. Einu sinni var ég bankakona, ég var góð í mínu starfi, fékk borgað í samræmi við það en fann ekki til starfsgleði. Núna er ég kennslukona, tel mig góða í mínu starfi og finn til mikillar starfsgleði. Hins vegar eru launin þannig að stundum líður mér eins og gleðin yfir því að vera á réttri hillu eigi að nægja til að borga reikningana líka. Því miður er það ekki svo gott og mér þykir harla súrt í broti að þurfa að velja á milli þess hvort ég vil hafa efni á því að lifa mannsæmandi lífi eða gleðjast yfir því starfi sem ég hef valið mér.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun