Glaða kennslukonan Hulda María Magnúsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Ég heiti Hulda María og ég er kennslukona. Tæknilega er ég víst kennari en mér finnst kennslukona skemmtilegra orð. Mér finnst starfið mitt líka vera skemmtilegt. Það er fjölbreytt og krefjandi, engir tveir dagar eru eins. Einu sinni var ég bankakona. Ég var bara nokkuð fær í því sem ég gerði og fékk borgað í samræmi við vinnuframlag og álag. Ég vann með frábæru fólki sem hafði gaman af því sem það gerði. Þar skildi á milli. Ég hafði nefnilega ekki gaman af starfinu sem slíku þó að samstarfsfólk, laun og umhverfi væru alveg í lagi. Ég öfundaði sumar af samstarfskonum mínum af gleðinni sem það virtist veita þeim að vera þarna en ég fann slíkt ekki hjá mér. Ég ákvað því að hætta að vera bankakona og lærði að vera kennslukona í staðinn. Sveitt í lófum með titrandi rödd og milljón fiðrildi í maganum fyrir framan saklausa 8. bekkinga sem biðu eftir að vera uppfræddir í fyrsta æfingakennslutímanum mínum varð mér í augnablik hugsað til þægilega bankastólsins míns. Svo opnaði ég munninn og allt gekk upp eins og ég hafði ætlað mér. Frá þeirri stundu skildi ég gleðina sem samstarfskonur mínar í bankanum fundu, ég var komin á mína hillu. Sannarlega er það ekki svo í kennslunni að allt gangi upp alla daga eins og maður hefur lagt upp með en það er ákaflega sérstök tilfinning að átta sig á því að maður hefur fundið rétta starfið.Sérfræðingar á sínu sviði Allir virðast hafa skoðun á skólamálum því það hafa jú allir verið í skóla og vita því hvernig skólinn virkar. En það er allt annað að vera hinum megin borðsins. Ég tala þar af nokkurri reynslu þar sem ég var eitt sinn nemandi í skólanum þar sem ég kenni nú. Fyrsta árið sem ég stóð fyrir aftan kennaraborðið, en sat ekki fyrir framan það, þurfti ég að venjast þessu nýja hlutverki. Fyrir utan að vera sá sem á að halda uppi aga og fræða 25 börn, í stað þess að vera hluti af hópnum, þá hefur svo margt breyst. Þeir sem halda uppi gagnrýni á störf kennarans mættu hafa það í huga, hlutirnir eru ekki eins og „þegar ég var ung…“ Breytingar hafa orðið miklar og örar en kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði, við höfum menntað okkur sérstaklega fyrir þetta hlutverk og viljum því njóta trausts sem slíkir.Róðurinn þyngist Nú er ég á mínu 7. starfsári í kennslu, ekki langur tími miðað við marga sem vinna með mér, en mér finnst róðurinn þyngjast með hverju árinu. Í kennaranáminu var áherslan á kennslufræðina, hvernig ætti að miðla efninu og aðstoða nemendur og kenna þeim, nokkuð sem maður gerir ráð fyrir að kennari geri. Suma daga finnst mér hins vegar eins og gráðan mín í mannfræði komi hlutunum meira við, eins og ég sé jafnvel stödd í einhverri mannfræðirannsókn. Ég hef nefnilega minni og minni tíma til að sinna því starfi sem ég hef þjálfun til. Þess í stað er ég að ræða við sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, sérkennara, deildarstjóra, samræma, aðlaga… verkefnin virðast stundum endalaus. Eftir því sem tíminn líður þá þyngist álagið en pyngjan léttist. Einu sinni var ég bankakona, ég var góð í mínu starfi, fékk borgað í samræmi við það en fann ekki til starfsgleði. Núna er ég kennslukona, tel mig góða í mínu starfi og finn til mikillar starfsgleði. Hins vegar eru launin þannig að stundum líður mér eins og gleðin yfir því að vera á réttri hillu eigi að nægja til að borga reikningana líka. Því miður er það ekki svo gott og mér þykir harla súrt í broti að þurfa að velja á milli þess hvort ég vil hafa efni á því að lifa mannsæmandi lífi eða gleðjast yfir því starfi sem ég hef valið mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Hulda María og ég er kennslukona. Tæknilega er ég víst kennari en mér finnst kennslukona skemmtilegra orð. Mér finnst starfið mitt líka vera skemmtilegt. Það er fjölbreytt og krefjandi, engir tveir dagar eru eins. Einu sinni var ég bankakona. Ég var bara nokkuð fær í því sem ég gerði og fékk borgað í samræmi við vinnuframlag og álag. Ég vann með frábæru fólki sem hafði gaman af því sem það gerði. Þar skildi á milli. Ég hafði nefnilega ekki gaman af starfinu sem slíku þó að samstarfsfólk, laun og umhverfi væru alveg í lagi. Ég öfundaði sumar af samstarfskonum mínum af gleðinni sem það virtist veita þeim að vera þarna en ég fann slíkt ekki hjá mér. Ég ákvað því að hætta að vera bankakona og lærði að vera kennslukona í staðinn. Sveitt í lófum með titrandi rödd og milljón fiðrildi í maganum fyrir framan saklausa 8. bekkinga sem biðu eftir að vera uppfræddir í fyrsta æfingakennslutímanum mínum varð mér í augnablik hugsað til þægilega bankastólsins míns. Svo opnaði ég munninn og allt gekk upp eins og ég hafði ætlað mér. Frá þeirri stundu skildi ég gleðina sem samstarfskonur mínar í bankanum fundu, ég var komin á mína hillu. Sannarlega er það ekki svo í kennslunni að allt gangi upp alla daga eins og maður hefur lagt upp með en það er ákaflega sérstök tilfinning að átta sig á því að maður hefur fundið rétta starfið.Sérfræðingar á sínu sviði Allir virðast hafa skoðun á skólamálum því það hafa jú allir verið í skóla og vita því hvernig skólinn virkar. En það er allt annað að vera hinum megin borðsins. Ég tala þar af nokkurri reynslu þar sem ég var eitt sinn nemandi í skólanum þar sem ég kenni nú. Fyrsta árið sem ég stóð fyrir aftan kennaraborðið, en sat ekki fyrir framan það, þurfti ég að venjast þessu nýja hlutverki. Fyrir utan að vera sá sem á að halda uppi aga og fræða 25 börn, í stað þess að vera hluti af hópnum, þá hefur svo margt breyst. Þeir sem halda uppi gagnrýni á störf kennarans mættu hafa það í huga, hlutirnir eru ekki eins og „þegar ég var ung…“ Breytingar hafa orðið miklar og örar en kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði, við höfum menntað okkur sérstaklega fyrir þetta hlutverk og viljum því njóta trausts sem slíkir.Róðurinn þyngist Nú er ég á mínu 7. starfsári í kennslu, ekki langur tími miðað við marga sem vinna með mér, en mér finnst róðurinn þyngjast með hverju árinu. Í kennaranáminu var áherslan á kennslufræðina, hvernig ætti að miðla efninu og aðstoða nemendur og kenna þeim, nokkuð sem maður gerir ráð fyrir að kennari geri. Suma daga finnst mér hins vegar eins og gráðan mín í mannfræði komi hlutunum meira við, eins og ég sé jafnvel stödd í einhverri mannfræðirannsókn. Ég hef nefnilega minni og minni tíma til að sinna því starfi sem ég hef þjálfun til. Þess í stað er ég að ræða við sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, sérkennara, deildarstjóra, samræma, aðlaga… verkefnin virðast stundum endalaus. Eftir því sem tíminn líður þá þyngist álagið en pyngjan léttist. Einu sinni var ég bankakona, ég var góð í mínu starfi, fékk borgað í samræmi við það en fann ekki til starfsgleði. Núna er ég kennslukona, tel mig góða í mínu starfi og finn til mikillar starfsgleði. Hins vegar eru launin þannig að stundum líður mér eins og gleðin yfir því að vera á réttri hillu eigi að nægja til að borga reikningana líka. Því miður er það ekki svo gott og mér þykir harla súrt í broti að þurfa að velja á milli þess hvort ég vil hafa efni á því að lifa mannsæmandi lífi eða gleðjast yfir því starfi sem ég hef valið mér.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar