Kraftmikla konu til forystu Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Síðustu daga hefur þjóðin vaknað til vitundar um bága stöðu kennarastéttarinnar. Framhaldsskólakennarar hafa beint sjónum fólks að lélegum kjörum stéttarinnar. Allflestir eru sammála um að efla þurfi menntakerfið og bæta kjör kennara. Kennarar hafa sjálfir á umliðnum misserum vaknað til vitundar um bága stöðu sína og ákveðinnar óánægju hefur gætt með forystu Kennarasambands Íslands. Sitjandi formaður, Þórður Hjaltested, fékk einungis 43 prósent greiddra atkvæði til embættis formanns á dögunum. Nærri fimmtán prósent skiluðu auðu, það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forystu Kennarasambandsins. Nú er komið að því að kjósa varaformann félagsins. Sitjandi varaformaður, Björg Bjarnadóttir, hefur fengið mótframboð. Aldrei áður í sögu Kennarasambandsins hafa sitjandi formaður eða varaformaður þurft að leggja störf sín í dóm félagsmanna. Ég er einn þeirra sem tel að rödd æðstu stjórnenda Kennarasambandsins hafi verið máttlítil síðasta kjörtímabil. Laun kennara eru órækur vitnisburður þar um enda hefur dregið verulega á með þeim og viðmiðunarstéttunum úr hópi opinberra starfsmanna. Kennarar búa engu að síður yfir miklum mannauði. Í hópi þeirra má finna kraftmikið fólk. Nú ber svo við að Aðalheiður Steingrímsdóttir býður sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands. Hún hefur lengi unnið að málefnum kennara og þekkir því betur en flestir aðrir hvað á stéttinni brennur. Aðalheiður hefur síðustu daga rofið þögnina ásamt félögum sínum í Félagi framhaldsskólakennara og beint sjónum fólks að bágum kjörum íslenskra kennara. Við þurfum kraftmikið fólk í forystusveitina. Fólk sem hefur kraft og einurð í sér til að tala máli stéttarinnar. Ég tel að forysta Kennarasambandsins hafi verið undir hálfgerðum huliðshjálmi undanfarin þrjú ár. Við þurfum að vera sýnileg og stolt af því fólki sem velst til forystu. Ég vil breytingar og þess vegna kýs ég Aðalheiði Steingrímsdóttur sem varaformann Kennarasambands Íslands. Guðjón Ragnar Jónasson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur þjóðin vaknað til vitundar um bága stöðu kennarastéttarinnar. Framhaldsskólakennarar hafa beint sjónum fólks að lélegum kjörum stéttarinnar. Allflestir eru sammála um að efla þurfi menntakerfið og bæta kjör kennara. Kennarar hafa sjálfir á umliðnum misserum vaknað til vitundar um bága stöðu sína og ákveðinnar óánægju hefur gætt með forystu Kennarasambands Íslands. Sitjandi formaður, Þórður Hjaltested, fékk einungis 43 prósent greiddra atkvæði til embættis formanns á dögunum. Nærri fimmtán prósent skiluðu auðu, það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forystu Kennarasambandsins. Nú er komið að því að kjósa varaformann félagsins. Sitjandi varaformaður, Björg Bjarnadóttir, hefur fengið mótframboð. Aldrei áður í sögu Kennarasambandsins hafa sitjandi formaður eða varaformaður þurft að leggja störf sín í dóm félagsmanna. Ég er einn þeirra sem tel að rödd æðstu stjórnenda Kennarasambandsins hafi verið máttlítil síðasta kjörtímabil. Laun kennara eru órækur vitnisburður þar um enda hefur dregið verulega á með þeim og viðmiðunarstéttunum úr hópi opinberra starfsmanna. Kennarar búa engu að síður yfir miklum mannauði. Í hópi þeirra má finna kraftmikið fólk. Nú ber svo við að Aðalheiður Steingrímsdóttir býður sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands. Hún hefur lengi unnið að málefnum kennara og þekkir því betur en flestir aðrir hvað á stéttinni brennur. Aðalheiður hefur síðustu daga rofið þögnina ásamt félögum sínum í Félagi framhaldsskólakennara og beint sjónum fólks að bágum kjörum íslenskra kennara. Við þurfum kraftmikið fólk í forystusveitina. Fólk sem hefur kraft og einurð í sér til að tala máli stéttarinnar. Ég tel að forysta Kennarasambandsins hafi verið undir hálfgerðum huliðshjálmi undanfarin þrjú ár. Við þurfum að vera sýnileg og stolt af því fólki sem velst til forystu. Ég vil breytingar og þess vegna kýs ég Aðalheiði Steingrímsdóttur sem varaformann Kennarasambands Íslands. Guðjón Ragnar Jónasson
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun