Nám í móðurmáli á ekki að vera valkvætt Anna María Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2014 06:00 Hópur nemenda með annað móðurmál en íslensku fer stækkandi, en fær þó ekki kennslu í sínu móðurmáli nema að litlu leyti. Hingað til hefur móðurmálskennsla verið valkvæð nema ef undan er skilin kennsla í sænsku, norsku og pólsku. Nemendur sem sækja tíma í framangreindum tungumálum eru þá undanskildir námi í dönsku. Það er viðurkennt og þekkt að undirstaða fyrir góðum árangri í námi í öðru tungumáli er að hafa gott vald á eigin móðurmáli. Margir þeir nemendur sem ekki fá kennslu í sínu móðurmáli þurfa auk þess að læra dönsku og ensku til viðbótar við íslenskuna. Margir nemendur standa sig mjög vel í námi í íslensku sem öðru tungumáli meðan aðrir ná ekki almennilegum tökum á málinu og jafnvel dragast aftur úr þegar auknar kröfur eru gerðar um færni í tungumálinu, þrátt fyrir að leggja hart að sér við námið. Margir þessara nemenda hefðu náð mun betri almennum námsárangri ef þeir hefðu jafnframt fengið kennslu í sínu móðurmáli. Hugsanlega má rekja ástæður brottfalls úr framhaldsskóla hjá þessum hópi að einhverju leyti til þessa, án þess að það hafi sérstaklega verið rannsakað mér vitanlega.Fengur fyrir samfélagið Börn sem hafa íslensku sem móðurmál og búið hafa á Norðurlöndunum, þ.e. Svíþjóð og Noregi, fá þegar heim kemur undanþágu frá dönsku og leggja þá stund á sænsku eða norsku. Þetta er vel og þó er ekki um móðurmál þessara barna að ræða. Það hlýtur að teljast mismunun að þeir sem búið hafa t.d. í þýsku-, frönsku-, eða spænskumælandi landi hafi ekki sömu kosti. Vilji þeir áfram rækta færni sína í viðkomandi tungumáli þurfa þeir að gera það á eigin vegum. Nám í móðurmáli á ekki að vera valkvætt, frekar en að nám í íslensku er valkvætt. Sveitarfélögin eiga að styrkja alla nemendur til náms í þeirra móðurmáli og þau börn sem eru tvítyngd eiga að geta lagt stund á bæði tungumálin/móðurmálin. Góð tungumálakunnátta er undirstaða þess að geta spjarað sig í samfélagi, átt í fjölþættum samskiptum, gert sig skiljanlegan við mismunandi aðstæður og stundað krefjandi nám. Ég mun ef ég fæ til þess traust beita mér fyrir því að öll börn geti lagt stund á móðurmál sitt hvort sem um er að ræða þýsku, spænsku, víetnömsku, kínversku, tékknesku, arabísku eða farsi eða eitthvað annað. Það má til viðbótar geta þess að það er fengur fyrir samfélagið að hér búi einstaklingar sem hafa góða færni í hinum ýmsu tungumálum, það getur til framtíðar nýst okkur í alþjóðasamskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hópur nemenda með annað móðurmál en íslensku fer stækkandi, en fær þó ekki kennslu í sínu móðurmáli nema að litlu leyti. Hingað til hefur móðurmálskennsla verið valkvæð nema ef undan er skilin kennsla í sænsku, norsku og pólsku. Nemendur sem sækja tíma í framangreindum tungumálum eru þá undanskildir námi í dönsku. Það er viðurkennt og þekkt að undirstaða fyrir góðum árangri í námi í öðru tungumáli er að hafa gott vald á eigin móðurmáli. Margir þeir nemendur sem ekki fá kennslu í sínu móðurmáli þurfa auk þess að læra dönsku og ensku til viðbótar við íslenskuna. Margir nemendur standa sig mjög vel í námi í íslensku sem öðru tungumáli meðan aðrir ná ekki almennilegum tökum á málinu og jafnvel dragast aftur úr þegar auknar kröfur eru gerðar um færni í tungumálinu, þrátt fyrir að leggja hart að sér við námið. Margir þessara nemenda hefðu náð mun betri almennum námsárangri ef þeir hefðu jafnframt fengið kennslu í sínu móðurmáli. Hugsanlega má rekja ástæður brottfalls úr framhaldsskóla hjá þessum hópi að einhverju leyti til þessa, án þess að það hafi sérstaklega verið rannsakað mér vitanlega.Fengur fyrir samfélagið Börn sem hafa íslensku sem móðurmál og búið hafa á Norðurlöndunum, þ.e. Svíþjóð og Noregi, fá þegar heim kemur undanþágu frá dönsku og leggja þá stund á sænsku eða norsku. Þetta er vel og þó er ekki um móðurmál þessara barna að ræða. Það hlýtur að teljast mismunun að þeir sem búið hafa t.d. í þýsku-, frönsku-, eða spænskumælandi landi hafi ekki sömu kosti. Vilji þeir áfram rækta færni sína í viðkomandi tungumáli þurfa þeir að gera það á eigin vegum. Nám í móðurmáli á ekki að vera valkvætt, frekar en að nám í íslensku er valkvætt. Sveitarfélögin eiga að styrkja alla nemendur til náms í þeirra móðurmáli og þau börn sem eru tvítyngd eiga að geta lagt stund á bæði tungumálin/móðurmálin. Góð tungumálakunnátta er undirstaða þess að geta spjarað sig í samfélagi, átt í fjölþættum samskiptum, gert sig skiljanlegan við mismunandi aðstæður og stundað krefjandi nám. Ég mun ef ég fæ til þess traust beita mér fyrir því að öll börn geti lagt stund á móðurmál sitt hvort sem um er að ræða þýsku, spænsku, víetnömsku, kínversku, tékknesku, arabísku eða farsi eða eitthvað annað. Það má til viðbótar geta þess að það er fengur fyrir samfélagið að hér búi einstaklingar sem hafa góða færni í hinum ýmsu tungumálum, það getur til framtíðar nýst okkur í alþjóðasamskiptum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar