Er rödd stúdenta þögnuð? Bjartur Steingrímsson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Næstkomandi haust stendur til að hækka skrásetningargjöld í Háskóla Íslands og aðra opinbera háskóla um 25% eða úr 60 í 75 þúsund krónur. Þetta er önnur hækkunin á þrem árum og þýðir að gjöldin hafa hækkað um 67% frá árinu 2010. Á hinn bóginn nemur niðurskurður til háskólakerfisins samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs um 530 milljónum til viðbótar við niðurskurð undanfarinna ára. Fjölmörg málefni tengjast hagsmunabaráttu íslenskra stúdenta í dag en barátta gegn óhóflegri gjaldtöku á námsmenn og auknar fjárveitingar til háskólastigsins eru hvað mikilvægust. Það eru um 25.000 manns sem stunda nám á háskólastigi á Íslandi í dag. Þessi hópur stundar nám innan kerfis sem nýtur að meðaltali lægri fjárframlaga frá hinu opinbera en gerist í flestum öðrum OECD-löndum og hefur þó þurft að sæta hörðum niðurskurði síðustu ár. Langfjölmennasti hópur íslenskra háskólanema treystir á að hér sé starfræktur öflugur ríkisháskóli, Háskóli Íslands, og að Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) geti séð hinum sömu fyrir mannsæmandi framfærslu meðan námi á stendur. Með síendurtekinni hækkun skrásetningargjalda í HÍ, sem eiga lögum samkvæmt ekki að vera hærri en sem nemur kostnaði við skráningu nemenda í skólann, samhliða áframhaldandi niðurskurði til sama skóla er ljóst að í raun er verið að varpa þungum bagga fjársvelts menntakerfis yfir á herðar stúdenta þegar þeir síst mega við því. Meirihluti af innheimtu þessarar hækkunar á skrásetningargjöldum mun renna beint til að mæta yfirvofandi niðurskurði ríkissjóðs á framlögum til skólans og er því í raun ekkert annað en lítt dulin skattlagning námsmanna. Nú er þörf á víðtækri endurskipulagningu á menntakerfinu til þess að geta tryggt trausta stöðu HÍ sem leiðandi háskólastofnunar í rannsóknum og menntun á landsvísu. Þess í stað er verið að útbúa skammtímaplástra fyrir blæðandi sár háskólans á kostnað stúdenta. Enn fremur stendur fyrir dyrum hækkun lágmarkseiningakröfu fyrir lánshæfi hjá LÍN úr 18 í 22 einingar. Þessi breyting mun ræna þann hóp stúdenta sem sjá sér af einhverjum ástæðum ekki fært að stunda fullt nám, svo sem barnafólki, þeirri þó lágu grunnframfærslu sem áður stóð þeim til boða. Báðar þessar breytingar, þ.e. hækkun skrásetningargjalda og hækkun lágmarkseiningakröfunnar, ógna jafnrétti til náms og hitta verst fyrir þá stúdenta sem erfiðastar aðstæður hafa. Stúdentar eru láglaunastétt og hagsmunabarátta þeirra á samleið með öðrum slíkum hvað sem verður síðar á ævinni. Ef Ísland vill vera leiðandi á sviðum velferðar-, mennta- og framþróunar þarf að byggja upp og styðja við öflugt menntakerfi á öllum stigum. Fólk með háskólamenntun hefur þar mikilvægu hlutverki að gegna sem framtíðarmannafl í lykilstöður samfélagsins, hvort sem það er í stjórnunarstöðum, viðskiptum, rannsóknum og vísindum o.s.frv. Það er því eins og hver önnur sjálfseyðingarhvöt ef samfélag, sem sér framtíðarhagsmuni sína nátengda viðhaldi og framþróun öflugs menntakerfis, horfir aðgerðarlaust upp á að fótunum sé kippt undan háskólamenntun í landinu. Það er því mikilvægara en nokkru sinni áður að vekja opna umræðu og umfjöllun um versnandi stöðu stúdenta og háskólakerfisins í heild og að námsmenn á háskólastigi og allir aðrir sem skynja alvöru málsins taki öflugan þátt. 5. og 6. febrúar næstkomandi verður efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þar munu rúmlega 14.000 nemar við skólann fá tækifæri til að kjósa sér fulltrúa og rödd til að standa í áframhaldandi baráttu fyrir mannsæmandi kjörum og framsæknu námsumhverfi. Ljóst er að þar er á brattann að sækja. Til að sú rödd hafi umboð til að tala fyrir hönd þessa breiða hóps og heyja árangursríka baráttu verður að vekja sem flesta bæði innan skólans sem utan til umræðu og umhugsunar um þessi mikilvægu málefni. Það varðar ekki einungis hagsmuni stúdenta á skólabekk til skemmri tíma heldur samfélagsins alls til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Næstkomandi haust stendur til að hækka skrásetningargjöld í Háskóla Íslands og aðra opinbera háskóla um 25% eða úr 60 í 75 þúsund krónur. Þetta er önnur hækkunin á þrem árum og þýðir að gjöldin hafa hækkað um 67% frá árinu 2010. Á hinn bóginn nemur niðurskurður til háskólakerfisins samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs um 530 milljónum til viðbótar við niðurskurð undanfarinna ára. Fjölmörg málefni tengjast hagsmunabaráttu íslenskra stúdenta í dag en barátta gegn óhóflegri gjaldtöku á námsmenn og auknar fjárveitingar til háskólastigsins eru hvað mikilvægust. Það eru um 25.000 manns sem stunda nám á háskólastigi á Íslandi í dag. Þessi hópur stundar nám innan kerfis sem nýtur að meðaltali lægri fjárframlaga frá hinu opinbera en gerist í flestum öðrum OECD-löndum og hefur þó þurft að sæta hörðum niðurskurði síðustu ár. Langfjölmennasti hópur íslenskra háskólanema treystir á að hér sé starfræktur öflugur ríkisháskóli, Háskóli Íslands, og að Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) geti séð hinum sömu fyrir mannsæmandi framfærslu meðan námi á stendur. Með síendurtekinni hækkun skrásetningargjalda í HÍ, sem eiga lögum samkvæmt ekki að vera hærri en sem nemur kostnaði við skráningu nemenda í skólann, samhliða áframhaldandi niðurskurði til sama skóla er ljóst að í raun er verið að varpa þungum bagga fjársvelts menntakerfis yfir á herðar stúdenta þegar þeir síst mega við því. Meirihluti af innheimtu þessarar hækkunar á skrásetningargjöldum mun renna beint til að mæta yfirvofandi niðurskurði ríkissjóðs á framlögum til skólans og er því í raun ekkert annað en lítt dulin skattlagning námsmanna. Nú er þörf á víðtækri endurskipulagningu á menntakerfinu til þess að geta tryggt trausta stöðu HÍ sem leiðandi háskólastofnunar í rannsóknum og menntun á landsvísu. Þess í stað er verið að útbúa skammtímaplástra fyrir blæðandi sár háskólans á kostnað stúdenta. Enn fremur stendur fyrir dyrum hækkun lágmarkseiningakröfu fyrir lánshæfi hjá LÍN úr 18 í 22 einingar. Þessi breyting mun ræna þann hóp stúdenta sem sjá sér af einhverjum ástæðum ekki fært að stunda fullt nám, svo sem barnafólki, þeirri þó lágu grunnframfærslu sem áður stóð þeim til boða. Báðar þessar breytingar, þ.e. hækkun skrásetningargjalda og hækkun lágmarkseiningakröfunnar, ógna jafnrétti til náms og hitta verst fyrir þá stúdenta sem erfiðastar aðstæður hafa. Stúdentar eru láglaunastétt og hagsmunabarátta þeirra á samleið með öðrum slíkum hvað sem verður síðar á ævinni. Ef Ísland vill vera leiðandi á sviðum velferðar-, mennta- og framþróunar þarf að byggja upp og styðja við öflugt menntakerfi á öllum stigum. Fólk með háskólamenntun hefur þar mikilvægu hlutverki að gegna sem framtíðarmannafl í lykilstöður samfélagsins, hvort sem það er í stjórnunarstöðum, viðskiptum, rannsóknum og vísindum o.s.frv. Það er því eins og hver önnur sjálfseyðingarhvöt ef samfélag, sem sér framtíðarhagsmuni sína nátengda viðhaldi og framþróun öflugs menntakerfis, horfir aðgerðarlaust upp á að fótunum sé kippt undan háskólamenntun í landinu. Það er því mikilvægara en nokkru sinni áður að vekja opna umræðu og umfjöllun um versnandi stöðu stúdenta og háskólakerfisins í heild og að námsmenn á háskólastigi og allir aðrir sem skynja alvöru málsins taki öflugan þátt. 5. og 6. febrúar næstkomandi verður efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þar munu rúmlega 14.000 nemar við skólann fá tækifæri til að kjósa sér fulltrúa og rödd til að standa í áframhaldandi baráttu fyrir mannsæmandi kjörum og framsæknu námsumhverfi. Ljóst er að þar er á brattann að sækja. Til að sú rödd hafi umboð til að tala fyrir hönd þessa breiða hóps og heyja árangursríka baráttu verður að vekja sem flesta bæði innan skólans sem utan til umræðu og umhugsunar um þessi mikilvægu málefni. Það varðar ekki einungis hagsmuni stúdenta á skólabekk til skemmri tíma heldur samfélagsins alls til framtíðar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar