Líf með reisn Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 29. janúar 2014 06:00 Mér hefur alltaf fundist saga Kópavogs falleg. Sagan um það þegar ríkisjarðirnar Digranes og Kópavogur voru teknar úr ábúð og þeim deilt upp í nýbýli og garðlönd í kreppunni miklu á síðustu öld. Þannig var atvinnulausu og tekjulágu fólki gefinn möguleiki á að rækta sér til viðurværis. Seinna gafst dugmiklu fólki færi á að byggja sér hús í Kópavogi þegar engar lóðir voru í boði fyrir efnalítið fólk handan við lækinn og margir lögðu í þá vegferð með viljann helstan að veganesti. Í kjölfarið fékk bærinn viðurnefnið barnabærinn og þar kom að fleiri börn innrituðust í barnaskóla í Kópavoginum en í sjálfri höfuðborginni. Hún er líka falleg baráttusaga jafnaðarmanna en Alþýðuflokkurinn sem var stofnaður fyrstur flokka árið 1916 lagði höfuðáherslu á atvinnu og mannsæmandi húsnæði fyrir allt launafólk. Öll stefnuskrá flokksins sem þá var jafnframt verkalýðshreyfingin var um rétt allra til mannsæmandi lífs. Enn í dag er hægt að setja baráttu jafnaðarmanna í eina setningu „Jafn réttur og gott samfélag fyrir alla“. Verkamannabústaðirnir sem risu eftir að sett voru lög um verkamannabústaði eru vitnisburður um baráttu fyrir mannsæmandi kjörum. Að koma fólki úr óíbúðarhæfu húsnæði og fúakjöllurum þannig að allir gætu skapað sér og sínum gott heimili.Nauðsynlegar úrbætur Það getur vel verið að þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn og sem eru þeir sömu og afnámu verkamannabústaðakerfið með einu pennastriki árið 2003 hafi trúað því að nú þyrfti ekki lengur ólík búsetuform og að markaðstengd sjálfseignarstefnan væri það sem hentaði öllum. En þetta var vondur og óheillavænlegur gjörningur. Í dag getur ungt fólk ekki stofnað heimili. Það hefur ekki efni á að leigja og nær ekki að spara til kaupa. Margir þeirra sem voru búnir að koma sér í eigið húsnæði og ætluðu að komast áfram af þeim dugnaði og krafti sem áður hafði dugað hafa misst íbúðina sína. Allir vita núna að það verða að vera til fjölþætt úrræði í húsnæðismálum svo fólk sem býr við ólíkan efnahag eigi þess kost að eignast heimili og lifa með reisn. En sumir berja ennþá höfðinu við steininn. Það höfum við séð og heyrt að undanförnu þegar við höfum fylgst með umræðunni um byggingu leiguíbúða í Kópavogi. Af hálfu stjórnvalda í bænum er ekki talað um fólk í vanda þar er bara talað um hverjir ráða. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan. Það er áhugavert hvernig stjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur lagt allt kapp á það í skipulagsvinnu fyrir borgina að hún þjóni íbúunum betur og að í boði verði ólík íbúðaform og leiguhúsnæði fyrir þá er kjósa að leigja. Enn áhugaverðara verður að fylgjast með því í Kópavogi hvort nauðsynlegar úrbætur á leigumarkaði ná fram að ganga þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur alltaf fundist saga Kópavogs falleg. Sagan um það þegar ríkisjarðirnar Digranes og Kópavogur voru teknar úr ábúð og þeim deilt upp í nýbýli og garðlönd í kreppunni miklu á síðustu öld. Þannig var atvinnulausu og tekjulágu fólki gefinn möguleiki á að rækta sér til viðurværis. Seinna gafst dugmiklu fólki færi á að byggja sér hús í Kópavogi þegar engar lóðir voru í boði fyrir efnalítið fólk handan við lækinn og margir lögðu í þá vegferð með viljann helstan að veganesti. Í kjölfarið fékk bærinn viðurnefnið barnabærinn og þar kom að fleiri börn innrituðust í barnaskóla í Kópavoginum en í sjálfri höfuðborginni. Hún er líka falleg baráttusaga jafnaðarmanna en Alþýðuflokkurinn sem var stofnaður fyrstur flokka árið 1916 lagði höfuðáherslu á atvinnu og mannsæmandi húsnæði fyrir allt launafólk. Öll stefnuskrá flokksins sem þá var jafnframt verkalýðshreyfingin var um rétt allra til mannsæmandi lífs. Enn í dag er hægt að setja baráttu jafnaðarmanna í eina setningu „Jafn réttur og gott samfélag fyrir alla“. Verkamannabústaðirnir sem risu eftir að sett voru lög um verkamannabústaði eru vitnisburður um baráttu fyrir mannsæmandi kjörum. Að koma fólki úr óíbúðarhæfu húsnæði og fúakjöllurum þannig að allir gætu skapað sér og sínum gott heimili.Nauðsynlegar úrbætur Það getur vel verið að þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn og sem eru þeir sömu og afnámu verkamannabústaðakerfið með einu pennastriki árið 2003 hafi trúað því að nú þyrfti ekki lengur ólík búsetuform og að markaðstengd sjálfseignarstefnan væri það sem hentaði öllum. En þetta var vondur og óheillavænlegur gjörningur. Í dag getur ungt fólk ekki stofnað heimili. Það hefur ekki efni á að leigja og nær ekki að spara til kaupa. Margir þeirra sem voru búnir að koma sér í eigið húsnæði og ætluðu að komast áfram af þeim dugnaði og krafti sem áður hafði dugað hafa misst íbúðina sína. Allir vita núna að það verða að vera til fjölþætt úrræði í húsnæðismálum svo fólk sem býr við ólíkan efnahag eigi þess kost að eignast heimili og lifa með reisn. En sumir berja ennþá höfðinu við steininn. Það höfum við séð og heyrt að undanförnu þegar við höfum fylgst með umræðunni um byggingu leiguíbúða í Kópavogi. Af hálfu stjórnvalda í bænum er ekki talað um fólk í vanda þar er bara talað um hverjir ráða. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan. Það er áhugavert hvernig stjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur lagt allt kapp á það í skipulagsvinnu fyrir borgina að hún þjóni íbúunum betur og að í boði verði ólík íbúðaform og leiguhúsnæði fyrir þá er kjósa að leigja. Enn áhugaverðara verður að fylgjast með því í Kópavogi hvort nauðsynlegar úrbætur á leigumarkaði ná fram að ganga þar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar