Þöggun Gestur Jónsson skrifar 17. janúar 2014 06:00 Brynjar Níelsson alþingismaður, einn reyndasti verjandi landsins og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, birti grein á Pressunni fyrir nokkrum dögum þar sem hann gagnrýndi dóminn í svokölluðu Al Thani-máli. Grein Brynjars var verðmætt og um sumt óvenjulegt innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu að því leyti að hún var skrifuð á grundvelli góðrar þekkingar á viðfangsefninu. Brynjar gagnrýndi niðurstöður dómsins og færði fram sannfærandi rök fyrir niðurstöðum sínum. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma sáu stærstu fjölmiðlar landsins ekki ástæðu til þess að ræða við Brynjar um efni greinarinnar eða fjalla um hana með öðrum hætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, gekk fram fyrir skjöldu og benti á í viðtali að svo virtist sem hér væri skipuleg þöggun fjölmiðla um mál sem væru þeim ekki að skapi. Taldi Jón Steinar óhugsandi að í nokkru öðru landi gæti það gerst að jafn hvöss gagnrýni og Brynjar lét frá sér yrði ekki tilefni umræðu um málefnið enda varðar það sjálft réttarríkið. Þessar athafnir Brynjars og Jóns Steinars hafa nú orðið Steingrími J. Sigfússyni tilefni til þess að leggja til að Alþingi fjalli sérstaklega um „tilraunir manna til að hafa áhrif á niðurstöðu dómstóla í málum sem tengjast hruninu“. Haft er eftir þingmanninum hvort „…ekki sé ástæða til þess að viðeigandi þingnefndir sem gætu verið allsherjarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa stöðu.“ Netmiðillinn visir.is hafði eftir Steingrími 8. apríl 2011, en þá var hann fjármálaráðherra, eftirfarandi orð um bankamennina sem hann hafði látið falla í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon: „Við reynum að hundelta þessa gaura. Saksóknari, skatturinn og Serious Fraud Office í Bretlandi eru allir í því að reyna að ná í alla peninga sem hægt er að sækja, jafnvel til Tortóla, Lúxemborg eða hvert það er…“ Ég trúi því að réttarríkið sé mikilvægt. Réttarríkið byggist m.a. á því enginn verði sakfelldur án réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Maður sé talinn saklaus nema sekt hans sé sönnuð fyrir dómi. Dómar séu birtir og eðlilegt tilefni rökræðu. Málefnaleg umræða um dómsmál er af hinu góða. Órökstudd stóryrði stjórnmálamanns og tilraun til þess að þagga niður umræðu um grundvallarmál þjóna hinu gagnstæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson alþingismaður, einn reyndasti verjandi landsins og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, birti grein á Pressunni fyrir nokkrum dögum þar sem hann gagnrýndi dóminn í svokölluðu Al Thani-máli. Grein Brynjars var verðmætt og um sumt óvenjulegt innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu að því leyti að hún var skrifuð á grundvelli góðrar þekkingar á viðfangsefninu. Brynjar gagnrýndi niðurstöður dómsins og færði fram sannfærandi rök fyrir niðurstöðum sínum. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma sáu stærstu fjölmiðlar landsins ekki ástæðu til þess að ræða við Brynjar um efni greinarinnar eða fjalla um hana með öðrum hætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, gekk fram fyrir skjöldu og benti á í viðtali að svo virtist sem hér væri skipuleg þöggun fjölmiðla um mál sem væru þeim ekki að skapi. Taldi Jón Steinar óhugsandi að í nokkru öðru landi gæti það gerst að jafn hvöss gagnrýni og Brynjar lét frá sér yrði ekki tilefni umræðu um málefnið enda varðar það sjálft réttarríkið. Þessar athafnir Brynjars og Jóns Steinars hafa nú orðið Steingrími J. Sigfússyni tilefni til þess að leggja til að Alþingi fjalli sérstaklega um „tilraunir manna til að hafa áhrif á niðurstöðu dómstóla í málum sem tengjast hruninu“. Haft er eftir þingmanninum hvort „…ekki sé ástæða til þess að viðeigandi þingnefndir sem gætu verið allsherjarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa stöðu.“ Netmiðillinn visir.is hafði eftir Steingrími 8. apríl 2011, en þá var hann fjármálaráðherra, eftirfarandi orð um bankamennina sem hann hafði látið falla í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon: „Við reynum að hundelta þessa gaura. Saksóknari, skatturinn og Serious Fraud Office í Bretlandi eru allir í því að reyna að ná í alla peninga sem hægt er að sækja, jafnvel til Tortóla, Lúxemborg eða hvert það er…“ Ég trúi því að réttarríkið sé mikilvægt. Réttarríkið byggist m.a. á því enginn verði sakfelldur án réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Maður sé talinn saklaus nema sekt hans sé sönnuð fyrir dómi. Dómar séu birtir og eðlilegt tilefni rökræðu. Málefnaleg umræða um dómsmál er af hinu góða. Órökstudd stóryrði stjórnmálamanns og tilraun til þess að þagga niður umræðu um grundvallarmál þjóna hinu gagnstæða.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun