Góð niðurstaða ungmenna í Garðabæ í PISA-könnun Anna Magnea Hreinsdóttir og Katrín Friðriksdóttir skrifar 16. janúar 2014 06:00 Nemendur í Garðabæ hafa skv. niðurstöðum PISA-könnunarinnar 2012 óvenju jákvætt viðhorf til skólans og námsins. Líklegt er að það ásamt fjölmörgum samverkandi þáttum í námsumhverfi og inntaki námsins stuðli að góðri niðurstöðu ungmenna í Garðabæ í könnuninni. Árangur nemenda í Garðabæ er í öllum þáttum könnunarinnar mun betri en að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu og þegar horft er á Norðurlöndin í heild. Hér á eftir verður tæpt á því helsta sem við teljum að geti skipt máli þegar rýnt er í ástæður þessa góða árangurs.Skólabragur Stór hluti kennara og skólastjórnenda við grunnskóla Garðabæjar hefur ýmist sótt sér framhaldsmenntun og/eða sinnt símenntun vel. Jákvæður skólabragur einkennir skólana og stöðugleiki ríkir í starfsmannahópnum og í fjárhag og rekstri skólanna. Í skólum Garðabæjar er unnið eftir stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Í leikskólum er fylgst með að öll börn taki framförum, séu virkir þátttakendur og fái viðeigandi stuðning. Í grunnskólunum standa stuðningsteymi vörð um velferð nemenda, styðja þá í náminu og leiðbeina. Skólarnir eru þannig efldir til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Nám í öllum skólum í Garðabæ grundvallast á aðalnámskrám leik- og grunnskóla en skólarnir eru jafnframt hvattir til að marka sér sérstöðu og fara ólíkar leiðir. Lögð er áhersla á fjölbreytni í skólastarfi og rekstrarformi og foreldrum er frjálst að velja skóla fyrir sitt barn.Lestur Síðustu tvo áratugi hefur verið unnið markvisst að þjálfun málmeðvitundar og hljóðkerfisvitundar barna með hlustunar-, rím- og orðaleikjum ásamt hljóðgreiningu í leikskólum. Einnig er lögð áhersla á að efla orðaforða, frásagnarhæfni og hlustunarskilning í daglegum sögu- og samræðustundum. Foreldrar leikskólabarna fá fræðslu um málþroska barna og bernskulæsi og eru hvattir til að lesa fyrir börnin og ræða um lestrarefnið. Árið 2006 setti Garðabær lestrarstefnu fyrir leik- og grunnskóla sem miðar að því að hvert barn fái sem mesta málörvun og lestrarkennslu við hæfi. Fylgst er með því að lestrarframvinda hvers barns sé í samræmi við getu þess og þroska. Ekki síst er lögð áhersla á að börn njóti þess að lesa. Samhliða lestrarkennslu er lögð áhersla á lesskilning og þegar tækninni er náð á yndislestur ásamt hæfni í að vinna með texta. Hjá þorra nemenda á unglingastigi er kennslustund í íslensku umfram viðmiðunarstundaskrá og er henni varið í lesþjálfun og textaúrvinnslu. Samvinna heimilis og skóla er mikil varðandi lestrarnám og foreldrar ómissandi þátttakendur í ferlinu.Raungreinalæsi Niðurstaða nemenda í Garðabæ í læsi á stærðfræði er afburðagóð og er geta þeirra með því besta sem gerist. Áhugi nemenda í Garðabæ á stærðfræði hefur aukist verulega og eins trú þeirra á eigin getu. Alþekkt er að viðhorf kennara geta haft mikil áhrif á þessa tvo þætti. Náttúrufræðilæsi þeirra er einnig talsvert betra en íslenskra jafnaldra. Rík hefð er fyrir sterkri faggreinakennslu á unglingastigi í Garðabæ og misstórum námshópum svo kennarar geti betur mætt nemendum þar sem þeir eru staddir. Í kynningu Námsmatsstofnunar á niðurstöðum PISA kom fram að íslenskir nemendur skilja ekki öll þau hugtök sem spurt er um í stærðfræðihluta PISA. Í Garðabæ hefur stór hluti nemenda sem þreytir prófið eða 15-20% þegar hafið nám í framhaldsskólaáföngum í stærðfræði og vera má að hugtökin séu þeim því ekki eins framandi og annars væri.Markvisst mat Lagt er mat á skólastarf með ýmsum hætti og stjórnendur skólanna greina og vinna með niðurstöðurnar. Komi í ljós að árangur í einstökum þáttum sé ekki nógu góður gera skólarnir umbótaáætlanir um hvernig skuli sækja fram ásamt aðgerðaáætlunum þar sem fram kemur hvernig þeir hyggjast ná markmiðum sínum. Ofangreind atriði teljum við að skýri að hluta góða niðurstöðu ungmenna í Garðabæ í PISA-könnuninni. Það skal þó áréttað að PISA mælir aðeins afmarkaða þætti fjölbreytts skólastarfs í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nemendur í Garðabæ hafa skv. niðurstöðum PISA-könnunarinnar 2012 óvenju jákvætt viðhorf til skólans og námsins. Líklegt er að það ásamt fjölmörgum samverkandi þáttum í námsumhverfi og inntaki námsins stuðli að góðri niðurstöðu ungmenna í Garðabæ í könnuninni. Árangur nemenda í Garðabæ er í öllum þáttum könnunarinnar mun betri en að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu og þegar horft er á Norðurlöndin í heild. Hér á eftir verður tæpt á því helsta sem við teljum að geti skipt máli þegar rýnt er í ástæður þessa góða árangurs.Skólabragur Stór hluti kennara og skólastjórnenda við grunnskóla Garðabæjar hefur ýmist sótt sér framhaldsmenntun og/eða sinnt símenntun vel. Jákvæður skólabragur einkennir skólana og stöðugleiki ríkir í starfsmannahópnum og í fjárhag og rekstri skólanna. Í skólum Garðabæjar er unnið eftir stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Í leikskólum er fylgst með að öll börn taki framförum, séu virkir þátttakendur og fái viðeigandi stuðning. Í grunnskólunum standa stuðningsteymi vörð um velferð nemenda, styðja þá í náminu og leiðbeina. Skólarnir eru þannig efldir til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Nám í öllum skólum í Garðabæ grundvallast á aðalnámskrám leik- og grunnskóla en skólarnir eru jafnframt hvattir til að marka sér sérstöðu og fara ólíkar leiðir. Lögð er áhersla á fjölbreytni í skólastarfi og rekstrarformi og foreldrum er frjálst að velja skóla fyrir sitt barn.Lestur Síðustu tvo áratugi hefur verið unnið markvisst að þjálfun málmeðvitundar og hljóðkerfisvitundar barna með hlustunar-, rím- og orðaleikjum ásamt hljóðgreiningu í leikskólum. Einnig er lögð áhersla á að efla orðaforða, frásagnarhæfni og hlustunarskilning í daglegum sögu- og samræðustundum. Foreldrar leikskólabarna fá fræðslu um málþroska barna og bernskulæsi og eru hvattir til að lesa fyrir börnin og ræða um lestrarefnið. Árið 2006 setti Garðabær lestrarstefnu fyrir leik- og grunnskóla sem miðar að því að hvert barn fái sem mesta málörvun og lestrarkennslu við hæfi. Fylgst er með því að lestrarframvinda hvers barns sé í samræmi við getu þess og þroska. Ekki síst er lögð áhersla á að börn njóti þess að lesa. Samhliða lestrarkennslu er lögð áhersla á lesskilning og þegar tækninni er náð á yndislestur ásamt hæfni í að vinna með texta. Hjá þorra nemenda á unglingastigi er kennslustund í íslensku umfram viðmiðunarstundaskrá og er henni varið í lesþjálfun og textaúrvinnslu. Samvinna heimilis og skóla er mikil varðandi lestrarnám og foreldrar ómissandi þátttakendur í ferlinu.Raungreinalæsi Niðurstaða nemenda í Garðabæ í læsi á stærðfræði er afburðagóð og er geta þeirra með því besta sem gerist. Áhugi nemenda í Garðabæ á stærðfræði hefur aukist verulega og eins trú þeirra á eigin getu. Alþekkt er að viðhorf kennara geta haft mikil áhrif á þessa tvo þætti. Náttúrufræðilæsi þeirra er einnig talsvert betra en íslenskra jafnaldra. Rík hefð er fyrir sterkri faggreinakennslu á unglingastigi í Garðabæ og misstórum námshópum svo kennarar geti betur mætt nemendum þar sem þeir eru staddir. Í kynningu Námsmatsstofnunar á niðurstöðum PISA kom fram að íslenskir nemendur skilja ekki öll þau hugtök sem spurt er um í stærðfræðihluta PISA. Í Garðabæ hefur stór hluti nemenda sem þreytir prófið eða 15-20% þegar hafið nám í framhaldsskólaáföngum í stærðfræði og vera má að hugtökin séu þeim því ekki eins framandi og annars væri.Markvisst mat Lagt er mat á skólastarf með ýmsum hætti og stjórnendur skólanna greina og vinna með niðurstöðurnar. Komi í ljós að árangur í einstökum þáttum sé ekki nógu góður gera skólarnir umbótaáætlanir um hvernig skuli sækja fram ásamt aðgerðaáætlunum þar sem fram kemur hvernig þeir hyggjast ná markmiðum sínum. Ofangreind atriði teljum við að skýri að hluta góða niðurstöðu ungmenna í Garðabæ í PISA-könnuninni. Það skal þó áréttað að PISA mælir aðeins afmarkaða þætti fjölbreytts skólastarfs í Garðabæ.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar