Tvöfalt fleiri bjórtegundir en fyrir sjö árum Brjánn Jónasson skrifar 15. janúar 2014 06:30 Alls voru 321 vörunúmer af bjór til sölu hjá vínbúðum ÁTVR á síðasta ári. Sama tegund getur verið á fleiri en einu númeri ef umbúðirnar eru mismunandi svo bjórtegundirnar eru færri, en úrvalið er samt mikið. Fréttablaðið/GVA Íslendingar geta nú valið úr næstum tvöfalt fleiri tegundum af bjór í vínbúðum ÁTVR en fyrir sjö árum síðan. Litlar breytingar hafa orðið á magni bjórs sem seldur er, en söluhæstu tegundirnar tapa markaðshlutdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR voru 321 vörunúmer af bjór til sölu í verslununum í fyrra. Sama bjórtegund getur verið á fleiri en einu vörunúmeri sé hún seld í mismunandi umbúðum. Árið 2007 voru vörunúmer í sölu 165. Aukningin er 95 prósent. Heldur hefur dregið úr bjórsölu á þessum sjö árum. Árið 2007 seldust 15,8 milljónir lítra, en 14,5 milljónir lítra í fyrra.Stefán Pálsson„Ég held að smekkur Íslendinga hafi þroskast, og það hafi gerst dálítið hratt,“ segir Stefán Pálsson bjóráhugamaður. Hann segir líklegt að árstíðarbundnir bjórar fari langt með að skýra þennan fjölda bjórtegunda sem standa Íslendingum til boða. „Það er til dæmis mjög spennandi að sjá hvað jólabjórarnir hafa sprungið út á stuttum tíma. Það hefur myndast einhverskonar múgsefjun í kringum hann.“ Stefán bendir á að jólabjór, þorrabjór og páskabjór komi í sölu á tilteknum dögum, og þó það megi ekki auglýsa þá fái þeir gjarnan umfjöllun í fjölmiðlum sem auki á áhuga almennings. Þá fái smærri framleiðendur auðveldari aðgang að verslunum ÁTVR með slíka bjóra en aðrar nýjar tegundir. „Fullt af fólki sem kaupir sjaldan bjór, eða kaupir einfalda ljósa lagerbjóra, hleypur til og prófar flóknari hluti þegar þessir bjórar koma í sölu,“ segir Stefán. Á síðustu sjö árum hefur hlutfall 30 söluhæstu vörunúmera í bjór dregist saman. Árið 2007 var 81 prósent af bjórsölu ÁTVR í þrjátíu söluhæstu vörunúmerunum. Í fyrra var hlutfallið komið niður í 75 prósent. „Þetta segir okkur að obbinn af sölunni eru fáar tegundir sem eru í sölu allt árið, þó það komi kúfar,“ segir Stefán.Flytja frekar inn erlendan gæðabjórAðeins tvær af tíu vinsælustu bjórtegundunum á síðasta ári eru innfluttar. Faxe premium er sjötti vinsælasti bjórinn, og Hollandia vermir tíunda sætið. Íslenskir lagerbjórar raða sér í hin átta sætin á topp tíu listanum. Stefán segir að eftir hrun hafi innflutningur á stórum erlendum bjórtegundum dregist verulega saman. Innflutningurinn hafi breyst, nú sé meira um að flutt sé inn lítið magn af erlendum gæðabjór.Vinsælustu bjórarnir 2013Víking Gylltur (50 cl dós)Víking Lager (50 cl dós)Egils Gull (50 cl dós)Thule (50 cl dós)Viking Lite (50 cl dós)Faxe Premium (50 cl dós)Tuborg Gold (50 cl dós)Tuborg Green (50 cl dós)Víking Gylltur (33 cl dós)Hollandia (50 cl dós) Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Íslendingar geta nú valið úr næstum tvöfalt fleiri tegundum af bjór í vínbúðum ÁTVR en fyrir sjö árum síðan. Litlar breytingar hafa orðið á magni bjórs sem seldur er, en söluhæstu tegundirnar tapa markaðshlutdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR voru 321 vörunúmer af bjór til sölu í verslununum í fyrra. Sama bjórtegund getur verið á fleiri en einu vörunúmeri sé hún seld í mismunandi umbúðum. Árið 2007 voru vörunúmer í sölu 165. Aukningin er 95 prósent. Heldur hefur dregið úr bjórsölu á þessum sjö árum. Árið 2007 seldust 15,8 milljónir lítra, en 14,5 milljónir lítra í fyrra.Stefán Pálsson„Ég held að smekkur Íslendinga hafi þroskast, og það hafi gerst dálítið hratt,“ segir Stefán Pálsson bjóráhugamaður. Hann segir líklegt að árstíðarbundnir bjórar fari langt með að skýra þennan fjölda bjórtegunda sem standa Íslendingum til boða. „Það er til dæmis mjög spennandi að sjá hvað jólabjórarnir hafa sprungið út á stuttum tíma. Það hefur myndast einhverskonar múgsefjun í kringum hann.“ Stefán bendir á að jólabjór, þorrabjór og páskabjór komi í sölu á tilteknum dögum, og þó það megi ekki auglýsa þá fái þeir gjarnan umfjöllun í fjölmiðlum sem auki á áhuga almennings. Þá fái smærri framleiðendur auðveldari aðgang að verslunum ÁTVR með slíka bjóra en aðrar nýjar tegundir. „Fullt af fólki sem kaupir sjaldan bjór, eða kaupir einfalda ljósa lagerbjóra, hleypur til og prófar flóknari hluti þegar þessir bjórar koma í sölu,“ segir Stefán. Á síðustu sjö árum hefur hlutfall 30 söluhæstu vörunúmera í bjór dregist saman. Árið 2007 var 81 prósent af bjórsölu ÁTVR í þrjátíu söluhæstu vörunúmerunum. Í fyrra var hlutfallið komið niður í 75 prósent. „Þetta segir okkur að obbinn af sölunni eru fáar tegundir sem eru í sölu allt árið, þó það komi kúfar,“ segir Stefán.Flytja frekar inn erlendan gæðabjórAðeins tvær af tíu vinsælustu bjórtegundunum á síðasta ári eru innfluttar. Faxe premium er sjötti vinsælasti bjórinn, og Hollandia vermir tíunda sætið. Íslenskir lagerbjórar raða sér í hin átta sætin á topp tíu listanum. Stefán segir að eftir hrun hafi innflutningur á stórum erlendum bjórtegundum dregist verulega saman. Innflutningurinn hafi breyst, nú sé meira um að flutt sé inn lítið magn af erlendum gæðabjór.Vinsælustu bjórarnir 2013Víking Gylltur (50 cl dós)Víking Lager (50 cl dós)Egils Gull (50 cl dós)Thule (50 cl dós)Viking Lite (50 cl dós)Faxe Premium (50 cl dós)Tuborg Gold (50 cl dós)Tuborg Green (50 cl dós)Víking Gylltur (33 cl dós)Hollandia (50 cl dós)
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira