Tvöfalt fleiri bjórtegundir en fyrir sjö árum Brjánn Jónasson skrifar 15. janúar 2014 06:30 Alls voru 321 vörunúmer af bjór til sölu hjá vínbúðum ÁTVR á síðasta ári. Sama tegund getur verið á fleiri en einu númeri ef umbúðirnar eru mismunandi svo bjórtegundirnar eru færri, en úrvalið er samt mikið. Fréttablaðið/GVA Íslendingar geta nú valið úr næstum tvöfalt fleiri tegundum af bjór í vínbúðum ÁTVR en fyrir sjö árum síðan. Litlar breytingar hafa orðið á magni bjórs sem seldur er, en söluhæstu tegundirnar tapa markaðshlutdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR voru 321 vörunúmer af bjór til sölu í verslununum í fyrra. Sama bjórtegund getur verið á fleiri en einu vörunúmeri sé hún seld í mismunandi umbúðum. Árið 2007 voru vörunúmer í sölu 165. Aukningin er 95 prósent. Heldur hefur dregið úr bjórsölu á þessum sjö árum. Árið 2007 seldust 15,8 milljónir lítra, en 14,5 milljónir lítra í fyrra.Stefán Pálsson„Ég held að smekkur Íslendinga hafi þroskast, og það hafi gerst dálítið hratt,“ segir Stefán Pálsson bjóráhugamaður. Hann segir líklegt að árstíðarbundnir bjórar fari langt með að skýra þennan fjölda bjórtegunda sem standa Íslendingum til boða. „Það er til dæmis mjög spennandi að sjá hvað jólabjórarnir hafa sprungið út á stuttum tíma. Það hefur myndast einhverskonar múgsefjun í kringum hann.“ Stefán bendir á að jólabjór, þorrabjór og páskabjór komi í sölu á tilteknum dögum, og þó það megi ekki auglýsa þá fái þeir gjarnan umfjöllun í fjölmiðlum sem auki á áhuga almennings. Þá fái smærri framleiðendur auðveldari aðgang að verslunum ÁTVR með slíka bjóra en aðrar nýjar tegundir. „Fullt af fólki sem kaupir sjaldan bjór, eða kaupir einfalda ljósa lagerbjóra, hleypur til og prófar flóknari hluti þegar þessir bjórar koma í sölu,“ segir Stefán. Á síðustu sjö árum hefur hlutfall 30 söluhæstu vörunúmera í bjór dregist saman. Árið 2007 var 81 prósent af bjórsölu ÁTVR í þrjátíu söluhæstu vörunúmerunum. Í fyrra var hlutfallið komið niður í 75 prósent. „Þetta segir okkur að obbinn af sölunni eru fáar tegundir sem eru í sölu allt árið, þó það komi kúfar,“ segir Stefán.Flytja frekar inn erlendan gæðabjórAðeins tvær af tíu vinsælustu bjórtegundunum á síðasta ári eru innfluttar. Faxe premium er sjötti vinsælasti bjórinn, og Hollandia vermir tíunda sætið. Íslenskir lagerbjórar raða sér í hin átta sætin á topp tíu listanum. Stefán segir að eftir hrun hafi innflutningur á stórum erlendum bjórtegundum dregist verulega saman. Innflutningurinn hafi breyst, nú sé meira um að flutt sé inn lítið magn af erlendum gæðabjór.Vinsælustu bjórarnir 2013Víking Gylltur (50 cl dós)Víking Lager (50 cl dós)Egils Gull (50 cl dós)Thule (50 cl dós)Viking Lite (50 cl dós)Faxe Premium (50 cl dós)Tuborg Gold (50 cl dós)Tuborg Green (50 cl dós)Víking Gylltur (33 cl dós)Hollandia (50 cl dós) Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Íslendingar geta nú valið úr næstum tvöfalt fleiri tegundum af bjór í vínbúðum ÁTVR en fyrir sjö árum síðan. Litlar breytingar hafa orðið á magni bjórs sem seldur er, en söluhæstu tegundirnar tapa markaðshlutdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR voru 321 vörunúmer af bjór til sölu í verslununum í fyrra. Sama bjórtegund getur verið á fleiri en einu vörunúmeri sé hún seld í mismunandi umbúðum. Árið 2007 voru vörunúmer í sölu 165. Aukningin er 95 prósent. Heldur hefur dregið úr bjórsölu á þessum sjö árum. Árið 2007 seldust 15,8 milljónir lítra, en 14,5 milljónir lítra í fyrra.Stefán Pálsson„Ég held að smekkur Íslendinga hafi þroskast, og það hafi gerst dálítið hratt,“ segir Stefán Pálsson bjóráhugamaður. Hann segir líklegt að árstíðarbundnir bjórar fari langt með að skýra þennan fjölda bjórtegunda sem standa Íslendingum til boða. „Það er til dæmis mjög spennandi að sjá hvað jólabjórarnir hafa sprungið út á stuttum tíma. Það hefur myndast einhverskonar múgsefjun í kringum hann.“ Stefán bendir á að jólabjór, þorrabjór og páskabjór komi í sölu á tilteknum dögum, og þó það megi ekki auglýsa þá fái þeir gjarnan umfjöllun í fjölmiðlum sem auki á áhuga almennings. Þá fái smærri framleiðendur auðveldari aðgang að verslunum ÁTVR með slíka bjóra en aðrar nýjar tegundir. „Fullt af fólki sem kaupir sjaldan bjór, eða kaupir einfalda ljósa lagerbjóra, hleypur til og prófar flóknari hluti þegar þessir bjórar koma í sölu,“ segir Stefán. Á síðustu sjö árum hefur hlutfall 30 söluhæstu vörunúmera í bjór dregist saman. Árið 2007 var 81 prósent af bjórsölu ÁTVR í þrjátíu söluhæstu vörunúmerunum. Í fyrra var hlutfallið komið niður í 75 prósent. „Þetta segir okkur að obbinn af sölunni eru fáar tegundir sem eru í sölu allt árið, þó það komi kúfar,“ segir Stefán.Flytja frekar inn erlendan gæðabjórAðeins tvær af tíu vinsælustu bjórtegundunum á síðasta ári eru innfluttar. Faxe premium er sjötti vinsælasti bjórinn, og Hollandia vermir tíunda sætið. Íslenskir lagerbjórar raða sér í hin átta sætin á topp tíu listanum. Stefán segir að eftir hrun hafi innflutningur á stórum erlendum bjórtegundum dregist verulega saman. Innflutningurinn hafi breyst, nú sé meira um að flutt sé inn lítið magn af erlendum gæðabjór.Vinsælustu bjórarnir 2013Víking Gylltur (50 cl dós)Víking Lager (50 cl dós)Egils Gull (50 cl dós)Thule (50 cl dós)Viking Lite (50 cl dós)Faxe Premium (50 cl dós)Tuborg Gold (50 cl dós)Tuborg Green (50 cl dós)Víking Gylltur (33 cl dós)Hollandia (50 cl dós)
Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira