Um tilvist Ríkisútvarpsins Magnús Ragnarsson skrifar 13. janúar 2014 06:30 Í stofunni heima hjá mér er búnaður til móttöku á um 900 erlendum sjónvarpsrásum um gervihnött auk ótrúlegs framboðs á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um streymiþjónustur á borð við iTunes, Netflix og Hulu. Einkareknir íslenskir ljósvakamiðlar bjóða mér svo afbragðs skemmtun og afþreyingu, hvort sem er í áskrift eða ókeypis á rásum sem fjármagna starfsemi sína eingöngu með auglýsingum. Enginn hefur tölu á fjölda erlendra útvarpsstöðva sem standa til boða auk þess að Spotify Radio og Deezer hafa ráðist með látum inn á tónlistarmarkaðinn. Fréttir finnast svo víða að varla er hægt að forðast þær, dagblöð koma án greiðslu inn um póstlúguna, nýir miðlar spretta stöðugt upp á internetinu, Twitter og Facebook tengja svo umræðuna á rauntíma. Þurfa skattgreiðendur að bæta við þessa mynd með ríkisreknum fjölmiðli? Af hverju þarf hver einasti skattskyldur lögaðili á Íslandi að greiða nær 20 þúsund krónur á ári til reksturs Ríkisútvarpsins þegar Stöð 2 og Skjár Einn bjóða okkur upp á prýðis afþreyingu? Væri ekki þessum rúmu þremur milljörðum betur varið í tækjakaup fyrir Landspítalann? Nú eða einfaldlega lækka skatta og hækka ráðstöfunartekjur heimilanna þannig að allir geti kosið hvaða fjölmiðla þeir kaupa? En skattgreiðendur fengju þá ekki sérlega marga þætti þar sem íslensk menning og stjórnmál eru krufin til mergjar. Íslensk nútímatónlist, íslenska sinfónían og íslenskt leikhús myndu mun sjaldnar ná eyrum þeirra. Minni umfjöllun og greining yrði á heimsfréttum eins og þær snúa að Íslandi. Það yrði líka minna um nýja, leikna íslenska sjónvarpsþætti. Að sjálfsögðu myndum við áfram hafa Stöð 2, Skjá Einn og Bylgjuna sem hafa öll staðið sig afbragðs vel í ójafnri samkeppni við Ríkisútvarpið en við myndum samt missa af miklu því sem skiptir okkur máli. Hætt er við að íslenskur fjölbreytileiki myndi minnka mikið þegar enginn yrði ábyrgur fyrir skráningu á íslensku þjóðlífi og menningu. Meiri kröfur Ríkisútvarpið er okkur nauðsynlegt sem alíslensk sjónvarps- og útvarpsstöð með skuldbindingar varðandi fjölbreytni og hlutleysi, varðandi íslenskt lýðræði og menningu. Okkur er nauðsynlegt að umræða um íslenskar og erlendar fréttir geti farið fram á vettvangi sem ekki er algerlega háður því að ná augum eða eyrum sem flestra því slíkt umhverfi kallar sjálfkrafa á breiðasta og oft um leið lægsta samnefnara. Við eigum að geta gert miklu meiri kröfur um gæði til sjálfstæðs ríkisútvarps heldur en allra annarra fjölmiðla. Almannaútvarp þarf alls ekki að vera fámennaútvarp. Því ber hins vegar skylda til að taka tillit til þess að ekki eru allir steyptir í sama mótið. Við höfum öll ólík áhugamál og ólíkar skoðanir. Við sækjumst ekki öll eftir sömu afþreyingu eða upplýsingum en við eigum það öll sameiginlegt að vera Íslendingar. Aðeins á meðan við rekum íslenskt ríkisútvarp getum við gert kröfur um ítarlega greiningu á íslensku þjóðlífi, upplýsingar um það sem íslenskt er og leikið íslenskt efni sem endurspeglar raunveruleika okkar, samtíma, sögu og menningu. Sem sagt kröfur um eitthvað fyrir alla. Einungis ríkisútvarpi er hægt að fela þá ábyrgð að standa vörð um íslenska menningu og íslenskt lýðræði. Við þurfum að endurskilgreina hlutverk ríkisins í rekstri fjölmiðla. Á næstu vikum verður gengið frá ráðningu nýs útvarpsstjóra sem þarf að leiða stofnunina inn í nýja öld fjölbreytileikans. Hans bíða ærin verkefni en ég vona að það fyrsta verði að taka niður ljósaskilti í Efstaleitinu þar sem stendur stórum stöfum RÚV. Við eigum að kalla hlutina þeirra réttu nöfnum og temja okkur aftur að tala um Ríkisútvarpið. Og vera stolt af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Í stofunni heima hjá mér er búnaður til móttöku á um 900 erlendum sjónvarpsrásum um gervihnött auk ótrúlegs framboðs á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um streymiþjónustur á borð við iTunes, Netflix og Hulu. Einkareknir íslenskir ljósvakamiðlar bjóða mér svo afbragðs skemmtun og afþreyingu, hvort sem er í áskrift eða ókeypis á rásum sem fjármagna starfsemi sína eingöngu með auglýsingum. Enginn hefur tölu á fjölda erlendra útvarpsstöðva sem standa til boða auk þess að Spotify Radio og Deezer hafa ráðist með látum inn á tónlistarmarkaðinn. Fréttir finnast svo víða að varla er hægt að forðast þær, dagblöð koma án greiðslu inn um póstlúguna, nýir miðlar spretta stöðugt upp á internetinu, Twitter og Facebook tengja svo umræðuna á rauntíma. Þurfa skattgreiðendur að bæta við þessa mynd með ríkisreknum fjölmiðli? Af hverju þarf hver einasti skattskyldur lögaðili á Íslandi að greiða nær 20 þúsund krónur á ári til reksturs Ríkisútvarpsins þegar Stöð 2 og Skjár Einn bjóða okkur upp á prýðis afþreyingu? Væri ekki þessum rúmu þremur milljörðum betur varið í tækjakaup fyrir Landspítalann? Nú eða einfaldlega lækka skatta og hækka ráðstöfunartekjur heimilanna þannig að allir geti kosið hvaða fjölmiðla þeir kaupa? En skattgreiðendur fengju þá ekki sérlega marga þætti þar sem íslensk menning og stjórnmál eru krufin til mergjar. Íslensk nútímatónlist, íslenska sinfónían og íslenskt leikhús myndu mun sjaldnar ná eyrum þeirra. Minni umfjöllun og greining yrði á heimsfréttum eins og þær snúa að Íslandi. Það yrði líka minna um nýja, leikna íslenska sjónvarpsþætti. Að sjálfsögðu myndum við áfram hafa Stöð 2, Skjá Einn og Bylgjuna sem hafa öll staðið sig afbragðs vel í ójafnri samkeppni við Ríkisútvarpið en við myndum samt missa af miklu því sem skiptir okkur máli. Hætt er við að íslenskur fjölbreytileiki myndi minnka mikið þegar enginn yrði ábyrgur fyrir skráningu á íslensku þjóðlífi og menningu. Meiri kröfur Ríkisútvarpið er okkur nauðsynlegt sem alíslensk sjónvarps- og útvarpsstöð með skuldbindingar varðandi fjölbreytni og hlutleysi, varðandi íslenskt lýðræði og menningu. Okkur er nauðsynlegt að umræða um íslenskar og erlendar fréttir geti farið fram á vettvangi sem ekki er algerlega háður því að ná augum eða eyrum sem flestra því slíkt umhverfi kallar sjálfkrafa á breiðasta og oft um leið lægsta samnefnara. Við eigum að geta gert miklu meiri kröfur um gæði til sjálfstæðs ríkisútvarps heldur en allra annarra fjölmiðla. Almannaútvarp þarf alls ekki að vera fámennaútvarp. Því ber hins vegar skylda til að taka tillit til þess að ekki eru allir steyptir í sama mótið. Við höfum öll ólík áhugamál og ólíkar skoðanir. Við sækjumst ekki öll eftir sömu afþreyingu eða upplýsingum en við eigum það öll sameiginlegt að vera Íslendingar. Aðeins á meðan við rekum íslenskt ríkisútvarp getum við gert kröfur um ítarlega greiningu á íslensku þjóðlífi, upplýsingar um það sem íslenskt er og leikið íslenskt efni sem endurspeglar raunveruleika okkar, samtíma, sögu og menningu. Sem sagt kröfur um eitthvað fyrir alla. Einungis ríkisútvarpi er hægt að fela þá ábyrgð að standa vörð um íslenska menningu og íslenskt lýðræði. Við þurfum að endurskilgreina hlutverk ríkisins í rekstri fjölmiðla. Á næstu vikum verður gengið frá ráðningu nýs útvarpsstjóra sem þarf að leiða stofnunina inn í nýja öld fjölbreytileikans. Hans bíða ærin verkefni en ég vona að það fyrsta verði að taka niður ljósaskilti í Efstaleitinu þar sem stendur stórum stöfum RÚV. Við eigum að kalla hlutina þeirra réttu nöfnum og temja okkur aftur að tala um Ríkisútvarpið. Og vera stolt af því.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun