Lífið

Meira edrú djamm í Reykjavík

Marín Manda skrifar
Dans og jóga hópurinn Þórey Viðars, Sveinbjörn Pálsson, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Ásgeir Jóel.
Dans og jóga hópurinn Þórey Viðars, Sveinbjörn Pálsson, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Ásgeir Jóel. Mynd/Elsa Björg Magnúsdóttir
DansAndi- Kosmísk Dansmessa verður haldin í annað sinn í Dansverkstæðinu á laugardagskvöldið.

„Þetta er hugsað sem skemmtilegur og endurnærandi viðburður sem að tengir saman allskonar fólk óháð trúarbrögðum. Þarna getur fólk verið saman og notið þess að vera besta útgáfan á sjálfum sér á einskonar edrú djammi,“ segir Helga Kristín Gunnarsdóttir, framleiðandi og jógakennari.

Dansmessan, DansAndi er haldin í annað sinn í Danverkstæðinu og vonast Helga Kristín til að viðburðurinn stækki enn meir. Hún segir fyrstu dansmessuna hafa gengið að óskum. „Við fengum svo frábær viðbrögð síðast en þetta er einskonar samfelld upplifun af dansi og jóga fyrir þenkjandi fólk sem vill djamma edrú og skemmta sér.“

Helga Kristín segir DansAndi innihalda jóga, jógadans og dansreif og því sé þetta frábær vettvangur til þess að koma sér í gang varðandi heilsusamlegan lífstíl. Dagskráin byrjar á Jóga kl. 18 á laugardagskvöldið. Eftir á fylgir Kiirtan, möntrusöngur sem leiddur er af jóga hópi. „Það er mögnuð upplifun að hlusta á hópinn syngja þetta saman. Það myndast svo góður andi og gott flæði.“

Meira um viðburðinn á facebooksíðunni DansAndi- Kosmísk Dansmessa.

Það var mikil stemning á síðustu dansmessu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.