Lífssýnin hefur svo sannarlega breyst Marín Manda skrifar 10. janúar 2014 11:00 Eva Harðardóttir er ánægð með tilveruna í Malaví. Brosandi, hönd í hönd, gengur Eva með dóttur sinni við Malavívatn. Það er þrjátíu stiga hiti og moskítóflugurnar sveima um allt. Þær eru orðnar partur af lífinu í Malaví og því er Eva búin að sætta sig við þær. Jól og áramót eru yfirstaðin en að þessu sinni voru þau ekki eins og gengur og gerist samkvæmt íslenskum hefðum. Foreldrar Evu ferðuðust til Afríku með íslenska forrétti til að halda jólin með litlu fjölskyldunni og segir Eva það hafa verið dýrmætt að fá þau í heimsókn. Röð tilviljana gerði það að verkum að Eva pakkaði niður lífi sínu á Íslandi og flutti með eiginmanni sínum og dóttur til Malaví í Afríku til þess að sinna starfi sem menntasérfræðingur á vegum UNICEF. „Við fjölskyldan ákváðum að þetta væri frábært tækifæri fyrir okkur öll til að læra eitthvað alveg nýtt og öðlast dýrmæta reynslu. Starfið tengist auk þess því sem ég hef áður verið að gera sem doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands en þar hef ég rannsakað og kennt námskeið í tengslum við börn og ungmenni, lýðræði og mannréttindi,“ segir Eva Harðardóttir.Mæðgurnar saman á góðri stundu.Almennt séð segist hún upplifa fólkið í Malaví sem mjög vinalegt, hjálpsamt og góðhjartað. Einna helst hefur það komið henni á óvart hve lítið mál það var að flytjast búferlum í nýtt og framandi umhverfi. Dóttirin, Hera Fönn, hefur aðlagast heita veðurfarinu vel og hjónakornunum líður einstaklega vel. Lífið er þó ekki einungis ljúft. „Það hefur óneitanlega tekið á að horfa upp á þann gífurlega ójöfnuð sem hér er ríkir og hvernig hann bitnar á mörgum milljónum barna og ungmennum. Heimsvandamálin verða ansi hjákátleg í samanburði við þau verkefni sem við vinnum að á skrifstofu UNICEF daglega eins og að sporna gegn því að barnungar stúlkur séu giftar eldri mönnum eða að tryggja að börn með fatlanir séu viðurkennd í samfélaginu,“ segir Eva og bætir við að lífssýn sín hafi svo sannarlega breyst. „Það er nefnilega eitt að lesa um ójafnréttið sem fyrirfinnst í heiminum í blöðunum og annað að upplifa það jafn nærri sér og nú. Ég er án efa þakklátari fyrir það en áður að hafa fæðst inn í samfélag sem býður upp á óteljandi tækifæri og möguleika.“Í hverjum skóla er mæðrahópur sem tekur að sér ýmis hlutverk, til dæmis að elda mat fyrir börnin í skólanum.Konur eru seigar í Malaví „Einungis um 30% stúlkna sem hefja skólagöngu í Malaví ná að klára grunnmenntun sem jafnast á við 8. bekk á Íslandi. Malavískt stúlkubarn sem fæðist í þorpi úti í sveitum Malaví er líklegt til að eyða fyrstu árum ævinnar bundið aftan á baki móður sinnar. Konur eru komnar aftur til vinnu daginn eftir að hafa fætt börnin sín og bera þau á bakinu hvert sem þær fara,“ útskýrir Eva og heldur áfram: „Nær helmingur allra barna í Malaví nær aldrei fullum líkamlegum þroska vegna þess að þau fá hvorki næga fæðu eða líkamlega örvun. Stúlkur í Malaví eru mun ólíklegri en drengir til að njóta menntunar og brottfall stúlkna úr skólum er gífurlega hátt.“ Eva segir að sú staðreynd að alltof margar konur kunni hvorki að lesa né skrifa hafi gríðarleg áhrif á getu þeirra til að taka mikilvægar ákvarðanir sem snerta heilsu þeirra og öryggi en einnig barnanna þeirra. „Konur eignast að meðaltali um sex börn og vinna ofsalega mikið hér, bæði á ökrunum og við heimilisstörfin. Þær eru ótrúlega duglegar og seigar.“Börn á leið til matar og vatnspásu í skóla úti á landi þar sem börnin fá graut í skólanum - sem er oft þeirra eina máltíð yfir daginn. Þau eru yndislega jákvæð og glöð með lífið og tilveruna eins og sést á myndinni þrátt fyrir aðstæðurnar.UNICEF og starfið Í Malaví byrjar dagurinn við sólarupprás og eru því allir komnir til skóla og vinnu klukkan sjö á morgnana. Starfinu lýsir hún sem skemmtilegu en einnig krefjandi. „Ég er heppin að sinna ólíkum verkefnum. Meirihluti þeirra verkefna sem við innleiðum fer í gegnum ráðuneytið því við viljum að verkefnin séu sjálfbær og eigi sér framtíð. Þau verða þannig hluti af menntastefnu landsins.“ Sannar jólagjafir „Algengasta fæðan hér er svokallað ensima sem er nokkurs konar þykkur maísgrautur sem borðaður er í öll mál, alla daga ársins. Kjúklingur og hrísgrjón er dæmi um mat sem fólk eldar við sérstök tilefni,“ útskýrir hún og bendir á framtak UNICEF með verkefninu, Sannar jólagjafir. „Um jólin stóð UNICEF á Íslandi fyrir frábæru framtaki með Sönnum jólagjöfum þar sem hægt var að að styðja við og stuðla að aukinni menntun, heilsu og öryggi barna,“ segir Eva. Hún hvatti því jólakortaglaða vini sína til að eyða 1.000 krónum í verkefnið og leggja þannig sitt af mörkum í stað þess að senda fjölskyldunni jólakort alla leið til Afríku. „Það er ekki mikið um götuheiti eða húsnúmer hér í borginni svo að framlag til UNICEF er líklegra til að skila sér en kortið.“ Hvað varðar framtíðardrauma Evu þá segist hún fyrst og fremst vilja búa sér og fjölskyldu sinni til gott og innihaldsríkt líf. Hún segir heiminn heilla sig og vonast til að fá tækifæri til að ferðast meira og kynnast fleiri framandi menningarheimum. Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Brosandi, hönd í hönd, gengur Eva með dóttur sinni við Malavívatn. Það er þrjátíu stiga hiti og moskítóflugurnar sveima um allt. Þær eru orðnar partur af lífinu í Malaví og því er Eva búin að sætta sig við þær. Jól og áramót eru yfirstaðin en að þessu sinni voru þau ekki eins og gengur og gerist samkvæmt íslenskum hefðum. Foreldrar Evu ferðuðust til Afríku með íslenska forrétti til að halda jólin með litlu fjölskyldunni og segir Eva það hafa verið dýrmætt að fá þau í heimsókn. Röð tilviljana gerði það að verkum að Eva pakkaði niður lífi sínu á Íslandi og flutti með eiginmanni sínum og dóttur til Malaví í Afríku til þess að sinna starfi sem menntasérfræðingur á vegum UNICEF. „Við fjölskyldan ákváðum að þetta væri frábært tækifæri fyrir okkur öll til að læra eitthvað alveg nýtt og öðlast dýrmæta reynslu. Starfið tengist auk þess því sem ég hef áður verið að gera sem doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands en þar hef ég rannsakað og kennt námskeið í tengslum við börn og ungmenni, lýðræði og mannréttindi,“ segir Eva Harðardóttir.Mæðgurnar saman á góðri stundu.Almennt séð segist hún upplifa fólkið í Malaví sem mjög vinalegt, hjálpsamt og góðhjartað. Einna helst hefur það komið henni á óvart hve lítið mál það var að flytjast búferlum í nýtt og framandi umhverfi. Dóttirin, Hera Fönn, hefur aðlagast heita veðurfarinu vel og hjónakornunum líður einstaklega vel. Lífið er þó ekki einungis ljúft. „Það hefur óneitanlega tekið á að horfa upp á þann gífurlega ójöfnuð sem hér er ríkir og hvernig hann bitnar á mörgum milljónum barna og ungmennum. Heimsvandamálin verða ansi hjákátleg í samanburði við þau verkefni sem við vinnum að á skrifstofu UNICEF daglega eins og að sporna gegn því að barnungar stúlkur séu giftar eldri mönnum eða að tryggja að börn með fatlanir séu viðurkennd í samfélaginu,“ segir Eva og bætir við að lífssýn sín hafi svo sannarlega breyst. „Það er nefnilega eitt að lesa um ójafnréttið sem fyrirfinnst í heiminum í blöðunum og annað að upplifa það jafn nærri sér og nú. Ég er án efa þakklátari fyrir það en áður að hafa fæðst inn í samfélag sem býður upp á óteljandi tækifæri og möguleika.“Í hverjum skóla er mæðrahópur sem tekur að sér ýmis hlutverk, til dæmis að elda mat fyrir börnin í skólanum.Konur eru seigar í Malaví „Einungis um 30% stúlkna sem hefja skólagöngu í Malaví ná að klára grunnmenntun sem jafnast á við 8. bekk á Íslandi. Malavískt stúlkubarn sem fæðist í þorpi úti í sveitum Malaví er líklegt til að eyða fyrstu árum ævinnar bundið aftan á baki móður sinnar. Konur eru komnar aftur til vinnu daginn eftir að hafa fætt börnin sín og bera þau á bakinu hvert sem þær fara,“ útskýrir Eva og heldur áfram: „Nær helmingur allra barna í Malaví nær aldrei fullum líkamlegum þroska vegna þess að þau fá hvorki næga fæðu eða líkamlega örvun. Stúlkur í Malaví eru mun ólíklegri en drengir til að njóta menntunar og brottfall stúlkna úr skólum er gífurlega hátt.“ Eva segir að sú staðreynd að alltof margar konur kunni hvorki að lesa né skrifa hafi gríðarleg áhrif á getu þeirra til að taka mikilvægar ákvarðanir sem snerta heilsu þeirra og öryggi en einnig barnanna þeirra. „Konur eignast að meðaltali um sex börn og vinna ofsalega mikið hér, bæði á ökrunum og við heimilisstörfin. Þær eru ótrúlega duglegar og seigar.“Börn á leið til matar og vatnspásu í skóla úti á landi þar sem börnin fá graut í skólanum - sem er oft þeirra eina máltíð yfir daginn. Þau eru yndislega jákvæð og glöð með lífið og tilveruna eins og sést á myndinni þrátt fyrir aðstæðurnar.UNICEF og starfið Í Malaví byrjar dagurinn við sólarupprás og eru því allir komnir til skóla og vinnu klukkan sjö á morgnana. Starfinu lýsir hún sem skemmtilegu en einnig krefjandi. „Ég er heppin að sinna ólíkum verkefnum. Meirihluti þeirra verkefna sem við innleiðum fer í gegnum ráðuneytið því við viljum að verkefnin séu sjálfbær og eigi sér framtíð. Þau verða þannig hluti af menntastefnu landsins.“ Sannar jólagjafir „Algengasta fæðan hér er svokallað ensima sem er nokkurs konar þykkur maísgrautur sem borðaður er í öll mál, alla daga ársins. Kjúklingur og hrísgrjón er dæmi um mat sem fólk eldar við sérstök tilefni,“ útskýrir hún og bendir á framtak UNICEF með verkefninu, Sannar jólagjafir. „Um jólin stóð UNICEF á Íslandi fyrir frábæru framtaki með Sönnum jólagjöfum þar sem hægt var að að styðja við og stuðla að aukinni menntun, heilsu og öryggi barna,“ segir Eva. Hún hvatti því jólakortaglaða vini sína til að eyða 1.000 krónum í verkefnið og leggja þannig sitt af mörkum í stað þess að senda fjölskyldunni jólakort alla leið til Afríku. „Það er ekki mikið um götuheiti eða húsnúmer hér í borginni svo að framlag til UNICEF er líklegra til að skila sér en kortið.“ Hvað varðar framtíðardrauma Evu þá segist hún fyrst og fremst vilja búa sér og fjölskyldu sinni til gott og innihaldsríkt líf. Hún segir heiminn heilla sig og vonast til að fá tækifæri til að ferðast meira og kynnast fleiri framandi menningarheimum.
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira