Launaleiðrétting BHM Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 9. janúar 2014 06:00 Fjárfesting í menntun er samfélagsleg nauðsyn og til þess að hún nýtist sem best og gefi af sér til samrekstrar þjóðarheimilisins þurfa ákveðnar forsendur að vera til staðar. Gróflega áætlað fjárfestir íslenskt samfélag um 26 milljónir króna í hverjum háskólamenntuðum einstaklingi í gegnum menntakerfið og gera má ráð fyrir að hann greiði um 124 milljónir til baka í gegnum skattkerfið á starfsævi sinni. Til viðbótar eru þau störf og þjónusta sem háskólamenntað fólk innir af hendi bæði samfélagslega mikilvæg og virðisaukandi. Það er því mikilvægt að þessi fjárfesting nýtist íslensku samfélagi sem allra best og enn mikilvægara að hún tapist ekki. Lengi hefur legið fyrir að opinberir vinnuveitendur hafa orðið undir í samkeppni um vinnuafl við almennan vinnumarkað á Íslandi, enda launakjör hjá ríki og sveitarfélögum alls ekki eftirsóknarverð frá sjónarhorni háskólamenntaðra sérfræðinga. Launakjör háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera hafa á undanförnum árum dregist verulega aftur úr miðað við aðra hópa, eins og meðal annars má sjá í sameiginlegri greiningu aðila vinnumarkaðar á launaþróun á árunum 2006 til 2012, og eru nú meira en 30% lægri en á almennum markaði. Vinnumarkaður háskólamenntaðra sérfræðinga er í síauknum mæli alþjóðlegur. Í launamun yfir landamæri hallar mjög á Ísland, sem og í samanburði á ýmsum öðrum samfélagslegum kjörum. Gögn Eurostat um laun háskólamenntaðra á Norðurlöndum, mæld í kaupmáttareiningum, sýna að Ísland var þar í neðsta sæti árið 2006 og lækkaði á árinu 2010 á meðan öll hin löndin hækkuðu. Í þessu samhengi skal bent á að ef ungt fólk sem nýverið hefur lokið námi er hreyfanlegra en þeir eldri og ráðsettari skapast hætta á kynslóðabili innan þeirra geira sem eru útsettir fyrir atgervisflótta hverju sinni. Þessar staðreyndir styðja við kröfu BHM um leiðréttingu kjara háskólamenntaðra. Þær kröfur miða fyrst og fremst að því að bæta samkeppnishæfni Íslands þannig að það verði ákjósanlegur starfsvettvangur fyrir háskólamenntað fólk, ekki hvað síst í opinberri þjónustu. Þannig getum við tryggt að fjárfesting sú sem samfélagið hefur lagt í menntun nýtist til fulls og forsendur skapist fyrir sjálfbærum hagvexti og bættum lífsgæðum á Íslandi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Fjárfesting í menntun er samfélagsleg nauðsyn og til þess að hún nýtist sem best og gefi af sér til samrekstrar þjóðarheimilisins þurfa ákveðnar forsendur að vera til staðar. Gróflega áætlað fjárfestir íslenskt samfélag um 26 milljónir króna í hverjum háskólamenntuðum einstaklingi í gegnum menntakerfið og gera má ráð fyrir að hann greiði um 124 milljónir til baka í gegnum skattkerfið á starfsævi sinni. Til viðbótar eru þau störf og þjónusta sem háskólamenntað fólk innir af hendi bæði samfélagslega mikilvæg og virðisaukandi. Það er því mikilvægt að þessi fjárfesting nýtist íslensku samfélagi sem allra best og enn mikilvægara að hún tapist ekki. Lengi hefur legið fyrir að opinberir vinnuveitendur hafa orðið undir í samkeppni um vinnuafl við almennan vinnumarkað á Íslandi, enda launakjör hjá ríki og sveitarfélögum alls ekki eftirsóknarverð frá sjónarhorni háskólamenntaðra sérfræðinga. Launakjör háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera hafa á undanförnum árum dregist verulega aftur úr miðað við aðra hópa, eins og meðal annars má sjá í sameiginlegri greiningu aðila vinnumarkaðar á launaþróun á árunum 2006 til 2012, og eru nú meira en 30% lægri en á almennum markaði. Vinnumarkaður háskólamenntaðra sérfræðinga er í síauknum mæli alþjóðlegur. Í launamun yfir landamæri hallar mjög á Ísland, sem og í samanburði á ýmsum öðrum samfélagslegum kjörum. Gögn Eurostat um laun háskólamenntaðra á Norðurlöndum, mæld í kaupmáttareiningum, sýna að Ísland var þar í neðsta sæti árið 2006 og lækkaði á árinu 2010 á meðan öll hin löndin hækkuðu. Í þessu samhengi skal bent á að ef ungt fólk sem nýverið hefur lokið námi er hreyfanlegra en þeir eldri og ráðsettari skapast hætta á kynslóðabili innan þeirra geira sem eru útsettir fyrir atgervisflótta hverju sinni. Þessar staðreyndir styðja við kröfu BHM um leiðréttingu kjara háskólamenntaðra. Þær kröfur miða fyrst og fremst að því að bæta samkeppnishæfni Íslands þannig að það verði ákjósanlegur starfsvettvangur fyrir háskólamenntað fólk, ekki hvað síst í opinberri þjónustu. Þannig getum við tryggt að fjárfesting sú sem samfélagið hefur lagt í menntun nýtist til fulls og forsendur skapist fyrir sjálfbærum hagvexti og bættum lífsgæðum á Íslandi til framtíðar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar