Launaleiðrétting BHM Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 9. janúar 2014 06:00 Fjárfesting í menntun er samfélagsleg nauðsyn og til þess að hún nýtist sem best og gefi af sér til samrekstrar þjóðarheimilisins þurfa ákveðnar forsendur að vera til staðar. Gróflega áætlað fjárfestir íslenskt samfélag um 26 milljónir króna í hverjum háskólamenntuðum einstaklingi í gegnum menntakerfið og gera má ráð fyrir að hann greiði um 124 milljónir til baka í gegnum skattkerfið á starfsævi sinni. Til viðbótar eru þau störf og þjónusta sem háskólamenntað fólk innir af hendi bæði samfélagslega mikilvæg og virðisaukandi. Það er því mikilvægt að þessi fjárfesting nýtist íslensku samfélagi sem allra best og enn mikilvægara að hún tapist ekki. Lengi hefur legið fyrir að opinberir vinnuveitendur hafa orðið undir í samkeppni um vinnuafl við almennan vinnumarkað á Íslandi, enda launakjör hjá ríki og sveitarfélögum alls ekki eftirsóknarverð frá sjónarhorni háskólamenntaðra sérfræðinga. Launakjör háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera hafa á undanförnum árum dregist verulega aftur úr miðað við aðra hópa, eins og meðal annars má sjá í sameiginlegri greiningu aðila vinnumarkaðar á launaþróun á árunum 2006 til 2012, og eru nú meira en 30% lægri en á almennum markaði. Vinnumarkaður háskólamenntaðra sérfræðinga er í síauknum mæli alþjóðlegur. Í launamun yfir landamæri hallar mjög á Ísland, sem og í samanburði á ýmsum öðrum samfélagslegum kjörum. Gögn Eurostat um laun háskólamenntaðra á Norðurlöndum, mæld í kaupmáttareiningum, sýna að Ísland var þar í neðsta sæti árið 2006 og lækkaði á árinu 2010 á meðan öll hin löndin hækkuðu. Í þessu samhengi skal bent á að ef ungt fólk sem nýverið hefur lokið námi er hreyfanlegra en þeir eldri og ráðsettari skapast hætta á kynslóðabili innan þeirra geira sem eru útsettir fyrir atgervisflótta hverju sinni. Þessar staðreyndir styðja við kröfu BHM um leiðréttingu kjara háskólamenntaðra. Þær kröfur miða fyrst og fremst að því að bæta samkeppnishæfni Íslands þannig að það verði ákjósanlegur starfsvettvangur fyrir háskólamenntað fólk, ekki hvað síst í opinberri þjónustu. Þannig getum við tryggt að fjárfesting sú sem samfélagið hefur lagt í menntun nýtist til fulls og forsendur skapist fyrir sjálfbærum hagvexti og bættum lífsgæðum á Íslandi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fjárfesting í menntun er samfélagsleg nauðsyn og til þess að hún nýtist sem best og gefi af sér til samrekstrar þjóðarheimilisins þurfa ákveðnar forsendur að vera til staðar. Gróflega áætlað fjárfestir íslenskt samfélag um 26 milljónir króna í hverjum háskólamenntuðum einstaklingi í gegnum menntakerfið og gera má ráð fyrir að hann greiði um 124 milljónir til baka í gegnum skattkerfið á starfsævi sinni. Til viðbótar eru þau störf og þjónusta sem háskólamenntað fólk innir af hendi bæði samfélagslega mikilvæg og virðisaukandi. Það er því mikilvægt að þessi fjárfesting nýtist íslensku samfélagi sem allra best og enn mikilvægara að hún tapist ekki. Lengi hefur legið fyrir að opinberir vinnuveitendur hafa orðið undir í samkeppni um vinnuafl við almennan vinnumarkað á Íslandi, enda launakjör hjá ríki og sveitarfélögum alls ekki eftirsóknarverð frá sjónarhorni háskólamenntaðra sérfræðinga. Launakjör háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera hafa á undanförnum árum dregist verulega aftur úr miðað við aðra hópa, eins og meðal annars má sjá í sameiginlegri greiningu aðila vinnumarkaðar á launaþróun á árunum 2006 til 2012, og eru nú meira en 30% lægri en á almennum markaði. Vinnumarkaður háskólamenntaðra sérfræðinga er í síauknum mæli alþjóðlegur. Í launamun yfir landamæri hallar mjög á Ísland, sem og í samanburði á ýmsum öðrum samfélagslegum kjörum. Gögn Eurostat um laun háskólamenntaðra á Norðurlöndum, mæld í kaupmáttareiningum, sýna að Ísland var þar í neðsta sæti árið 2006 og lækkaði á árinu 2010 á meðan öll hin löndin hækkuðu. Í þessu samhengi skal bent á að ef ungt fólk sem nýverið hefur lokið námi er hreyfanlegra en þeir eldri og ráðsettari skapast hætta á kynslóðabili innan þeirra geira sem eru útsettir fyrir atgervisflótta hverju sinni. Þessar staðreyndir styðja við kröfu BHM um leiðréttingu kjara háskólamenntaðra. Þær kröfur miða fyrst og fremst að því að bæta samkeppnishæfni Íslands þannig að það verði ákjósanlegur starfsvettvangur fyrir háskólamenntað fólk, ekki hvað síst í opinberri þjónustu. Þannig getum við tryggt að fjárfesting sú sem samfélagið hefur lagt í menntun nýtist til fulls og forsendur skapist fyrir sjálfbærum hagvexti og bættum lífsgæðum á Íslandi til framtíðar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar