Í skóla eins árs? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 8. janúar 2014 06:00 Skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að leikskólar taki við ungbörnum að loknu fæðingarorlofi. Skipaður hefur verið starfshópur til að að greina faglegar kröfur og fjárhagsleg sjónarmið sem taka þarf tillit til fari sveitarfélögin að bjóða börnum á aldrinum eins til tveggja ára upp á leikskólavist. Kanna á hver húsnæðisþörfin yrði og hversu marga nýja starfsmenn þyrfti að ráða. Viðbrögð í fjölmiðlum endurspegla þessar áherslur, þau fjalla um fjármögnun, húsnæðisþörf og breyttar horfur á vinnumarkaði. Þannig hefur Samband íslenskra sveitarfélaga sagt að þessi breyting muni kosta sveitarfélögin gríðarlega fjármuni og formaður Félags dagforeldra hefur lýst áhyggjum af því að dagforeldrastéttin leggist af. Alveg hefur gleymst að fjalla um hversu vel þetta fyrirkomulag henti ungbörnum heldur er því tekið sem gefnu að leikskólar séu málið. Markmiðið er að gera foreldrum kleift að vinna utan heimilis án þess að sliga sveitarfélögin og skal ekki gert lítið úr mikilvægi þess. Með þeirri þekkingu sem við höfum nú á mikilvægi mannlegra tengsla er hins vegar ekki hægt að láta eins og þetta fyrirkomulag sé ungum börnum fyrir bestu. Rannsóknir á heilaþroska barna sýna svart á hvítu að ung börn þurfa samfellda umönnun fárra sem þau tengjast tilfinningalega. Þau þurfa rólegt umhverfi þar sem stöðugt er brugðist við þörfum þeirra með viðeigandi hætti. Hæfir dagforeldrar og leikskólakennarar geta mjög vel sinnt þessum þörfum en þá þarf að ætla þeim meiri tíma með hverju barni, auka þjálfun ófaglærðra og greiða starfsfólki hærri laun en við höfum hingað til verið tilbúin til.Barnsæmandi kröfur Umönnun ungbarna sem stendur undir nafni getur aldrei orðið ódýr. Reykjavíkurborg hefur reiknað út að það myndi kosta 1,2 milljarða króna árlega að taka inn öll börn frá ársaldri og er þá ekki talinn kostnaður vegna framkvæmda. Ég óttast að sú upphæð yrði töluvert hærri ef gerðar væru barnsæmandi kröfur um mönnun og staðið við þær. Hvað er þá til ráða? Frá barn- og fjölskylduvænu sjónarmiði væri mun skynsamlegra að lengja fæðingarorlof foreldra og stuðla að sveigjanlegum vinnutíma þeirra. Vissulega kostar slíkt fjármuni en við skulum ekki ímynda okkur að það sé ódýrt fyrir samfélagið að spara við umönnun ungbarna. Langvarandi aðskilnaður frá foreldrum getur valdið ungbörnum streitu sem veikir ónæmiskerfi þeirra og minnkar mótstöðuafl gegn langvinnum heilsufarsvandamálum, andlegum jafnt sem líkamlegum. Rannsóknir sýna að örugg tengslamyndun barna og foreldra dregur úr hegðunarerfiðleikum barna og unglinga, áfengis- og fíkniefnaneyslu þeirra og geðröskunum á fullorðinsaldri. Vissulega þola börn aðskilnað misjafnlega vel, það má ekki ætla öllum það sama. Hins vegar erum við ekkert öðruvísi en önnur spendýr: afkvæmi okkar þarfnast nálægðar við þá sem veita þeim mest öryggi. Það öryggi geta þeir einir veitt sem þekkja börnin vel. Mannabörn eru hins vegar ólík dýrum að því leyti að þau eru meira ósjálfbjarga, seinni til, háðari umönnun og viðkvæmari. Því meira mið sem við tökum af þessum einföldu staðreyndum, því sterkari og heilbrigðari einstaklingar verða börnin okkar þegar fram líða stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að leikskólar taki við ungbörnum að loknu fæðingarorlofi. Skipaður hefur verið starfshópur til að að greina faglegar kröfur og fjárhagsleg sjónarmið sem taka þarf tillit til fari sveitarfélögin að bjóða börnum á aldrinum eins til tveggja ára upp á leikskólavist. Kanna á hver húsnæðisþörfin yrði og hversu marga nýja starfsmenn þyrfti að ráða. Viðbrögð í fjölmiðlum endurspegla þessar áherslur, þau fjalla um fjármögnun, húsnæðisþörf og breyttar horfur á vinnumarkaði. Þannig hefur Samband íslenskra sveitarfélaga sagt að þessi breyting muni kosta sveitarfélögin gríðarlega fjármuni og formaður Félags dagforeldra hefur lýst áhyggjum af því að dagforeldrastéttin leggist af. Alveg hefur gleymst að fjalla um hversu vel þetta fyrirkomulag henti ungbörnum heldur er því tekið sem gefnu að leikskólar séu málið. Markmiðið er að gera foreldrum kleift að vinna utan heimilis án þess að sliga sveitarfélögin og skal ekki gert lítið úr mikilvægi þess. Með þeirri þekkingu sem við höfum nú á mikilvægi mannlegra tengsla er hins vegar ekki hægt að láta eins og þetta fyrirkomulag sé ungum börnum fyrir bestu. Rannsóknir á heilaþroska barna sýna svart á hvítu að ung börn þurfa samfellda umönnun fárra sem þau tengjast tilfinningalega. Þau þurfa rólegt umhverfi þar sem stöðugt er brugðist við þörfum þeirra með viðeigandi hætti. Hæfir dagforeldrar og leikskólakennarar geta mjög vel sinnt þessum þörfum en þá þarf að ætla þeim meiri tíma með hverju barni, auka þjálfun ófaglærðra og greiða starfsfólki hærri laun en við höfum hingað til verið tilbúin til.Barnsæmandi kröfur Umönnun ungbarna sem stendur undir nafni getur aldrei orðið ódýr. Reykjavíkurborg hefur reiknað út að það myndi kosta 1,2 milljarða króna árlega að taka inn öll börn frá ársaldri og er þá ekki talinn kostnaður vegna framkvæmda. Ég óttast að sú upphæð yrði töluvert hærri ef gerðar væru barnsæmandi kröfur um mönnun og staðið við þær. Hvað er þá til ráða? Frá barn- og fjölskylduvænu sjónarmiði væri mun skynsamlegra að lengja fæðingarorlof foreldra og stuðla að sveigjanlegum vinnutíma þeirra. Vissulega kostar slíkt fjármuni en við skulum ekki ímynda okkur að það sé ódýrt fyrir samfélagið að spara við umönnun ungbarna. Langvarandi aðskilnaður frá foreldrum getur valdið ungbörnum streitu sem veikir ónæmiskerfi þeirra og minnkar mótstöðuafl gegn langvinnum heilsufarsvandamálum, andlegum jafnt sem líkamlegum. Rannsóknir sýna að örugg tengslamyndun barna og foreldra dregur úr hegðunarerfiðleikum barna og unglinga, áfengis- og fíkniefnaneyslu þeirra og geðröskunum á fullorðinsaldri. Vissulega þola börn aðskilnað misjafnlega vel, það má ekki ætla öllum það sama. Hins vegar erum við ekkert öðruvísi en önnur spendýr: afkvæmi okkar þarfnast nálægðar við þá sem veita þeim mest öryggi. Það öryggi geta þeir einir veitt sem þekkja börnin vel. Mannabörn eru hins vegar ólík dýrum að því leyti að þau eru meira ósjálfbjarga, seinni til, háðari umönnun og viðkvæmari. Því meira mið sem við tökum af þessum einföldu staðreyndum, því sterkari og heilbrigðari einstaklingar verða börnin okkar þegar fram líða stundir.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar