„Besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. janúar 2014 08:00 Árni Sveinsson, Ragnar Hansson og Hugleikur Dagsson eru meðal meðlima aðdáendahóps Alans Partridge. Fréttablaðið/GVA „Ég vildi breiða út boðskapinn,“ segir Ragnar Hansson kvikmyndargerðarmaður og maðurinn að baki aðdáendahóps Alans Gordons Partridge á Íslandi. „Ég byrjaði með þennan hóp á Facebook því ég hef verið gallharður aðdáandi þessa karakters í gegnum árin. Ég vissi að ég ætti vini sem væru sama sinnis og bauð þeim að vera með fyrir tveimur eða þremur árum,“ segir Ragnar um tilkomu hópsins. „Við höfum haldið þessu mjög aktívu og nýlega opnuðum við fyrir umsóknir í grúppuna, en til að öðlast inngöngu í hópinn þurftu tilvonandi meðlimir að setja inn uppáhaldstilvitnanir sínar í karakterinn,“ segir Ragnar. Meðal meðlima í aðdáendahópnum eru höfundurinn Hugleikur Dagsson, tónlistar- og myndlistarmaðurinn Lóa Hjálmtýsdóttir og kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson. Karakterinn hefur haft mikil áhrif á Ragnar. „Alan Partridge hefur fylgt mér síðan seint á síðustu öld og litað mitt líf. Ég leikstýrði til dæmis Sigtinu með Frímanni Gunnarssyni og var þar sakaður um að hafa stolið svolítið af hugmyndum frá Partridge. Það er alls ekki rétt, enda eru Frímann og Alan Partridge mjög ólíkir, þó að þeir séu báðir mislukkaðir fjölmiðlamenn,“ útskýrir Ragnar, sem segist hafa kveikt á Partridge þegar hann sá hann fyrst á VHS-spólu hjá vini sínum, Gauki Úlfarssyni. „Það var vegna þess að hann minnti mig svo á pabba minn að mér fannst hann svona fyndinn. Svo átti ég leið til London skömmu síðar og keypti þættina á VHS-spólu og gaf pabba sem var ekkert sérstaklega ánægður með gjöfina,“ segir Ragnar léttur í bragði, og bætir við að Frímann hafi verið byggður að miklu leyti á pabba hans. „Þessi húmor hefur haft gríðarleg áhrif á mig og Alan Partridge er án efa besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið. Ég get alltaf hlegið að honum. Og þó að Steve Coogan sé búinn að leika hann í tuttugu ár hefur hann alltaf haldið gríðarlega miklum metnaði, sem ég kann vel að meta,“ segir Ragnar og bætir við að nýjasta útspil Partridges, kvikmyndin Alpha Papa sem er nú sýnd í Bíói Paradís, hafi verið frábær. „Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð lengi. Við höfðum sérstaka forsýningu fyrir meðlimi aðdáendahópsins og það var jafnframt í fyrsta sinn sem við hittumst öll sem hópur í raunheimum,“ segir Ragnar. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Ég vildi breiða út boðskapinn,“ segir Ragnar Hansson kvikmyndargerðarmaður og maðurinn að baki aðdáendahóps Alans Gordons Partridge á Íslandi. „Ég byrjaði með þennan hóp á Facebook því ég hef verið gallharður aðdáandi þessa karakters í gegnum árin. Ég vissi að ég ætti vini sem væru sama sinnis og bauð þeim að vera með fyrir tveimur eða þremur árum,“ segir Ragnar um tilkomu hópsins. „Við höfum haldið þessu mjög aktívu og nýlega opnuðum við fyrir umsóknir í grúppuna, en til að öðlast inngöngu í hópinn þurftu tilvonandi meðlimir að setja inn uppáhaldstilvitnanir sínar í karakterinn,“ segir Ragnar. Meðal meðlima í aðdáendahópnum eru höfundurinn Hugleikur Dagsson, tónlistar- og myndlistarmaðurinn Lóa Hjálmtýsdóttir og kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson. Karakterinn hefur haft mikil áhrif á Ragnar. „Alan Partridge hefur fylgt mér síðan seint á síðustu öld og litað mitt líf. Ég leikstýrði til dæmis Sigtinu með Frímanni Gunnarssyni og var þar sakaður um að hafa stolið svolítið af hugmyndum frá Partridge. Það er alls ekki rétt, enda eru Frímann og Alan Partridge mjög ólíkir, þó að þeir séu báðir mislukkaðir fjölmiðlamenn,“ útskýrir Ragnar, sem segist hafa kveikt á Partridge þegar hann sá hann fyrst á VHS-spólu hjá vini sínum, Gauki Úlfarssyni. „Það var vegna þess að hann minnti mig svo á pabba minn að mér fannst hann svona fyndinn. Svo átti ég leið til London skömmu síðar og keypti þættina á VHS-spólu og gaf pabba sem var ekkert sérstaklega ánægður með gjöfina,“ segir Ragnar léttur í bragði, og bætir við að Frímann hafi verið byggður að miklu leyti á pabba hans. „Þessi húmor hefur haft gríðarleg áhrif á mig og Alan Partridge er án efa besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið. Ég get alltaf hlegið að honum. Og þó að Steve Coogan sé búinn að leika hann í tuttugu ár hefur hann alltaf haldið gríðarlega miklum metnaði, sem ég kann vel að meta,“ segir Ragnar og bætir við að nýjasta útspil Partridges, kvikmyndin Alpha Papa sem er nú sýnd í Bíói Paradís, hafi verið frábær. „Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð lengi. Við höfðum sérstaka forsýningu fyrir meðlimi aðdáendahópsins og það var jafnframt í fyrsta sinn sem við hittumst öll sem hópur í raunheimum,“ segir Ragnar.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira