„Besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. janúar 2014 08:00 Árni Sveinsson, Ragnar Hansson og Hugleikur Dagsson eru meðal meðlima aðdáendahóps Alans Partridge. Fréttablaðið/GVA „Ég vildi breiða út boðskapinn,“ segir Ragnar Hansson kvikmyndargerðarmaður og maðurinn að baki aðdáendahóps Alans Gordons Partridge á Íslandi. „Ég byrjaði með þennan hóp á Facebook því ég hef verið gallharður aðdáandi þessa karakters í gegnum árin. Ég vissi að ég ætti vini sem væru sama sinnis og bauð þeim að vera með fyrir tveimur eða þremur árum,“ segir Ragnar um tilkomu hópsins. „Við höfum haldið þessu mjög aktívu og nýlega opnuðum við fyrir umsóknir í grúppuna, en til að öðlast inngöngu í hópinn þurftu tilvonandi meðlimir að setja inn uppáhaldstilvitnanir sínar í karakterinn,“ segir Ragnar. Meðal meðlima í aðdáendahópnum eru höfundurinn Hugleikur Dagsson, tónlistar- og myndlistarmaðurinn Lóa Hjálmtýsdóttir og kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson. Karakterinn hefur haft mikil áhrif á Ragnar. „Alan Partridge hefur fylgt mér síðan seint á síðustu öld og litað mitt líf. Ég leikstýrði til dæmis Sigtinu með Frímanni Gunnarssyni og var þar sakaður um að hafa stolið svolítið af hugmyndum frá Partridge. Það er alls ekki rétt, enda eru Frímann og Alan Partridge mjög ólíkir, þó að þeir séu báðir mislukkaðir fjölmiðlamenn,“ útskýrir Ragnar, sem segist hafa kveikt á Partridge þegar hann sá hann fyrst á VHS-spólu hjá vini sínum, Gauki Úlfarssyni. „Það var vegna þess að hann minnti mig svo á pabba minn að mér fannst hann svona fyndinn. Svo átti ég leið til London skömmu síðar og keypti þættina á VHS-spólu og gaf pabba sem var ekkert sérstaklega ánægður með gjöfina,“ segir Ragnar léttur í bragði, og bætir við að Frímann hafi verið byggður að miklu leyti á pabba hans. „Þessi húmor hefur haft gríðarleg áhrif á mig og Alan Partridge er án efa besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið. Ég get alltaf hlegið að honum. Og þó að Steve Coogan sé búinn að leika hann í tuttugu ár hefur hann alltaf haldið gríðarlega miklum metnaði, sem ég kann vel að meta,“ segir Ragnar og bætir við að nýjasta útspil Partridges, kvikmyndin Alpha Papa sem er nú sýnd í Bíói Paradís, hafi verið frábær. „Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð lengi. Við höfðum sérstaka forsýningu fyrir meðlimi aðdáendahópsins og það var jafnframt í fyrsta sinn sem við hittumst öll sem hópur í raunheimum,“ segir Ragnar. Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
„Ég vildi breiða út boðskapinn,“ segir Ragnar Hansson kvikmyndargerðarmaður og maðurinn að baki aðdáendahóps Alans Gordons Partridge á Íslandi. „Ég byrjaði með þennan hóp á Facebook því ég hef verið gallharður aðdáandi þessa karakters í gegnum árin. Ég vissi að ég ætti vini sem væru sama sinnis og bauð þeim að vera með fyrir tveimur eða þremur árum,“ segir Ragnar um tilkomu hópsins. „Við höfum haldið þessu mjög aktívu og nýlega opnuðum við fyrir umsóknir í grúppuna, en til að öðlast inngöngu í hópinn þurftu tilvonandi meðlimir að setja inn uppáhaldstilvitnanir sínar í karakterinn,“ segir Ragnar. Meðal meðlima í aðdáendahópnum eru höfundurinn Hugleikur Dagsson, tónlistar- og myndlistarmaðurinn Lóa Hjálmtýsdóttir og kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson. Karakterinn hefur haft mikil áhrif á Ragnar. „Alan Partridge hefur fylgt mér síðan seint á síðustu öld og litað mitt líf. Ég leikstýrði til dæmis Sigtinu með Frímanni Gunnarssyni og var þar sakaður um að hafa stolið svolítið af hugmyndum frá Partridge. Það er alls ekki rétt, enda eru Frímann og Alan Partridge mjög ólíkir, þó að þeir séu báðir mislukkaðir fjölmiðlamenn,“ útskýrir Ragnar, sem segist hafa kveikt á Partridge þegar hann sá hann fyrst á VHS-spólu hjá vini sínum, Gauki Úlfarssyni. „Það var vegna þess að hann minnti mig svo á pabba minn að mér fannst hann svona fyndinn. Svo átti ég leið til London skömmu síðar og keypti þættina á VHS-spólu og gaf pabba sem var ekkert sérstaklega ánægður með gjöfina,“ segir Ragnar léttur í bragði, og bætir við að Frímann hafi verið byggður að miklu leyti á pabba hans. „Þessi húmor hefur haft gríðarleg áhrif á mig og Alan Partridge er án efa besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið. Ég get alltaf hlegið að honum. Og þó að Steve Coogan sé búinn að leika hann í tuttugu ár hefur hann alltaf haldið gríðarlega miklum metnaði, sem ég kann vel að meta,“ segir Ragnar og bætir við að nýjasta útspil Partridges, kvikmyndin Alpha Papa sem er nú sýnd í Bíói Paradís, hafi verið frábær. „Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð lengi. Við höfðum sérstaka forsýningu fyrir meðlimi aðdáendahópsins og það var jafnframt í fyrsta sinn sem við hittumst öll sem hópur í raunheimum,“ segir Ragnar.
Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira