„Besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. janúar 2014 08:00 Árni Sveinsson, Ragnar Hansson og Hugleikur Dagsson eru meðal meðlima aðdáendahóps Alans Partridge. Fréttablaðið/GVA „Ég vildi breiða út boðskapinn,“ segir Ragnar Hansson kvikmyndargerðarmaður og maðurinn að baki aðdáendahóps Alans Gordons Partridge á Íslandi. „Ég byrjaði með þennan hóp á Facebook því ég hef verið gallharður aðdáandi þessa karakters í gegnum árin. Ég vissi að ég ætti vini sem væru sama sinnis og bauð þeim að vera með fyrir tveimur eða þremur árum,“ segir Ragnar um tilkomu hópsins. „Við höfum haldið þessu mjög aktívu og nýlega opnuðum við fyrir umsóknir í grúppuna, en til að öðlast inngöngu í hópinn þurftu tilvonandi meðlimir að setja inn uppáhaldstilvitnanir sínar í karakterinn,“ segir Ragnar. Meðal meðlima í aðdáendahópnum eru höfundurinn Hugleikur Dagsson, tónlistar- og myndlistarmaðurinn Lóa Hjálmtýsdóttir og kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson. Karakterinn hefur haft mikil áhrif á Ragnar. „Alan Partridge hefur fylgt mér síðan seint á síðustu öld og litað mitt líf. Ég leikstýrði til dæmis Sigtinu með Frímanni Gunnarssyni og var þar sakaður um að hafa stolið svolítið af hugmyndum frá Partridge. Það er alls ekki rétt, enda eru Frímann og Alan Partridge mjög ólíkir, þó að þeir séu báðir mislukkaðir fjölmiðlamenn,“ útskýrir Ragnar, sem segist hafa kveikt á Partridge þegar hann sá hann fyrst á VHS-spólu hjá vini sínum, Gauki Úlfarssyni. „Það var vegna þess að hann minnti mig svo á pabba minn að mér fannst hann svona fyndinn. Svo átti ég leið til London skömmu síðar og keypti þættina á VHS-spólu og gaf pabba sem var ekkert sérstaklega ánægður með gjöfina,“ segir Ragnar léttur í bragði, og bætir við að Frímann hafi verið byggður að miklu leyti á pabba hans. „Þessi húmor hefur haft gríðarleg áhrif á mig og Alan Partridge er án efa besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið. Ég get alltaf hlegið að honum. Og þó að Steve Coogan sé búinn að leika hann í tuttugu ár hefur hann alltaf haldið gríðarlega miklum metnaði, sem ég kann vel að meta,“ segir Ragnar og bætir við að nýjasta útspil Partridges, kvikmyndin Alpha Papa sem er nú sýnd í Bíói Paradís, hafi verið frábær. „Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð lengi. Við höfðum sérstaka forsýningu fyrir meðlimi aðdáendahópsins og það var jafnframt í fyrsta sinn sem við hittumst öll sem hópur í raunheimum,“ segir Ragnar. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Ég vildi breiða út boðskapinn,“ segir Ragnar Hansson kvikmyndargerðarmaður og maðurinn að baki aðdáendahóps Alans Gordons Partridge á Íslandi. „Ég byrjaði með þennan hóp á Facebook því ég hef verið gallharður aðdáandi þessa karakters í gegnum árin. Ég vissi að ég ætti vini sem væru sama sinnis og bauð þeim að vera með fyrir tveimur eða þremur árum,“ segir Ragnar um tilkomu hópsins. „Við höfum haldið þessu mjög aktívu og nýlega opnuðum við fyrir umsóknir í grúppuna, en til að öðlast inngöngu í hópinn þurftu tilvonandi meðlimir að setja inn uppáhaldstilvitnanir sínar í karakterinn,“ segir Ragnar. Meðal meðlima í aðdáendahópnum eru höfundurinn Hugleikur Dagsson, tónlistar- og myndlistarmaðurinn Lóa Hjálmtýsdóttir og kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson. Karakterinn hefur haft mikil áhrif á Ragnar. „Alan Partridge hefur fylgt mér síðan seint á síðustu öld og litað mitt líf. Ég leikstýrði til dæmis Sigtinu með Frímanni Gunnarssyni og var þar sakaður um að hafa stolið svolítið af hugmyndum frá Partridge. Það er alls ekki rétt, enda eru Frímann og Alan Partridge mjög ólíkir, þó að þeir séu báðir mislukkaðir fjölmiðlamenn,“ útskýrir Ragnar, sem segist hafa kveikt á Partridge þegar hann sá hann fyrst á VHS-spólu hjá vini sínum, Gauki Úlfarssyni. „Það var vegna þess að hann minnti mig svo á pabba minn að mér fannst hann svona fyndinn. Svo átti ég leið til London skömmu síðar og keypti þættina á VHS-spólu og gaf pabba sem var ekkert sérstaklega ánægður með gjöfina,“ segir Ragnar léttur í bragði, og bætir við að Frímann hafi verið byggður að miklu leyti á pabba hans. „Þessi húmor hefur haft gríðarleg áhrif á mig og Alan Partridge er án efa besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið. Ég get alltaf hlegið að honum. Og þó að Steve Coogan sé búinn að leika hann í tuttugu ár hefur hann alltaf haldið gríðarlega miklum metnaði, sem ég kann vel að meta,“ segir Ragnar og bætir við að nýjasta útspil Partridges, kvikmyndin Alpha Papa sem er nú sýnd í Bíói Paradís, hafi verið frábær. „Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð lengi. Við höfðum sérstaka forsýningu fyrir meðlimi aðdáendahópsins og það var jafnframt í fyrsta sinn sem við hittumst öll sem hópur í raunheimum,“ segir Ragnar.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira