Andlit stórfyrirtækis í fæðubótarheiminum Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. janúar 2014 10:00 Magnea Gunnarsdóttir er fyrsti Íslendingurinn sem kemst á samning hjá SciTec Nutrition. mynd/kristján freyr þrastarson „Þetta er frábært og mikill heiður fyrir mig,“ segir Magnea Gunnarsdóttir keppandi í módelfitness en hún gerði á dögunum samning við einn stærsta fæðubótarefnaframleiðanda í Evrópu, SciTec Nutrition. Hún er einungis nítján ára gömul en hefur þó keppt í módelfitness frá því hún var sautján ára. „Ég fékk samning sendan heim sem var níu blaðsíður og þetta er mjög góður samningur fyrir mig. Ég þarf að senda þeim vikulega myndir og æfingamyndbönd af mér svo þeir geti sett það á síðurnar sínar,“ útskýrir Magnea. Þá mun hún vera nokkurs konar andlit fyrirtækisins og koma fram á svokölluðum vörusýningum sem haldnar eru á ýmsum viðburðum. „Ég fer í myndatöku fyrir þá og verð á einhverjum viðburðum til að kynna vörurnar þeirra. Á flestum mótum er svona vörusýning og eru þeir yfirleitt með risabás, ég hef samið um að vera á svona bás á mótum og fæ þá allt greitt og laun,” bætir Magnea við. Magnea er fyrsti Íslendingurinn sem kemst á samning hjá fyrirtækinu. Fullt af afreksíþróttamönnum út um allan heim eru með samning við fyrirtækið.Það þarf skipulag og dugnað til að skara fram úr.mynd/kristján freyr þrastarsonSciTec Nutrition hafa ákveðið að styrkja hana með fæðubótarefnum en Sportlíf er umboðsaðili SciTec Nutrition á Íslandi. SciTec eru stærstir og leiðandi á markaðnum í Evrópu og selja yfir fimmtán hundruð tonn af prótíni árlega. Þeir bjóða upp á tvö hundruð vörutegundir í sjö hundruð mismunandi bragðtegundum og stærðum. Magnea er á leið á Arnold's Classic mótið í febrúar í annað sinn en þegar hún keppti þar í fyrsta skiptið, aðeins sautján ára gömul, lenti hún í þriðja sæti. Hún hefur keppt á fjölda móta og hefur meðal annars náð sér í bikarmeistaratitil hér á landi. Hún stundar nám við Menntaskólann við Sund. „Þegar maður er í svona íþrótt þá verður maður mjög skipulagður og þess vegna hafa einkunnirnar í skólanum þotið upp,“ bætir Magnea við létt í lundu. Hægt er að fylgjast með Magneu hér. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
„Þetta er frábært og mikill heiður fyrir mig,“ segir Magnea Gunnarsdóttir keppandi í módelfitness en hún gerði á dögunum samning við einn stærsta fæðubótarefnaframleiðanda í Evrópu, SciTec Nutrition. Hún er einungis nítján ára gömul en hefur þó keppt í módelfitness frá því hún var sautján ára. „Ég fékk samning sendan heim sem var níu blaðsíður og þetta er mjög góður samningur fyrir mig. Ég þarf að senda þeim vikulega myndir og æfingamyndbönd af mér svo þeir geti sett það á síðurnar sínar,“ útskýrir Magnea. Þá mun hún vera nokkurs konar andlit fyrirtækisins og koma fram á svokölluðum vörusýningum sem haldnar eru á ýmsum viðburðum. „Ég fer í myndatöku fyrir þá og verð á einhverjum viðburðum til að kynna vörurnar þeirra. Á flestum mótum er svona vörusýning og eru þeir yfirleitt með risabás, ég hef samið um að vera á svona bás á mótum og fæ þá allt greitt og laun,” bætir Magnea við. Magnea er fyrsti Íslendingurinn sem kemst á samning hjá fyrirtækinu. Fullt af afreksíþróttamönnum út um allan heim eru með samning við fyrirtækið.Það þarf skipulag og dugnað til að skara fram úr.mynd/kristján freyr þrastarsonSciTec Nutrition hafa ákveðið að styrkja hana með fæðubótarefnum en Sportlíf er umboðsaðili SciTec Nutrition á Íslandi. SciTec eru stærstir og leiðandi á markaðnum í Evrópu og selja yfir fimmtán hundruð tonn af prótíni árlega. Þeir bjóða upp á tvö hundruð vörutegundir í sjö hundruð mismunandi bragðtegundum og stærðum. Magnea er á leið á Arnold's Classic mótið í febrúar í annað sinn en þegar hún keppti þar í fyrsta skiptið, aðeins sautján ára gömul, lenti hún í þriðja sæti. Hún hefur keppt á fjölda móta og hefur meðal annars náð sér í bikarmeistaratitil hér á landi. Hún stundar nám við Menntaskólann við Sund. „Þegar maður er í svona íþrótt þá verður maður mjög skipulagður og þess vegna hafa einkunnirnar í skólanum þotið upp,“ bætir Magnea við létt í lundu. Hægt er að fylgjast með Magneu hér.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira