Lífið

Átakanlega gott hjá Jóni Kalmani

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jón Kalman heillar Cathrine upp úr skónum.
Jón Kalman heillar Cathrine upp úr skónum. Fréttablaðið/Daníel
Cathrine Krøger skrifar frábæran dóm um þríleik rithöfundarins Jóns Kalmans Stefánssonar í norska blaðinu Dagbladet. Fjallar Cathrine um þríleikinn sem inniheldur bækurnar Himnaríki og helvíti, Harm englanna og Hjarta mannsins.

„Stundum les ég bækur sem eru svo góðar að ég skil ekki hvernig er hægt að skrifa þær. Það gerðist fyrir fáeinum árum þegar ég las Himnaríki og helvíti. Bók sem er svo ljóðræn, falleg, frumleg og einlæg,“ skrifar blaðakonan meðal annars og bætir við að hún hafi í kjölfarið orðið fyrir vonbrigðum þegar hún hitti Jón Kalman seinna meir.

„Hann var bara venjulegur náungi sem talaði um íslenskan fótbolta.“

Í greininni tekur hún fram að Jón Kalman hafi þrisvar verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands og telur það synd að hann hafi aldrei unnið. Þá telur hún að þessi þríleikur sé einn sá besti í samtímanum.

„Átakanlega gott frá Íslandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.