Frjálshyggja og flugeldar Guðmundur Edgarsson skrifar 3. janúar 2014 06:00 Tvennt kemur í huga okkar frjálshyggjumanna (e. libertarians) varðandi flugelda um áramót.Laumufarþegavandinn Annað er hinn svokallaði laumufarþegavandi (e. free-rider problem), þ.e. þegar fleiri geta notið tiltekinnar þjónustu eða upplifunar án tillits til þess hvort menn greiða fyrir eða ekki. Laumufarþegavandinn hefur svo verið notaður óspart af stjórnmálamönnum til að réttlæta hvers kyns skattheimtu. En hvað með alla flugeldana um áramót? Svo stórkostleg er sú sjón þegar þeim er öllum skotið upp að vart fyrirfinnst sá einstaklingur sem vildi missa af þeirri upplifun. Samt kaupa ekki allir flugelda. Á ríkið þá ekki að beita sér fyrir því að öllum sé gert að kaupa a.m.k. einn flugeldapakka um hver áramót, annaðhvort með beinum hætti eða óbeint í gegnum skattkerfið? Er ekki alveg ómögulegt að fleiri sjái flugeldana springa með tilþrifum á himninum en þeir sem keyptu flugelda?Máttur hjálparsamtaka Hitt hugðarefnið er máttur frjálsra góðgerðarfélaga á borð við hjálparsveitirnar. Megnið af þeirra tekjum kemur í gegnum frjáls framlög og sjálfboðaliðavinnu. Mest munar þó um flugeldasöluna um áramót. Fólk kaupir sjálfviljugt flugelda og styrkir í leiðinni hið öfluga starf sem hjálparsveitirnar vinna. Ríkisstyrkir eru hverfandi litlir og það þrátt fyrir að í flestum öðrum ríkjum eru hjálparsveitir reknar af opinberum aðilum. Og viti menn: íslenskar björgunarsveitir standast hinum erlendu fullan snúning. Er ekki eitthvað bogið við þetta?Á móti hjálparsveitum? Ef útlendingur yrði spurður hvort landar hans hafi velt fyrir sér að lækka skatta í því skyni að leggja niður hjálparsveitir á vegum ríkisins og skapa þannig meira svigrúm fyrir frjáls félagasamtök að sinna björgunarstarfi, er næsta víst að viðbrögð hans yrðu eftirfarandi: Ertu á móti björgunarsveitum? Ertu galinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Tvennt kemur í huga okkar frjálshyggjumanna (e. libertarians) varðandi flugelda um áramót.Laumufarþegavandinn Annað er hinn svokallaði laumufarþegavandi (e. free-rider problem), þ.e. þegar fleiri geta notið tiltekinnar þjónustu eða upplifunar án tillits til þess hvort menn greiða fyrir eða ekki. Laumufarþegavandinn hefur svo verið notaður óspart af stjórnmálamönnum til að réttlæta hvers kyns skattheimtu. En hvað með alla flugeldana um áramót? Svo stórkostleg er sú sjón þegar þeim er öllum skotið upp að vart fyrirfinnst sá einstaklingur sem vildi missa af þeirri upplifun. Samt kaupa ekki allir flugelda. Á ríkið þá ekki að beita sér fyrir því að öllum sé gert að kaupa a.m.k. einn flugeldapakka um hver áramót, annaðhvort með beinum hætti eða óbeint í gegnum skattkerfið? Er ekki alveg ómögulegt að fleiri sjái flugeldana springa með tilþrifum á himninum en þeir sem keyptu flugelda?Máttur hjálparsamtaka Hitt hugðarefnið er máttur frjálsra góðgerðarfélaga á borð við hjálparsveitirnar. Megnið af þeirra tekjum kemur í gegnum frjáls framlög og sjálfboðaliðavinnu. Mest munar þó um flugeldasöluna um áramót. Fólk kaupir sjálfviljugt flugelda og styrkir í leiðinni hið öfluga starf sem hjálparsveitirnar vinna. Ríkisstyrkir eru hverfandi litlir og það þrátt fyrir að í flestum öðrum ríkjum eru hjálparsveitir reknar af opinberum aðilum. Og viti menn: íslenskar björgunarsveitir standast hinum erlendu fullan snúning. Er ekki eitthvað bogið við þetta?Á móti hjálparsveitum? Ef útlendingur yrði spurður hvort landar hans hafi velt fyrir sér að lækka skatta í því skyni að leggja niður hjálparsveitir á vegum ríkisins og skapa þannig meira svigrúm fyrir frjáls félagasamtök að sinna björgunarstarfi, er næsta víst að viðbrögð hans yrðu eftirfarandi: Ertu á móti björgunarsveitum? Ertu galinn?
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar