Ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 14. janúar 2014 07:00 Íslenskir handboltaáhugamenn munu seint gleyma því er Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Tíu leikmenn íslenska landsliðsins á EM í Danmörku tóku þátt í þeim leik. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn þeirra treyst sér til að horfa á leikinn aftur. Þessu líklega grátlegasta tapi íslenskrar handboltasögu hafa leikmenn ekki gleymt og þeir munu því mæta beittir í leikinn í dag. „Við ætlum að reyna að nýta okkur þann leik á jákvæðan hátt til þess að mótívera okkur. Við eigum harma að hefna á móti þeim og ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. Hann veit sem er að þessi leikur verður gríðarlega erfiður enda eru Ungverjar sem fyrr með sterkt lið þó svo það vanti þeirra besta mann, Laszlo Nagy. „Ungverjarnir eru með hörkulið. Líkamlega sterkir og klókir leikmenn. Við þurfum að vera klárir og mikilvægt að við höldum hreyfanleikanum í vörninni. Þeir eru með öflugar skyttur sem refsa ef við stöndum ekki rétt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði segir að það sé blóðugt fyrir Ungverja að missa Nagy. „Það skiptir gríðarlegu máli. Hann er einn besti leikmaður heims,“ segir Guðjón, en bendir á að Ungverjar eigi samt tvo fína menn til að leysa hann af. „Hvorugur þeirra er samt hálfur á við Nagy. Hann er líka frábær varnarmaður og munar því um minna hjá þeim.“ Á meðan öll önnur lið riðilsins æfðu í aðalsalnum í Álaborg í gær mátti íslenska liðið gera sér að góðu að æfa í litla salnum sem þess utan lak. Strákarnir létu það ekki slá sig út af laginu heldur tóku fína æfingu þar sem farið var yfir taktíkina gegn Ungverjum. „Í sókninni þurfum við að fá þá á hreyfingu. Þeir eru stórir og nokkrir tæpir tveir rúmmetrar,“ sagði Aron léttur. „Við þurfum að halda fjarlægð í fintunum svo við séum ekki að lenda í fanginu á þeim. Ungverjar keyra hraðaupphlaupin grimmt og við verðum að vera klárir.“Aron Pálmarsson gat ekkert tekið þátt í æfingunni í gær og það mun ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann getur spilað. Hann er tognaður á ökkla, ökklinn er bólginn en meðferð hefur gengið vel. Það er mikið undir fyrir Ísland í leiknum því ef það vinnur leikinn þá er það komið í milliriðil og öruggt að það fari þangað með tvö stig. Strákarnir hafa fengið mikið lof fyrir Noregsleikinn og Guðjón segir að það geti verið hættulegt. „Ég hef mestar áhyggjur af því að menn verði of ánægðir of lengi og kikni undan öllu lofinu. Það er nákvæmlega þá sem menn þurfa að koma sér í burtu og byrja að hugsa um næsta leik. Mér líður aldrei vel í svona umhverfi. Þá vil ég koma mér í burtu sem fyrst.“ Myndbandsviðtal við Aron má sjá hér að ofan. EM 2014 karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
Íslenskir handboltaáhugamenn munu seint gleyma því er Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Tíu leikmenn íslenska landsliðsins á EM í Danmörku tóku þátt í þeim leik. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn þeirra treyst sér til að horfa á leikinn aftur. Þessu líklega grátlegasta tapi íslenskrar handboltasögu hafa leikmenn ekki gleymt og þeir munu því mæta beittir í leikinn í dag. „Við ætlum að reyna að nýta okkur þann leik á jákvæðan hátt til þess að mótívera okkur. Við eigum harma að hefna á móti þeim og ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. Hann veit sem er að þessi leikur verður gríðarlega erfiður enda eru Ungverjar sem fyrr með sterkt lið þó svo það vanti þeirra besta mann, Laszlo Nagy. „Ungverjarnir eru með hörkulið. Líkamlega sterkir og klókir leikmenn. Við þurfum að vera klárir og mikilvægt að við höldum hreyfanleikanum í vörninni. Þeir eru með öflugar skyttur sem refsa ef við stöndum ekki rétt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði segir að það sé blóðugt fyrir Ungverja að missa Nagy. „Það skiptir gríðarlegu máli. Hann er einn besti leikmaður heims,“ segir Guðjón, en bendir á að Ungverjar eigi samt tvo fína menn til að leysa hann af. „Hvorugur þeirra er samt hálfur á við Nagy. Hann er líka frábær varnarmaður og munar því um minna hjá þeim.“ Á meðan öll önnur lið riðilsins æfðu í aðalsalnum í Álaborg í gær mátti íslenska liðið gera sér að góðu að æfa í litla salnum sem þess utan lak. Strákarnir létu það ekki slá sig út af laginu heldur tóku fína æfingu þar sem farið var yfir taktíkina gegn Ungverjum. „Í sókninni þurfum við að fá þá á hreyfingu. Þeir eru stórir og nokkrir tæpir tveir rúmmetrar,“ sagði Aron léttur. „Við þurfum að halda fjarlægð í fintunum svo við séum ekki að lenda í fanginu á þeim. Ungverjar keyra hraðaupphlaupin grimmt og við verðum að vera klárir.“Aron Pálmarsson gat ekkert tekið þátt í æfingunni í gær og það mun ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann getur spilað. Hann er tognaður á ökkla, ökklinn er bólginn en meðferð hefur gengið vel. Það er mikið undir fyrir Ísland í leiknum því ef það vinnur leikinn þá er það komið í milliriðil og öruggt að það fari þangað með tvö stig. Strákarnir hafa fengið mikið lof fyrir Noregsleikinn og Guðjón segir að það geti verið hættulegt. „Ég hef mestar áhyggjur af því að menn verði of ánægðir of lengi og kikni undan öllu lofinu. Það er nákvæmlega þá sem menn þurfa að koma sér í burtu og byrja að hugsa um næsta leik. Mér líður aldrei vel í svona umhverfi. Þá vil ég koma mér í burtu sem fyrst.“ Myndbandsviðtal við Aron má sjá hér að ofan.
EM 2014 karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira