Harmsaga úr strætó – Það má rífa peninga Skarphéðinn Þórisson skrifar 14. janúar 2014 06:00 Við lok síðasta árs þurfti ég að komast niður í bæ sökum þess að ég þurfti að fara í bankann. Sem nemi við Háskóla Íslands nota ég yfirleitt strætókort, sem ég geymi í veski mínu. Mér til mikillar gremju áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt veskinu í vinahúsi kvöldið áður, sem var einnig niðri í bæ. Ég leitaði um alla íbúð að smápeningum en það eina sem ég fann var þúsund króna seðill. Var mér þá hugsað til þess að nokkrum mánuðum fyrr hafði ég verið í ferð uppi í Seðlabanka Íslands þar sem staðfest var að heimilt er að rífa seðla í tvennt, þ.e. 1.000 kr. seðill verður að tveimur 500 kr. seðlum, eina skilyrðið fyrir því að hvor helmingur fyrir sig sé gjaldgengur er að númer seðilsins sé til staðar á hvorum helmingi. Lagði ég glaður af stað út í biðskýlið við Klambratún og hugðist rífa seðilinn inni í strætisvagninum, en ég var tilbúinn að borga 140 kr. aukalega.„Hvað heldurðu að ég sé?“ Er ég var kominn út í skýli leit ég á klukkuna í símanum mínum, sá að ég var á góðum tíma og áður en ég vissi var vagninn kominn. Ég steig upp í vagninn, skýrði út fyrir vagnstjóranum að ég væri einungis með 1.000 kr. seðil og spurði hvort það væri í lagi ef rifi seðilinn og borgaði þannig 500 kr. Vagnstjórinn starði á mig og sagði loks „Hvað heldurðu að ég sé?“. Þá reyndi ég að útskýra að tölurnar á hvorum helmingi táknuðu í raun 500 kr. hver um sig og að í lagi væri að rífa seðilinn í tvennt. Vagnstjóranum var ekki skemmt og varð hinn móðgaðasti. „Þú veist það jafn vel og ég að ef þú rífur pening þá er hann ónýtur!“ sagði hann. Þá reyndi ég að útskýra fyrir honum að það væru ekki allir sem vissu af þessu og að ég væri alls ekki að ljúga að honum. „Ef þú hefðir bara verið hreinskilinn og sagt að þú værir ekki með nægan pening þá hefði ég alveg verið tilbúinn að lána þér í þetta skipti, en eftir þessa framkomu þína þá færð þú ekki að stíga um borð í þennan vagn!“ sagði vagnstjórinn. Sá ég þá að baráttan fyrir sannleikanum væri töpuð, sagði við hann: „Ég er ekki að ljúga að þér“, sneri mér við og gekk út hinn sárasti. Ég þurfti enn að komast í bankann og ákvað því að hlaupa niður að Lækjargötu. Sveittur og móður kom ég í bankann. Þar þurfti ég að hringja í ákveðið símanúmer sem var geymt í símanum mínum en mér til mikillar skelfingar komst ég að því að á hlaupunum hafði síminn dottið úr vasa mínum. Fór ég þá til félaga míns, náði í veskið mitt og fór heim. Enskumælandi kona svaraði loks símanum mínum og því bjargaðist síminn en dagurinn var að engu síður ónýtur sökum þess að vagnstjórinn neitaði að taka við fullgildum lögeyri. Ég ber engar illar tilfinningar í garð vagnstjórans en vil einungis minna fólk á, sérstaklega strætisvagnstjóra, að heimilt er að rífa seðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við lok síðasta árs þurfti ég að komast niður í bæ sökum þess að ég þurfti að fara í bankann. Sem nemi við Háskóla Íslands nota ég yfirleitt strætókort, sem ég geymi í veski mínu. Mér til mikillar gremju áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt veskinu í vinahúsi kvöldið áður, sem var einnig niðri í bæ. Ég leitaði um alla íbúð að smápeningum en það eina sem ég fann var þúsund króna seðill. Var mér þá hugsað til þess að nokkrum mánuðum fyrr hafði ég verið í ferð uppi í Seðlabanka Íslands þar sem staðfest var að heimilt er að rífa seðla í tvennt, þ.e. 1.000 kr. seðill verður að tveimur 500 kr. seðlum, eina skilyrðið fyrir því að hvor helmingur fyrir sig sé gjaldgengur er að númer seðilsins sé til staðar á hvorum helmingi. Lagði ég glaður af stað út í biðskýlið við Klambratún og hugðist rífa seðilinn inni í strætisvagninum, en ég var tilbúinn að borga 140 kr. aukalega.„Hvað heldurðu að ég sé?“ Er ég var kominn út í skýli leit ég á klukkuna í símanum mínum, sá að ég var á góðum tíma og áður en ég vissi var vagninn kominn. Ég steig upp í vagninn, skýrði út fyrir vagnstjóranum að ég væri einungis með 1.000 kr. seðil og spurði hvort það væri í lagi ef rifi seðilinn og borgaði þannig 500 kr. Vagnstjórinn starði á mig og sagði loks „Hvað heldurðu að ég sé?“. Þá reyndi ég að útskýra að tölurnar á hvorum helmingi táknuðu í raun 500 kr. hver um sig og að í lagi væri að rífa seðilinn í tvennt. Vagnstjóranum var ekki skemmt og varð hinn móðgaðasti. „Þú veist það jafn vel og ég að ef þú rífur pening þá er hann ónýtur!“ sagði hann. Þá reyndi ég að útskýra fyrir honum að það væru ekki allir sem vissu af þessu og að ég væri alls ekki að ljúga að honum. „Ef þú hefðir bara verið hreinskilinn og sagt að þú værir ekki með nægan pening þá hefði ég alveg verið tilbúinn að lána þér í þetta skipti, en eftir þessa framkomu þína þá færð þú ekki að stíga um borð í þennan vagn!“ sagði vagnstjórinn. Sá ég þá að baráttan fyrir sannleikanum væri töpuð, sagði við hann: „Ég er ekki að ljúga að þér“, sneri mér við og gekk út hinn sárasti. Ég þurfti enn að komast í bankann og ákvað því að hlaupa niður að Lækjargötu. Sveittur og móður kom ég í bankann. Þar þurfti ég að hringja í ákveðið símanúmer sem var geymt í símanum mínum en mér til mikillar skelfingar komst ég að því að á hlaupunum hafði síminn dottið úr vasa mínum. Fór ég þá til félaga míns, náði í veskið mitt og fór heim. Enskumælandi kona svaraði loks símanum mínum og því bjargaðist síminn en dagurinn var að engu síður ónýtur sökum þess að vagnstjórinn neitaði að taka við fullgildum lögeyri. Ég ber engar illar tilfinningar í garð vagnstjórans en vil einungis minna fólk á, sérstaklega strætisvagnstjóra, að heimilt er að rífa seðla.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar