„Þú kemur í mat í leikhússal Iðnó og færð frábæran þriggja rétta málsverð ásamt því að kitla hláturtaugarnar allsvakalega, því á meðan á borðhaldi stendur mun Basil, ásamt konu sinni Sybil og þjóninum frá Barcelona, Manuel, þjóna gestum á sinn einstaka hátt,“ útskýrir Guðbjartur.
Helmingurinn sýningarinnar er eftir handriti en annað er spuni. „Þú ert ekki bara að horfa á leiksýningu, þú færð að borða góðan mat og ert hluti af sýningu.“
Sýningin er á ensku og komast ekki nema hundrað manns fyrir en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin er sett upp á Íslandi.
„Aðstandendur sýningarinnar eru mjög spenntir fyrir því að koma fram hér á landi. Þetta byrjaði í Ástralíu fyrir sextán árum og hefur hún ferðast um allan heim síðan þá og gengið mjög vel,“ segir Guðbjartur.