Lífið

Það taka allir þátt í sýningunni

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Það verður eflaust mikið hlegið í Iðnó þegar sýningin Fawlty Towers fer þar fram.
Það verður eflaust mikið hlegið í Iðnó þegar sýningin Fawlty Towers fer þar fram. mynd/einkasafn
„Það má segja að áhorfandinn taki sjálfur þátt í sýningunni,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson hjá Tónleikum ehf., sem standa á bak við sýninguna. Sýningin er margrómuð verðlaunaleiksýning sem hefur farið sigurför um allan heim og er byggð á hinum frábæru sjónvarpsþáttum Fawlty Towers með John Cleese í aðalhlutverki sem Basil hótelstjóri.

„Þú kemur í mat í leikhússal Iðnó og færð frábæran þriggja rétta málsverð ásamt því að kitla hláturtaugarnar allsvakalega, því á meðan á borðhaldi stendur mun Basil, ásamt konu sinni Sybil og þjóninum frá Barcelona, Manuel, þjóna gestum á sinn einstaka hátt,“ útskýrir Guðbjartur.

Helmingurinn sýningarinnar er eftir handriti en annað er spuni. „Þú ert ekki bara að horfa á leiksýningu, þú færð að borða góðan mat og ert hluti af sýningu.“

Sýningin er á ensku og komast ekki nema hundrað manns fyrir en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin er sett upp á Íslandi.

„Aðstandendur sýningarinnar eru mjög spenntir fyrir því að koma fram hér á landi. Þetta byrjaði í Ástralíu fyrir sextán árum og hefur hún ferðast um allan heim síðan þá og gengið mjög vel,“ segir Guðbjartur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.