Norðurljósin heilluðu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 10:15 Snorra varð ekki meint af öllum þeim nóttum sem hann eyddi úti síðastliðinn vetur. VÍSIR/VALLI Snorri Þór Tryggvason er leikstjóri og framleiðandi myndarinnar Icelandic Aurora. Myndin er tekin upp á þriggja ára tímabili og er 27 mínútna löng. „Norðurljósin segja söguna, myndin skiptist upp í sjö kafla sem hver hefur sitt sjónræna þema.“ „Kaflarnir byrja allir á sólsetri og enda á sólarupprás. Þetta er okkar sýn á hina fullkomnu íslensku vetrarviku. Ég held reyndar að maður upplifi hana seint þar sem það tók okkur þrjú ár að taka þetta upp,“ segir Snorri og hlær. Í myndinni er 50 þúsund ljósmyndum skeytt saman og búið til svokallað „timelaps“-myndband. Tónlistin í myndinni er sérsamin af Yagya, Kajak og Pétri Jónssyni. „Hreyfingum norðurljósanna er fylgt eftir með tónum. Það gerir það að verkum að sögulaus saga er farin að vekja upp tilfinningar.“ Þetta er fyrsta kvikmynd Snorra Þórs en fram til þessa hefur ýmiss konar hönnun og ljósmyndun verið hans aðaláhugamál. „Ég varð fyrir miklum áhrifum frá vini mínum, Pétri K. Guðmundssyni. Við höfum lengi verið stærstu aðdáendur verka hvors annars og honum fannst kominn tími til að fá hreyfingu í myndirnar mínar. Svo var þetta bara svo ofboðslega fallegt að ég gat ekki hætt, það var bara svoleiðis.“ Tökurnar fóru að mestu fram á nóttunni og á 50 stöðum víðsvegar um landið. „Ég persónulega eyddi 89 nóttum úti síðasta vetur og svefnhringurinn minn er enn þá svolítið ringlaður,“ segir Snorri Þór sem sér samt ekki eftir neinu. „Þetta voru svolítið kaldar og langar setur en vel þess virði á endanum. Allt saman mjög fallegar skrifstofur." Tökurnar voru ekki alltaf dans á rósum þrátt fyrir að umhverfið hafi verið fallegt. „Þetta var erfitt af ýmsum ástæðum, sumt tók mjög langan tíma og svo getur verið erfitt að halda sér vakandi og það er víst frekar heilsuspillandi að sofna úti í frosti. Ég drakk mikið af kaffi, tei og heitu kakói á meðan á tökunum stóð.“ Myndin verður frumsýnd á netinu næstkomandi þriðjudag en verður einnig fáanleg á DVD. Framleiðendur myndarinnar eru Pétur K. Guðmundsson og Arnþór Tryggvason, sem einnig leikstýrði myndinni. Myndin verður einnig til sýningar í vélum Icelandair, rútum Grayline Iceland og skipum Eldingar. Iceland Aurora 4K from Iceland Aurora Films on Vimeo. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Snorri Þór Tryggvason er leikstjóri og framleiðandi myndarinnar Icelandic Aurora. Myndin er tekin upp á þriggja ára tímabili og er 27 mínútna löng. „Norðurljósin segja söguna, myndin skiptist upp í sjö kafla sem hver hefur sitt sjónræna þema.“ „Kaflarnir byrja allir á sólsetri og enda á sólarupprás. Þetta er okkar sýn á hina fullkomnu íslensku vetrarviku. Ég held reyndar að maður upplifi hana seint þar sem það tók okkur þrjú ár að taka þetta upp,“ segir Snorri og hlær. Í myndinni er 50 þúsund ljósmyndum skeytt saman og búið til svokallað „timelaps“-myndband. Tónlistin í myndinni er sérsamin af Yagya, Kajak og Pétri Jónssyni. „Hreyfingum norðurljósanna er fylgt eftir með tónum. Það gerir það að verkum að sögulaus saga er farin að vekja upp tilfinningar.“ Þetta er fyrsta kvikmynd Snorra Þórs en fram til þessa hefur ýmiss konar hönnun og ljósmyndun verið hans aðaláhugamál. „Ég varð fyrir miklum áhrifum frá vini mínum, Pétri K. Guðmundssyni. Við höfum lengi verið stærstu aðdáendur verka hvors annars og honum fannst kominn tími til að fá hreyfingu í myndirnar mínar. Svo var þetta bara svo ofboðslega fallegt að ég gat ekki hætt, það var bara svoleiðis.“ Tökurnar fóru að mestu fram á nóttunni og á 50 stöðum víðsvegar um landið. „Ég persónulega eyddi 89 nóttum úti síðasta vetur og svefnhringurinn minn er enn þá svolítið ringlaður,“ segir Snorri Þór sem sér samt ekki eftir neinu. „Þetta voru svolítið kaldar og langar setur en vel þess virði á endanum. Allt saman mjög fallegar skrifstofur." Tökurnar voru ekki alltaf dans á rósum þrátt fyrir að umhverfið hafi verið fallegt. „Þetta var erfitt af ýmsum ástæðum, sumt tók mjög langan tíma og svo getur verið erfitt að halda sér vakandi og það er víst frekar heilsuspillandi að sofna úti í frosti. Ég drakk mikið af kaffi, tei og heitu kakói á meðan á tökunum stóð.“ Myndin verður frumsýnd á netinu næstkomandi þriðjudag en verður einnig fáanleg á DVD. Framleiðendur myndarinnar eru Pétur K. Guðmundsson og Arnþór Tryggvason, sem einnig leikstýrði myndinni. Myndin verður einnig til sýningar í vélum Icelandair, rútum Grayline Iceland og skipum Eldingar. Iceland Aurora 4K from Iceland Aurora Films on Vimeo.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira