Tónleikar til styrktar hljóðmeistara Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 14:30 Starfsfólk Þjóðleikhússins efnir til stórtónleika til styrktar Halldóri og fjölskyldu hans. Vísir/Stefán Efnt verður til stórtónleika í Þjóðleikhúsinu annað kvöld til styrktar Halldóri Snæ Bjarnasyni og fjölskyldu hans. Halldór Snær er 38 ára gamall fjölskyldumaður og hljóðmeistari Þjóðleikhússins, en þar hefur hann starfað á annan áratug. Fyrir nokkrum árum greindist hann með krabbamein í eitlum og blóðmerg en eftir erfiða krabbameinsmeðferð lagðist meinið í dvala. Í haust greindist Halldór Snær aftur og nú með fjórða stigs ólæknandi krabbamein. Samstarfsfólk Halldórs Snæs ákvað að taka höndum saman og leggja honum og fjölskyldu hans lið. „Okkur langaði til þess að styðja við hann og fjölskyldu hans og ákváðum að efna til þessara tónleika,“ segir Sigurlaug Þorsteinsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Þjóðleikhússins. Margir landsþekktir tónlistar- og listamenn koma fram á tónleikunum og fjölmargir hafa lýst yfir áhuga sínum á því að koma fram. „Það bætist stöðugt í listann af þeim sem ætla að taka þátt.“ Á meðal þeirra sem koma fram eru Todmobile, Moses Hightower, Hellvar, Skúli Mennski, Ari Eldjárn, dj. flugvél og geimskip, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigríður Thorlacius, Heimilistónar, Frímann Gunnarsson og Þryðjy Kossynn. Kynnir kvöldsins verður Þorsteinn Guðmundsson. Þryðjy Kossynn er húsband Þjóðleikhússins og er skipað tæknimönnum þess. Halldór hefur spilað með bandinu á gítar og stefnir á að taka lagið með þeim. „Það er svo fallegt að allt starfsfólkið í húsinu ætlar að gefa vinnuna sína þetta kvöld, það leggjast allir á eitt,“ segir Sigurlaug en Halldór fer á næstunni í erfiða stofnfrumumeðferð. „Við vitum að þetta er mjög kostnaðarsamt og erfitt fyrir fjölskylduna. Þetta er það minnsta sem við getum gert fyrir góðan félaga.“ Tónleikarnir verða haldnir á stóra sviði Þjóðleikhússins og er miðaverð 2.900 krónur en allur ágóði af miðasölu og barsölu þetta kvöld rennur óskiptur til Halldórs og fjölskyldu hans. Miða er hægt að nálgast á Midi.is. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Efnt verður til stórtónleika í Þjóðleikhúsinu annað kvöld til styrktar Halldóri Snæ Bjarnasyni og fjölskyldu hans. Halldór Snær er 38 ára gamall fjölskyldumaður og hljóðmeistari Þjóðleikhússins, en þar hefur hann starfað á annan áratug. Fyrir nokkrum árum greindist hann með krabbamein í eitlum og blóðmerg en eftir erfiða krabbameinsmeðferð lagðist meinið í dvala. Í haust greindist Halldór Snær aftur og nú með fjórða stigs ólæknandi krabbamein. Samstarfsfólk Halldórs Snæs ákvað að taka höndum saman og leggja honum og fjölskyldu hans lið. „Okkur langaði til þess að styðja við hann og fjölskyldu hans og ákváðum að efna til þessara tónleika,“ segir Sigurlaug Þorsteinsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Þjóðleikhússins. Margir landsþekktir tónlistar- og listamenn koma fram á tónleikunum og fjölmargir hafa lýst yfir áhuga sínum á því að koma fram. „Það bætist stöðugt í listann af þeim sem ætla að taka þátt.“ Á meðal þeirra sem koma fram eru Todmobile, Moses Hightower, Hellvar, Skúli Mennski, Ari Eldjárn, dj. flugvél og geimskip, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigríður Thorlacius, Heimilistónar, Frímann Gunnarsson og Þryðjy Kossynn. Kynnir kvöldsins verður Þorsteinn Guðmundsson. Þryðjy Kossynn er húsband Þjóðleikhússins og er skipað tæknimönnum þess. Halldór hefur spilað með bandinu á gítar og stefnir á að taka lagið með þeim. „Það er svo fallegt að allt starfsfólkið í húsinu ætlar að gefa vinnuna sína þetta kvöld, það leggjast allir á eitt,“ segir Sigurlaug en Halldór fer á næstunni í erfiða stofnfrumumeðferð. „Við vitum að þetta er mjög kostnaðarsamt og erfitt fyrir fjölskylduna. Þetta er það minnsta sem við getum gert fyrir góðan félaga.“ Tónleikarnir verða haldnir á stóra sviði Þjóðleikhússins og er miðaverð 2.900 krónur en allur ágóði af miðasölu og barsölu þetta kvöld rennur óskiptur til Halldórs og fjölskyldu hans. Miða er hægt að nálgast á Midi.is.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira