Hvað skapar farsælt þjóðfélag? Einar G. Harðarson skrifar 4. janúar 2014 06:00 Hugsum um orð biskups: „Þakklæti fyrir að fá að lifa í landi sem lýtur stjórn þeirra sem gert hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins, landi lýðræðisins.” Gera má mikið úr þessum orðum. Velsæld og frelsi eru ekki sjálfsagðir hlutir og við getum ekki tekið því sem gefnu að svona verði þetta um alla framtíð. Það er ekki tilviljun að þeir sem búa í Evrópu og Norður-Ameríku eru flestir kristnir og að velsældin sé hvað mest í þeim löndum. En er velmegun eingöngu vegna kristinnar trúar og lýðræðis? Suður-Ameríka er mest öll kristinnar trúar, einnig Filippseyjar, mörg ríki Afríku falla undir það að vera kristinnar trúar og lýðræðisríki. Það er því ekki vegna kristinnar trúar og lýðræðis sem Vesturlöndum vegnar vel. Það er ekki síður vegna margs konar tryggingar um jöfnuð í samfélögum okkar sem gerir okkur að velmegunarríkjum. Það er því jöfnuður og svo hugsanlega kristið hjartalag sem er lykillinn að velgengni okkar. Lýðræði er aðeins hluti af jöfnuði. Jöfnuður er meiri á Norðurlöndum en víðast hvar, en einmitt þar er hagvöxturinn mestur. Það er ekki síður margvísleg trygging um jöfnuð sem gerir samfélög okkar að velmegunarríkjum. Ekki vegnar öllum jafn vel og misjafnt er gefið í upphafi á allan máta. Sumum lætur vel að skapa auð og öðrum ekki. Auðsöfnun fárra getur hins vegar valdið því að peningar eru læstir inni í bankahólfum víðs vegar um heim og ná ekki að skapa hagvöxt. Verðmætasköpun, laun og skattar sem skapast ef margir meðhöndla sömu peningana í viðskiptum á skömmum tíma skapa hagvöxt. Auðsöfnun er samt ekki endilega markmiðið í sjálfu sér hjá þeim sem það gera. Heldur hitt, að peningarnir eru trygging fyrir framtíðina, að ellin, veikindi eða annað verði léttbærara og fjölskyldu og ættingjum sé borgið um óákveðna framtíð ef nóg er til af peningum. Norræna fyrirkomulagið með lífeyri og tryggingu fyrir aldraða, öryrkja og sjúka er lykillinn að því að minnka þörfina fyrir mikla auðsöfnun. Tryggingin er fyrir hendi, sem gerir hugsunina um lífið í ellinni bærilegra. Með því að draga úr þessari tryggingu eykst þörfin fyrir auðsöfnun aftur. Það er ekki tilviljun að hagvöxtur er oftast minnstur í Norður-Ameríku þegar Repúblikanar eru við völd. Þeir draga úr jöfnuði. Undirritaður hefur búið erlendis, m.a. í Afríku, í tæp 7 ár, þar sem fólk er svipt frelsi á einni nóttu. Líf þess breytist úr frelsi í fjötra það sem eftir er ævinnar. Í Kenýa varð ungur kennari, Daníel Arap Mói, þá með 200 US$ á mánuði í laun, kjörinn forseti. Nokkrum árum síðar var þessi maður kominn á lista yfir ríkustu menn heims. Hvernig má það vera? Við köllum það spillingu en spilling á sér m.a. stað hjá mörgum svokölluðum kristnum þjóðum. Forsetinn hirti, í bókstaflegri merkingu, allt af þeim sem áttu eitthvað sem hann girntist og margir þeirra hurfu í kjölfarið. Hann tók ekkert af þeim fátæku, af þeim var ekkert að taka. Hann tók frá þeim sem áttu eitthvað, millistéttinni. Í landinu urðu aðeins þeir eftir sem voru honum þóknanlegir og svo fátækir. Þeir fátæku þurfa ekki að gæta stöðu sinnar ef breytingar verða heldur þeir sem eiga eitthvað. Það sem við höfum kallað kreppu leiðir af sér fyrirbæri af sama toga og í þessu landi, það er að millistéttin hverfur. Í kreppu eiga sér stað mestu fjármagnsflutningar sem verða í samfélagi fyrir utan ef það brýst út stríð, ef ekki er spyrnt við fótum. Íslenska millistéttin má þakka núverandi ríkisstjórn fyrir það sem hún er að gera, sem er að standa gegn þeirri þróun. Það er mikilvægt að sátt ríki í þjóðfélagi. Sátt er t.d. einn af mörgum mælikvörðum á velgengni. Það er dýrmætt að búa við frelsi og jöfnuð þótt hvorugt sé fullkomið. Okkar mesta hugsjónavinna, til framtíðar litið, þarf að snúast um að gæta að og fullkomna lýðræðið og jafnréttið. Jöfnuðurinn þarf umyrðalaust að vera fyrir hendi, það þarf að jafna út misskiptingu. Það má þó ekki draga úr framkvæmdahvöt einstaklingsins. Driffjöðrin sjálf verður að vera sterk. Því verða þeir sem vinna verk sín vel, framkvæma hugmyndir og eru frumkvöðlar í margs konar mynd, að fá að njóta afrakstursins. Það er ekki síður mikilvægt að skipta auðæfum og öllum gæðum þjóðarinnar með eins sanngjörnum hætti og við best kunnum. Við misskiptingu verða uppákomurnar sem breyta þjóðum eins og dæmin sanna. Okkar bíður því stórt verkefni ef vel á að takast til, ekki aðeins í sjávarútvegi heldur einnig við að skipta þeim auðæfum sem kunna að vera eftir til að skipta. Misskiptingin á auði er einkenni þeirra þjóða þar sem mestur óstöðugleiki ríkir og viljinn til breytinga er mestur. Þjóða sem búa við harðstjórn, einræði og spillingu. Þar fjúka höfuð á einni nóttu og hlutir geta gerst sem ekki verða teknir til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hugsum um orð biskups: „Þakklæti fyrir að fá að lifa í landi sem lýtur stjórn þeirra sem gert hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins, landi lýðræðisins.” Gera má mikið úr þessum orðum. Velsæld og frelsi eru ekki sjálfsagðir hlutir og við getum ekki tekið því sem gefnu að svona verði þetta um alla framtíð. Það er ekki tilviljun að þeir sem búa í Evrópu og Norður-Ameríku eru flestir kristnir og að velsældin sé hvað mest í þeim löndum. En er velmegun eingöngu vegna kristinnar trúar og lýðræðis? Suður-Ameríka er mest öll kristinnar trúar, einnig Filippseyjar, mörg ríki Afríku falla undir það að vera kristinnar trúar og lýðræðisríki. Það er því ekki vegna kristinnar trúar og lýðræðis sem Vesturlöndum vegnar vel. Það er ekki síður vegna margs konar tryggingar um jöfnuð í samfélögum okkar sem gerir okkur að velmegunarríkjum. Það er því jöfnuður og svo hugsanlega kristið hjartalag sem er lykillinn að velgengni okkar. Lýðræði er aðeins hluti af jöfnuði. Jöfnuður er meiri á Norðurlöndum en víðast hvar, en einmitt þar er hagvöxturinn mestur. Það er ekki síður margvísleg trygging um jöfnuð sem gerir samfélög okkar að velmegunarríkjum. Ekki vegnar öllum jafn vel og misjafnt er gefið í upphafi á allan máta. Sumum lætur vel að skapa auð og öðrum ekki. Auðsöfnun fárra getur hins vegar valdið því að peningar eru læstir inni í bankahólfum víðs vegar um heim og ná ekki að skapa hagvöxt. Verðmætasköpun, laun og skattar sem skapast ef margir meðhöndla sömu peningana í viðskiptum á skömmum tíma skapa hagvöxt. Auðsöfnun er samt ekki endilega markmiðið í sjálfu sér hjá þeim sem það gera. Heldur hitt, að peningarnir eru trygging fyrir framtíðina, að ellin, veikindi eða annað verði léttbærara og fjölskyldu og ættingjum sé borgið um óákveðna framtíð ef nóg er til af peningum. Norræna fyrirkomulagið með lífeyri og tryggingu fyrir aldraða, öryrkja og sjúka er lykillinn að því að minnka þörfina fyrir mikla auðsöfnun. Tryggingin er fyrir hendi, sem gerir hugsunina um lífið í ellinni bærilegra. Með því að draga úr þessari tryggingu eykst þörfin fyrir auðsöfnun aftur. Það er ekki tilviljun að hagvöxtur er oftast minnstur í Norður-Ameríku þegar Repúblikanar eru við völd. Þeir draga úr jöfnuði. Undirritaður hefur búið erlendis, m.a. í Afríku, í tæp 7 ár, þar sem fólk er svipt frelsi á einni nóttu. Líf þess breytist úr frelsi í fjötra það sem eftir er ævinnar. Í Kenýa varð ungur kennari, Daníel Arap Mói, þá með 200 US$ á mánuði í laun, kjörinn forseti. Nokkrum árum síðar var þessi maður kominn á lista yfir ríkustu menn heims. Hvernig má það vera? Við köllum það spillingu en spilling á sér m.a. stað hjá mörgum svokölluðum kristnum þjóðum. Forsetinn hirti, í bókstaflegri merkingu, allt af þeim sem áttu eitthvað sem hann girntist og margir þeirra hurfu í kjölfarið. Hann tók ekkert af þeim fátæku, af þeim var ekkert að taka. Hann tók frá þeim sem áttu eitthvað, millistéttinni. Í landinu urðu aðeins þeir eftir sem voru honum þóknanlegir og svo fátækir. Þeir fátæku þurfa ekki að gæta stöðu sinnar ef breytingar verða heldur þeir sem eiga eitthvað. Það sem við höfum kallað kreppu leiðir af sér fyrirbæri af sama toga og í þessu landi, það er að millistéttin hverfur. Í kreppu eiga sér stað mestu fjármagnsflutningar sem verða í samfélagi fyrir utan ef það brýst út stríð, ef ekki er spyrnt við fótum. Íslenska millistéttin má þakka núverandi ríkisstjórn fyrir það sem hún er að gera, sem er að standa gegn þeirri þróun. Það er mikilvægt að sátt ríki í þjóðfélagi. Sátt er t.d. einn af mörgum mælikvörðum á velgengni. Það er dýrmætt að búa við frelsi og jöfnuð þótt hvorugt sé fullkomið. Okkar mesta hugsjónavinna, til framtíðar litið, þarf að snúast um að gæta að og fullkomna lýðræðið og jafnréttið. Jöfnuðurinn þarf umyrðalaust að vera fyrir hendi, það þarf að jafna út misskiptingu. Það má þó ekki draga úr framkvæmdahvöt einstaklingsins. Driffjöðrin sjálf verður að vera sterk. Því verða þeir sem vinna verk sín vel, framkvæma hugmyndir og eru frumkvöðlar í margs konar mynd, að fá að njóta afrakstursins. Það er ekki síður mikilvægt að skipta auðæfum og öllum gæðum þjóðarinnar með eins sanngjörnum hætti og við best kunnum. Við misskiptingu verða uppákomurnar sem breyta þjóðum eins og dæmin sanna. Okkar bíður því stórt verkefni ef vel á að takast til, ekki aðeins í sjávarútvegi heldur einnig við að skipta þeim auðæfum sem kunna að vera eftir til að skipta. Misskiptingin á auði er einkenni þeirra þjóða þar sem mestur óstöðugleiki ríkir og viljinn til breytinga er mestur. Þjóða sem búa við harðstjórn, einræði og spillingu. Þar fjúka höfuð á einni nóttu og hlutir geta gerst sem ekki verða teknir til baka.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun