Hvað kosta höftin? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskorun án þess að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki. Gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á vaxtarmöguleika voru mikið rædd á þinginu en skaðsemi þeirra kemur hvað skýrast fram í alþjóðageiranum. Nú eru rúm fimm ár liðin frá setningu haftanna og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir. Það er enginn vafi á að viðfangsefnið er flókið og að vanda þarf til verks í þeirri vinnu. En ekki síður mikilvægt er að átta sig á þeim fórnarkostnaði sem fólginn er í frekari töfum á afnámi hafta og áhrifum á framtíðarlífskjör í landinu. Fórnarkostnaðurinn 80 ma. kr. á ári nú þegar? Kostnaði vegna gjaldeyrishafta má skipta í beinan kostnað vegna umsýslu annars vegar og óbeinan kostnað vegna efnahagslegra áhrifa hins vegar. Beini kostnaðurinn – í formi eftirlits, útboða, undanþágubeiðna, ráðgjafar og annarrar umsýslu vegna haftanna – er umtalsverður. Hann má sín þó lítils í samanburði við þann óbeina kostnað sem hlýst af höftunum í formi minni nýliðunar og hægari vaxtar fyrirtækja í alþjóðageiranum. Það er erfitt að mæla töpuð tækifæri, en þróun síðustu ára gefur engu að síður vísbendingar um þann skaða sem höft á fjármagnsflutningum hafa valdið innan alþjóðageirans. Þegar flæði fjármagns var frjálst jókst útflutningur geirans hratt, eða um 8% á ári yfir 15 ára tímabil. Bæði fyrir og eftir þann tíma, þegar fjármagnshöft voru til staðar, varð aftur á móti stöðnun og jafnvel samdráttur í útflutningi geirans. Miða mætti við sögulegan vöxt alþjóðageirans utan hafta sem efri mörk í mati á neikvæðum áhrifum fjármagnshafta. Neðri mörk væru að neikvæð áhrif haftanna á þennan vöxt væru engin. Ef notast er við varfærið mat og gert ráð fyrir að kostnaðurinn liggi þar mitt á milli fæst að útflutningstekjur ársins 2013 væru um 80 ma. kr. hærri án hafta heldur en raunin varð. Sá mismunur jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyristekjur á hverja íslenska fjölskyldu. Aldrei verður hægt að meta nákvæmlega hvað höftin kosta okkur í formi tapaðra tækifæra. Þessari áætlun er því hvorki ætlað að vera nákvæm né tæmandi, heldur einungis að gefa hugmynd um hver raunverulegur fórnarkostnaður haftanna gæti verið. Sé hann í líkingu við þær tölur sem hér eru nefndar er ljóst að skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir lífskjör í landinu. Nálgast verður afnám með heildstæðum hætti Á undanförnum vikum hefur umræða um afnám hafta aukist til muna. Það er jákvæð þróun enda er mikil hætta fólgin í því að áhættufælni og vanafesti færi afnám hafta aftar á forgangslista stjórnvalda. Enn fremur er upplýst umræða grundvöllur þess að sátt ríki um þann tímabundna efnahagslega óstöðugleika sem getur fylgt afnámi. Þar sem höftin hafa takmörkuð áhrif á daglegt líf einstaklinga er mikilvægt að gagnsæi ríki um þann skaða sem þau valda fyrir framtíðarlífskjör í landinu. Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bankanna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykilhluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varanleg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri verði gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig verða forsendur fyrir áðurnefndri 1.000 milljarða aukningu í útflutningi á næstu tuttugu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskorun án þess að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki. Gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á vaxtarmöguleika voru mikið rædd á þinginu en skaðsemi þeirra kemur hvað skýrast fram í alþjóðageiranum. Nú eru rúm fimm ár liðin frá setningu haftanna og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir. Það er enginn vafi á að viðfangsefnið er flókið og að vanda þarf til verks í þeirri vinnu. En ekki síður mikilvægt er að átta sig á þeim fórnarkostnaði sem fólginn er í frekari töfum á afnámi hafta og áhrifum á framtíðarlífskjör í landinu. Fórnarkostnaðurinn 80 ma. kr. á ári nú þegar? Kostnaði vegna gjaldeyrishafta má skipta í beinan kostnað vegna umsýslu annars vegar og óbeinan kostnað vegna efnahagslegra áhrifa hins vegar. Beini kostnaðurinn – í formi eftirlits, útboða, undanþágubeiðna, ráðgjafar og annarrar umsýslu vegna haftanna – er umtalsverður. Hann má sín þó lítils í samanburði við þann óbeina kostnað sem hlýst af höftunum í formi minni nýliðunar og hægari vaxtar fyrirtækja í alþjóðageiranum. Það er erfitt að mæla töpuð tækifæri, en þróun síðustu ára gefur engu að síður vísbendingar um þann skaða sem höft á fjármagnsflutningum hafa valdið innan alþjóðageirans. Þegar flæði fjármagns var frjálst jókst útflutningur geirans hratt, eða um 8% á ári yfir 15 ára tímabil. Bæði fyrir og eftir þann tíma, þegar fjármagnshöft voru til staðar, varð aftur á móti stöðnun og jafnvel samdráttur í útflutningi geirans. Miða mætti við sögulegan vöxt alþjóðageirans utan hafta sem efri mörk í mati á neikvæðum áhrifum fjármagnshafta. Neðri mörk væru að neikvæð áhrif haftanna á þennan vöxt væru engin. Ef notast er við varfærið mat og gert ráð fyrir að kostnaðurinn liggi þar mitt á milli fæst að útflutningstekjur ársins 2013 væru um 80 ma. kr. hærri án hafta heldur en raunin varð. Sá mismunur jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyristekjur á hverja íslenska fjölskyldu. Aldrei verður hægt að meta nákvæmlega hvað höftin kosta okkur í formi tapaðra tækifæra. Þessari áætlun er því hvorki ætlað að vera nákvæm né tæmandi, heldur einungis að gefa hugmynd um hver raunverulegur fórnarkostnaður haftanna gæti verið. Sé hann í líkingu við þær tölur sem hér eru nefndar er ljóst að skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir lífskjör í landinu. Nálgast verður afnám með heildstæðum hætti Á undanförnum vikum hefur umræða um afnám hafta aukist til muna. Það er jákvæð þróun enda er mikil hætta fólgin í því að áhættufælni og vanafesti færi afnám hafta aftar á forgangslista stjórnvalda. Enn fremur er upplýst umræða grundvöllur þess að sátt ríki um þann tímabundna efnahagslega óstöðugleika sem getur fylgt afnámi. Þar sem höftin hafa takmörkuð áhrif á daglegt líf einstaklinga er mikilvægt að gagnsæi ríki um þann skaða sem þau valda fyrir framtíðarlífskjör í landinu. Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bankanna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykilhluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varanleg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri verði gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig verða forsendur fyrir áðurnefndri 1.000 milljarða aukningu í útflutningi á næstu tuttugu árum.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar