Barnasáttmálinn 25 ára! Margrét María Sigurðardóttir og Erna Reynisdóttir og Bergsteinn Jónsson skrifa 20. nóvember 2014 07:00 Barnaheill, umboðsmaður barna og UNICEF óska öllum börnum til hamingju með afmæli Barnasáttmálans, en í dag er hann 25 ára. Heill aldarfjórðungur er liðinn frá því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að tryggja börnum sjálfstæð mannréttindi. Barnasáttmálinn er í dag útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims og er afmæli hans fagnað um allan heim á þessum degi. Nú er tilefni til að líta yfir farinn veg og gleðjast yfir öllu því sem hefur áorkast í réttindabaráttu barna á þessum 25 árum. Þó að Ísland teljist fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins með tilliti til lífsskilyrða og réttinda barna, verðum við að vera meðvituð um þá ábyrgð sem felst í þessu hlutverki. Okkur miðar vel, en betur má ef duga skal – stuðla þarf markvisst að innleiðingu réttinda barna ef tryggja á að sýn Barnasáttmálans verði að veruleika fyrir öll börn. Hinn 20. febrúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga einróma að lögfesta Barnasáttmálann. Sáttmálinn hefur því lagalegt gildi hér á landi. Barnasáttmálinn boðar byltingarkennda sýn á stöðu barna. Sáttmálinn viðurkennir að börn séu viðkvæmur hópur sem tryggja þurfi sérstaka vernd og umönnun. Samhliða því gengur hann út frá því að börn séu fullgildir þátttakendur í samfélaginu og búi yfir þekkingu og reynslu sem sé verðmæt fyrir samfélagið. Ein af fjórum grundvallarforsendum sáttmálans gengur út á að börn eigi rétt til að tjá sig í öllum málum sem þau varða og skyldu hinna fullorðnu til þess að taka réttmætt tillit til skoðana barna. Það er lítil lýðræðisleg hefð fyrir því í samfélagi okkar að börnum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir sem snerta þau. Slíkt krefst vitundarvakningar um lýðræði og þátttöku barna, jafnt sem fræðslu um hvernig réttindi þeirra eru sett í hversdagslegt samhengi. Aðrar grundvallarforsendur Barnasáttmálans eru að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast, ekki megi mismuna börnum með nokkrum hætti og að allar ákvarðanir sem varða börn skulu grundvallaðar á því sem þeim er fyrir bestu. Barnasáttmálinn er mikilvægt skjal sem hefur alla burði til að bæta líf okkar allra. Séum við samtaka í að halda réttindum barna á lofti sköpum við betra samfélag fyrir börnin okkar. Þannig byggjum við grunn að framtíð betra samfélags. Á þessari vegferð er mikilvægt að fræða börn um réttindi þeirra. Ef börn eru meðvituð um þau eru þau líklegri til að vera talsmenn réttinda sinna og samferðamanna sinna. Þau verða sterkari einstaklingar sem láta sig óréttlæti varða, í hvaða mynd sem það birtist. Barnasáttmálinn er hagnýtt verkfæri sem getur hjálpað okkur að skapa réttlátara og betra samfélag. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi allra barna í krafti Barnasáttmálans! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Barnaheill, umboðsmaður barna og UNICEF óska öllum börnum til hamingju með afmæli Barnasáttmálans, en í dag er hann 25 ára. Heill aldarfjórðungur er liðinn frá því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að tryggja börnum sjálfstæð mannréttindi. Barnasáttmálinn er í dag útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims og er afmæli hans fagnað um allan heim á þessum degi. Nú er tilefni til að líta yfir farinn veg og gleðjast yfir öllu því sem hefur áorkast í réttindabaráttu barna á þessum 25 árum. Þó að Ísland teljist fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins með tilliti til lífsskilyrða og réttinda barna, verðum við að vera meðvituð um þá ábyrgð sem felst í þessu hlutverki. Okkur miðar vel, en betur má ef duga skal – stuðla þarf markvisst að innleiðingu réttinda barna ef tryggja á að sýn Barnasáttmálans verði að veruleika fyrir öll börn. Hinn 20. febrúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga einróma að lögfesta Barnasáttmálann. Sáttmálinn hefur því lagalegt gildi hér á landi. Barnasáttmálinn boðar byltingarkennda sýn á stöðu barna. Sáttmálinn viðurkennir að börn séu viðkvæmur hópur sem tryggja þurfi sérstaka vernd og umönnun. Samhliða því gengur hann út frá því að börn séu fullgildir þátttakendur í samfélaginu og búi yfir þekkingu og reynslu sem sé verðmæt fyrir samfélagið. Ein af fjórum grundvallarforsendum sáttmálans gengur út á að börn eigi rétt til að tjá sig í öllum málum sem þau varða og skyldu hinna fullorðnu til þess að taka réttmætt tillit til skoðana barna. Það er lítil lýðræðisleg hefð fyrir því í samfélagi okkar að börnum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir sem snerta þau. Slíkt krefst vitundarvakningar um lýðræði og þátttöku barna, jafnt sem fræðslu um hvernig réttindi þeirra eru sett í hversdagslegt samhengi. Aðrar grundvallarforsendur Barnasáttmálans eru að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast, ekki megi mismuna börnum með nokkrum hætti og að allar ákvarðanir sem varða börn skulu grundvallaðar á því sem þeim er fyrir bestu. Barnasáttmálinn er mikilvægt skjal sem hefur alla burði til að bæta líf okkar allra. Séum við samtaka í að halda réttindum barna á lofti sköpum við betra samfélag fyrir börnin okkar. Þannig byggjum við grunn að framtíð betra samfélags. Á þessari vegferð er mikilvægt að fræða börn um réttindi þeirra. Ef börn eru meðvituð um þau eru þau líklegri til að vera talsmenn réttinda sinna og samferðamanna sinna. Þau verða sterkari einstaklingar sem láta sig óréttlæti varða, í hvaða mynd sem það birtist. Barnasáttmálinn er hagnýtt verkfæri sem getur hjálpað okkur að skapa réttlátara og betra samfélag. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi allra barna í krafti Barnasáttmálans!
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar