Barnasáttmálinn 25 ára! Margrét María Sigurðardóttir og Erna Reynisdóttir og Bergsteinn Jónsson skrifa 20. nóvember 2014 07:00 Barnaheill, umboðsmaður barna og UNICEF óska öllum börnum til hamingju með afmæli Barnasáttmálans, en í dag er hann 25 ára. Heill aldarfjórðungur er liðinn frá því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að tryggja börnum sjálfstæð mannréttindi. Barnasáttmálinn er í dag útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims og er afmæli hans fagnað um allan heim á þessum degi. Nú er tilefni til að líta yfir farinn veg og gleðjast yfir öllu því sem hefur áorkast í réttindabaráttu barna á þessum 25 árum. Þó að Ísland teljist fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins með tilliti til lífsskilyrða og réttinda barna, verðum við að vera meðvituð um þá ábyrgð sem felst í þessu hlutverki. Okkur miðar vel, en betur má ef duga skal – stuðla þarf markvisst að innleiðingu réttinda barna ef tryggja á að sýn Barnasáttmálans verði að veruleika fyrir öll börn. Hinn 20. febrúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga einróma að lögfesta Barnasáttmálann. Sáttmálinn hefur því lagalegt gildi hér á landi. Barnasáttmálinn boðar byltingarkennda sýn á stöðu barna. Sáttmálinn viðurkennir að börn séu viðkvæmur hópur sem tryggja þurfi sérstaka vernd og umönnun. Samhliða því gengur hann út frá því að börn séu fullgildir þátttakendur í samfélaginu og búi yfir þekkingu og reynslu sem sé verðmæt fyrir samfélagið. Ein af fjórum grundvallarforsendum sáttmálans gengur út á að börn eigi rétt til að tjá sig í öllum málum sem þau varða og skyldu hinna fullorðnu til þess að taka réttmætt tillit til skoðana barna. Það er lítil lýðræðisleg hefð fyrir því í samfélagi okkar að börnum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir sem snerta þau. Slíkt krefst vitundarvakningar um lýðræði og þátttöku barna, jafnt sem fræðslu um hvernig réttindi þeirra eru sett í hversdagslegt samhengi. Aðrar grundvallarforsendur Barnasáttmálans eru að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast, ekki megi mismuna börnum með nokkrum hætti og að allar ákvarðanir sem varða börn skulu grundvallaðar á því sem þeim er fyrir bestu. Barnasáttmálinn er mikilvægt skjal sem hefur alla burði til að bæta líf okkar allra. Séum við samtaka í að halda réttindum barna á lofti sköpum við betra samfélag fyrir börnin okkar. Þannig byggjum við grunn að framtíð betra samfélags. Á þessari vegferð er mikilvægt að fræða börn um réttindi þeirra. Ef börn eru meðvituð um þau eru þau líklegri til að vera talsmenn réttinda sinna og samferðamanna sinna. Þau verða sterkari einstaklingar sem láta sig óréttlæti varða, í hvaða mynd sem það birtist. Barnasáttmálinn er hagnýtt verkfæri sem getur hjálpað okkur að skapa réttlátara og betra samfélag. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi allra barna í krafti Barnasáttmálans! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill, umboðsmaður barna og UNICEF óska öllum börnum til hamingju með afmæli Barnasáttmálans, en í dag er hann 25 ára. Heill aldarfjórðungur er liðinn frá því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að tryggja börnum sjálfstæð mannréttindi. Barnasáttmálinn er í dag útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims og er afmæli hans fagnað um allan heim á þessum degi. Nú er tilefni til að líta yfir farinn veg og gleðjast yfir öllu því sem hefur áorkast í réttindabaráttu barna á þessum 25 árum. Þó að Ísland teljist fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins með tilliti til lífsskilyrða og réttinda barna, verðum við að vera meðvituð um þá ábyrgð sem felst í þessu hlutverki. Okkur miðar vel, en betur má ef duga skal – stuðla þarf markvisst að innleiðingu réttinda barna ef tryggja á að sýn Barnasáttmálans verði að veruleika fyrir öll börn. Hinn 20. febrúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga einróma að lögfesta Barnasáttmálann. Sáttmálinn hefur því lagalegt gildi hér á landi. Barnasáttmálinn boðar byltingarkennda sýn á stöðu barna. Sáttmálinn viðurkennir að börn séu viðkvæmur hópur sem tryggja þurfi sérstaka vernd og umönnun. Samhliða því gengur hann út frá því að börn séu fullgildir þátttakendur í samfélaginu og búi yfir þekkingu og reynslu sem sé verðmæt fyrir samfélagið. Ein af fjórum grundvallarforsendum sáttmálans gengur út á að börn eigi rétt til að tjá sig í öllum málum sem þau varða og skyldu hinna fullorðnu til þess að taka réttmætt tillit til skoðana barna. Það er lítil lýðræðisleg hefð fyrir því í samfélagi okkar að börnum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir sem snerta þau. Slíkt krefst vitundarvakningar um lýðræði og þátttöku barna, jafnt sem fræðslu um hvernig réttindi þeirra eru sett í hversdagslegt samhengi. Aðrar grundvallarforsendur Barnasáttmálans eru að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast, ekki megi mismuna börnum með nokkrum hætti og að allar ákvarðanir sem varða börn skulu grundvallaðar á því sem þeim er fyrir bestu. Barnasáttmálinn er mikilvægt skjal sem hefur alla burði til að bæta líf okkar allra. Séum við samtaka í að halda réttindum barna á lofti sköpum við betra samfélag fyrir börnin okkar. Þannig byggjum við grunn að framtíð betra samfélags. Á þessari vegferð er mikilvægt að fræða börn um réttindi þeirra. Ef börn eru meðvituð um þau eru þau líklegri til að vera talsmenn réttinda sinna og samferðamanna sinna. Þau verða sterkari einstaklingar sem láta sig óréttlæti varða, í hvaða mynd sem það birtist. Barnasáttmálinn er hagnýtt verkfæri sem getur hjálpað okkur að skapa réttlátara og betra samfélag. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi allra barna í krafti Barnasáttmálans!
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar